Morgunblaðið - 03.03.2008, Page 32

Morgunblaðið - 03.03.2008, Page 32
Salernisaðstaðan ber þá nafnið Brúdalur og stigagangurinn gengur undir nafninu Pedalir… 36 » reykjavíkreykjavík ■ Fim. 6. mars kl. 19.30 Gamalt og nýtt Enginn vill missa af Sigrúnu Eðvaldsdóttur leika hinn magnaða fiðlukonsert Albans Berg. Auk hans eru á efnisskránni verk meist- aranna Brahms og Bach í meistaralegum hljómsveitarbúningi Schönbergs og Weberns. Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Einleikari: Sigrún Eðvaldsdóttir Missið ekki af tónleikakynningu Vinafélags SÍ. Súpa og fyrirlestur á Hótel Sögu kl. 18. Aðeins 1.200 kr. Allir velkomnir. ■ Fim. 13. mars kl. 19.30 Páskatónleikar Söngsveitin Fílharmónía og evrópskir einsöngvarar í fremstu röð taka þátt í flutningi Þýskrar sálumessu eftir, Brahms, eins mesta snilldarverks kórbókmenntanna. ■ Lau. 15. mars kl. 17.00 Kristallinn – kammertónleikaröð í Þjóðmenningarhúsinu Kvartett fyrir endalok tímans eftir Messiaen er eitt áhrifaríkasta snilldarverk tuttugustu aldarinnar.Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Flugan frétti á reglubundnu eftirlits-flugi sínu um lendur menningar oglista um helgina að spennandi tón-leikaröð væri í gangi undir heitinu: Helvítis! túr um Reykjavík. Forvitnin rak hana því inn á búlluna Amsterdam á föstu- dagskvöldið til að kíkja á böndin Skelkur í bringu, The Fist Fokkers og UM Technoband- ið Stefán. Þar slógu eftirminnilega í gegn bandið Baunirnar sem var í hlutverki upphit- unartríós og samanstendur af þremur mið- aldra mönnum með blásturshljóðfæri í virðu- legum búningum. Þótt upphitun þeirra hafi aðeins staðið yfir í nokkrar mínútur nægði performansinn til þess að ungu tónlistarmenn- irnir sem næstir áttu sviðið urðu sjóðheitir í sinni og ráku gömlu blástursbrýnin með þjósti af sviðinu. Baunirnar eru Sigurður Ingólfsson, Einar Hrafnsson og Mímir Völundarson. Næst var staldrað við á tónleikastaðnum Org- an þar sem fram fóru styrktartónleikar (fyrir saxófónleikarann Andrew d’Angelo) og ýmsir stigu á stokk, til að leggja góðu málefni lið og gleðja áhugasamt músíkfólk. Þeirra á meðal var Ólöf Arnalds sem sat á stól á sviðinu í hvít- um kjól og í hvítum sokkabuxum og söng eins og engill. Bassaleikarinn Skúli Sverrisson var mættur af þessu tilefni frá New York og kynn- irinn var Ragnar Ísleifur Bragason (Krist- jónssonar bóksala). Hann var í brilliant há- rauðum jakka, sem við nánari athugun reyndist vera frá herrafataverslun Kormáks og Skjaldar á Laugaveginum. Ragnar Ísleifur er einmitt maður Ólafar Arnalds. Flugustelpa vaknaði snemma á sunnudags- morguninn, fékk sér sterkt kaffi meðan hún las Moggann sinn og græjaði sig upp fyrir hressandi morgunrölt í bænum. En hún var hins vegar ekki fögur ásýndin borgarinnar sem mætti augum árisulla heldur var það skömmustuleg Reykjavík sem leit undan eftir skuggalegar skemmtanir aðals og alþýðu nótt- ina á undan. Furðu lostnir bakpokaferða- langar störðu á dreggjar djammsins á göt- unum; hálfétna Hlöllabáta og Nonnabita eins og hráviði í Austurstræti og allt flæðandi í hálffullum vínglösum og bjórdósir fuku með glamri eftir götum. Það verður að koma fram af meiri virðingu við hana fröken Reykjavík – hún á þetta ekki skilið. Morgunblaðið/Golli Kristinn Már Pálmason og Guleik Lövskar. Ragnheiður Jónsdóttir og Sigurveig Kristjánsdóttir með Flóka. Sigrún Hrólfsdóttir, Jóní Jónsdóttir og Sara Björnsdóttir. Erling Klingenberg, Katrín Guðmunds Sig- rúnardóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir. Ilmur Stefánsdóttir, Grettir Valsson, Margrét Lísa Steingrímsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mr. Lordi sjálfur mætti á frumsýninguna og gaf aðdáendum eiginhandaráritanir. Hólmfríður og Aníta voru kátar í Kringlubíói. Ari, Margrét María og Einar Már. Flugan … Bauna-bandið skýt- ur Skelk í bringu … … Skömmustuleg borg í morgunsárið … Guðjón Hilmarsson og Arnþór Jónsson. Kristín Lárusdóttir og Ragnhildur Zoega. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sólveig Eggerts og Sædís Hlöðversdóttir. »Hryllingsmynd um finnskuskrýmslahljómsveitina Lordi var frumsýnd á föstu- daginn. » Sara Björnsdóttir opnaðisýninguna Vímu/Intox- ication í Galleríi Ágúst á laug- ardaginn. » Leikfélag Menntaskólansvið Hamrahlíð frumsýndi leikritið E1NTAK í skólanum á föstudagskvöldið að viðstöddu fjölmenni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.