Morgunblaðið - 20.02.2008, Side 34

Morgunblaðið - 20.02.2008, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MÉR FINNST SVO GAMAN AÐ VERA Á TÓMUM STRÖNDUM EKKERT FÓLK... EKKERT VESEN OG ENGINN TIL AÐ LÁTA HANN BORÐA SAND HMM VISSIR ÞÚ AÐ ÞAÐ ER ALÞJÓÐLEG KATTAVIKA? ÉG HÉLT EKKI... ÞAÐ ER VÍST EKKI HÆGT AÐ KOMAST HJÁ ÞESSU. KOMDU ÚT Í BÍL... HVERT ERUM VIÐ AÐ FARA? SAMA STAÐ OG VIÐ FÖRUM Á HVERJU EINASTA ÁRI. UPPÁHALDS ÚTILEGUSTAÐINN HANS PABBA AFTUR? HONUM FINNST GOTT AÐ SLAKA Á ÞAR Á MEÐAN VIÐ HIN KVÖRTUM HONUM FINNST GOTT AÐ SJÁ OKKUR ÞJÁST HEFUR ÞÚ TEKIÐ EFTIR ÞVÍ AÐ ÞEIR ERU ALVEG HÆTTIR AÐ HELLA Á OKKUR SJÓÐANDI OLÍU? AF HVERJU ÆTLI ÞAÐ SÉ? OLÍUVERÐIÐ ER ORÐIÐ OF HÁTT. ÞEGAR ÞEIR LÆRA AÐ BORA EFTIR OLÍU SJÁLFIR ÞÁ EIGA ÞEIR EFTIR AÐ BYRJA AÐ NOTA HANA AFTUR HVAR ER EIGANDI ÞINN? ÖÖ... HANN ER ÞARNA... MAÐURINN MEÐ ALLAR FÍNU GRÆJURNAR! ERTU NOKKUÐ TIL Í AÐ LÁTA FÖTUNA NIÐUR Í SMÁ STUND? ÉG TRÚI EKKI AÐ MAMMA HAFI SAGT OKKUR ÞETTA Í TÖLVUPÓSTI! VIÐ VISSUM SAMT AÐ HÚN VÆRI AÐ HUGSA UM AÐ FLYTJA HINGAÐ JÁ, EN VIÐ HEFÐUM ÁTT AÐ RÆÐA ÞETTA. LÍF OKKAR Á EFTIR AÐ BREYTAST MIKIÐ! ÉG VEIT EKKI UM ÞAÐ. MAMMA ÞÍN SÉR ALVEG UM SIG SJÁLF FYRIR UTAN ÞAÐ AÐ HÚN ER HÆTT AÐ KEYRA JÁ... AUÐ- VITAÐ GÓÐAR FRÉTTIR! AÐ VERÐA ENGAR TÖKUR ÞESSA VIKUNA! FLOTT! ÞÚ VEIST HVAÐ ÞAÐ ÞÝÐIR! ÞAÐ VELTUR Á ÞVÍ HVERNIG ÞÚ SKILGREINIR „EKKERT“VIÐ GETUMVERIÐ Í FRÍI SAMAN OG ÞAÐ SKEMMIR ÞAÐ EKKERT ÞEGAR ÉG FINN HANN ÞÁ VERÐA ÞAÐ ENDALOK KÓNGULÓARMANNSINS dagbók|velvakandi Um þunglyndi Ég er fæddur 1965 og ég hef verið flogaveikur. Síðar kom ofsakvíði og hræðsla. Fólk sem lendir í svona veikindum eins og ég lendir oft í drykkju, missir vinnuna og er illa séð innan um fólk almennt. Það kom fyrir mig, ég fór í of- drykkju, missti vinnuna vegna lé- legra mætinga. Ég sjálfur vissi ekki hvað var að, ég fékk mér bara brennivín og allt var í lagi. En flogaköst, kvíði og hræðsla fóru að ágerast. Mig langar að benda á að þetta sem Ólafur Þór Ævarsson tal- ar um í miðsíðugrein í Morg- unblaðinu fyrir skömmu um þung- lyndi er 100% rétt. Mikið álag er á öllu fólki í dag, vinna meira, græða meira og margir enda í svipaðri stöðu og ég, eins og Ólafur talar um. Hjá mér byrjaði þetta sem vöðva- bólga, þreyta, kvíði fyrir vinnudeg- inum og ég fór að flýja veislur og mannþröng vegna hræðslu. Ef ekk- ert er gert þá eru margir sem enda í áfengi eða sjálfsvígi. Þessi sjúkdóm- ur er ekki nýr í okkar samfélagi. Í dag er hann þekktur og þökk sé góð- um læknum. Fólk í dag veit af þessu en vill ekki viðurkenna þetta sem veikindi, heldur aumingjaskap, leti og áfengissýki. Fyrirtækjaeigendur eiga aðeins að opna augun. Kvíði, ofsakvíði, hræðsla, er kannski af fyr- irtækjaeigendum kallað geðbilun. Það er ekki rétt, þetta er alvarlegur sjúkdómur. Þessi sjúkdómur er að mínu mati fyrirtækjasjúkdómur. Með góðri læknishjálp er sem bet- ur fer hægt að lækna ofsakvíða, kvíða, hræðslu. Ólafur Þór Ævars- son þekkir þetta manna best að mínu mati og ég af minni eigin reynslu af þessum sjúkdómi. Ingólfur Arnarson Er þetta það sem við viljum? Hverjum dettur það í hug að Vatns- mýrin geti orðið í beinum línum og kassalaga byggingum eins og nú hefur verið lagt til? Er verið að gera grín að okkur sem eigum heima á þessum slóðum? Ef flugvöllurinn í Reyjavík verður fluttur eru engir aðrir kostir en að flytja hann til Keflavíkur, og er það stefnan sem fólk vill? Björn Indriðasson Köttur týndur Lítil 7 mánaða læða týndist 13. febrúar frá Hrísmóum í Garðabænum. Hún er inniköttur og er ómerkt, svört og hvít með brún augu og afar kelin. Ef einhver hefur séð hana, vinsamlegast hafið samband við Lísu í síma 898 0905. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞAÐ getur verið virkilega gaman að fara út að hjóla, þó að veðrið sé nú ekki alltaf það besta. En þegar maður er sestur á hnakkinn með fæturna á fótstiginu þá virðist veðrið ekki aftra manni frá að þjóta áfram. Árvakur/Kristinn Hjólað í Skerjafirðinum FRÉTTIR Hátíðarstemmning verður á hátíðinni Fóður & fjör á lands- byggðinni í tilefni af Food & Fun dagana 21.–24. febrúar nk. Í fréttatilkynningu segir að ellefu hótel og veitingastaðir í öll- um landsfjórðungum hafi tekið sig saman undir merkjum Food & Fun og bjóði upp á lífsstílshátíð. Gestakokkar; inn- lendir og erlendir, elda íslenskan mat, það verða uppákomur, leiklist, tónlist og veitinga- og gistitilboð, ekkert er til sparað svo að hátíðin verði sem glæsilegust. Hver staður hefur eigin sérstöðu, sinn matseðil og dagskrá. Eftirtaldir taka þátt í Food & Fun á landsbyggðinni: Vestfirðir: Veit- ingastaðurinn við Pollinn, Ísafirði. Norðurland: Frið- rik V., Akureyri. Sel – Hótel Mývatn, Skútustöðum. Hótel Reynihlíð, Mývatns- sveit. Austurland: Hótel Hérað, Egils- stöðum. Hótel Höfn, Höfn. Suðurland: Hótel Rangá, Hellu. Rauða húsið, Eyrarbakka. Vesturland: Hótel Glymur, Hval- firði. Landnámssetur Íslands, Borg- arnesi. Hótel Hamar, Borgarnesi. Fóður og fjör á landsbyggðinni Stærsta GSM dreifikerfið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.