Morgunblaðið - 20.02.2008, Síða 29

Morgunblaðið - 20.02.2008, Síða 29
legt að veita nemendum okkar tiltal, okkur þótti þeir vera farnir að slá slöku við og axla illa ábyrgðina á eig- in námi. Guðrún tók sér þá stöðu fyr- ir framan þennan stóra hóp nem- enda og talaði til þeirra lágri röddu, hægt og yfirvegað og höfðaði til ábyrgðarkenndar þeirra. Þau hlustuðu öll af andakt á orð hennar og boðskapurinn náði vel til þeirra. Hún þurfti ekki að brýna röddina eða að nota sterk orð, slík var virð- ing þeirra fyrir henni. Ég horfi til baka og góðu minning- arnar sem tengjast Guðrúnu hlaðast upp í huga mér. Ég er henni innilega þakklát fyrir samfylgdina. Við Jón Örn og börnin okkar vott- um Magnúsi og börnum þeirra okk- ur dýpstu samúð. Sigurlaug Kristmannsdóttir. Ég hitti Guðrúnu Ingvarsdóttur fyrst á Laugarvatni veturinn 1975-6. Þá var hún kennari í „Húsó“. Tvær bekkjarsystur mínar í landsprófi voru af Skeiðunum, Áslaug Birna frá Skeiðháholti og Erna frá Reykjum. Þetta voru kátar og skemmtilegar stelpur og bjuggu hjá Guðrúnu, eldri systur Ernu, í Lindinni. Þegar mér var boðið þangað í heimsókn hitti ég Guðrúnu. Ekki var í kot vísað og stutt í hlátur og gamansemi. Um tuttugu árum seinna kynntist ég Guðrúnu. Þá hafði ég ráðið mig sem körfuboltaþjálfara og til kennslu við Fjölbrautaskólann á Sel- fossi. Guðrún var samstarfsmaður minn á báðum stöðum. Krakkarnir þeirra Magnúsar æfðu allir hjá mér og foreldrarnir tóku fullan þátt, reyndar í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Guðrún gekk í hvert verk sem vinna þurfti til að halda starf- seminni gangandi, hvort sem var kökubasar, að safna auglýsingum, bera út bæklinga eða aka liðum þvert og langs um landið. Þegar flótti brast í stjórnarliðið og kreppa blasti við körfuboltadeildinni tóku tvær mæður iðkenda deildina upp á arma sína. Guðrún var önnur þeirra. Svo ráku þær deildina sjálfar um skeið. Engar kveifar þar á ferð. Fljótlega eftir að leiðir okkar lágu saman spurði ég Guðrúnu: „Hvort viltu heldur að þú sért kölluð Guðrún eða Gígja?“ „Vinir mínir kalla mig Gígju,“ svaraði hún að bragði og síð- an var það ekki rætt frekar. Vinátta og traust skapaðist milli fjölskyldna okkar Gígju í gegnum starfið í körfuboltadeildinni þó að við værum ekki inni á gafli hvort hjá öðru. Börnin eru góðir vinir og hjá þeim höfum við hjónin skynjað ein- læga virðingu fyrir Gígju sem var vakin og sofin að hjálpa og leiðbeina. Hún fylgdist alltaf náið með okkar krökkum og bar hag þeirra fyrir brjósti. Gígja var kennari af guðs náð. Á kennarastofunni var hún hrókur alls fagnaðar og sögumaður góður. Það virtist sama hvað var til umræðu, hún kunni sögu, eða hafði frá ein- hverju að segja sem tengdist um- ræðuefninu. Sögur hennar voru jafn- an gamansögur og hún hafði einstakan hæfileika til að sjá hinar skoplegu hliðar tilverunnar. Og hló mikið. En þetta voru engir „dægur- brandarar“. Í fyrsta lagi tengdi hún jafnan frásagnirnar sjálfri sér eða „gamalli frænku sinni“. Það var ekki hennar stíll að gera grín á kostnað annarra. Í öðru lagi voru þetta oft hreinar dæmisögur, sem höfðu innri sannleika. Þeir sem setið höfðu og hlustað gengu léttari í lund frá borði og auk þess sat eftir næring fyrir hugann að melta við tækifæri. Fyrir nokkrum árum tók Gígja hesta á hús hér á Selfossi og reið út með vinkonum sínum. Þá mætti ég þeim stundum og greinilegt var að þeim leiddist ekki. Gígja var sveita- stelpa og hætti ekki útreiðunum eft- ir að hún veiktist og missti máttinn í öðrum handleggnum. Hún útbjó bara tauminn þannig að hægara væri að stjórna hestinum með ann- arri hendi. Hún var sannkallaður skörungur og drengur góður. Nú er Gígju sárt saknað. Við fjöl- skyldan söknum vinar í stað og send- um Magnúsi, Ingvari, Ragnheiði og Hjalta, og öðrum ættingjum, innileg- ar samúðarkveðjur. Gylfi Þorkelsson. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 29 ✝ Finnur FreyrGuðbjörnsson fæddist í Keflavík 29. júní 1963. Hann lést á sjúkrahúsi í Taílandi hinn 7. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðbjörn Ragn- arsson og Stefanía Finnsdóttir. Bræður Finns eru: a) Sig- urður Hólm, maki Kristjana Eyvinds- dóttir. Börn hans eru Guðbjörn Þór, Margrét, maki Bjarni Ágústsson, og Tinna María, maki Rúnar Þór Ólason. b) Guðmundur Kristján, maki Sigurlaug Finnsdóttir. Börn hans eru Davíð Freyr, maki Þórdís Jakobsdóttir, Stefán Berg, maki Eva Helgadóttir, og Þórunn Þorbjörg. Unnusta Finns er Kam Senglee, búsett í Taílandi. Á unglingsárum gekk Finnur í gagn- fræðaskólann í Kefla- vík. Eftir skólagöngu tók við málning- arvinna sem hann starfaði við meira og minna alla sína tíð. Að mestu starfaði Finnur við húsamálun, uppi á flugstöð og víða ann- ars staðar. Síðastliðin þrjú ár hafði Finnur verið búsettur í Taílandi ásamt unnustu sinni. Útför Finns verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elskulegi sonur okkar, Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð geymi þig. Mamma og pabbi. Fallinn er frá góður vinur okkar, Finnur Guðbjörnsson, Við sem ól- umst upp með Finna í Keflavík vilj- um minnast vinar okkar með fáein- um orðum. Það kom snemma í ljós á upp- vaxtarárum Finna að þar fór ein- stakur karakter í leik og starfi. Hann var afburðagóður í borðtennis og fleiri íþróttum svo ekki sé minnst á aksturshæfileika hans. Snarpar hreyfingar, útsjónarsemi og dirfska voru einkennismerki hans þegar vélknúin ökutæki voru annars veg- ar. Við vinirnir velktumst ekki í vafa um að í hvers kyns mótorsporti mundi Finni ná hámarksárangri. Því var það okkur öllum sárt að sjá á eftir svo myndarlegum og hæfi- leikaríkum vini villast af braut í blóma lífsins eins og Finni gerði. Fréttirnar um andlát hans voru óvæntar þó að við vissum að oft hefði hann gengið hinn dimma dal. Þrátt fyrir að leiðir hefðu skilið heyrðum við alltaf öðru hvoru í Finna og alltaf var það jafn kær- komið. Þrátt fyrir langan aðskilnað var hann ávallt í huga okkar. Hin síðustu ár bjó hann erlendis þar sem honum leið vel. Nú er hans göngu lokið um sinn en minningin um góðan vin mun lifa um ókomin ár. Við félagarnir vottum ykkur, Stefanía og Guðbjörn, og öðrum að- standendum samúð okkar og biðj- um ykkur guðs blessunar. Kveðja, Jakob, Þórður og Skarphéðinn. Finnur Freyr Guðbjörnsson Síðustu dagar hafa vægast sagt verið skrítnir og liðið hjá í hálfgerðri móðu. Ég sit inni í stofu heima hjá ömmu og afa. Agnar litli frændi sagði í gær að hann byggist alltaf við að amma kæmi heim á hverri stundu. Ég er alveg sammála honum. Ég skil varla enn að hún sé dáin, þetta gerð- ist allt svo hratt. Ég veit að henni leið ekki vel undir lokin og hún hlýt- ur að hafa verið orðin þreytt á veik- indum. Hún tók þeim þó með óbil- andi æðruleysi eins og öllu öðru í lífinu. Nú er hún laus undan öllum kvölum og hefur fengið þann frið sem hún átti svo vel skilið eftir að hafa verið harðdugleg alla ævi og aldrei kvartað eitt augnablik. Amma mín hafði marga kosti, alla þá kosti sem toppömmur þurfa að hafa. Hún var mjög elsk að okkur barnabörnum sínum. Hafði enda- lausa þolinmæði gagnvart okkur og var ófeimin við að segja okkur hvað hún væri stolt af okkur. Hún talaði við okkur gegnum netið nánast dag- lega og fylgdist mjög vel með öllu sem við gerðum. Amma vissi alltaf hvernig mér gekk í námi og starfi. Hún studdi mig og hvatti áfram og var alltaf jafnstolt og ánægð að fá að heyra af einkunnum og ritgerðaskil- um. Hún kenndi mér að prjóna, hekla og sauma út og þá reyndi á þol- inmæði hennar, þolinmæði sem ég hef ekki. Mér hefur t.d. aldrei tekist að læra að halda rétt á heklunálinni. Enda hætti amma að reyna kenna mér það, sagði að mér tækist bara vel upp með minni aðferð og vildi Bryndís Einarsdóttir Hólm ✝ Bryndís Ein-arsdóttir Hólm fæddist á Eskifirði 30. janúar 1943. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans 9. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá 16. febrúar. ekkert skemma það. Ég reyndi að launa henni kennsluna með því að föndra handa henni lítil tuskudýr. Hún stillti þeim upp inni í stofu þar sem þau standa enn. Henni tókst meira að segja einu sinni að segja mér, óþolinmóðri frekjunni, til í prjóna- skap í gegnum síma. Ég reyni að vera bjartsýn og held fast í allar þær góðu minn- ingar sem ég á. Hvað hún knúsaði mig alltaf fast, svo fast að mér fannst stundum að rifbeinin myndu brotna! Hvað hún var alltaf góð við mig og hvað mér þótti alltaf jafngaman þeg- ar hún sagði ,,það var einu sinni stelpa sem gleymdi að kyssa ömmu sína“ breiddi út faðminn og brosti. Á hverjum einasta afmælisdegi hringdi hún og söng afmælissönginn fyrir mig. Alveg sama hvort ég var tíu eða tuttugu ára, alltaf hringdi hún. Og alltaf þótti mér jafnvænt um söng- inn. Í stúdentsgjöf gaf amma mér stóran fallegan silfurkross. Hana hafði sjálfa dreymt um að eiga svona kross frá því að hún var lítil stúlka því að kennslukona hennar hafði átt eins. Krossinn hef ég ekki skilið við mig frá því að ég fékk hann. Eftir að amma féll frá hef ég ekki sleppt af honum takinu og sef jafnvel með hann undir koddanum. Ég er ánægð að hafa fengið að kynnast ömmu minni vel þó ég hafi ekki fengið að hafa hana hjá mér lengur. Lexíur hennar hef ég enn og reyni að fara eftir þeim. Hún reyndi að kenna mér að vera þolinmóð og bjartsýn. Þannig væri auðveldara og skemmtilegra að fara í gegnum lífið. Þrátt fyrir að amma sé farin þá eru það hennar orð sem veita mér mesta huggun. Minningar mínar um ömmu mun ég varðveita meðan ég lifi. Elsku amma, hvíl í friði. Helga Finnsdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi, langafi og vinur, EINAR GUNNAR JÓNSSON, verkstjóri og tónlistarmaður, Víðilundi 20, Akureyri, lést á sjúkrahúsinu á Akureyri að morgni sunnudagins 17. febrúar. Útför hans verður auglýst síðar. Sigurður Emil Einarsson, Guðný Skarphéðinsdóttir, Ólafur Einarsson, Margrét Baldursdóttir, Hafdís Einarsdóttir, Emilía J. Einarsdóttir, Hilmar Baldvinsson, Einar Jón Einarsson, Hlín Pétursdóttir, Elín Jónsdóttir, Bjarni Jónsson, afa- og langafabörn. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix FEBRÚARTILBOÐ MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Á LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM 10-50% AFSLÁTTUR ✝ Elskulegur bróðir okkar og frændi, ÓLAFUR ÞORGEIRSSON frá Ísafirði, Brúnavegi 9, Reykjavík, sem varð bráðkvaddur laugardaginn 9. febrúar, verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Ása Fanney Þorgeirsdóttir, Jóhann Þorgeirsson, Þorgeir, Hildur, Páll Reynir og börn þeirra. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför systur minnar, mágkonu og frænku, LILJU JÓNSDÓTTUR frá Ásmúla. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-3 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir einstaka umönnun og hlýlegt viðmót. Dagbjört Jónsdóttir, María Guðbjartsdóttir og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.