Morgunblaðið - 03.03.2008, Qupperneq 4
Heimsferðir bjóða frábært verð á flugsætum til Alicante um
páskana. Flogið er í beinu morgunflugi. Njóttu vorsólarinnar við
Alicante um páskana. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti -
takmarkaður fjöldi sæta í boði á þessu verði.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Alicante
um páskana
16.-29. mars
frá kr. 39.990
Frábært verð á flugsætum í páskaferð!
Verð kr. 39.990
Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
MARGIR ungir og efnilegir erlendir
skákmenn taka þátt í 23. Alþjóðlega
Reykjavíkurmótinu í skák sem verð-
ur sett í skákhöllinni við Faxafen í
dag. Kínverjarnir Wang Yue, sem er
20 ára, og Wang Hao, sem er 18 ára
eru stigahæstu menn mótsins með
2.698 og 2.665 Eló-stig og báðir í hópi
50 sterkustu skákmanna heims en sá
sem mun sennilega vekja einna
mesta athygli er aðeins 11 ára alþjóð-
legur meistari frá Úkraínu.
Illya Nyzhnyk komst í heimsfrétt-
irnar þegar hann sigraði í mjög
sterkum lokuðum flokki á Opna
Moskvumótinu, aðeins 10 ára gamall.
Hann byrjaði að tefla fjögurra ára
gamall og var Bobby Fischer helsta
fyrirmyndin. Systir hans segir að
hann hafi ekki haft neinar fyr-
irmyndir heima, því enginn í fjöl-
skyldunni tefli, en hins vegar sé mik-
ill skákáhugi í Vinnytsya, þar sem
þau búi, og þaðan sé til dæmis stór-
meistarinn Sergey Fedozchuk og al-
þjóðlegi meistarinn Nikolay Bodnar.
Æfir sex tíma á dag
Hugsanlega verður Illya Nyzhnyk
yngsti stórmeistari sögunnar. Hann
er með 2.406 Elóstig og á góðri leið
með að verða alþjóðlegur meistari.
Hann æfir skák sex tíma á dag og er
með frjálsa mætingu í skólanum síð-
an í haust. Mætir þó nokkuð reglu-
lega í tíma á milli skákmóta en segist
fyrst og fremst sakna stærðfræð-
innar, því hún sé svo mikilvæg fyrir
skákina.
Illya segir einkum þrennt hafa ýtt
undir þátttöku sína á Alþjóðlega
Reykjavíkurmótinu. Í fyrsta lagi sé
um heimsþekktan viðburð að ræða og
mjög sterkt skákmót. Í öðru lagi hafi
þetta verið fyrsta persónulega boðið
sem hann hafi fengið og í þriðja lagi
hafi sig langað til að hitta Bobby
Fischer, en því miður hafi hann kom-
ið of seint til þess. Hann segist ekki
vera hingað kominn til þess að verða
meistari heldur fyrst og fremst til
þess að tefla eins vel og hann geti og
öðlast reynslu.
Þegar Illya Nyzhnyk vakti heims-
athygli tefldi hann með bangsa í
fanginu. Hann segir að sá tími sé lið-
inn. „Ég er ekki lengur smábarn
heldur fullorðinn skákmaður og hef
ekki teflt með bangsann í eitt og hálft
ár.“
Þrjú frá Indlandi
Þrír indverskir meistarar keppa á
mótinu. Tania Sachdev er með 2.421
Elostig og Indlandsmeistari kvenna í
skák. Srinath Narayanan er 13 ára og
með 2.210 stig en Sahaj Grover, 12
ára, er með 2.242 stig. Þeir hafa báðir
orðið heimsmeistarar barna hvor í
sínum aldursflokki.
Tania Sachdev er 21 árs og hefur
teflt í 14 ár, þar af á alþjóðlegum mót-
um í Evrópu í átta ár. Hún segir að
hún hafi verið frekar óstýrilát sem
krakki og aldrei getað setið kyrr.
„Það teflir enginn í fjölskyldunni en
mamma fann út að eina leiðin til að
halda mér rólegri var að láta mig
tefla svo hún setti mig í skákskóla og
þannig hófst ævintýrið í raun fyrir til-
viljun,“ segir hún.
Síðastliðið haust lauk Tania há-
skólanámi í enskum bókmenntum.
Hún segist vilja halda áfram námi en
hafi ekki gert upp við sig hvað hún
eigi að taka fyrir og tefli því á meðan.
Sahaj Grover og Srinath Naray-
anan byrjuðu að tefla rúmlega fjög-
urra ára gamlir og í báðum tilfellum
komu bræður þeirra þeim á sporið.
Þeir segjast ætla að leggja sig vel
fram á mótinu og hafa þegar sett
stefnuna á stórmeistaratitil í framtíð-
inni.
Sá elsti 86 ára
Bjarni Magnússon er aldursforseti
mótsins, 86 ára. Hann lærði að tefla
10 ára og tefldi fyrst opinberlega í
Hafnarfirði 1937. Bjarni er með 1.913
stig og varð meistari á skákþingi 1947
til 1949.
„Ég kann alltaf best við mig í skák-
sal,“ segir Bjarni og er ánægður með
fyrirkomulag Reykjavíkurskákmóts-
ins, þar sem allir séu í sama potti.
„Ég er bjartsýnn á að ég fái tvo vinn-
inga,“ segir hann.
Um 100 keppendur
Reykjavíkurskákmótið verður sett
klukkan 17 í dag og næstu daga hefst
keppni klukkan 17 en klukkan 14 um
helgina. Um 100 keppendur eru
skráðir til leiks og þar af um 65 er-
lendir skákmenn. Keppni hefst í
skákhúsinu, Faxafeni 14, og flyst í
Ráðhús Reykjavíkur í lokin.
Ég er ekki smábarn lengur
heldur fullorðinn skákmaður
Morgunblaðið/Golli
Snillingar Systkinin Kateryna og Illya Nyzhnyk frá Úkraínu hlusta á forseta Skáksambandsins í Skákhöllinni.
Margir efnilegir erlendir skákmenn á Alþjóðlega Reykjavíkurmótinu í skák
ALÞJÓÐLEGA Reykjavíkurskákmótið var fyrst haldið
1964 og síðan hafa margir af bestu skákmönnum heims
lagt nafn sitt við mótið. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,
forseti Skáksambands Íslands, segir að nú sé lögð
áhersla á að hafa eins fjölbreyttan keppendalista og
mögulegt sé, keppendur með ólíkan bakgrunn frá
mörgum löndum. Sérstök áhersla sé lögð á að fá upp-
rennandi skákstjörnur meðal annars frá Kína, Indlandi,
Úkraínu og Bandaríkjunum. Í því sambandi nefnir hún
til dæmis bandaríska snillinginn Ray Robson, sem sé 13
ára og margir telji líklegan arftaka Bobby Fishers. „Hann er talinn vera
eitt mesta efni Bandaríkjanna sem sést hefur um árabil,“ segir hún.
Fjölbreyttur keppendalisti og
upprennandi skákstjörnur
4 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„ÞAÐ VAR tekin ákvörðun af
hálfu framkvæmdastjórnar Lands-
virkjunar um að fyrirtækið verði
kolefnishlutlaust á næstu árum.
Við erum að fara í gegnum alla
losun okkar vegna bruna jarðefna-
eldsneytis frá samgöngum, flugi
og bílum, þar með talið bílaleigu-
bílum,“ segir Ragnheiður Ólafs-
dóttir, umhverfisstjóri Landsvirkj-
unar, um hina nýju stefnu.
„Við erum einnig að skoða land-
græðslu Landsvirkjunar á undan-
förnum 40 árum og sú binding kol-
efnis sem þar er í gróðri kemur til
jöfnunar. Við ætlum hins vegar
ekki að nota þá bindingu til að slá
af markmiðum okkar heldur verð-
ur áherslan á að draga úr kolefn-
islosun á öllum sviðum.“
Ragnheiður bætir því svo við að
verið sé að skoða kolefnislosun frá
uppistöðulónum, metan losni frá
lónunum þegar land fari undir
vatn og þá losun þurfi að taka með
í reikninginn.
Fjarfundarbúnaður notaður
til að draga úr umferð
Spurð um samgönguhlutann
segir Ragnheiður Landsvirkjun nú
vera að setja upp fjarfundabúnað á
öllum starfsstöðvum, sem hjálpi
verulega til að draga úr ferðum.
Þá hafi fyrirtækið átt í samstarfi
við Íslenska NýOrku um notkun
visthæfra ökutækja. Hins vegar
þurfi að gera betur og gefa meiri
gaum að vetnisbílum og öðrum
farartækjum sem mengi lítið eða
ekkert.
Áherslan sé á að breyta sam-
setningu bílaflota fyrirtækisins og
innleiða þá stefnu að kaupa bíla
sem uppfylli evrópska umhverfis-
staðla (EURO 4 og 5) um lágmörk-
un mengunar. Ennfremur verði
starfsmönnum Landsvirkjunar
boðið á námskeið um visthæfan
akstur.
Landsvirkjun verði
kolefnishlutlaus
Morgunblaðið/Golli
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÁRIÐ 2000 tók Orkuveita Reykja-
víkur þátt í tilraunum með hreyf-
ilhitara í Reykjavík, sem tengdir
voru við innstungur við fjölbýlishús
í Árbænum. Tilraunirnar leiddu
ekki af sér útbreidda notkun bún-
aðarins, en með hliðsjón af him-
inháu olíuverði má ætla að sá elds-
neytissparnaður sem notkun hans
felur í sér verði til að auka áhugann
á nýjan leik.
Þetta er mat Ásdísar Kristins-
dóttur, vélaverkfræðings hjá Orku-
veitunni, en hún segir stóran hluta
af 166 ökutækjum framkvæmda-
sviðs OR þegar búinn hreyfilhitara.
Hún vísar jafnframt til vefsíðu
um verkefnið í Árbænum, þar sem
fram kemur að hreyfilhitarar séu
álitnir góð fjárfesting, sem dragi úr
bensíneyðslu, mengun og vélarsliti.
Tekið skal fram að tölurnar á um-
ræddri vefsíðu – sem er á vefsvæði
Landverndar – eru nokkurra ára
gamlar, en þar segir að samkvæmt
tölum frá OR megi ætla að dagleg
meðalnotkun hreyfilhitara og hita-
blásara krefjist um 360 kílówatt-
stunda af orku og að orkukostn-
aðurinn sé því alls um 2.700 krónur
á ári. Heildarkostnaður með ísetn-
ingu var þá metinn á nokkra tugi
þúsunda.
Ásdís segir aðspurð OR ekki úti-
loka að fyrirtækið muni greiða fyrir
notkun hreyfilhitara með því að
taka þátt í uppsetningu nauðsyn-
legra tengla fyrir búnaðinn. Vilji sé
af hálfu OR til að skoða málið.
Ókeypis hleðsla fyrir rafbíla
OR hefur sett sér það markmið
að 55% af ökutækjum á vegum fyr-
irtækisins verði skilgreind sem vist-
hæf árið 2013 og stendur til að
fjölga metanbifreiðum úr níu í 24 á
þessu ári, ásamt því sem nokkrar
vetnis- og rafmagnsbifreiðar eru nú
í tilraunaakstri hjá fyrirtækinu.
Ásdís segir það metnað fyrirtæk-
isins að auka áhuga almennings á
visthæfum samgöngum. Ýmislegt sé
í gangi og nefna megi að senn verði
eigendum rafmagnsbifreiða boðið
upp á ókeypis hleðslu í nokkrum af-
mörkuðum stæðum við Kringluna,
Smáralind og í Bankastræti.
Eigendur
rafmagns-
bíla fái
ókeypis
hleðslu