Morgunblaðið - 03.03.2008, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.03.2008, Qupperneq 20
20 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SKJALAVARZLA Í NÝJU LJÓSI Hingað til hafa umræður á op-inberum vettvangi lítið beinztað skjalavörzlu en Hrafn Sveinbjarnarson, héraðsskjalavörður í Kópavogi setti skjalavörzlu í alveg nýtt ljós í samtali við Morgunblaðið í gær. Í samtalinu sagði Hrafn m.a.: „Í fyrsta lagi er nútímalegt, opin- bert skjalasafn ekki aðeins til fyrir hagsmuni og réttindi þess opinbera heldur einnig borgaranna. Það er grundvallaratriði, að allir séu jafnir fyrir lögunum um réttinn til skjala. Þetta er ein af forsendum réttarrík- isins og þar sem skjalavörzlu er áfátt er borgaralegum réttindum og réttar- ríkinu ógnað.“ Þegar þetta hefur verið sagt með þessum hætti blasir það við, að hér- aðsskjalavörðurinn í Kópavogi hefur mikið til síns máls. Um ástandið í þessum málum hér á Íslandi segir Hrafn: „Í raun og veru hefur enginn yfirsýn yfir ástandið. Þjóðskjalasafnið hefur ekki burði til þess að sinna eftirlits- hlutverki sínu. Í Svíþjóð fara fulltrúar ríkisskjalasafnsins reglulega á alla staði í opinbera kerfinu og gera úttekt á því, hvernig staðið er að varðveizlu skjala, flokkun og aðbúnaði og hvernig myndun þeirra er háttað, til dæmis blek- og pappírsnotkun.“ Um hvað á að geyma segir Hrafn Sveinbjarnarson: „Það á að geyma allt eins og lög mæla fyrir um. Svo má ekki gleyma því, að skjöl hafa réttarlegt og sögu- legt gildi. Þegar menn eru að meta þau í hita leiksins þá er frekar hætta á að þeir eyði of miklu en of litlu og brjóti þar með á samborgurum sínum og þeim sem vilja seinna meir rannsaka þessa hluti.“ Loks segir Hrafn: „Ég tel það forgangsmál að koma Þjóðskjalasafninu frá menntamála- ráðuneytinu og undir Alþingi, sem eft- irlitsstofnun. Menntamálaráðuneytið hefur reynzt ófært um að sjá til þess, að Þjóðskjalasafnið geti sinnt eftirlits- hlutverki sínu. Fyrirmælum safnsins er ekki hlýtt í opinberri stjórnsýslu og þar eru lögbrot á hverju strái af því að margar opinberar stofnanir hafa ekki borið skjalavörzlukerfi sín undir Þjóð- skjalasafnið. Og í Háskóla Íslands fer kennsla í upplýsingafræði á svig við fyrirmæli Þjóðskjalasafns. Endur- teknum athugasemdum Þjóðskjala- safnsins virðist ekki sinnt!“ Allt er þetta mikið umhugsunarefni. Það er augljóslega rétt hjá Hrafni Sveinbjarnarsyni, að vönduð skjala- varzla getur verið forsenda fyrir því, að borgararnir nái rétti sínum. Það er óskemmtilegt ef slík viðleitni er í gangi að uppgötva, að skjöl sem eiga að vera til eru ekki til. Og ýtir undir tortryggni og efasemdir um, að allir séu jafnréttháir fyrir lögunum. Það er tímabært að menntamála- ráðherra taki þetta mál til rækilegrar meðferðar og láti gera úttekt á því, hvernig ástandið er í skjalavörzlu á Ís- landi og hvað þarf að gera til þess að bæta þar úr. NÝR FORSETI RÚSSLANDS Úrslit forsetakosninganna í Rúss-landi koma engum á óvart. Dímítrí A. Medvedev vann yfirburða- sigur og fékk í kringum 70 af hundr- aði atkvæða. Andstaðan var ekki burðug. Tvö gamalkunnug andlit úr rússneskri pólitík, Gennadí Zjúg- anov, leiðtogi kommúnista, og öfga- þjóðernissinninn Vladimír V. Zhírín- ovskí, voru einnig í framboði auk Andreis V. Bogdanovs, leiðtoga Lýð- ræðisflokksins, sem talinn er tilbún- ingur ráðamanna í Kreml. Ekki var mikið spunnið í kosninga- baráttuna. Medvedev er frambjóð- andi Vladimírs Pútíns, sem vegna stjórnarskrárákvæða getur ekki set- ið lengur á forsetastóli og hyggst nú flytja sig í stól forsætisráðherra. Fjölmiðlar hygldu Medvedev í hví- vetna og hleyptu öðrum frambjóð- endum lítið að. Medvedev neitaði að taka þátt í kappræðum við andstæð- inga sína, en í rússnesku sjónvarpi var hins vegar sýnt frá veglegum kosningafundum hans. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu vildi ekki fallast á skilmála rússneskra yfir- valda og tók því ekki þátt í kosninga- eftirliti en óháðu samtökin Golos greindu í gær frá því að kosningarnar hefðu verið ólýðræðislegar, eftirlits- menn þeirra hefðu ekki fengið að sinna störfum sínum og kjósendur hefðu víða verið beittir þrýstingi. Margir hefðu hringt í samtökin til að greina frá kosningamisferli. Nú vaknar hins vegar spurningin hvort Medvedev muni fylgja ein- hverjar breytingar í Rússlandi. Medvedev er gjörólíkur Pútín. Hann er mildari í háttum og í kosningaræð- um boðaði hann meira frjálslyndi en ríkt hefur í forsetatíð Pútíns. Medvedev er menntaður lögmaður, en hann er aðeins 42 ára og af annarri kynslóð en Pútín, auk þess sem hann á hvorki rætur í hernum né KGB – í æsku ásældist hann Wrangler-galla- buxur og hlustaði á þungarokksveit- irnar Black Sabbath og Deep Purple. Í kosningaræðum talaði Medvedev um sjálfstæði dómstóla, sem hvorki ættu að ganga fyrir mútum né yrði stýrt með símhringingum að ofan. Hann boðaði sömuleiðis aukið fjöl- miðlafrelsi og endalok ríkiskapítal- isma og sagði að draga bæri embætt- ismenn úr stjórnum stórfyrirtækja. Að hans hyggju er spilling helsta meinið á rússneska þjóðarlíkamanum og Rússar líða fyrir „hægri níhíl- isma“. Eru þetta orðin tóm eða fyr- irheit um breytta tíma og þíðu í milli austurs og vesturs? Hæpið er að ætla að Medvedev ætli í slag við Pútín, sem ætlar sér að halda völdum. Af- gerandi sigur Medvedevs má ugg- laust einnig skrifa á það að rússnesk- ir kjósendur gera ráð fyrir að hann verði framhald af Pútín. Kannski er því einfaldara að orða spurninguna svo: verður Mevedev strengjabrúða Pútíns eða vill hann meira? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Forseti Íslands, ÓlafurRagnar Grímsson, hvattitil þess í hátíðarræðu viðsetningu Búnaðarþings í gær að hafist verði handa við að móta sáttmála sem tryggir í fram- tíðinni fæðuöryggi Íslendinga, við breyttar aðstæður í heiminum. Búnaðarþing 2008 var sett við hátíðardagskrá á Hótel Sögu í gær. Auk búnaðarþingsfulltrúa var viðstaddur fjöldi gesta, meðal ann- ars þingmenn, starfsmenn samtak- anna og bændur. Sótt á um hækkun afurðaverðs „Að lifa á lífsins gæðum“ er yf- irskrift þessa Búnaðarþings. Í setningarræðu sinni vakti Harald- ur Benediktsson athygli á breyt- ingum í starfsumhverfi landbúnað- arins um heim allan. Þær hefðu meðal annars þau áhrif að aðföng íslensks landbúnaðar hækkuðu sem aldrei fyrr og nefndi hækkanir á áburði og fóðri í því efni. „Bænd- ur hafa enga aðra leið en sækja fram eftir hærra afurðaverði. Bændur þurfa að sækja á afurða- stöðvar sínar um hærra skilaverð,“ sagði Haraldur en benti jafnframt á að staða afurðastöðvanna væri þröng á markaðnum. Tók formaðurinn það fram að ekki væri til vinsælda fallið að hækka vöruverð en nauðsynlegt væri að segja sannleikann. Lýsti hann þeirri skoðun sinni að gagn- legt væri að fulltrúar bænda, neyt- enda og stjórnvalda ræddu saman um lausn vandans. Taldi Haraldur rétt að fella niður útflutnings- skyldu sauðfjárafurða og lagði til að stjórnvöld skoðuðu möguleika á að hjálpa neytendum og bændum í gegn um þennan skafl með því að milda áhrif verðhækkana á áburði. „Verði ekki á næstu vikum brugðist við af ábyrgð og festu má gera ráð fyrir að í gang fari keðju- verkandi áhrif sem ekki verður létt að snúa til baka. Oftar ræðum við um viljann til að gæta að stöðu landbúnaðar í landinu. Kannski ættum við allt eins að ræða um andi verði landbúnaðar hækkunar. „Mataröryggi innar er alvörumál. Eng sem í það minnsta býr landfræðilega legu og okk má aðhafast neitt sem óg vælaöryggi sínu,“ sagði H Taldi hann að matarörygg inga væri ekki síst fólgið þekkingu sem liggur í ís landbúnaði, hæfni bændan búa og framleiða. Lagði ha áherslu að ekki væri h treysta því að ávallt sé kaupa allt á erlendum mör Hvað gera bændur þá? „Sáttmáli um fæðuörygg inga“, var yfirskrift hát Ólafs Ragnars Grímssonar Íslands, við setningu B þings. Hann sagði að fæ hverrar þjóðar væri nú ko á forgangslistann en áður væri um öryggi þjóða og annan hátt en áður. „N heimsmyndin tekið stakka Afleiðingin er meðal anna brýnt er fyrir hverja þjóð stefnu sem tryggir fæ hennar í framtíðinni, try gang að nægum og hollu viðræðanlegu verði,“ sagð Ragnar. Forsetinn fór yfir helst ur breytinganna; fjölgun kyns, sóknina til borga bættan hag fólksfjöldans í um álfum og hlýnun jar rýrnun gróðurlendis og vatnabúskap jarðarinnar vilja og getu bænda til að reka bú við þessar aðstæður. Augljóst er að enginn rekstur getur þolað slík áföll í viðbót við háa vexti og hátt eldsneytisverð,“ sagði Haraldur. Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, sagði í ávarpi sínu að hækk- anir á aðföngum landbúnaðarins muni með einhverjum hætti bitna á bændum, afurðastöðvum og neyt- endum, hafa áhrif á lífskjör allra þeirra sem við þurfi að búa. Tók hann það fram að þetta væri graf- alvarlegt mál. „Það er ljóst að það verður verk- efni næstu mánaða og missera að bregðast við þessum breytingum og leita leiða til þess að vinna sig út úr þessum vanda. Verðlagsnefnd búvara hefur að undanförnu skoð- að þessi mál og mun gera það áfram frá öllum hliðum. Ætla má að hækkun kostnaðarliða í land- búnaði muni enn auka hagræðingu í greininni og hvetja menn til þess að leita allra leiða til þess að draga úr kostnaði,“ sagði landbúnaðar- ráðherra. Ekki á innflutning að treysta Fæðuöryggi var ofarlega á baugi í öllum ræðunum sem fluttar voru við setningu Búnaðarþings. Har- aldur Benediktsson og Einar Kristinn Guðfinnsson ræddu um breytingar í landbúnaði á heims- vísu þar sem ekki er lengur rætt um offramleiðslu heldur hvernig unnt sé að framfleyta jarðarbúum og viðsnúninginn frá stöðugt lækk- Landbúnaðarverðlaun Landbúnaðarráðherra veitti ábúendum fjögurra jarða landbúnaðarverðlaunin vinstri, Guðni og Grétar Einarssynir, Halla Ólafsdóttir og Sædís Íva Elíasdóttir. Þá ábúendur Árbæjar Stefánsdóttir, og nágrannar þeirra, Sigfríður Magnúsdóttir og Eiríkur Snæbjörnsson á Stað. Hægra m aðarráðherra eru ábúendur í Möðrudal, Vilhjálmur Vernharðsson, Elísabet Kristjánsdóttir, Anna Birn Mótaður sáttmáli fæðuöryggi Íslend Bóndi Ólafur Ragnar Grímsson kynnti sig sem bóndann á Bessastöðum þegar hann flutti hátíð- arræðu við upphaf Búnaðarþings 2008. Mataröryggi þjóðar- innar var ofarlega á baugi við setningu Búnaðarþings. For- maður Bændasamtak- anna, landbúnaðarráð- herra og forseti Íslands ræddu málið. Formaður Ha samtaka Íslan landsins í setn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.