Morgunblaðið - 20.02.2008, Page 24

Morgunblaðið - 20.02.2008, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SÍÐAR í þessum mánuði, nánar til- tekið 21.-22. febrúar, verða hátíða- höld í Heimskautastofnun Rússlands í Pétursborg í tilefni þess að 75 ár eru um þessar mundir liðin frá stofnun Skrifstofu Norðausturleiðar, eða Norðurleiðar í Norður- Íshafi í stjórnkerfi Sov- étríkjanna, nú Rúss- landi. Siglingaleið þessi úti fyrir norðurströnd Siberíu, eða Norður- Rússlands, er kölluð á ensku „Northern Sea Route“. Hún hefur ver- ið í heimsfréttum síð- ustu árin sökum þess að menn sjá fyrir að leiðin verði mun greiðari en áður sökum minnkandi hafíss í Norður-Íshafi. Um þessa leið hafa ís- styrkt skip og ísbrjótar siglt, einkum milli hafna Norður-Rússlands en einnig alla leið milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Á afmælishátiðinni verður viða- mikil ráðstefna þar sem fyrst verður fjallað um sögu Norðursiglingaleiðar sér í lagi en einnig siglinga á norð- urslóðum almennt. Þá verða erindi og umræður um núverandi stöðu mála og vandamál varðandi nýtingu og þróun siglinga á siglingaleiðinni. Þá verður að vonum fjallað um áhrif veð- urfarsbreytinga á siglingar á haf- svæðum norðurslóða og sérstakur bálkur verður helgaður umhverf- ismálum og náttúruvernd með hlið- sjón af auknum siglingum í Norður- Íshafi. Síðast en ekki síst verður rætt um vöruflutninga á sjó og upp og nið- ur eftir fljótum Rússlands með tilliti til samfélagslegra og hagrænna við- fangsefna íbúa norðurslóða. Margar rússneskar stofnanir með norðurslóðamálefni á sinni könnu leggjast á eitt við að gera ráðstefnu þessa fjölþætta og vel heppnaða, en ráðstefnan er alþjóðleg. Rússar hafa aldalanga reynslu af búsetu og ferða- lögum á sjó og landi í norðri. Þeir eru nú óð- um að rétta úr kútnum varðandi málefni norð- urhjara en við hrun Sovétríkjanna gengu ýmis vel smurð kerfi stjórnsýslu og reksturs nyrðra úr skorðum. Siglingar á Norðurleið- inni minnkuðu t.d. mik- ið en hafa aukist á ný síðustu ár. Heimskautastofnun Rússlands var stofnuð árið 1920 og hefur hún með höndum umsjón og starfrækslu margvíslegra rannsókna á norð- urslóðum, þar á meðal Norður-Íshafi, og á Suðurheimsskautslandi og höf- unum þar umhverfis. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í mikilli byggingu í Pétursborg en auk 17 stórra deilda sérverkefna á ýmsum sviðum nátt- úruvísinda er þarna t.d. safn, setur al- þjóðlegs gagnabanka með upplýs- ingum um hafís og snjó um víða veröld. Umsjón er þarna með rann- sóknastöðvum Rússlands á pólasvæð- um í norðri og suðri og ísbrjótaflota Rússlands. Á öllum þessum sviðum eiga rúss- neskar stofnanir og vísindamenn gott og náið samstarf við erlendar þjóðar, stórar og smáar. Var svo raunar á síðustu áratugum Sovétríkjanna og er mér ljúft að minnast leiðangurs á sovéskum ísbrjóti norður Grænlands- sund árið 1982 en Rannsóknaráði rík- isins og Veðurstofu Íslands hafði boð- ist að senda mann með í þennan leiðangur meðfram og inn í hafísj- aðarinn. Var ég þarna í góðu yfirlæti í eftirminnilegum 80 manna leiðangri, eini útlendingurinn um borð. Yfirmenn og vísindamenn Heim- skautastofnunar Rússlands í Péturs- borg hafa sótt ráðstefnur hér á Ís- landi, m.a. alþjóðlegar ráðstefnur um hafís, haldna í Reykjavík árið 2000, og um sjóveðurfar á jörðinni, haldna á Akureyri árið 2001. Vonandi hald- ast góð kynni milli landanna á sviði norðurslóðarannsókna um ókomin ár. Það verður ekki síst mikilvægt sök- um þess að siglingar í Norður-Íshafi aukast nú hröðum skrefum og sigl- ingaleiðin frá Íslandi og „norður til Kína“ mun verða að veruleika innan tíðar, þ.e.a.s. innan nokkurra ára- tuga. Ísland er í þjóðleið á leiðinni milli heimshafanna tveggja, Atlants- hafs og Kyrrahafs. Á Íslandi kæmi sér því vel að byggja upp umskip- unarhöfn fyrir samgöngur og flutn- inga um höfin þrjú. Hér yrði „Hong Kong norðursins“, til hagsbóta fyrir land og lýð. Skrifstofa Norðursiglingaleiðar í Norður-Íshafi 75 ára Þór Jakobsson skrifar um norð- ursiglingaleið í Norður-Íshafi » Því er nú fagnað íPétursborg að 75 ár eru síðan stofnuð var skrifstofa eða stjórn- sýsludeild til að annast rannsóknir og siglingar í Norður-Íshafi. Þór Jakobsson Höfundur er veðurfræðingur. ÞAÐ er ástæða til að fagna und- irritun á kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði. Það er ekk- ert eins mikilvægt fyrir almenning í landinu og einmitt stöðugleiki og lág verðbólga. Þessir kjarasamningar munu vonandi eiga sinn þátt í endurheimta jafnvægi og jöfnuð hér á landi. Einn af forsvars- mönnum verkalýðs- hreyfingarinnar sagði nýlega: „Aldrei hafa lægstu laun verið hækk- uð jafnmikið“. Aðgerðir ríkisstjórn- arinnar í tengslum við kjarasamninga eru sömuleiðis afar mikilvægar þótt þær standi í mínum huga sem sjálfstæðar pólitískar að- gerðir sem auka lífskjör í landinu til muna. Þessar aðgerðir gagnast öllum landsmönnum en þó miðast þær fyrst og fremst að fólki með meðaltekjur í landinu, barnafólki og ungum ein- staklingum. Ríkisstjórnin mun verja um 20.000 milljónum kr. í þessar aðgerðir og í því sambandi hafa nokkur atriði meg- inþýðingu. Fyrst ber að nefna að skattleysismörkin verða hækkuð um 20.000 krónur fyrir ut- an verðlagshækkanir. Þetta er eitt þýðing- armesta atriðið. Skerð- ingarmörk barnabóta verða hækkuð um 50% sem mun hafa mikil áhrif til góðs fyrir fjöl- skyldufólk í landinu. Hámark húsaleigubóta verður hækkað um 50%. Stimpilgjöld verða afnumin fyrir fyrstu kaupendur sem mun hafa mik- ið að segja, enda eru þessi gjöld fyrstu kaupendum oft þungur baggi. Eignaskerðingarmörk vaxtabóta verða hækkuð um 35% og náms- lánakerfið verður yfirfarið með aukið jafnræði að markmiði. Lágmarksframfærslu- viðmið sett Lengi hefur verið kallað eftir því að sett verði lágmarksviðmið í fram- færslu í almannatryggingarkerfinu og nú verður hafist handa við þá vinnu. Þá verður komið á húsnæðis- sparnaðarkerfi með skattafrádrætti fyrir 35 ára og yngri til að hvetja til sparnaðar hjá fyrstu kaupendum. Þá verða skattar á fyrirtæki lækk- aðir, atvinnuleysisbætur verða hækk- aðar og framlög til símenntunar og fullorðinsfræðslu aukin. Að mínu viti snýst kjarabarátta ekki einungis um að hækka laun. Ekki er síður mikilvægt að bæta kjör almennings með því að hafa jákvæð áhrif á verðlag og það er mínu viti af- ar mikilvægt að stjórnvöld hafi þessa hlið kjarabaráttunnar einnig að markmiði. Nú er kastljósinu beint að vöru- verði í landinu og verða vörugjöld og tollar sérstaklega skoðuð í því sam- bandi. Einnig eldri borgarar og öryrkjar Fyrir jól kynnti ríkisstjórn Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks um- fangsmiklar kjarabætur fyrir eldri borgara og öryrkja. Þá var m.a. ákveðið að afnema skerðingu bóta vegna tekna maka, hækka frítekju- mark og draga úr of- og vangreiðsl- um bóta. Almannahagsmunir eru í öndvegi hjá ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks. Sú staðreynd að tveir sterkir flokkar hafi tekið saman höndum hefur leitt af sér möguleika til þess að taka stóra málaflokka, sem oft á tíðum eru taldir þungir, til end- urskoðunar. Kjarasamningarnir liður í því að ná jafnvægi í efnahagsmálum Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar um nýgerða kjarasamninga »Að mínu viti snýst kjarabarátta ekki ein- ungis um að hækka laun. Ágúst Ólafur Ágústsson Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar. ÁLVER í Helguvík er gullið tæki- færi fyrir Suðurnesjamenn til að efla atvinnulíf í kjölfar brotthvarfs Varnarliðsins, niðurskurðar á þorsk- kvóta og vaxandi sam- dráttar í bygging- ariðnaði – tækifæri sem ekki má láta fram hjá sér fara. Sem sveitarstjórn- armaður frá 1986 til 1990 og sem þingmað- ur frá 1991 til ársins 2001 hef ég ærið oft hugleitt þá stöðu sem ríkti í atvinnu- og byggðamálum á Akra- nesi á tíunda áratugn- um, áður en álver Norðuráls var reist á Grundartanga. Á þeim tíma var um harla lítið annað að ræða en að sækja sjó- inn sem sýndi sig í að vera takmörkuð auð- lind með æ fækkandi atvinnutækifærum. Oft varð fólk að leita á erlenda grund eins og margir reyndu, m.a. til Svíþjóðar og Dan- merkur. Atvinnuleysi mældist um og yfir 10%. Engin hús voru í byggingu á Akranesi árum saman og íbúa- fjöldi stóð í stað eða þá að fólki fækkaði – í stuttu máli var útlitið dökkt á þessum árum. Traust atvinna forsenda blómlegs mannlífs Núna horfir hins vegar öðruvísi við. Grundartangasvæðið er orðið eftirsótt fyrir margháttaða atvinnu- starfsemi sem er til góða fyrir svæð- ið hér. Hundruð íbúa á Vesturlandi hafa fengið góð framtíðarstörf, þjón- ustuiðnaður hefur blómstrað og eft- irspurn eftir húsnæði hefur stórauk- ist. Á Akranesi og reyndar á öllu svæðinu frá Stykkishólmi og suður á Reykjanes hefur tilkoma Norðuráls haft mikil áhrif. Í ljósi afdrifa fisk- vinnslu á Akranesi væri staða okkar vægast sagt slæm ef ekki væri stór- iðja í nágrenninu með atvinnutæki- færi fyrir íbúa Akraness. Núna er bærinn valkostur til búsetu fyrir alla þá sem ráða sig til starfa á Grundar- tangasvæðinu, einnig með tilliti til stækkandi atvinnusvæðis í ljósi samgangna. Stóriðjufyrirtæki á borð við Norðurál skapa líka frjóan grund- völl fyrir ýmis smærri þjónustufyr- irtæki og gera íbúum svæðisins því kleift að stunda fjölbreytilega vinnu. Sú hefur orðið reyndin hér á Vest- urlandi þannig að áhrif- in eru geysilega mik- ilvæg enda er Norðurál þekkt fyrir að miðla verkefnum til innlendra aðila. Auk þess hafa Norðurálsmenn sýnt skilning á að taka þátt í samfélagsverkefnum með nærsveitarfélögum og stutt ýmis verkefni, ásamt því að styrkja íþróttafélög og aðra fé- lagsstarfsemi sem auðgar mannlífið og gerir búsetu á svæðinu eftirsóknarverða. Álver í Helguvík gríðarleg lyftistöng Núna er atvinnu- ástandið á Suð- urnesjum tvísýnt, m.a. eftir brottför Varn- arliðsins, kvótaskerð- ingu og vaxandi sam- drátt í byggingariðnaði. Tilkoma álvers í Helgu- vík yrði gríðarleg lyfti- stöng fyrir byggð- arlagið og reyndar landið allt með þeirri fjárfestingu sem þessu fylgir og at- vinnu sem þarna skapast. Núna er færi á að skapa stöðugan atvinnu- grundvöll. Norðurálsmenn hafa þegar sannað hvers þeir eru megn- ugir og ég get sagt það bæði af reynslu minni sem bæjarstjóri á Akranesi og sem fyrrverandi starfs- maður hjá Norðuráli að þetta er traust fyrirtæki og dyggur þjóð- félagsþegn. Skilaboð mín til Suðurnesja- manna eru því einlæg hvatning til þeirra um að standa fast í fætur og knýja á um atvinnuuppbyggingu til framtíðar og stöðugleika fyrir svæð- ið. Ég vil hvetja fólk til að snúa bök- um saman hvar sem það er statt á pólitískum vettvangi og beita öllu afli til að uppbygging álvers í Helguvík fari hið fyrsta af stað því að það hefur áhrif til góðs á öllu landinu. Suðurnesjamenn, standið fast í fætur Gísli S. Einarsson hvetur Suður- nesjamenn að knýja á um at- vinnuuppbyggingu til framtíðar Gísli S. Einarsson Höfundur er bæjarstjóri á Akranesi. » Skilaboð mín til Suður- nesjamanna eru því einlæg hvatning til þeirra um að standa fast í fætur og knýja á um atvinnu- uppbyggingu til framtíðar. MORGUNBLAÐIÐ er með í notkun móttökukerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna við opnun forsíðu fréttavefjarins mbl.is vinstra megin á skjánum undir Morgunblaðs- hausnum þar sem stendur Senda inn efni, eða neðarlega á forsíðu fréttavefjarins mbl.is undir liðnum Sendu inn efni. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvu- pósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerf- ið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamlegast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greina- deildar. Móttökukerfi aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.