Morgunblaðið - 03.03.2008, Page 12
12 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Hann varð skyndilega skelfingu lost-inn rétt eins og hann hefði séðdraug. Hann reyndi að kalla áhjálp, en það var engu líkara en
hann hefði verið mállaus alla sína ævi. Skelf-
ingin tók öll völd, en hann gat ekki sýnt það á
nokkurn hátt því andlitsvöðvarnir gátu ekki
lengur sýnt svipbrigði.
Þannig er lýst dánarstund frægs japansks
leikara fyrir tæpri öld síðan. En hvaða erindi á
þessi lýsing inn í Bryggjuspjallið? Jú, hann var
að éta fisk, baneitraðan blöðrufisk og svo er
ágætt að hvíla sig aðeins á umræðum um fisk-
veiðistjórnun. Blöðrufiskur er hálfgerður
furðufiskur, eins og uppblásin blaðra með mikl-
um göddum, líklega til varnar. Auk þess er fisk-
urinn svo baneitraður að eitt til tvö milligrömm
duga til að bana fullorðnum manni og eitt
gramm dugir á fimmhundruð manns. Ekkert
þekkt móteitur er við eitri blöðrufisksins, en
það er 1.250 sinnum áhrifameira en blásýra
Samt er þessi stórhættulegi fiskur étinn af
mönnum. Auðvitað í Japan af öllum stöðum.
Það gefur auga leið að matreiðsla fisksins er
mjög vandasöm, en tveggja ára þjálfun hið
minnsta er skilyrði fyrir því að matreiðslumenn
fái að elda fiskinn. Eitrið er aðallega að finna í
lifur fiskins og eggjastokkum hrygnanna. Í
sumum tegundum blöðrufisksins er eitrið líka
að finna í roðinu. Engu að síður er það algengt
að borða roðið djúpsteikt og þá hafa menn
gjarnan svilin með. Þrátt fyrir hættuna sem
felst í fiskátinu borða Japanir um 20.000 tonn af
blöðrufiski árlega. Opinberar tölur segja að að-
eins 14 manns hafi látizt af völdum blöðru-
fiskseitrunar á árunum 2002 til 2006, en óop-
inberar tölur benda til þess að dánartíðnin sé
mun hærri eða 70 til 100 manns á ári. Dauðs-
föllin eru talin tíðust í sveitum landsins þar sem
aðstæður til matreiðslu fisksins eru slakari en í
stærri bæjum. Annars gilda mjög strangar
reglur um meðferð fisksins, allt frá veiðum til
matreiðslu. Japanir borða þennan fisk eingöngu
yfir vetrarmánuðina en á þeim árstíma eru
ostrur og skötuselur einnig vinsæll matur. Og
fyrir „góðgætið“ hættulega borga menn allt að
14.000 íslenzkum krónum, en þá fá þeir fimm
rétta máltíð.
Já, það er betra að fara varlega í fiskátinu
eða hvað? Við Íslendingar þurfum reyndar ekki
að hafa miklar áhyggjur. Eina sjávarfangið hér
við land, sem getur tekið í sig teljandi eitrun, er
skelfiskur. Það gerist þannig að hann síar í sig
eitraða þörunga yfir sumartímann. Þörung-
arnir valda skelfiskinum engu tjóni og hann
hreinsar þá smám saman út. Vegna þessarar
hættu er fólki ráðlagt að borða ekki skelfisk úr
fjörum landsins nema í þeim mánuðum sem
stafurinn r kemur fram í nafninu. Það er því að-
eins á tímabilinu maí og út ágúst, sem þessi
hætta getur verið fyrir hendi. Allur fiskur úr
hafinu umhverfis Ísland er einstaklega hollur
og því rétt að hvetja fólk til fiskáts. En það þarf
að vara sig á blöðrufiskinum í Japan.
Hættulega góður fiskur
» Tveggja ára þjálfun hið minnstaer skilyrði fyrir því að mat-
reiðslumenn fái að elda fiskinn.
BRYGGJUSPJALL
Hjörtur Gíslason
hjgi@mbl.is
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
VÖR, sjávarrannsóknasetur við
Breiðafjörð, er nú að slíta barns-
skónum. Vör var stofnuð árið 2006
af einkaaðilum og sveitarfélögum
við fjörðinn og víðar og nú þegar er
kominn skriður á ýmsar rannsóknir
á lífríki Breiðafjarðar. Erla Björk
Örnólfsdóttir er forstöðumaður Var-
ar, en hún er doktor í sjávarlíffræði.
Verið ræddi við hana og spurði
fyrst:
En hvernig kom það til að einka-
aðilar stofnuðu rannsóknasetur?
„Þetta kemur þannig til að hags-
munaaðilum, meira og minna í sjáv-
arútvegi við Breiðafjörð, fannst
skorta á rannsóknir á lífríki Breiða-
fjarðar. Hugmyndin að setrinu
kviknaði árið 2005 og þá var unnin
rannsóknaráætlun fyrir setrið,
byggð á fyrri rannsóknum á lífríki
Breiðafjarðar. Með þetta plagg í
höndunum var svo ákveðið að stofna
rannsóknarsetur um lífríki sjávar
við Breiðafjörð. Það voru 22 aðilar
sem stofnuðu setrið og lögðu fram fé
til þess. Flestir þeirra eru við
Breiðafjörðinn og í sjávarútvegi.
Einfalt markmið
Markmiðið er í raun einfalt; að
auka rannsóknir á lífríki Breiða-
fjarðar með það að leiðarljósi að
auka þekkingu og hugsanlega arð-
semi og nýtingu á auðlindum fjarð-
arins. Stofnendur lögðu fram um 16
milljónir króna í stofnfé, sem gerði
það kleift að hægt var að hefja starf-
semina. En annars er starfsemin til
þessa fjármögnuð með styrkjum til
rannsókna úr hinum ýmsu sjóðum,
svo sem Rannís og AVS-sjóðnum og
Verkefnasjóði sjávarútvegsins, deild
á samkeppnissviði. Við höfum einnig
fengið styrk til rannsókna frá nor-
ræna sjóðnum NORA. Hann styrkir
rannsóknir í fjórum löndum, Íslandi,
Noregi, Færeyjum og Grænlandi og
er skilyrðið að um samstarf að
minnsta kosti tveggja þjóða sé að
ræða og þar erum við í samstarfi við
Færeyinga. Reyndar geta Kanada-
menn einnig komið að verkefnum á
þessu sviði.
Styrkjakerfið er þannig að há-
mark styrkja er helmingur áætlaðs
kostnaðar. Mótframlagið hefur svo
að hluta til komið í formi annarra
styrkja frá sjávarútvegsráðuneytinu
til ákveðinna rannsóknaverkefna.
Reksturinn í upphafi hefur því
byggst á styrkjum
Vöktun á umhverfisþáttum
Í hverju er starfsemin fólgin?
„Starfsemin er ýmiss konar.
Rannsóknaverkefni okkar nú eru
aðallega tvö. Annars vegar er það
rannsókn, sem tengist vöktun á um-
hverfisþáttum og framvindu svifþör-
unga. Þetta er samstarfsverkefni
milli Varar og Hafrannsóknastofn-
unarinnar, og eru það Sólveig Ólafs-
dóttir og Agnes Eydal sem starfa
með mér. Þarna skoðum við um-
hverfisþætti eins og sjávarhita og
seltu, styrk næringarefna og magn
og tegundasamsetningu þörunga.
Þetta er gert á tíu stöðum í Breiða-
firði á tveimur þversniðum, öðru
sem liggur norður frá Rifi og hinu
sem liggur norður frá Stykkishólmi.
Meginmarkmið verkefnisins er að fá
innsýn í árstíða- og árabreytileika á
magni og samsetningu þörunganna
og það tengt eðlis- og efnaeigin-
leikum sjávarins.
Þörungarnir eru grundvöllur fyrir
aðrar lífverur og því má segja að að
sumu leyti séum við að kanna
sprettuna með svokölluðum punkt-
mælingum. Við ætlum svo að tengja
þetta verkefni inn í rannsóknir okk-
ar á dýrasvifi sem meðal annars
mynda næsta þrep í fæðuvef fjarð-
arins.
Hin rannsóknin tengist meira at-
vinnulífinu, en þar erum við í sam-
starfi við Sægarp í Grundarfirði og
með Færeyingum. Það snýst um líf-
fræði beitukóngs í Breiðafirði og við
Færeyjar. Markmiðið er að afla
upplýsinga um lífræði beitukóngsins
og geta síðan nýtt hann á sjálfbæran
hátt og eins arðbæran máta og
mögulegt er.
Tengd þessu er svo rannsókn og
úttekt á veiði á beitukóngi í Breiða-
firði. Í sumar sem leið var farið vítt
og breitt um utanverðan fjörðinn og
fikrað sig inn úr til að kanna hvort
þar væru vænleg beitukóngsmið.
Við ætlum með þessum rann-
sóknum að skapa okkur grunn og
síðan ætlum við að prjóna utan á og
ofan á hann.“
Af mörgu að taka
Eruð þið eitthvað að skoða stöðu
hörpuskeljarinnar í ljósi þess að
veiðar hafa verið bannaðar und-
anfarin ár?
„Það er af mörgu að taka í
Breiðafirðinum, og umtalsverðar
rannsóknir farið fram á hruni
hörpuskeljastofnsins. Við munum
ekki fara í slíkar rannsóknir. Ástæð-
an er sú að bæði Hafró hefur stund-
að þær rannsóknir og Háskólasetur
Snæfellsness er einnig með slíkar
rannsóknir á prjónunum, það ég
bezt veit. Þetta er því svið sem við
látum aðra um. Það er svo mörgum
spurningum ósvarað að það er alveg
ástæðulaust að ætla að fara að fara
inn á svið, þar sem aðrir eru nú þeg-
ar. Það er því frekar að sækja á ný
mið, annað er ekki góð nýting á pen-
ingum eða mannafla.
Hins vegar verður það svo að þær
upplýsingar sem aflað verður með
rannsóknum okkar á svifþörungum
nýtast öðrum þeim sem rannsaka
hörpudisk eða aðrar tegundir sem
lifa á þörungum.
Rannsóknir á dýrasvifi
Það er auðvitað fleira á döfinni og
ef þeir styrkir fást, sem sótt hefur
verið um, munum við hefja rann-
sókn á dýrasvifi í sumar og verður
verkefnið unnið sem mastersverk-
efni við Háskóla Íslands. Síðastliðið
sumar var gerð forathugun á
tegundasamsetningu dýrasvifs í
innanverðum Breiðafirði. Við höfum
skilgreint fjórar lykiltegundir dýra-
svifs byggt á algengi og stærð teg-
undanna, og verður fæðunám og
frjósemi þeirra skoðuð. Við erum
því að fikra okkur upp fæðukeðjuna.
Svo eru aðrar dýrasvifsrannsóknir í
bígerð, sem tengjast nýstárlegri að-
ferðafræði, við magngreiningu dýra-
svifs með hljóðmælingum. En við
Marianne H. Rasmussen hjá Rann-
sókna- og fræðasetri Háskóla Ís-
lands á Norðausturlandi erum að
vinna að rannsóknaráætlun og
styrkumsókn vegna þess. Einnig tel
ég mikilvægt að hefja straummæl-
ingar í Breiðafirði til að auka þekk-
ingu okkar á flæði sjávar um fjörð-
inn og samspili strauma við
útbreiðslu lífvera. Það er því ým-
islegt sem er í pípunum en er ekki
komið mjög langt, en tengist athug-
un okkar á svifþörungunum að
mörgu leyti. Styrkur Rannís til Var-
ar til rannsóknar á umhverfisþátt-
unum og framvindu svifþörunga tel
ég vera lykil að öllum frekari rann-
sóknum.
Í dag eru starfsmenn Varar fimm.
Umsvifin aukast vonandi smátt og
smátt, til dæmis með námsverk-
efnum; þó Vör sé ekki beintengd inn
í háskóla landsins þá er nauðsynlegt
að móta rannsóknir, sem geta verið
námsverkefni og skapa þannig tæki-
færi fyrir ungt fólk til að stunda
rannsóknir á lífríki sjávar.“
Skilar arði út í samfélagið
Af hverju þurfa einkaaðilar að
vera að standa í svona rannsóknum.
Af hverju ekki bara að láta hið op-
inbera sjá um þær?
„Þetta er erfið spurning, reyndar
grundvallarspurning um það hvaða
kröfur við gerum til ríkisins og þar
er ég ekki búin að mynda mér end-
anlega skoðun. Kannski má segja
sem svo að það sé eitt sjónarmið að
ríkið eigi að sjá um rannsóknir og
mér finnst eðlilegt að ríkið stuðli að
eflingu rannsókna. Og grunnrann-
sóknir eins og við erum að leggja
stund á hér eru þess eðlis að vera
oft styrktar af ríkinu. Þær eru lengi
að skila árangri eða arði, sem einka-
aðilar sjá sér hag í. Það er hins veg-
ar engin rannsókn þannig að hún
skili ekki arði út í samfélagið á end-
anum. Hann er bara kannski ekki
skjótfenginn. Kostir aðkomu einka-
aðila að rannsóknum tel ég þá helzta
að miklir möguleikar eru á að koma
þeim upplýsingum og þekkingu,
sem maður aflar, beint til neytand-
ans. Til dæmis í beitukóngsrann-
sóknunum: þegar einkaaðilar taka
þátt í rannsóknunum, fá þeir upp-
lýsingarnar strax og þær liggja fyrir
og það sem ég sé hér bezt er að ef
þú vilt auka arðsemi starfsemi þinn-
ar og sjá framgang umfram það sem
ríkið getur axlað, þá er þetta leiðin.“
Frá Baltimore í Breiðafjörð
Nú varst þú áður við rannsóknir í
Baltimore. Hvernig tókst mönnum
að draga þig þaðan til Ólafsvíkur?
„Ég var í tímabundnu starfi í
Baltimore og að starfstíma mínum
loknum var vandalaust að koma
hingað. Snæfellsnesið er fallegt. Það
var líka svo að mér fannst þessi hug-
mynd og þetta framtak heimamanna
frábært. Það að fólk í héraði var
tilbúið til þess að leggja fram fjár-
magn til að byggja upp aðstöðu til
rannsókna, er afskaplega lofsvert.
Þegar ég kom til atvinnuviðtals við
þann hóp manna sem að þessu
stendur og sá þá orku, sem í þeim
bjó, ákvað ég að þetta væri eitthvað
sem ég ætlaði að taka þátt í. Fyrir
utan það að Breiðafjörðurinn er ein-
staklega fallegur. Það er ekki slæmt
að skipa á Baltimore og Breiðafirði.
Það er engin eftirsjá í því og auk
þess er ég utan af landi, Borgfirð-
ingur, svo þetta hentar mér alveg
ágætlega,“ segir Erla Björk Örn-
ólfsdóttir.
Fikrum okkur upp fæðukeðjuna
Rannsóknir Var-
ar, sjávarrann-
sóknaseturs við
Breiðafjörð, eru
vel á veg komnar
Rannsóknir Erla Björk Örnólfsdóttir stýrir starfsemi Varar, sjávarrann-
sóknarseturs við Breiðafjörð.
Morgunblaðið/Alfons
Vígsla Nýtt húsnæði Varar í Snæfellsbæ var formlega tekið í notkun í síð-
ustu viku. Meðal gesta var Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra.