Morgunblaðið - 03.03.2008, Page 6
6 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
HAFÍS hefur valdið starfsmönnum
Ístaks sem vinna að virkjunarfram-
kvæmdum við Sisimiut á vest-
urströnd Grænlands erfiðleikum að
undanförnu. Hafísinn gerði erfitt
fyrir um aðdrætti og voru þeir orðn-
ir olíulitlir fyrir vikið fyrir skömmu.
Í vikunni rættist þó úr því þeir fengu
700 tonna skuttogara til að ryðja sér
leið í gegnum ísinn 22 kílómetra leið
frá Sisimiut inn í fjarðarbotninn þar
sem virkjuninni er fyrirhugaður
staður.
„Við erum nýbúnir að brjóta okk-
ur leið í gegnum ísinn og fá allt fyllt
upp af olíu, þannig að við erum ansi
brattir í dag. Ef þú hefðir talað við
mig fyrir rúmri viku síðan hefði ég
verið heldur svartsýnni,“ sagði Guð-
mundur Þórðarson byggingartækni-
fræðingu, sem stýrir framkvæmd-
unum fyrir Ístak á Grænlandi í
samtali við Morgunblaðið.
Virkjuninni er ætlaður staður
innst í þröngum firði sem heitir
„Annar fjörður“ upp á grænlensku.
Sjóleiðin er helsti samgöngumátinn
við þéttbýlið í Sisimiut, en virkj-
uninni er ætlað að leysa af hólmi dís-
ilrafstöðvar á svæðinu sem séð hafa
bænum og nágrenni fyrir orku.
Sjóleiðin opin til áramóta
Guðmundur sagði að þeir hefðu
getað haldið sjóleiðinni opinni allt til
áramóta með því að sigla daglega á
milli, þó þeir hafi þurft að hafa mjög
mikið fyrir því í desember. „Við höf-
um verið óheppnir með veðurlag á
þessu svæði í vetur miðað við síðustu
10–15 ár. Til dæmis hefur rekísinn
hér fyrir utan vesturströndina ekki
náð jafnmikilli útbreiðslu til suðurs í
15 ár, auk þess sem lofthitinn í jan-
úar og febrúar hefur verið heldur
lægri að meðaltali en undanfarin 10
ár.“
Guðmundur sagði að þeir hefðu
vitað þegar þeir tóku að sér verk á
þessum stað að það gæti verið dálítið
áhættusamt að halda úti fram-
kvæmdum árið um kring og að til
þess gæti komið að þeir þyrftu jafn-
vel að lúta náttúrulögmálunum og
leggja niður störf yfir háveturinn, en
til þess hefði ekki komið enn og ekki
myndi koma til þess í vetur því þeir
væru komnir með olíubirgðir sem
dygðu þeim fram í maí.
Boruðu og sprengdu
„Það var lán í óláni að 700 tonna
togari sem hér er komst ekki á miðin
vegna íss og útgerðarmaður skipsins
bauð okkur að láta skipið brjóta sér
leið í gegnum ísinn inn í fjarðarbotn
fyrir ákveðna upphæð, þar sem hann
hefði hvort eð er ekkert annað að
gera og gæti ekki farið að veiða. Við
samþykktum það og það tók skipið
sex sólarhringa að brjóta sér leið í
gegnum ísinn með alls konar æfing-
um. Við boruðum og sprengdum
vakir fyrir framan skipið þar sem
erfiðast var að brjóta ísinn,“ sagði
Guðmundur einnig.
Hann sagði að síðan hefðu þeir að-
fararnótt þriðjudagsins síðastliðins
fengið olíu með strandferðaskipinu á
svæðinu sem sæi um að dreifa olíu til
byggða meðfram ströndinni. Þeir
hefðu því næga olíu fram í maí.
Á FJÓRÐA hundrað jarðskjálftar
mældust á svæðinu í nágrenni
Upptyppinga norðan Vatnajökuls á
sunnudag, samkvæmt upplýsingum
frá Veðurstofu Íslands. Ekki var
hætta á ferðum en flestir skjálft-
arnir voru þrír á Richter eða
minni.
Margar skjálftahrinur hafa verið
við Upptyppinga frá því í lok febr-
úar 2007 og einkenni þeirra er
hversu upptök skjálftanna standa
djúpt, en flestir eru á 15 km dýpi
miðað við 8-9 km dýpi ef um jarð-
skjálfta á flekaskilum er að ræða.
Dýptin og önnur atriði benda til
þess að skjálftahrinurnar tengist
kvikuhreyfingum í neðri hluta
jarðskorpunnar.
Um 320 skjálftar
við Upptyppinga
Tengist kviku-
hreyfingum í
jarðskorpunni
VIRKJUNIN sem Ístak byggir í
„Öðrum firði“ er 15 megavött að
stærð og á að sjá þéttbýlinu í
Sisimiut og nágrenni fyrir orku.
Framkvæmdir hófust í júní síðast-
liðnum og verkinu á að vera lokið í
maí 2010. Ístak hefur reist um 80
manna þorp á svæðinu og þar
starfa að staðaldri um 15 Íslend-
ingar sem fyrst og fremst eru í
stjórnunar- og þjónustustörfum. Ís-
tak sér um alla þætti framkvæmd-
arinnar og þ. á m. byggingu stöðv-
arhúss, borun jarðganga og
byggingu háspennulínu. Uppistöðu-
lón virkjunarinnar er náttúrulegt
stöðuvatn sem er í 80 metra hæð yf-
ir sjó. Um fimm kílómetra löng
jarðgöng eru boruð frá vatninu og
til stöðvarhússins sem stendur við
fjarðarbotninn og er um 27 kíló-
metra frá Sisimiut sem er bæj-
arfélag sem telur um 5.300 íbúa og
um 1.100 til viðbótar búa á land-
svæðinu í kring, m.a. 5-600 í Syðri-
Straumfirði, þar sem alþjóða-
flugvöllur er staðsettur.
15 MW virkj-
un innst í
„Öðrum firði“
Hafís veldur starfsmönnum Ístaks erfiðleikum við vesturströnd Grænlands þar sem þeir byggja virkjun
Voru sex sólarhringa að brjóta
sér 22 km leið í gegnum ísinn
Ljósmynd/Kiddi Einars
Sprengingar Starfsmenn Ístaks sprengdu vakir í ísinn þar sem hann var þykkastur til þess að auðvelda togar-
anum að brjóta sér leið í gegnum ísinn, en það tók sex sólarhringa að brjóta sér leið inn í fjarðarbotninn.
Olía Strandferðaskip þeirra Grænlendinga komið inn í fjarðarbotninn með olíubirgðir sem duga fram á vor.
!
! "
Eftir Örn Þórarinsson
ÞAÐ óhapp varð við bæinn Langhús í
Fljótum sl. laugardag að mjólkurbifreið
frá Mjólkursamlagi Skagfirðinga fór út
af heimreiðinni og á hliðina. Ökumað-
urinn slapp án teljandi meiðsla. Skilyrði
til aksturs voru slæm þegar óhappið
varð. Mikið hafði snjóað í logni um nótt-
ina og því mjög blindað. Um fjögur þús-
und lítrar af mjólk voru í bílnum þegar
óhappið varð. Talið er að um helmingur
hafi helst niður en fenginn var annar
mjólkurbíll frá Sauðákrók til að sækja
það sem hélst í bílnum. Síðar um daginn
var fengin öflug grafa frá Sauðárkrók til
að reisa bílinn við og veghefill til að
draga hann upp á veginn. Á staðnum
virtust skemmdir aðallega vera á húsi
bílsins en þær voru ótrúlega litlar. Virð-
ist sem snjór sem þarna var talsvert
mikill og nýfallinn hafi orðið til þess hlífa
við frekari skemmdum.
Mjólkurbíll fór á hliðina
Morgunblaðið/Örn Þórinsson
Óhapp Öflug grafa frá Sauðárkróki var fengin til að reisa bílinn við.