Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Getið þið ekki notað mína aðferð, ef þið fáið ekki sætustu stúlkuna á ballinu, fá bara annað sem gerir sama gagn, hr. bæjarstjóri? VEÐUR Enn vekur grein þeirra IllugaGunnarssonar og Bjarna Bene- diktssonar frá því í síðustu viku um- ræður og sitt sýnist hverjum.     Staksteinar lýstu á sunnudag eftirsvörum þeirra Illuga, Bjarna og Sigurðar Ein- arssonar við Rot- ary-ræðu Ingi- mundar Friðrikssonar seðlabankastjóra.     Sigurður hafðiað vísu sagt í erindi sem hann flutti á ráðstefnu BSRB um lífeyrissjóðsmál sl. föstu- dag: „Ef þú ert kominn ofan í holu, hættu þá að moka.“     Honum, Illuga og Bjarna bættistliðsauki þegar Jón Helgi Eg- ilsson bloggaði um ræðu Ingimund- ar. Þar sagði hann að athyglisvert væri að lesa Rotary-ræðu Ingimund- ar og rök hans gegn því að hefja vaxtalækkunarferli, sem væru þau, að ef slakað yrði á markmiðinu um verðstöðugleika nú myndi gengið lækka, verðbólga aukast og þá færi lítið fyrir stöðugleikanum.     Þessi rök minna óneitanlega á rökmanns sem vill ekki hætta að drekka, því það mun bara hafa í för með sér timburmenn. Í því ljósi sér drykkjumaðurinn bara eina leið í stöðunni, þ.e. að halda áfram að drekka. Slíkur maður mun á end- anum drekka sig til dauða, enda þol- ir kerfið ekki álagið. Eru rök drykkjumannsins gild? Skynsemi ætti að segja drykkju- manni að láta sig hafa tímabundna timburmenn og halda sig síðan frá drykkjunni … á sama hátt eru nú ágætar forsendur til að hefja lækk- unarferli og feta sig í átt að eðlileg- um vöxtum …“ segir Jón Helgi orð- rétt.     Hvað segir Seðlabankinn nú?! STAKSTEINAR Jón Helgi Egilsson Eru rök drykkjumannsins gild? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                      *(!  + ,- .  & / 0    + -                               12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  ( !         "#$"$#   % $   "#$"$#    #&$$%      $      :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?    '     '      ' '                              *$BC                    !"   "      #       $ % &  '   "     "( (        *! $$ B *! ( )*" )"&    + <2 <! <2 <! <2 ( *"$#, $% -. #$/" D                   /     B      $     )        *  (  $ (    +  <7      $     )        *  (  $ (    +  <    +   )       "     )        &  ,    )    +      ( &  -   01## 22 "$#3& , $% Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Gunnlaugur B Ólafsson | 3. mars Kraftur ljóss og lífs Litarefni plantna gegna mikilvægu hlutverki í fyrstu skrefum fæðu- keðjunnar bæði við það að vernda vefi plönt- unnar gegn óæskilegri geislun og að beisla orku sólarljóssins. Síðustu tvo ára- tugi hafa rannsóknir einnig sýnt hversu holl þau eru fyrir vefi mannslík- amans í hlutverki sínu sem andox- unarefni. Í stuttu máli má segja að ox- un á fitusýrum eða erfðaefni geti haft í för með sér ýmis óæskileg áhrif á lík- amsstarfsemina. ... Meira: gbo.blog.is Hallur Magnússon | 4. mars Forsendur eru fyrir vaxtalækkun Íbúðalánasjóðs … Ávöxtunarkrafa íbúða- bréfa Íbúðalánasjóðs hefur lækkað verulega í þeim miklu viðskiptum sem verið hafa með skuldabréf í kauphöll undanfarnar vikur og því hafa skapast forsendur fyrir þónokkra lækkun á útlánavöxtum Íbúðalána- sjóðs. Ef Íbúðalánasjóður hefði farið í útboð á íbúðabréfum undanfarnar vik- ur þá hefðu útlánavextir sjóðsins lækkað. Ef sjóðurinn færi … Meira: hallurmagg.blog.is Marta B. Helgadóttir | 4. mars Kona einhleyp, móðir einstæð Nútímasamfélag er samsett úr mörgu öðru en gamla kjarnafjöl- skyldumynstrinu. Ég kann ekki við þá for- dóma sem fólk lætur oft fylgja þessu hugtaki einstæð móðir. Einstæðar eða einhleypar mæður eru alls ekki allar bláfátækar og því síður einhverjir vesalingar eða undirmáls- fólk eins og oft er gefið í skyn. Margir einstæðir foreldrar eru eldklárar og afskaplega sjálfbjarga konur og menn sem halda fyrirmyndarheimili … Meira: martasmarta.blog.is Ómar Ragnarsson | 4. mars „Váin“ fyrir dyrunum á Suðurnesjum Fréttin um að hvergi fjölgi fólki meira á land- inu en á Suðurnesjum stingur í stúf við söng- inn um að þörf sé stór- karlalegra handafls- aðgerða í formi stóriðju til að bægja þar vá frá dyrum. Síðan ljóst var að varnarliðið á Keflavíkurflugvelli myndi fara hefur verið rekinn linnulaus áróður fyrir mót- vægisaðgerðum á Suðurnesjum. Þess vegna verði að reisa álver í Helguvík, annars verði kreppa og at- vinnuleysi. Andri Snær Magnason lýsti því skemmtilega hvernig hann sá fyrir sér bæjarstjórann í Reykjanesbæ sitja við líkan af Rosmhvalanesi og ætla að raða atvinnulausum starfsmönnum af vellinum eins og tindátum inn í kom- andi álver. En áður en tóm gæfist til þess voru allir atvinnulausu tindát- arnir týndir, – þeir höfðu einfaldlega horfið sjálfkrafa inn í atvinnulífið og engin leið að finna þá. Samt skal reisa álver, þótt ekki væri til annars en að geta flutt inn Pól- verja til að leysa það mál. Ástæða þess að bæjarstjórinn fann ekki tindátana, sem hann leitaði að, var einfaldlega sú að hvergi á landinu hefur fólki fjölgað jafn mikið og á Suðurnesjum undanfarin ár. En meira en 40 ára gömul síbylja um nauðsynina á gamaldags sovéskum lausnum í stíl stóriðju Stalíns hefur haft þau áhrif að … Meira: omarragnarsson.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR Gunnlaugur B. Ólafsson | 3. mars Kraftur ljóss og lífs Litarefni plantna gegna mikilvægu hlutverki í fyrstu skrefum fæðu- keðjunnar bæði við það að vernda vefi plönt- unnar gegn óæskilegri geislun og að beisla orku sólarljóssins. Síðustu tvo ára- tugi hafa rannsóknir einnig sýnt hversu holl þau eru fyrir vefi mannslík- amans í hlutverki sínu sem andox- unarefni. Í stuttu máli má segja að ox- un á fitusýrum eða erfðaefni geti haft í för með sér ýmis óæskileg áhrif á lík- amsstarfsemina. ... Meira: gbo.blog.is IÐNÞING Samtaka iðnaðarins verð- ur á Grand Hótel Reykjavík fimmtu- daginn 6. mars og þar verður efnt til umræðu um Evrópumálin. Aðalfundur SI verður um morgun- inn kl. 10-12. Auk hefðbundinna aðal- fundarstarfa verður kynnt niðurstaða úr stjórnarkjöri og gerð grein fyrir helstu niðurstöðum könnunar um Evrópumál. Ályktun iðnþings 2008 verður einnig afgreidd. Að loknum aðalfundi kl. 12 bjóða SI til hádeg- isverðar í Brasserie Grand. Kl. 13 hefst opinn fundur sem lýkur kl. 16. Þar taka til máls Helgi Magnússon, formaður SI, Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Illugi Gunnarsson, alþingismaður og formaður Evrópu- nefndar, Valgerður Sverrisdóttir al- þingismaður, Jón Karl Ólafsson, for- maður Samtaka ferðaþjónustunnar, Sigrún Davíðsdóttir blaðamaður, Hörður Arnarson, forstjóri Marels. Þinginu stýra Árni Snævarr frétta- maður og Erna Indriðadóttir, fram- kvæmdastjóri Alcoa Fjarðaáls, segir í fréttatilkynningu. Á þinginu verður lagt fram ritið Ís- land og Evrópa – Mótum eigin fram- tíð. Það fjallar um eitt stærsta hags- munamál iðnaðarins og um leið þjóðarinnar allrar: Aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru. Fjallað er m fjölmarga þætti málsins, leitað til innlendra og erlendra sér- fræðinga og reynt að nálgast við- fangsefnið frá sem flestum sjónar- hornum. Ak þess verða sýnd fjögur myndskeið um sama efni: fólkið, full- veldið, fyrirtækin og framtíðin úr stuttmyndinni Ef sem einnig var gerð í tengslum við iðnþing. Þingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Mótum eigin framtíð á iðnþingi Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.