Morgunblaðið - 20.02.2008, Qupperneq 36
Það hljóp mikið kapp í
menn og sumir görg-
uðu á mig í símann að fara
að loka samningum … 40
»
reykjavíkreykjavík
LIÐ Kvennaskólans og Mennta-
skólans við Hamrahlíð lögðu bæði
fram kæru eftir viðureign liðanna í
sjónvarpi sl. föstudag, í spurn-
ingakeppni framhaldsskólanna í
Gettu betur. Kvennaskólinn kærði
þann dóm Páls Ásgeirs Ásgeirs-
sonar, dómara keppninnar, að svar
liðsins við því hversu marga Jesú
hefði mettað með brauðum og fisk-
um hefði verið rangt. Liðið sagði
5.000 hafa verið mettaða með fimm
brauðum og tveimur fiskum sem er
rétt. Kæran var tekin fyrir í fyrra-
dag og ákveðið að halda úrslitum
óbreyttum. Kæru MH var vísað frá
en hún sneri að því að „skilja“ væri
það sama og „skilvinda“.
Páll Ásgeir segir óumdeilt að mis-
tök hafi verið gerð en ekkert frekar
sé um málið að segja. Undir lok við-
ureignarinnar föstudaginn sl. voru
liðin jöfn að stigum, 27-27, og voru
því úrslit fengin í bráðabana. MH fór
með sigur af hólmi í honum. Ekki er
víst hvernig farið hefði, hefði
Kvennó verið dæmt stig fyrir svarið
um kraftaverk Jesú og engu hægt að
slá föstu um það.
Þórdís Inga Þórarinsdóttir, einn
þriggja liðsmanna í Gettu betur liði
Kvennó, segist vona að þetta gerist
ekki aftur og að það sé leiðinlegt fyr-
ir Pál Ásgeir að hafa gert þessi mis-
tök, að hafa snúið við fjölda fiska og
brauða. „Við ætlum í raun og veru
ekki að gera neitt meira í þessu,“
segir Þórdís Inga, spurð hvort frek-
ari aðgerða sé að vænta hjá Kven-
skælingum og það sé leiðinlegt fyrir
MH að sigra með þessum hætti.
Kvennó fékk ekki stigið
Árvakur/Frikki
Lið Kvennó Jörgen Már, Þórdís Inga og Gísli Erlendur.
Það verður
ekki annað sagt
en að söngatriði
vöðvabúntanna í
Mercedes Club
sé farið að líkjast
allverulega atriði
Silvíu Nætur um árið. Gilzenegger
og félagar fara um víðan völl með
stórar yfirlýsingar um eigið ágæti á
tónlistarsviðinu og dugir þá ekkert
minna en að vitna til tónvísi for-
feðranna. Það getur þó varla talist
frumlegt að apa eftir Silvíu sem ap-
aði eftir Johnny Naz sem apaði eftir
Ali G og af þögn Barða Jóhanns-
sonar sem samdi þetta annars stór-
skemmtilega lag, má skilja að hann
hafi lítinn áhuga á að taka þátt í
leikritinu. Hitt er svo annað mál að
atriðin sjálf vega þungt þegar sig-
urlagið er valið af áhorfendum og
því þarf ekki síður að huga að sjón-
ræna þættinum. Sem þýðir svo aft-
ur að Gilzenegger þarf helst að fá
aðra kennslustund hjá Valda í Jeff
Who? í því hvernig best er að þykj-
ast spila á hljómborð.
Silvía Nótt breytist í
stælta karlmenn
Rokksveitin We Made God sem
hafnaði í þriðja sæti Músíktilrauna
árið 2006 fær frábæra dóma í hinu
víðlesna tónlistartímariti Q fyrir
fyrstu plötu sveitarinnar As We
Sleep. Fær platan heilar fjórar
stjörnur af fimm og segir m.a. í
dómi gagnrýnanda að sveitin dragi
áhrif jafnt frá himnastefum Sigur
Rósar og myljandi rokki Deftones.
Samkvæmt We Made God kemur
platan í búðir eftir tvær vikur og þá
má telja líklegt að í hönd fari kynn-
ingartónleikaferð hér innanlands
og ef til vill utanlands í framhaldi af
því.
Himneskir dómar
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
SAMKVÆMT vefsíðu Hayseed Dixie varð sveitin
til fyrir hálfgerða slysni. Þannig var að meðlimir
ólust upp í afskekktum hlíðum Appalasíufjalla úr
tengslum við umheiminn. Dag einn keyrði
óþekktur maður í gegnum bæ Hayseed Dixie-
liða; lenti á miklum og gildum trjástofni og lét
samstundis lífið. Undir sæti bílstjórans fundu
piltarnir vínylplötur með hljómsveitinni AC/DC.
Piltar hófu að æfa upp lögin með mandólínum og
hárgreiðum og sjá … hljómsveitin varð til. Í einu
af fyrstu viðtölunum við hinn siðmenntaða heim
sagði leiðtoginn Barley Scotch:
„Ég komst að því að týndi þjóðvegurinn sem
Hank Williams var að syngja um og þjóðveg-
urinn til helvítis sem þessi ástralska hljómsveit
syngur um eru einn og sami vegurinn!!!“
Eftir að hafa gramsað lítillega á netinu komst
sá er skrifar að því að ofangreint er allt saman
helv. … lygi og Barley Scotch (hvers nafn er
John Wheeler) dvelur í góðu yfirlæti í Nashville
þaðan sem sveitin gerir út.
Sáttasemjarar
Hayseed Dixie á nú að baki nokkrar plötur þar
sem rokkslagarar eru dregnir af mikilli list í
gegnum blágresið. Sveitin ku víst mögnuð tón-
leikasveit og fékk sjálf AC/DC hana til að spila í
eftirpartíi einhverju sinni.
„Ég skil vel gagnrýnina sem við höfum fengið,
að þetta sé einn langur brandari,“ segir Wheeler
glaðlegri röddu. „En ég man þegar ég fór á Van
Halen- og AC/DC-tónleika í gamla daga. Þá var
gleðin fyrst og síðast málið. Og eftirspurnin eftir
gleðinni sem við bjóðum upp á virðist þrotlaus,
einhverra hluta vegna.“
Rokksveitir frá Nashville hafa í gegnum tíðina
kvartað yfir því að það sé erfitt að gera út þaðan,
ægivald hins hreina kántrís sé mikið og það sé
litið niður á þær. Hayseed Dixie þræða því bil
beggja, eru jafnvel sáttasemjarar?
„Jú jú, maður hefur heyrt um þessar umkvart-
anir. En ég meina, það er erfitt að vera í rokk-
hljómsveit, punktur,“ segir Wheeler. „Það er
hins vegar eitt hérna sem setur á mann pressu
og það er hið mikla framboð af framúrskarandi
spilurum. Staðallinn er mjög hár þannig að það
er eins gott að þú haldir vel á spöðunum. Gaur-
inn sem kemur með pitsuna þína er mjög líklega
betri gítarleikari en þú sjálfur.“
Dýr bjórinn
Wheeler er hress og hispurslaus og segir að
ein af ástæðunum fyrir því að hann ákvað að
reyna að lifa af tónlist sé tækifærin sem hann fái
til að ferðast. Ísland í febrúar hljómar því eins og
kántrískotin gospelsöngur í hans eyrum og hann
er áfjáður í að hitta blaðamann í góðu gríni.
„Komdu og hittu okkur. Ég skal miskunna mig
yfir þig og gefa þér nokkra bjóra … er hann
ekki svo hrikalega dýr?“
Bárujárnskántríið blífur
Sveitadurgar Hayseed Dixie á að baki nokkrar plötur og ku víst mögnuð tónleikasveit. Sjálf AC/DC
fékk hana til að spila í eftirpartíi einhverju sinni. Það er þó ekki selt dýrara en það er keypt.
Tónleikar Hayseed Dixie fara fram á NASA
sunnudaginn 24. febrúar. Miðasala fer fram á
midi.is. Um upphitun sér hin alíslenska köntrí-
sveit Baggalútur og hljómveitin Dr. Gunni.
Kántríþungarokkssveitin
Hayseed Dixie treður upp á
NASA nú á sunnudaginn.
Morgunblaðið ræddi við for-
sprakkann, sem var að sjálf-
sögðu á línunni beint frá
Nashville, Tennessee.
■ Á morgun kl. 19.30 – Örfá sæti laus
Sellósnillingur í toppformi
Daniel Müller-Schott, ein skærasta stjarna sellóheimsins í dag,
leikur einleik í byltingarkenndum konsert Haydns. Einnig eru á
dagskrá forleikur Töfraflautunnar eftir Mozart og Sveitasinfónía
Beethovens. Stjórnandi: Eyvind Aadland
Einleikari: Daniel Müller-Schott
Missið ekki af tónleikakynningu Vinafélags SÍ. Súpa og fyrirlestur á
Hótel sögu kl. 18. fyrir tónleikana. Aðeins 1.200 kr. Allir velkomnir.
■ Fim. 28. febrúar kl. 19.30
Liszt og Bruckner Tveir stórmeistarar hvor á sínu sviði. Flutt verða
píanókonsert eftir Liszt og sinfónía eftir Bruckner.
■ Fim. 6. mars kl. 19.30
Gamalt og nýtt Enginn vill missa af Sigrúnu Eðvaldsdóttur leika
hinn magnaða fiðlukonsert Albans Berg.
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is