Morgunblaðið - 03.03.2008, Page 1

Morgunblaðið - 03.03.2008, Page 1
STOFNAÐ 1913 62. TBL. 96. ÁRG. MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is ÁSTRÍÐA DIDDADÆTUR SEGJAST VERA MEÐ BESTA KENNARANN >> 17 La Traviata >> 33 Komdu í leikhús Leikhúsin í landinu IÐ N Þ IN G 2 0 0 8 MÓTUM EIGIN FRAMTÍÐ ÍSLAND OG EVRÓPA Evrópumálin verða til umræðu á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins á Grand Hótel Reykjavík, fimmtudaginn 6. mars. Sjá dagskrá á www.si.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is MIKIL breyting hefur orðið á högum þroskaheftra á undanförnum árum, m.a. með byggingu sambýla, og einn viðmælandi Morgunblaðsins orðaði það svo að lyft hefði verið grettistaki í málaflokknum. Nokkuð hefur verið í umræðunni upp á síðkastið hvernig málefnum geðfatlaðra er háttað og hafa borist fréttir af lokun á geðsviði Landspítalans vegna sparnaðar. Loka á Bergiðjunni við Kleppsspítala, deild 28 í Hátúni 10 verður breytt úr sólarhrings- deild í dagdeild auk þess sem Læknabústað og Skapti við Klepp verður lokað, en þar hafa 12 einstaklingar verið í búsetu til skamms tíma og bíða eftir búsetuúrræði. Þau úrræði hafa þó skilað sér hægar en að var stefnt. Lokun Læknabústaða og Skafts er áætluð fyrsta maí, en Linda Kristmunds- dóttir, starfandi sviðsstjóri geðsviðs Land- spítala, segir að ef viðeigandi búsetuúrræði úti í samfélaginu verði ekki tilbúin verði lokuninni frestað eða leitað annarra úr- ræða. „Geðsjúkir eiga ekki að búa inni á spítala,“ segir Linda og að þeir eigi heldur ekki að starfa innan veggja stofnana. „Þeir eiga að búa og starfa úti í samfélaginu.“ Ekki hægt að útskrifa fólk Átakið Straumhvörf, á vegum félags- málaráðuneytis, er nú í fullum gangi en það snýst um að skapa búsetuúrræði fyrir geð- fatlaða einstaklinga úti í samfélaginu og m.a. hafa verið notaðir til þess fjármunir sem fengust fyrir sölu Símans á sínum tíma. Átakið hefur gengið vel á landsbyggð- inni en verr á höfuðborgarsvæðinu. Nú er málum svo háttað á Landspítalanum að ekki hefur verið hægt að útskrifa fólk sem lokið hefur endurhæfingu þar sem búsetu- úrræði úti í samfélaginu hefur skort. Ef áætlanir Straumhvarfa ganga eftir á að út- skrifa þá síðustu af sjúkrahúsinu út í sam- félagið árið 2010. Málefni geðfatlaðra snerta félagsmála- ráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og jafnvel menntamálaráðuneyti. Á meðan viðkom- andi er á sjúkrahúsi eða stofnun sem fellur undir heilbrigðisráðuneyti er hann í umsjá heilbrigðisráðuneytis. Þegar búsetuúrræði úti í samfélaginu er fengið tekur félags- málaráðuneytið við. Menntamálaráðu- neytið kemur loks að málum í tengslum við endurmenntun og skólagöngu geðfatlaðra. Umsýsla geðfatlaðs einstaklings heyrir þó að öllu jöfnu undir félagsmálaráðuneyti. Vandi Skortur er á búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða á höfuðborgarsvæðinu. Heyrir undir þrjú ráðuneyti Málefni geðfatlaðra eru í deiglunni VEXTIR verðtryggðra húsnæðis- lána bankanna sem veitt voru haustið 2004 verða til fimm ára vaxtaendurskoðunar annað haust, haustið 2009, og gætu þá hækkað úr 4,15% vöxtum í 7,80%, að mati Ingólfs H. Ingólfssonar fjármála- ráðgjafa. Það þýðir að mánaðarleg endurgreiðsla af 20 milljóna króna láni til 40 ára hækkar úr 100 þús- und kr. í 159 þúsund kr. eða um 59%. „Það má líkja íbúðalánum með endurskoðunarákvæði við lán með breytilegum vöxtum,“ segir Ingólf- ur og bætir við að hann sé þegar farinn að sjá merki þess að slík lán valdi fólki erfiðleikum. „Verð- tryggðir breytilegir vextir eru eig- inlega út í hött. Ef þú hugsar út í það, þá erum við að taka 40 ára lán með endurskoðunarákvæði eftir 5 ár. Það þýðir að verðtryggðu vext- irnir eru ekki bundnir nema í þessi fimm ár. Verðtryggingin er hins vegar þegar búin að tryggja lán- veitandanum að hann fái ákveðna raunvexti, sama þó að himinn og jörð hrynji í kringum hann.“ Ingólfur segir borga sig að forð- ast fasteignakaup við núverandi aðstæður og það sé betra fyrir ungt fólk sem sé að byrja sinn bú- skap að vera í leigu. „Fólk er ekk- ert að kasta peningum sínum á glæ þótt það búi í leiguhúsnæði fyrstu 3-5 árin. Með þeim verðtryggðu fasteignalánum sem eru á mark- aðnum í dag verður eignamyndun- in svo hæg að hún er engin fyrstu árin. Þvert á móti má segja að menn séu að tapa peningum þessi fyrstu ár.“ Veruleg vaxtahækkun við endurskoðun 2009 Betra fyrir ungt fólk að vera í leigu fyrstu árin þar sem eignamyndun er svo hæg að hún er engin fyrstu árin  Með bæði belti | 18 ILLYA Nyzhnyk frá Úkraínu er á meðal margra ungra og efnilegra erlendra skákmanna sem taka þátt í 23. Alþjóðlega Reykjavík- urskákmótinu, sem verður sett í dag. Hann er aðeins 11 ára og er með 2.406 Elóstig. Illya er með frjálsa mætingu í skólanum og æf- ir skák sex tíma á dag. Úkraínski undradrengurinn segir að hann hafi þekkst boðið um þátttöku því mótið væri heimsþekktur viðburður og mjög sterkt, þetta væri fyrsta alþjóð- lega mótið sem sér hefði verið boðið sérstaklega á og hann lang- aði til að hitta Bobby Fischer, en hann hafi reyndar komið of seint til þess. Illya og Bjarni Magnússon, ald- ursforseti mótsins, tóku eina lauf- létta skák í Skákhöllinni í gær og indversku skákmennirnir Sahaj Grover, Tania Sachdev og Srin- ath Narayanan fylgdust með. | 4Morgunblaðið/Golli Æfir sex tíma á dag 23. Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið sett í Skákhöllinni í dag BÆNDASAMTÖK Íslands vilja að við þær aðstæður sem nú eru uppi vegna hækkunar aðfanga landbúnaðarins verði útflutningsskylda sauðfjárafurða felld niður. Kom það fram í setningarræðu Haraldar Benediktssonar, formanns samtakanna, á Búnaðarþingi í gær. Hann hvatti stjórnvöld jafnframt til að skoða möguleika á því að hjálpa neytendum og bændum í gegnum þennan skafl og milda áhrif verð- hækkana á áburði. Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, lýsti einnig miklum áhyggjum af verðhækkunum á aðföngum sem nú skyllu með ofurþunga á landbúnaðinn. Sagði hann að þær myndu augljóslega hafa neikvæð áhrif á lífskjör bænda, afurðastöðva og neytenda. Sagði ráðherra að það yrði verkefni næstu mánaða og missera að bregðast við þessum breytingum og leita leiða til þess að vinna sig út úr vandanum. Verðlagsnefnd búvara væri að skoða málin og myndi gera áfram. | Miðopna Vilja milda áhrif áburðarhækkunar MARGIR Bandaríkja- menn láta nú ljósmyndara lagfæra bekkj- armyndir barnanna, að sögn News- week. Útstæð eyru verða „venjuleg“, hörundið frísklegra, tennur hvítari og freknur og tannspangir eru þurrkaðar út. „Ég verð mjög hissa þegar móðir kemur og vill að mynd af barni í 2. bekk sé lagfærð,“ segir Danielle Stephens sem rekur ljós- myndastofur. „Ég á 12 ára stelpu og ef ég bæði um lagfæringu ótt- ast ég að hún færi að halda að hún liti ekki nógu vel út.“ Börnin „lagfærð“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.