Morgunblaðið - 03.03.2008, Side 27

Morgunblaðið - 03.03.2008, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 27 ur skemmtileg myndbönd af hvers kyns mannfögnuðum í fjölskyldunni sem eiga eftir að ylja mér um hjartarætur um ókomin ár. Jón naut sín hvergi betur en á æskustöðvunum í Úthlíð. Þar sá hann um að koma upp sumarbústað fyrir SEM-samtökin, sérhönnuðum fyrir hjólastólafólk og byggði sér svo stuttu síðar eigin bústað. Fátt stoppaði hann í þeim framkvæmd- um og það var honum kappsmál að gera eins mikið sjálfur og hann gat eða komst, hvort sem það var að skipta um gólfefni, panelklæða veggi eins langt og hendur náðu upp eða koma niður heitum potti. Það var alveg „yyyyyyfirgengileg- ur“ krafturinn í honum en þetta orð notaði hann oft þegar honum blöskraði eitthvað og minnir mann svo mikið á þennan sterka einstak- ling. Síðast hitti ég Jón á Úthlíð- arþorrablótinu í lok janúar. Margir hættu við að koma austur vegna veðurs en ekki Jón sem hafði sér- lega gaman að því að komast það sem aðrir treystu sér ekki í. Við spjölluðum heilmikið saman þar sem hann sagði mér frá kennslunni og ferð þeirra Guðnýjar vinkonu hans til Tenerife um jólin. Hótelið hafði verið frekar erfitt fyrir þau í hjólastólunum en hann var ekki að velta sér mikið upp úr því og var fljótur að snúa umræðunni yfir í það í hverju ég væri að stússast en hann hafði alltaf miklu meiri áhuga á hvað aðrir voru að gera heldur en að velta sér upp úr eigin afrekum. Ég kveð nú þennan góða frænda minn með söknuði og veit að núna er hann farinn að hlaupa laus við stólinn þarna hinum megin. Megi minning hetjunnar Jóns H. Sigurðssonar lifa. Jónína Björnsdóttir (Ína) í Úthlíð. Eitt sinn fyrir æði mörgum árum vorum við Hlín og Þorbjörn á ferða- lagi með Reyni og Erlu. Í Econoline var einnig þriðji maður, stuttur karl í hjólastól. Ekið var um Biskups- tungur og upp úr byggð með stefnu á Langjökul. Eftir að hafa farið upp brekku æði langa og skelfilega bratta blasti við okkur Hagavatn og Jökullinn í bakgrunni. Já, þarna var okkar karga Ísland, urð og grjót, ís- inn og auðnin. Ég, leiðsögumaðurinn, notaði tækifærin og viðraði visku mína í hverju stoppi en alltaf þurfti litli karlinn í Econoline að hnykkja á einhverjum fræðum mér framandi. Það var engu líkara en að hann hefði hlaupið um allt suðurhálendið, karlinn í hjólastólnum. Seinna fræddu Reynir og Erla mig um það sem einu sinni var. Jón bóndi í Út- hlíð hafði svo sannarlega hlaupið um háfjöllin áður en heybaggarnir hrundu yfir hann. Þar með var fall- inn sá örlagadómur að einhver fótfráasti maður Íslands skyldi sitja hjólastól það sem eftir lifði ævinnar. Jón var óragur við að ferðast um fjöllin og þá einkum með Reyni vini sínum. Það var ekki alltaf sjálfgefið að tveir karlar í hjólastól skiluðu sér til byggða, einbíla í misjöfnum vetrarveðrum. Í minningunni geym- ast ófáar ferðir og þ.á m. er við ók- um yfir konunginn hvíta, kalda, Vatnajökul, og áttum nótt í Gríms- vötnum. Margar áttum við góðar stund- irnar í bústaðnum austur í Úthlíð en víst urðu þær fleiri á Sléttuveginum og sannaðist þá enn og aftur mál- tækið „til góðs vinar liggja gagn- vegir“. Ég renndi mér ósjaldan á reiðhjólinu yfir í Fossvoginn til að hlaða mig upp af andlegri næringu sem Jón fúslega jós úr sínum væna sjóði. Við veltum okkur upp úr hin- um ýmsustu fræðum allt frá smæstu skordýrum og yfir í stjörnuskrúð á himnum há. Að sjálf- sögðu voru einnig innifalin Íslensk hross í hundrað litum. Síðastliðið haust skutumst við austur í Meðalland og Landbrot. Eitt af áhugamálum Jóns var að gefa út mynddisk með upplýsingum um öll hin byggðu ból á Íslandi. Hliðin við heimtraðir bæjanna geta verið óyfirstíganlegar hindranir þeim sem örlögin hafa njörvað niður í hjólastól. Því var það mér sönn ánægja að greiða götu Jóns í þess- ari ferð. Við stikluðum á milli bæja og Jón fékk leyfi hjá ábúendum til að aka um tún og engi uns hann fann rétta sjónarhornið til að festa bæjarhúsin á filmu. Reyndar var hann ekki einn um iðjuna því ég með mína mynda- vél og áhugamál komst einnig í feitt. Þeir voru ófáir strengirnir sem tengdu okkur félagana saman. Svo er það ferðin sem aldrei var farin. Síðastliðið haust gekk ég fram á flekkótt fé við útihús sunnan Straumsvíkur, munstrað í svörtu, mórauðu og gráu, kollótt, hyrnt og fjölhyrnt og auk þess forystufé. Minn maður tókst allur á loft er ég sagði honum af safninu enda svaraði hann með ákefð: „Jahá, þarna eru þá rollurnar hans Kornelíusar.“ Samstundis var afráðið að við gerð- um okkur ferð suðureftir er hallaði að vori, en því miður, sú ferð verður aldrei farin, því miður. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég öllum ættingjum og vinum sem nú kveðja þann mæta dreng, Jón H. Sigurðsson. Sigurgeir Þorbjörnsson. Ó. Þetta forskeyti hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Tjarn- arkotskyninu, þótt við séum annars mismikið fyrir forskeyti og annað málfræðistagl. Já, það er í uppá- haldi ef það stendur í réttu sam- hengi: Óragur, ódeigur, ósérhlífinn, ólatur, ókvartsamur. Það er okkar uppáhald. Þannig vildum við vera, þannig vildum við láta minnast okk- ar og ég held við séum talsvert mik- ið þannig. Enginn okkar fékk þessa eiginleika í ríkari mæli en Jón frændi og enginn þurfti eins mjög á þeim að halda í lífinu. Enginn okkar frænda var betur af Guði gerður og engan okkar lék Hann eins grátt. Jón var vinnusamur, harðdugleg- ur og seigur og hann var afreks- maður í íþróttum. Þessir eiginleikar komu sér vel meðan hann var ung- lingur og síðan bóndi í Úthlíð. Það var feiknarlega krefjandi starf. Smalamennskur voru bæði um- fangsmiklar og erfiðar, heyskapur var mikil skorpuvinna meðan allt var háð veðrum og vindum. Um- hirða búsmalans, húsakosts og lands var endalaus vinna frá morgni til kvölds alla daga, allan ársins hring. Þó gáfu menn sér tíma til að skreppa frá og keppa á íþróttamót- um inn á milli. Setja Skarphéðins- met, Íslandsmet, Norðurlandamet. Á snöggu augabragði var öllu þessu kippt í burt með vinnuslysi. Jón lá marga mánuði á sjúkrastofn- unum. Höfuðið tjóðrað við rúmgafl- inn með víravirki sem var skrúfað fast í hauskúpuna og fæturnir heftir í lóð sem hékk niður af fótagafl- inum. Það var ótrúlegt að sjá þenn- an vaska mann sleginn svona flatan, svona snöggt og óvænt. Þegar mest á reynir sést best úr hverju menn eru gerðir. Með mikilli þrautseigju Jóns sjálfs og allra sem kringum hann voru tókst honum að hefja nýtt líf. Gjörbreytt líf, þar sem þurfti að hafa margfalt meira fyrir öllum hlutum en áður. Þetta nýja líf var líf menntamannsins. Hann, sem áður gaf skít í forskeyti og annan slíkan hégóma, tileinkaði sér nú nostursama nákvæmni vís- indamannsins. Hann nam líffræði og gerði hin síðari ár merkar rann- sóknir á því sviði. Á snöggu augabragði var aftur kippt í burtu öllu sem Jón hafði byggt upp og lagt stund á, og nú fyrir fullt og allt. Þótt ævi Jóns skiptist í tvo gjör- ólíka kafla var persónuleikinn óbreyttur, glaðlegt og hlýtt viðmót og frændrækni var meðal þess sem einkenndi hann, alla tíð. Frændur og vinir kveðja góðan dreng með virðingu og þökk. Örn Erlendsson. Við kynntumst Jóni haustið 1983 þegar við hófum nám í líffræði við Háskóla Íslands. Við vorum ekki mörg sem byrjuðum í líffræðinni þetta haust, en þetta var góður hóp- ur sem kom úr ýmsum áttum. Jón var nokkru eldri en við hin, hann hafði unnið sem bóndi austur í sveitum en orðið fyrir slysi og lam- ast. Hann þurfti því að breyta um starfsvettvang og þar sem úrræði voru fá ákvað Jón að mennta sig frekar. Með þrjósku og þrautseigju lauk hann stúdentsprófi og nú var stefnan sett á líffræðina. Á þessum árum fór kennsla í líf- fræðiskorinni fram á mörgum stöð- um víða um bæinn, m.a. í aðalbygg- ingu HÍ, í VR-II, á Landspítalalóð en aðallega í bráðabirgðahúsnæði skorarinnar, á 2. og 3. hæð í lyftu- lausu húsi við Grensásveg. Það var oft snúið að þeytast á milli þessara stofnana fyrir fullfrískar ungar stúlkur, en Jón vílaði það ekki fyrir sér. Krafturinn og eljusemin í Jóni var aðdáunarverð. Hann gekk upp stigann á hverjum morgni í spelk- um, en skólabræður okkar báru hjólastólinn hans upp. Aldrei kvartaði Jón yfir slæmu aðgengi fatlaðra við Háskólann, hvað þá að rætt væri um nauðsyn þess að koma upp búnaði sem gæti létt honum lífið. Jón var góður skólafélagi, hann var hlýr, en glett- inn á svip, alltaf í góðu skapi og spurði skemmtilegra spurninga í tímum. Hann gerði góðlátlegt grín að okkur stelpunum í pípettu-fræð- unum en sjálfur hafði hann meiri áhuga á náttúrufræði, enda var bóndinn alltaf sterkur í honum. Þegar við lukum BSc-prófi frá HÍ skildi leiðir og við hittum Jón ein- ungis á förnum vegi eftir það. En það var alltaf jafn gaman að hitta Jón og rifja upp góðar stundir í há- skólanum. Kveðja frá skólasystrum úr líf- fræðinni. Friðrika Harðardóttir og Ína Björg Hjálmarsdóttir. Að gefast upp eru orð sem ekki voru til í lífsbók Jóns frænda míns. Enda fór það svo að lífsgöngu hans lauk er hann svaf værum svefni, lík- lega hefur almættið ekki treyst sér í baráttu við hann. Baráttugleði og bjartsýni Jóns var með eindæmum og okkur hinum til eftirbreytni. Vol eða væll voru honum ekki að skapi, hann tókst á við hverja brekkuna á fætur annarri og bognaði ekki þó á móti blési. Dugnaður, ákafi, áræðni og sjálf- stæði, kryddað með hæfilegum skammti af þrjósku og léttri lund einkenndi Jón. Jón var systkinabörnum sínum nánari en gerist og gengur með frændur. Hann var barnlaus sjálfur en ég hef grun um að hann hafi litið á okkur sem sín eigin. Hann hafði enga sérstaka gleði af smábörnum en áhuginn varð þeim mun meiri þegar við uxum úr grasi og virtist þá sem áhugi hans væri óþrjótandi á því hvernig okkur gengi í námi, starfi eða daglegu amstri. Það var þungt högg þegar Jón lamaðist í vinnuslysi í Úthlíð. Bónd- inn og íþróttamaðurinn þurfti að venda sínu kvæði í kross og hefja nýjan kafla í lífsbókinni. Mér eru minnisstæðar heimsóknir til Jóns á Grensásdeildina og Reykjalund þar sem hann var í endurhæfingu. Útlit- ið var ekki bjart og hefði margur bugast og gefist upp en Jón var ekki á þeim buxunum. Þrotlausar æfingar gerðu honum kleift að verða sjálfbjarga á ný þó svo að hann væri nú bundinn við hjólastjól það sem eftir var. Eftir að hafa lok- ið námi hóf Jón nýtt ævistarf sem var kennslan. Jón naut sín í kennsl- unni og hef ég heyrt frá mörgum fyrrverandi nemendum hans hversu vinsæll kennari hann var. Náttúran var Jóni hugleikin og var hann hafsjór af fróðleik hvort sem var um jurtir eða dýr. Hann myndaði blóm, sauðfé og hross og gerði heimildarmyndir þar sem hann var í hlutverki leikstjórans, klipparans og las textann sjálfur. Allt gert af sama ákafanum og dugnaðinum sem einkenndi Jón. Systkini Jóns og fjölskyldan öll hafa staðið þétt við bakið á honum og í raun einstakt hversu samheld- inn þessi hópur er. Jón naut sín vel á stundum þegar stórfjölskyldan kom saman og auðséð hversu vænt honum þótti um fólkið sitt. Hin síð- ari ár var góð vinkona, Guðný Guðnadóttir, við hlið Jóns og áttu þau ákaflega vel saman. Hvergi naut Jón sín þó betur en í sveitinni og hafa þau Guðný og Jón átt góðar stundir saman í bústaðnum hvort sem var að vetri eða sumri. Á kveðjustund er gott að minnast alls þess sem Jón gaf af sér og kenndi okkur samferðafólki sínu. Við Sigurður og dætur okkar minn- umst og kveðjum góðan frænda með erindi úr Hulduljóðum Jónasar Hallgrímssonar. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! Hrönn Greipsdóttir. Enn er höggvið djúpt skarð í hópinn okkar, A-bekkinn í MH sem út- skrifaðist vorið 1971 fullur bjart- sýni á framtíðina sem ekki gat orð- ið annað en björt. Og í miðjum hópnum stóð Rebekka, brosandi og lífsglöð með sinn dillandi hlátur og einhverja óútskýranlega birtu yfir sér. Rebekka var ekki sú fyrirferð- armesta í hópnum en hafði þessa þægilegu nærveru með notalegu yfirbragði sem við kunnum öll svo vel að meta. Ekki leið á löngu uns hún og Einar tóku höndum saman um að stofna fjölskyldu og við hitt- umst alltaf öðru hverju þar sem hann var sýningarmaður í Háskóla- bíói og ég bjó á Tómasarhaganum. Rebekka og Einar héldu saman Rebekka Ingvarsdóttir ✝ Rebekka Ingv-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 24. mars 1951. Hún andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut 12. febrúar síðastliðinn. Útför Rebekku verður gerð frá Bú- staðakirkju þann 21. febrúar sl. alla tíð og þótt sam- verustundir okkar yrðu ekki margar hin síðari árin urðu alltaf fagnaðarfundir þegar við hittumst. Rebekka treysti sér ekki til að mæta í síðasta stúdentsaf- mælið okkar og mér varð ónotalega við að heyra um veikindin en leiddi verstu grun- semdirnar hjá sér. En svo barst dánar- fregnin, þetta högg sem kemur alltaf jafn-skelfilega á óvart. Við sendum Einari og börnunum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hlátur Rebekku er hljóðnaður en minningin lifir. Matthías og Heidi. Þú varst besta góða Rebekka amma. Ég sakna þín, það var svo gaman að fara á flakk. Í bíó og kaffihús og fá bestu súkkulaðikökuna og app- elsín að drekka. Líka að fara að veiða og fá blá- ber. Þú ætlaðir að fara með mér í leikhúsið, en ég er búinn að fara. Mamma og Anna Kristrún fóru með mér, það var gaman. Þú ert bara uppáhaldið mitt, ég elska þig, Rebekka. Uppáhaldið þitt, Markús Sólon. Það er með miklum trega sem við systur kveðjum elskulega móð- ursystur okkar í hinsta sinn. Þó að höfðum svo sem vitað hvert stefndi er maður aldrei tilbú- inn til þess að kveðja. Rebekka var einstök, kraftmikil og góð kona sem skilur eftir stórt skarð í fjölskyldu okkar. Minningarnar sem við eigum um hana eru svo ótalmargar að það er nánast ógerlegt að koma þeim á blað. Hún var elst í fimm systkina hópi og foringinn ef svo má segja. Það var alltaf jafngaman að sækja þau fjölskylduna heim og ógleymanlegt síðasta aðfangadags- kvöld í Smárarimanum, þar sem stórfjölskyldan var saman komin. Þá var sko ekki málið að stækka borðstofuborðið út í hið óendanlega og töfra fram stórkostlegar veit- ingar enda var Rebekka mikill gestgjafi og hafði unun af því að gleðja aðra og koma á óvart með leikjum og ræðuhöldum og var hún sko ekki í vandræðum með að taka málin og stjórnina í sínar hendur. Hún talaði til okkar allra við ýmsa áfanga í lífi okkar, brúðkaup, útskriftir og afmæli, og þarf ekki að spyrja hversu vel það tókst, húmorinn og einlægnin í bland. Rebekka var ótrúlega metnaðar- full og sinnti starfi sínu sem starfs- mannastjóri Skeljungs til hins síð- asta og hafði ávallt hag fyrirtækisins og starfsfólks fyrir brjósti. Hún var mikil veiðikona og þol- inmæðin við ána var ólýsanleg, gat hreinlega staðið með stöngina svo klukkutímum skipti, enda ætlaði hún sko ekki aftur í veiðihúsið tóm- hent. Börnin okkar minnast hennar sem ömmu en hún var einstaklega barngóð og sýndi þeim óskipta at- hygli og dekraði þau út í eitt. Við systkinabörnin gátum ávallt leitað til hennar þar sem hún átti alltaf ráð við öllu, enda bráðvel gefin, skynsöm og sjálfri sér sam- kvæm. Fjölskyldan hennar var henni allt, eiginmaðurinn Einar og stoltin þeirra tvö Ingvar og Anna voru einstaklega samheldin og stóðu þau sig ótrúlega vel í miklum veikind- um hennar. Biðjum við Guð að veita ykkur styrk í þessari miklu sorg, elsku Einar, Ingvar, Anna, amma, afi og aðrir ástvinir. Minningin um einstaka konu og frænku mun lifa með okkur til ævi- loka. Steinunn Markúsdóttir og Ásta Bjarndís Bjarnadóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.