Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ* Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 462 3500 Sími 564 0000 Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA M.A. FYRIR BESTA AUKALEIKARA SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI FRUMSÝNING SÝND Í REGNBOGANUM KÖFUNARKÚPAN OG FIÐRILDIÐ Frábær gamanmynd frá leikstjóra Eternal Sunshine of the Spotless Mind með Jack Black í fantaformi! l i j l i l i l í i eee - S.V. MBL „Tilfinningalega sannfærandi og konfekt fyrir augun“ Jan Stuart, Newsday eeeee Be kind rewind kl. 5:45 - 8 - 10:15 The Diving Bell And The Butterfly kl. 5:40 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára 27 dresses kl. 5:30 - 8 - 10:20 Jumper kl. 6 - 10:15 B.i. 12 ára 1 - Kauptu bíómiðann á netinu - Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! eeeee „Gullfalleg, ljúfsár og heillandi.“ -B.B., 24 Stundir eeee „Into the Wild telst til einna sterkustu mynda það sem af er árinu.“ -L.I.B., TOPP5.IS eeee „Into the Wild skilur við áhorfandann snortinn af andstæðum, fegurðinni og vægðarleysinu sem hún lýsir svo skýrt og fallega.“ -S.V., Mbl Frá framleiðendum The Devil Wears Prada Be kind rewind kl. 10:10 The Kite runner kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára 27 dresses kl. 6 B.i. 12 ára Brúðguminn kl. 6 B.i. 7 ára Semi-Pro Forsýning kl. 8 B.i. 12 ára Jumper kl. 6 - 10:10 B.i.12 ára Ástríkur á Ól... m/ísl. tali kl. 3:40 MASTERCARD FORSÝNING SÝND Í SMÁRABÍÓI Semi-Pro kl. 8 Mastercard Forsýning B.i.12 ára Be kind rewind kl. 5:45 - 8 - 10:15 Be kind rewind kl. 5:45 - 8 - 10:15 LÚXUS 27 dresses kl. 5:30 - 10:15 Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára GR Eins og rakið er hér til hliðar er ævi- ferill Jeffreys Archers í meira lagi ævintýralegur. Frami hans sem rit- höfundundur hefur líka verið með ólíkindum hraður allt frá því hann sló í gegn með sinni fyrstu skáldsögu og fjöl- margar metsölu- bækur fylgt í kjölfarið. Nýr reyfari Archers, A Priso- ner of Birth, er nokkuð dæmi- gerður fyrir bæk- ur hans; söguþráður hraður og ólík- indalegur, spennan byggist á tilviljunum og óvæntum uppá- komum og persónur allar málaðar með breiðum pensli – alla jafna ým- ist algóðar eða alvondar. Fínasti flugvélaliteratúr en rista ekki djúpt. Ekki er ástæða til að rekja sögu- þráðinn í smáatriðum, en þó má ljóstra því upp að bókin er að mestu leyti endursögn sögu Alexandre Du- mas um greifann af Monte Christo – ungur maður er hnepptur í varðhald fyrir engar sakir, í fangelsinu kynn- ist hann manni sem kennir honum framkomu og siðfágun og arfleiðir síðan að auðævum sínum en deyr svo. Piltur sleppur úr fangelsinu með því að þykjast velgjörðarmaður sinn og beitir auðævum sínum til að ná fram hefndum. Sagan af greifanum er vissulega skemtileg saga og heldur A Prisoner of Birth eiginlega á floti; manni verður hvað eftir annað hugsað til meistaraverks Dumas, rekst til að mynda á gamla kunningja úr henni í framandlegu umhverfi – og hefur meira gaman af sögunni fyrir vikið. Greifinn gengur aftur A Prisoner of Birth eftir Jeffrey Archer. Macmillan gefur út Árni Matthíasson ERLENDAR BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. The Appeal - John Grisham 2. Strangers in Death - J. D. Robb 3. 7th Heaven - James Patterson & Maxine Paetro 4. Lady Killer - Lisa Scottoline 5. Duma Key - Stephen King 6. A Thousand Splendid Suns - Khaled Hosseini 7. World Without End - Ken Follett 8. The Killing Ground - Jack Higgins 9. Stranger in Paradise - Robert B. Parker 10. The First Patient - Michael Palmer New York Times 1. Mister Pip - Lloyd Jones 2. The Other Boleyn Girl - Philippa Gregory 3. Remember Me - Sophie Kinsella 4. A Thousand Splendid Suns - Khaled Hosseini 5. On Chesil Beach - Ian McEwan 6. Two Caravans - Marina Lewycka 7. The Book Thief - Markus Zusak 8. Notes from an Exhibition - Pat- rick Gale 9. The Steep Approach to Garba- dale - Iain Banks 10. Burning Bright - Tracy Chevalier Waterstone’s 1. 6th Target - James Patterson 2. Daddy’s Little Girl - Lisa Scottoline 3. Stalemate - Iris Johansen 4. I Heard That Song Before - Mary Higgins Clark 5. Night Train to Lisbon - Pascal Mercier 6. Alibi Man - Tami Hoag 7. Heartsick - Chelsea Cain 8. Plum Lovin’ - Janet Evanovich 9. Shadow Dance - Julie Garwood 10. Temperatures Rising - Sandra Brown Eymundsson Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is ÆVIFERILL Jeffrey Archers hefur verið lyginni lík- astur, allt frá því hann var á hátindi pólitísks frama síns þar til hann sat í fangelsi fyrir lygar og fals ekki svo löngu síðar. Þó hann sé bæði hvinnskur og lyginn, eins og sann- ast hefur fyrir dómi, náði hann svo langt að verða aðlaður af Englandsdrottningu og var um tíma frambjóðandi Íhaldsflokksins breska sem borgarstjóraefni flokksins. Flysjungur Flysjungsheitið hefur eiginlega loðað við Archer frá því hann heyktist á háskólanámi og sneri sér að stjórnmálum eftir að hafa verið í hernum um stund og einnig starfað sem lögreglumaður og kennari (hann bjó sér til háskóla- próf frá stofnun með virðulegu heiti, en síðar kom í ljós að „stofnunin“ var í raun líkamsræktarstöðvakeðja). Meðal fyrstu verkefna hans eftir að hann lagði námið á hilluna var er hann stýrði fjársöfnun til mannúðarmála og var gagnrýndur fyrir mikinn kostnað sem aðalega hafi farið í risnu. Archer gekk til liðs við Íhaldsflokkinn og var kjörinn á þing 1969 en neyddist til að segja af sér 1974 þegar við blasti að hann yrði gjaldþrota eftir að hann lenti í klóm fjársvikara. Hann sneri sér þá að ritstörfum með svo góð- um árangri að hann komst hjá gjaldþrotinu en í ferð til Toronto í Kanada að bera vitni var hann sakaður um að hafa stolið þrennum alfatnaði í stórverslun. Fleira hefur verið borið upp á hann, til að mynda að hann hafi stolið milljónum punda frá kúrdískum flótta- mönnum og stundað innherjasvik og fjármagnað upp- reisnartilraun í Miðbaugs-Gíneu samhliða því sem hann var ein helsta vonarstjarna íhaldsmanna. Lygari Fyrir nokkrum árum gaf breskt dagblað í skyn að Arc- her hefði átt samneyti við vændiskonu og birti til að mynda ljósmyndir af því er vinur Archers afhenti vænd- iskonunni umslag með reiðufé. Archer höfðaði meiðyrða- mál gegn blaðinu og sagðist fyrir rétti hafa verið staddur annars staðar á þeim sem degi sem hann átti að hafa verið með vændiskonunni. Vinur hans staðfesti þetta og Archer vann málið og fékk háar bætur. Fyrir sjö árum, um það leyti sem Archer var í framboði til borgarstjóra Lundúna, skýrði vinurinn aftur á móti frá því að hann hefði sagt ósatt til að hlífa vini sínum og í kjöl- farið var Archer sakfeldur fyrir að hafa logið eiðsvarinn og sat inni í tvö ár, en hann var einnig rekinn tímabundið úr Íhaldsflokknum og rekinn úr krikketklúbbi sínum í sjö ár. Vinir og kunningar Archers í gegnum árin lýsa honum sem gríðarlega metnaðargjörnum manni sem sjáist ekki alltaf fyrir í sókn eftir völdum, áhrifum og fé. Ein saga er sögð af því að þegar hann var við nám í Oxford fékk hann Bítlana til að spila í skólanum 1963. Einn félaga hans þar segist hafa farið á klóið eftir tónleikana og þar hafi hann hitt Ringo Starr sem hafi spurt hann út í það hver þessi Archer væri eiginlega og síðan sagt eitthvað á þessa leið: „Hann virðist fínn náungi, en hann sú manngerð sem myndi selja hlandið úr manni á flöskum.“ Forvitnilegar bækur: Ævintýralegur æviferill Gæfa og gjörvileiki Reuters Hvinnskur og lyginn Ásakanir um ýmiskonar svik og pretti hafa fylgt Jeffrey Archer í gegnum tíðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.