Morgunblaðið - 03.03.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 03.03.2008, Síða 26
26 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Þegar horft er um öxl verður okkur hugsað til þess hve lífið getur verið hverfult. Af einum samstarfsmanni okkar, sem við kveðjum glöð í sinni á föstudegi, fáum við þær fregnir að hann hafi látist í svefni næstu nótt. Með hryggð í hjarta er þessi grein um hann Jón okkar sett saman. Þó að hann hafi aðeins starfað í Hval- eyrarskóla frá því í haust hafði hann mikil áhrif á okkur öll. Hann var af- ar glaðsinna og hafði góða nærveru. Þegar hann var ráðinn að skólanum í vor inntum við skólastjórnendur hann eftir menntun og starfsferli hans, en einnig spurðum við hann að því hvernig mætingar hans hefðu verið. Þá sagði Jón: „Það verður allt í besta lagi hjá mér.“ Enda kom það á daginn, því Jón hefur ekki vantað einn einasta dag í vinnu og hefur hann í þeim efnum verið frábær fyr- irmynd okkar allra. Stundum var aðgengið frá skólanum erfitt þenn- an mikla snjóavetur, en hann lét það ekkert á sig fá, barðist í gegn og oftar en ekki tóku nemendur sig til og lyftu honum og stólnum hans upp og báru að hans fjallabíl. Hjá okkur í Hvaleyrarskóla glímdi hann við það vandasama hlutverk að kenna alla náttúrufræð- ina í unglingadeildinni, 150 nemend- um, og er það ekkert smáræði að takast á við. Er við ræddum við tvo prýðis nemendur, sem hann var í af- haldi hjá, sögðu þeir m.a.: „Jón var Jón Hilmar Sigurðsson ✝ Jón Hilmar Sig-urðsson fæddist í Úthlíð í Bisk- upstungum 31. mars 1944. Hann lést á heimili sínu, Sléttu- vegi 3 í Reykjavík, laugardaginn 16. febrúar síðastliðinn. Útför Jóns fór fram frá Hallgríms- kirkju 27. febrúar sl. svo fróður um náms- efnið, hann vissi bara allt sem við spurðum hann um.“ Já, Jón var gáfaður maður og gaman var að spjalla við hann um heima og geima. Hann hafði einlægan áhuga á annarra hag og ræddi hann oft við einn kennara hjá okkur sem hefur tekið þátt í maraþonhlaupum. Vildi hann vita hvaða tíma hún hefði náð og hvernig henni miðaði áfram. Ekki undarlegur áhugi það, þar sem Jón náði frábærum árangri sem lang- hlaupari hér á árum áður. Það má segja að hann hafi verið langhlaup- ari lífsins, því þrátt fyrir fötlun sína náði hann að mennta sig og takast á við allt lífshlaupið svo aðdáun sætti. Í þeim efnum kenndi hann okkur öllum, bæði starfsfólki og nemend- um, hvernig hægt er taka örlögum sínum af fullri reisn. Við hér í okkar litla samfélagi í Hvaleyrarskóla höfum misst mikið, en systkini hans og allir hans ást- vinir enn meira. Um leið og við vott- um þeim öllum okkar innilegustu samúð, þá fylgir hugur okkar Jóni inn í nýja og fegurri heima. Fyrir hönd starfsfólks Hvaleyr- arskóla. Marsibil Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjóri. 16. febrúar var höggvið skarð í framvarðasveit fatlaðra. Bóndinn, íþróttamaðurinn, líffræðingurinn, en fyrst og fremst hugsuðurinn Jón H. Sigurðsson lést þá um aldur fram. Víst er að það er víðar sökn- uður en í SEM-húsinu eftir fráfall svo mæts manns og skarð fyrir skildi sem eflaust verður vandfyllt. Við gegningar varð Jón fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu að fá hey- bagga á sig og lamast. En lömunin hafði engin áhrif á hugsun hans, áræði og lífsvilja. Hann venti kvæði í kross og hóf nám í öldungadeild. Stúdentinn fór svo í Háskólann og varð líffræðingur og kennari. Það var afrek við aðstæður sem maður í hjólastól varð að una á þeim tíma. Fyrstu kynni mín af Jóni voru boðleiðis. Hann stundaði sundlaug- arnar, enda sjálfbjarga, eða þannig, og þar urðu þeir Guðjón frændi minn kunningjar. Með honum barst mér hvatning á Grensás frá ókunnum Jóni. Síðar kynntist ég manninum sem lét sig varða líðan sér ókunnugs. Manni sem vissi um hvað hann var að tala og eftirsókn- arvert var að kynnast. Þó það sé vart á mínu færi að gera öðlingnum heiðarlega skil sem vert væri, get ég ekki gert minna en að reyna. SEM-húsið, sérhannað fjölbýlishús nr. 11 við Sléttuveg og sumarhús fyrir fatlaða í Úthlíð væri tæpast nema draumur án tilverknaðar Jóns og félaga. Þeir ásamt sjálfboðaliðum fengu þjóðina í söfnunarátak sem skilaði fötluðu fólki betra lífi í húsi á góðum leigukjörum. Jón varð strax lykilmaður í starfi SEM og lét sér annt um alla íbúa hússins. Einn leigjandi nýtti sér góðmennsku Jóns og safnaði húsaleiguskuldum. Ég benti Jóni á að sá hefði ekki minna í vasa en aðrir og allra vegna best að vísa honum út. ,,Við stofnuðum SEM til að hjálpa. Ekki til að refsa og ég vil sjá hvort hann tekur sig á,“ svaraði hann. Jón var sá er setti blómin niður og reytti arfann. Hann var sá er skenkti brennivíni úr eigin ranni í glösin á þorrablótum. Jón var sá er kynnti mér sumarhús SEM og fjörug böllin í salnum við laugina í Úthlíð. Hann var sá er lét verkin tala og gaf út spólur um liti íslenskra hesta og kinda. Það var fórnfús vinna og krefjandi í erfiðum ferðum og varasömum um land allt. Líklega voru síðustu forvöð að skrá og mynda vitneskjuna sem hann afl- aði og nú er varðveitt. Þá björgun menningarverðmæta mun þjóðin þakka honum, þó betra hefði verið að meta það meðan hann lifði. Jón var ósérhlífinn og óragur í öllu og bjargaði sér alltaf einhvern veginn og eru til hinar ótrúlegustu sögur af því. Til dæmis datt hann úr stólnum þar sem hann var einn í girðingavinnu og komst hjálparlaust upp aftur. Hann ferðaðist um sem heill væri og í sumum tilfellum voru fjöll og öræfi ekki látin teppa för. Farartálmar urðu Jóni greiðfærir í flestum tilfellum. Það var þroskandi að fylgjast með þessum kostum prýdda manni. Að vera vinur er ekki öllum gefið. Það var eins og honum væri eiginlegt að vera allra vinur. Vera heill í öllu. Jón var bara þannig. Albert Jensen. Það er með hlýhug sem við minn- umst Jóns Hilmars Sigurðssonar, líffræðings og kennara. Jón kenndi okkur líffræði og efnafræði í mála- deild Verzlunarskóla Íslands árin 1989 og 1990. Hann var alltaf boð- inn og búinn að hjálpa okkur nem- endum sínum hvort sem var með aukatímum, spjalli eða ráðum. Í tímum var jafnan stutt í húmorinn hjá honum og hann átti það til að stríða okkur góðlátlega og gera að gamni sínu. Eftir útskrift þá rák- umst við stundum á hann og það var einstakt hversu áhugasamur hann var um það sem við höfðum tekið okkur fyrir hendur og vel minnugur á það sem hafði verið að gerast hjá okkur síðast þegar hann rakst á okkur. Kæri Jón, hafðu þökk fyrir allt. Við vottum aðstandendum Jóns okkar innilegustu samúðarkveðjur. 6L – Verzlunarskóla Ís- lands, 1990. Í dag kveðjum við góðan mann, Jón Hilmar Sigurðsson. Ég kynntist nafna mínum eftir að hafa lent í bíl- slysi í lok árs 1998. Sameiginlegur vettvangur okkar var í SEM-sam- tökunum en það er félagsskapur þeirra sem lent hafa í slysi og skaddast á mænu. Mér varð fljót- lega ljóst að Jón var kjölfestan í þessu félagi, góð fyrirmynd fyrir okkur hina og ótvíræður leiðtogi. Allt sem hann gerði var vel gert og dugnaður hans var með ólíkindum. Hvarvetna dáðust menn að afrekum hans. Í mínum hópi verður nafna míns sérstaklega minnst fyrir að hafa verið aðalmaðurinn á bak við húsnæðisfélag SEM-samtakanna. Margir mænuskaddaðir hefðu ekki átt í viðeigandi húsnæði að venda að lokinni endurhæfingu ef þessa fé- lags nyti ekki við. Jón vildi í ein- lægni tryggja öllum mænusködduð- um einstaklingum möguleikann á því að eignast eigið heimili á viðráð- anlegu verði. Hann var góður drengur. Elsku Guðný, það hlýtur að vera erfitt að missa góðan vin og lífs- förunaut. Ég votta þér samúð mína, svo og öðrum sem nú eiga um sárt að binda. Jón Sigurðsson. Við erum ekki enn búin að jafna okkur eftir að við fengum fregnir um það að Jón bóndi væri látinn, þetta voru fréttir sem við áttum síst von á. Þegar maður sest niður og vill skrifa nokkur orð í minningu hans kemst maður að því að það er ekki svo auðvelt. Svo margt kemur í hugann að það væri efni í heila bók, svo einstakur var Jón. Þegar við nú lítum til baka gerum við okkur grein fyrir hvílík forréttindi það voru að þekkja og eiga að vini mann eins og Jón var. Vinskapur okkur og Jóns hófst fyrir um það bil 18 árum þegar fyrir hans tilstilli SEM-samtökin fengu land fyrir sumarbústað í landi Út- hlíðar í Biskupstungum. Frá fyrsta degi tók Jón að sér umsjón og ábyrgð á öllu sem sneri að bústaðn- um. Ári síðar keypti hann sjálfur bústað sem hann setti niður á þar- næstu lóð. Við dvöldum mjög oft hjá Jóni í hans bústað. Hann var sér- lega fróður um flest og kom maður sjaldan að tómum kofunum hjá hon- um. Það var oftast glatt á hjalla og óteljandi lambalæri voru grilluð í gegnum árin í Jónshúsi, því að í bú- staðnum gerðist Jón meistarakokk- ur. Þegar Húsnæðisfélag SEM var stofnað árið 1990 og hóf að byggja íbúðir fyrir félagsmenn á Sléttuvegi 3 tók Jón að sér að sjá um fjármál félagsins og hefur hann borið mest- an þunga af rekstri þess frá byrjun. Hann vann þar mikið og óeigin- gjarnt starf án þess að þiggja laun fyrir. Fráfall hans er mikill missir fyrir félagið. Það var bæði gaman og fræðandi að ferðast með Jóni, en við fórum margar ferðir saman innanlands og hafði Jón ekki síður en við gaman af þessum ferðum, sérstaklega naut hann þess að fara inn á hálendið. Hann vissi nöfnin á flestöllu sem fyrir augu bar, hvort sem um var að ræða bæi, fjöll, fossa eða plöntur og jarðfræðina hafði hann á hreinu. Fyrir um það bil 10 árum upp- götvaði Jón Kanaríeyjar og fór þangað árlega eftir það, hann kom okkur á bragðið líka. Við vorum saman á Gran Canaria um jólin 2006 í góðu yfirlæti. Og yfir síðustu jól dvöldum við með þeim Guðnýju á Tenerife og áttum þar yndislegar stundir saman. Ekki hvarflaði það að okkur þá að þetta yrði síðasta ferðin okkar saman, Jón var hraust- ur og átti að vanda ekki í neinum vandræðum með að koma sér í stólnum upp hæðir og halla sem á vegi okkar urðu. Úthaldið og þraut- seigjan var sú sama og alltaf hafði verið. Það sem stendur upp úr nú síðari ár er samband þeirra Guðnýjar. Við höfðum aldrei séð hann jafn ham- ingjusaman og þessi fjögur ár sem þau hafa verið saman. Þar eignaðist hann ekki aðeins góða konu heldur heila fjölskyldu og barnabörn sem elskuðu hann og það kunni hann að meta. Við sendum þér, elsku Guðný, og fjölskylda Jóns okkar innilegustu samúðarkveðjur. Erla og Reynir. Nú er hann Jón frændi fallinn frá svo óvænt og snöggt. Mig langar til að minnast þessa góða frænda míns sem átti engan sinn líka með krafti sínum og dugnaði sem virkaði sem hvatning á mig og þá sem voru í kringum hann. Jón var bóndi í Úthlíð fyrri hluta ævi sinnar þar sem hann þekkti hverja kind með nafni og ættir hennar líka í stórum fjárhópi. Hann hafði afskaplega gaman af því að spá í ræktun fjárstofnsins og hélt yfir það mikið bókhald. Jón var lítið fyrir hangs og dreif í flestum hlut- um hraðar en almennt gengur og gerist. Eftir að hann slasaðist fór hann í það að mennta sig og gerði það á mun styttri tíma en venja er. Eftir námið fór hann að kenna líf- fræði, lengst af í Verslunarskóla Ís- lands. Jón var langhlaupari af guðs náð og vann mörg stórmót á sínum hlaupaferli. Æfingar fyrir þau mót voru frumstæðar, fólust aðallega í að elta kindur um óslétt Úthlíðar- hraunið. Keppnisskapið var ávallt til staðar og eftir að hann slasaðist tók hann margsinnis þátt í Reykja- víkurmaraþoni á hjólastólnum þar sem hann dró sig áfram með skíða- stöfum, oftast í 10 km en líka í hálf- maraþoni. Meðfram kennslu sinnti hann starfi í þágu SEM-samtakanna og hin síðari ár stundaði hann kvik- myndagerð í frístundum sínum. Hann gerði mörg fræðandi og skemmtileg myndbönd, m.a. um dýralitina og endurbyggingu Út- hlíðarkirkju auk þess að senda okk- Hröð er förin örskömm dvöl á áningarstað. Verum því hljóð, hver snerting er kveðja í hinsta sinni. (Birgir Sigurðsson) Við þökkum Jóni H. Sig- urðssyni góða viðkynningu og samstarf veturinn 2006-2007. Starfsfólk Garðaskóla. HINSTA KVEÐJA ✝ Rannveig Ei-ríksdóttir fædd- ist á Prestbakka á Síðu í Vestur- Skaftafellssýslu 5. október 1931. Hún andaðist í Heil- brigðisstofnun Suð- urlands 25. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Hildigunnur Magn- úsdóttir, f. 1905, d. 1961 og Eiríkur Skúlason, f. 1902, d. 1977. Yngri systir Rannveigar er Arnþrúður Þór- anna Eiríksdóttir og hálfsystir Svala Eiríksdóttir. Þau Hildigunn- ur og Eiríkur bjuggu í Þykkvabæ í Landbroti, þar sem Rannveig ólst upp til 12 ára aldurs. Þeim Rannveigu og Einari varð fimm barna auðið og eru þau þessi: 1) Bárður, búsettur í Noregi og á þrjú börn, þau Einar, Katarín og Kristófer. 2) Eiríkur, á heima í Reykjavík, kvæntur Kristbjörgu Sigurfinns- dóttur, synir þeirra eru Birgir og Ragnar. 3) Kristín, býr í Reykjavík, gift Hannesi Jóhannssyni, börn þeirra eru Jóhann og Ásta. 4) Gunnar, býr á Selfossi, kvæntur Hjördísi Georgsdóttur, börn þeirra eru Jóhann Georg, El- ín Helga, Þórdís Bára og Einar Daði. 5) Bjarni býr í Reykjavík. Útför Rannveigar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Duftker hennar verður jarðsett síðar í kirkjugarðinum á Prest- bakka. Foreldrar hennar slitu samvistir og fór Rannveig með móður sinni til móðurafa og ömmu, er bjuggu á Syðsta-Kamphóli í Arnarneshreppi í Eyjafirði. Seinna var Rannveig hjá föður sínum á Kirkjubæj- arklaustri, þar sem hún var m.a. við símavörslu. Þá var hún var við nám á Héraðsskólanum á Laugarvatni. Árið 1950 gekk Rannveig að eiga Einar Bárðarson bygg- ingameistara. Þau bjuggu á Sel- fossi í 29 ár, en fóru eftir það aust- ur á Kirkjubæjarklaustur, þar sem heimili þeirra hefur staðið síðan. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elín Helga, Einar Daði, Jóhann Georg og Þórdís Gunnarsbörn. Við sjáumst ekki í sumar og þó sé ég þig: er blómin horfa himins til og hneigja sig þá yfir í þinn huliðsheim þú heillar mig. Því vetrarstríð á enda er nú undrumst við hve dauðinn veitir dýra hvíld og djúpan frið og heyrum lífið líða hjá sem lækjarnið. Og allir þeir sem unnir þú og unnu þér þeir sjá hvar logi lífs þíns rís og lyftir sér í þessa lygnu líknarnótt sem ljómar hér. Er birtan sendir bláan draum í bæinn inn? og geislaflugið fellur létt á fagurkinn það vermir litlar ljúfur þrjár sem lófi þinn. (Jóhannes úr Kötlum.) Hún var engum lík, hún amma mín á Klaustri. Nema kannski mér. Hvatvís, einlæg og opin og alltaf komu einhverjar glettnar glósur við lífsins gangi sem fengu mann til að brosa. Þegar maður eldist sér maður meir og meir af þeim sem á undan gengu í speglinum. Því meira sem ég sé af ömmu minni því betra. Hún var litríkt blóm á lífsins túni og ég mun sakna hennar um alla tíð. Einar Bárðarson, yngri Rannveig Eiríksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.