Morgunblaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Á haustdögum árs-
ins 2001 komu nokkrir
kennarar við Fjöl-
brautaskóla Suður-
lands saman í þeim erindum að
stofna óformlegan félagsskap
áhugafólks um suður-evrópska
menningu. Félagsskapurinn kallað-
ist Suður-Evrópudeildin og mark-
miðið afar einfalt; að hóa reglulega á
svokallaðan „fund“ þeim sem höfðu
verið svo heppnir að öðlast inngöngu
í þessa ágætu deild, borða góðan mat
og eiga notalega stund saman.
Markmiðið heppnaðist vel og má
fullyrða að hver ,,fundurinn“ hafi
verið öðrum skemmtilegri til þessa.
Guðrún Ingvarsdóttir sagðist stund-
um hafa smyglað sér bakdyramegin
inn í S-Evrópudeildina því hvorki
talaði hún tungu þeirra þjóða, né
hefði búið þar, tengingin væri lítið
meira en þátttaka hennar í fransk-
íslensku samstarfi Fjölbrautaskól-
ans við franskan skóla á Bretagne
veturinn ’99-2000. En þarna kom
líka til – og ekki síður – sú mikla
þekking sem hún hafði á matargerð
og færni hennar við að framreiða
flókna rétti sem bornir voru fram á
,,fundum“.
Og víst má segja að þátttaka Gígju
og Magnúsar hafi verið eitt mesta
lán sem hent gat þennan litla fé-
lagsskap. Þau hjón voru jafn-
skemmtileg heim að sækja og vin-
sælir gestir í öllum boðum
deildarinnar. Gígja var vel lesin og
fróð manneskja um menn og mál-
efni. Hún hafði góða og einstaklega
gefandi nærveru. Samskipti hennar
við fólk einkenndust af heilindum,
bjartsýni, dugnaði og glaðværð. Að
ekki sé nú minnst á hvað hún var ríf-
andi skemmtileg og hláturmild! Þá
var það einkar fallegt að fylgjast
með samskiptum Gígju við börnin
sín þrjú þar sem henni tókst að vera
jafnt fyrirmynd, uppalandi og vinur.
Þessir mannkostir hennar skiluðu
sér vel til okkar samstarfsfólksins,
sem og nemenda hennar enda Gígja
vinsæll og vel liðinn kennari. Síðasti
,,fundur“ deildarinnar var að frum-
kvæði Gígju því þar fór drífandi og
kraftmikil kona sem hrinti hlutum í
framkvæmd í stað þess að sitja róleg
og ráðgera. Lengi hafði verið rætt
um að fara saman í Skagafjörð enda
vildi svo vel til að einum félagsmanni
hafði áskotnast jörð frá þeim slóðum
sem Gígja var ættuð. Í lok septem-
ber sl. lögðum við land undir fót og
áttum saman yndislega helgi sem
gott er að varðveita í minningunni.
Þrátt fyrir að hafa háð margra ára
baráttu við hinn illvíga sjúkdóm, lék
Gígja á als oddi í ferðalaginu og lét
hann ekki aftra sér frá því að njóta
lífsins. Eða eins og ein samstarfs-
kona úr skólanum orðaði svo rétti-
lega og vitnaði þannig í íslenskar
fornsögur, þá dó hún Gígja okkar
standandi því sjúkdómurinn náði
aldrei að buga hana. Við kveðjum
kæra vinkonu og vottum aðstand-
endum innilega samúð.
Fyrir hönd Suður-Evrópudeildar-
innar,
Anna og Hrefna.
Það er vandfundin yndislegri
frænka en Gígja á Reykjum. Af
leiftrandi húmor og hláturmildi brá
hún lit og lífi á allt sem hún kom ná-
lægt. Aldrei var nokkur samveru-
stund svo stutt að ekki gæfist tími
fyrir smá gamansemi og hlátur. Það
var sama hvort var í leik eða starfi,
allt varð léttara og skemmtilegra
þegar Gígja frænka var með. Svo
töfraði hún fram þennan líka dásam-
Guðrún
Ingvarsdóttir
✝ Guðrún Ingv-arsdóttir fædd-
ist í Reykjahlíð á
Skeiðum 26. sept-
ember 1949. Hún
andaðist á Landspít-
alanum 6. febrúar
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Selfosskirkju 16.
febrúar.
lega mat, þannig að
smá heimsókn var fyrr
en varði orðin að gíf-
urlegri veislu með öllu
tilheyrandi. Þegar litið
er til baka er líklega
ekki með nokkru móti
hægt að benda á meira
uppáhald en Gígju og
samt tók krabbinn
hana!
Það steypast yfir
mann hugmyndir eins
og ósanngirni og allt
að því reiði að hún hafi
ekki fengið að klára
sína vegferð til elliára, leika sér með
barnabörnum og vera bara með vin-
um og fjölskyldu. Það hafa margir
verið sviknir um frábærar samveru-
stundir, að missa hana Gígju okkar
svona snemma. Erfitt að finna til-
ganginn og markmið tilverunnar, ef
eitthvert er, þegar svona gersemi er
bara hrifsuð út úr myndinni. Já, það
er ómögulegt annað en viðurkenna
að lífsgleðin minnkar og daprar
hugsanir eiga greiðari aðgang að
vinum og fjölskyldu og lái okkur
hver sem vill.
Það hefur alltaf verið svona syst-
kinasamband milli Reykjahlíðar-
syskina og okkar systkinanna í
Skeiðháholti. Á menntaskólaárunum
voru endanlega staðfest tryggða-
bönd frá æskuárum þegar við bjugg-
um meira og minna saman í Eski-
hlíðinni, með Gígju sem einskonar
miðpunkt. Fyrsta orðið yfir þetta
sambýli, sem manni dettur í hug er
„gaman“, það var bókstaflega alltaf
gaman nálægt Gígju.
Þennan takmarkalausa gleðigjafa
kveðjum við nú með döprum huga,
rækilega áminnt um þakklæti fyrir
að hafa kynnst svona perlu meðal
samferðamannanna.
Veröldin verður ekki söm, en lífið
heldur áfram og minningin á lengi
eftir að slá ljóma um nafn þessarar
allra bestu frænku.
Jón Bjarnason.
„Á ég að spretta af hestinum?“
Þetta var fyrsta setningin sem ég
lærði á íslensku og var það Gígja
sem kenndi mér hana. Hún var mjög
þolinmóð að kenna mér fleiri og fleiri
ný orð sem ég átti misauðvelt með að
muna. Hún kenndi mér fyrst þau orð
sem hún taldi mikilvægust – og þau
voru öll um hestinn og um hnakkinn,
tauminn, beislið. Þetta var í fyrstu
hestaferðinni sem við fórum saman
og man ég bara eftir ferðinni sem
einum leik – bara sól og gaman. Eftir
það hef ég farið í margar ferðir og
sumar hafa runnið saman en ég man
alltaf eftir ferðunum sem Gígja var
með í. Þó að allar ferðir séu
skemmtilegar þá voru ferðirnar með
Gígju alveg sérstaklega skemmtileg-
ar. Stundum kom ég að ferðum sem
ég var ekki þátttakandi í, sótti fólk
eða skilaði vörum og það var alltaf
svo mikil gleði og fjör í hópnum þeg-
ar Gígja var, að mig langaði ekki að
fara aftur heim.
Síðasta ferðin sem við fórum sam-
an var í litlum vinahópi, átta dagar í
Þjórsárver og Kerlingarfjöll. Þá gat
hún orðið bara notað aðra höndina
en það hindraði hana ekki í að taka
þátt í öllum verkefnum. Ég man
helst eftir henni á Hreggviði á fullu
að fara fyrir reksturinn eða kallandi
á Hreggvið sem ætlaði að fara sínar
eigin leiðir. Við skiptumst á að keyra
bílinn og einu sinni þegar Gígja
keyrði var hún óvart föst, bíllinn
hékk ofan á stórum steini sem hafði
verið í felum á bak við hól. En ekki
sat Gígja aðgerðalaus að bíða eftir
hjálp – nei, hún var á fullu að baksa
við að finna leið til að losa bílinn þeg-
ar við komum til hennar. Hún var
mjög næm og fylgdist með öllu sem
var að gerast til að sjá í tæka tíð
hvort einhver þurfti á einhverju að
halda, hvort sem það var maður eða
hestur, t.d. að passa upp á að hafa
matarhlé áður en ein vinkonan fór í
vont skap af hungri.
Eftir að ég flutti til landsins aftur
höfum við Gígja verið í stöðugu sam-
bandi – borðað saman, farið að skoða
hesta eða folöld eða talað saman í
síma. Gígja hafði gaman af að rifja
upp minningar úr hestaferðum en
svo var líka hægt að tala við hana um
allt. Hún hafði áhuga á öllu og hún
skildi allt, gaf góð ráð og var alltaf
mjög bjartsýn.
Fyrstu árin töluðum við líka sam-
an á sænsku. Mér hafði skilist að
Gígja hefði búið í Svíþjóð í tvö ár og
mér fannst það eðlilegt því hún tal-
aði svo vel. Það var ekki fyrr en fyrir
stuttu sem það kom í ljós að það
höfðu bara verið tveir mánuðir!
Gígju fannst það mjög fyndið og var
viss um að það hafi verið út af því, að
hún hafði talað svo mikið þennan
stutta tíma sem hún var þarna úti.
Í Svíþjóð þekkist ekki að skrifa
minningargreinar en mér finnst það
fallegur siður og langar að nota
tækifærið til þakka þér, elsku Gígja,
fyrir allar góðu samverustundirnar
og á sama tíma senda fjölskyldu
þinni innilegar samúðarkveðjur. Á
jólakortinu stóð: „Ég vona að ykkur
muni líða vel í húsi afa míns og
ömmu“ – og ég vona að þér líði núna
vel með þeim á nýjum stað og getir
verið að hestast alla daga. Ég veit að
hinar „hestastelpurnar“ taka líka
undir með mér og við munum alltaf
hugsa til þín.
Petra.
Vegna mistaka við birtingu á út-
farardegi Guðrúnar birtum við þess-
ar tvær greinar aftur.
Hún Guðrún okkar Ingvarsdóttir
er fallin í valinn. Þessi mikla val-
kyrja varð loks að lúta í lægra haldi
fyrir vágestinum, lengur varð ekki
barist. Eftir sitjum við hin og sökn-
um hennar Gígju okkar. Við megum
þó ekki láta hugfallast því það var
ekki í hennar anda að kveinka sér.
Ég kynntist Guðrúnu þegar við
kenndum saman í Fjölbrautaskóla
Suðurlands. Hún var glaðvær kona
og skemmtileg og því auðvelt að lað-
ast að henni. Hún hafði gaman af að
segja sögur og frásagnarmáti henn-
ar var einstakur. Þegar hún fann að
hún hafði athygli viðstaddra, jókst
henni ásmegin og geislaði af frá-
sagnargleði. Það var svo endurnær-
andi fyrir líf og sál að sitja og hlusta
á sögurnar hennar og hlæja dátt.
Guðrún var hússtjórnarkennari
og kenndi meðal annars næringar-
fræði og matreiðslu. Hún naut sín
vel í kennslu og hafði unun af sam-
vistum við nemendur sína. Kennslu-
greinar okkar áttu snertifleti og oft
og tíðum kenndum við sömu nem-
endum. Stundum komu sameiginleg-
ir nemendur okkar í lífefnafræðitíma
til mín með upplýsingar úr næring-
arfræðitímum hjá Guðrúnu og báru
undir mig og fóru svo í tíma til henn-
ar með upplýsingar frá mér og báru
undir hana. Þetta þótti okkur Guð-
rúnu gaman og ræddum við oft um
það hversu gefandi það væri að
kenna nemendum sem reyndu að
tengja fræðin saman og velta vöng-
unum yfir margslungnum viðfangs-
efnum.
Guðrún tók ævinlega jákvætt í alla
nýbreytni. Til dæmis þegar við vor-
um beðnar um að fjarkenna fyrir
Framhaldsskólann í Austur-Skafta-
fellssýslu og nota til þess netið sem
við vissum varla þá hvað var. Það
stóð ekki á minni konu og saman
stukkum við út í ævintýrið, fengum
okkur netföng hjá Ísmennt og lærð-
um á Kermit sem þá var notaður til
tölvupóstssamskipta.
Guðrún var í hópi okkar fimm sem
settu á laggirnar áfangann NÁT106,
þar sem við stokkuðum saman
NÁT113 og NÁT123 í einn fjölmenn-
an áfanga. Þar lögðum við áherslu á
það hvernig nemendur læra, ekki
síður en hvað þeir læra. Guðrún
lagði sína þekkingu og reynslu í
púkkið og tók alltaf jákvætt í allar
hugmyndir sem komu upp í hópnum.
Hún var bæði hugmyndarík og
hvetjandi. Þetta var mikil vinna, en
samstarfið var svo gefandi að það
launaði okkur öllum erfiðið. Við
reyndum að skipta með okkur verk-
um og þegar þurfti að aga nemendur
okkar féll það erfiða verkefni gjarn-
an í hennar hlut. Ég man vel eftir at-
viki þar sem okkur fannst nauðsyn-
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir
og mágkona,
REBEKKA INGVARSDÓTTIR
starfsmannastjóri,
Smárarima 69,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
21. febrúar kl. 13.00.
Einar Ágúst Kristinsson,
Ingvar Örn Einarsson,
Anna Kristrún Einarsdóttir,
Ingvar Þorsteinsson, Steinunn G. Geirsdóttir,
Bergljót Ingvarsdóttir, Bjarni Eyvindsson,
Ásta Ingvarsdóttir, Brynjólfur Eyvindsson,
Þorsteinn Ingvarsson, Ragna Gústafsdóttir,
Geir Örn Ingvarsson, Hallveig Ragnarsdóttir.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HÖRÐUR GUÐMUNDSSON ,
hárskerameistari,
Funalind 13,
Kópavogi,
áður til heimilis í Keflavík.
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn
22. febrúar kl 15.00.
Rósa Helgadóttir,
Helga Harðardóttir,
Halla Harðardóttir,
Þóra Harðardóttir, Sigurgeir Þorleifsson,
Inga Sigríður Harðardóttir, Gunnar Guðjónsson,
og barnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR,
Árskógum 8,
Reykjavík,
sem andaðist fimmtudaginn 14. febrúar verður
jarðsungin frá Seljakirkju föstudaginn 22. febrúar
kl. 15.00.
Finnbogi Haukur Sigurjónsson,
Bára Marteinsdóttir, Reynir Eggertsson,
Bragi Finnbogason, Guðný Guðgeirsdóttir,
Birgir Finnbogason, Margrét Ásgeirsdóttir,
Lárus Finnbogason, Hulda Rós Rúriksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
SVENNA RAKEL SIGURGEIRSDÓTTIR
Fífulind 2,
Kópavogi,
sem lést á heimili sínu laugardaginn 16. febrúar,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn
22. febrúar kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á heimahlynningu
Krabbameinsfélagsins, sími 540-1900.
Halldór Pálsson
Þóranna Halldórsdóttir, Kolbeinn Sverrisson
Heimir Halldórsson, Ragna Björk Ragnarsdóttir
Sigurgeir Már Halldórsson, Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir
Daníel Snær, Halldór, Arnar Freyr,
Rakel Björk og Ásdís Birta.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ALBERT HÓLM ÞORKELSSON,
bakarameistari,
frá Siglufirði,
Kveldúlfsgötu 22,
Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju,
föstudaginn 22. febrúar kl. 14.00.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Ágústína Albertsdóttir, Sigurður Arason,
Katrín Albertsdóttir, Loftur Jóhannsson,
Kristján Þorkell Albertsson, Elín Ebba Guðjónsdóttir,
Annabella Albertsdóttir, Sigurgeir Óskar Erlendsson,
afa- og langafabörn.