Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 36
Teikningin er komin aftur í tísku í myndlist- inni, eftir langt tímabil út- legðar og forsmánar … 40 » reykjavíkreykjavík ÞAÐ kom mörgum á óvart þegar af því fréttist að hljómsveitin Jakobín- arína hefði lagt upp laupana. Sveitin var með þeim allra efnilegustu og svo virtist sem heimsfrægðin ein lægi fyrir þessum ungu drengjum sem voru jafnsvalir á sviði og þeir voru kokhraustir í blaðaviðtölum. En allt kom fyrir ekki, hjólin snerust of hratt og drengirnir í Jakobínurínu urðu fljótt þreyttir á eilífum ferða- lögum, blaðaviðtölum og félagsskap sem var ekki beint sá sem maður óskar sér á táningsárunum. Nú á laugardaginn verður sveitinni fylgt til grafar á Organ þar sem vinir og vandamenn geta vottað sveitinni virðingu sína, eins og að því er ýjað í fréttatilkynningu, og séð sveitina spila í síðasta skipti á Íslandi. Hljómsveitirnar Singapore Sling og Mammút hita upp en auk þeirra kemur fram fjöldinn allur af plötu- snúðum sem hyggjast sjá syrgj- endum fyrir viðeigandi sorg- arsálmum. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og aðgangseyrir er 1.000 krónur. Innifalið í verði er fyrsta og síðasta breiðskífa Jakobínurínu The Last Crusade. Blessuð sé minning Jakobínurínu. Jarðarför Jakobínurínu Jakobínarína Hallbergur Daði Hallbergsson, Ágúst Fannar Ásgeirsson, Sigurður Möller Sívertsen, Björgvin Ingi Pétursson, Gunnar Bergmann Ragnarsson og Heimir Gestur Valdimarsson.  Miðasala á tón- leika Erics Clap- tons í Egilshöll fór heldur betur vel af stað í gær. Viðbrögðin létu heldur ekki á sér standa þegar því var ranglega hald- ið fram hér í Morgunblaðinu að miðasala hæfist mánudaginn. Miða- sölusímar voru rauðglóandi fram eftir degi eða allt þar til leiðrétt- ingin birtist á mbl.is. En tónleikahaldarar hljóta að vera í skýjunum yfir skjótum við- brögðum íslenskra aðdáenda Clap- tons. Um 8.000 miðar seldust á tón- leikana fyrsta hálftímann eftir að miðasala hófst kl. 10 og fjórum tím- um síðar höfðu 9.500 manns tryggt sér miða á tónleikana í forsölu. Langflestir miðarnir seldust á netinu í gær eða 95%, en 5% í versl- unum Skífunnar og BT en þar höfðu á einhverjum stöðum- myndast raðir áður en opnað var fyrir miðasölu. Miðasala á Clapton gengur vonum framar  Nú styttist óðum í afmælistón- leika Sálarinnar hans Jóns míns sem haldnir verða í Laugardalshöll- inni föstudagskvöldið 14. mars næstkomandi. Þrátt fyrir að ein- ungis mánuður sé liðinn frá því að tilkynnt var um tónleikana og frek- ar lítið hafi farið fyrir auglýsingum hefur miðasala gengið gríðarlega vel, og er nú svo komið að um það bil 5.000 miðar hafa selst. Það þýðir að aðeins örfáir miðar eru eftir á tónleikana, en þess má geta að upp seldist í stúku á fyrsta degi. Ítarlegt viðtal við Sálina verður birt í Morgunblaðinu um helgina. Vel selst á Sálina Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÞAÐ verður haldin pönkhátíð á Grand Rokk á laugardaginn, heiðurspönktónleikar þar sem flutt verða 40 lög eftir hljómsveitir á borð við Clash, Sex Pistols, Stiff Little Fingers, Ramones, Stranglers, Buzzcocks og Sham 69. Nokkrir gamlir, íslenskir pönkarar sjá um flutninginn, liðsmenn úr Fræbbblunum, Snillingunum, Taugadeildinni, Tappa Tíkarrassi, Q4U, Das Kapital, Oxsmá, Mogo Homo o.fl. íslenskum pönkhljómsveitum. Sveitirnar koma ekki fram heilar, svo því sé haldið til haga, heldur einstaka meðlimir þeirra. Valgarður Guðjónsson, söngvari Fræbbblanna og gítarleikari, segir sveitina hafa fengið hug- myndina að tónleikunum sem og Árni Daníel úr Taugadeildinni. Spurður að því hvort hann hafi orðið var við einhvers konar upprisu pönksins á Íslandi nýverið svarar Valgarður því að honum hafi eiginlega alltaf þótt hún alltaf vera í gangi. „Ef þú hlustar á Ramones, Jam, Clash eða eitt- hvað af þessum hljómsveitum í dag sem þóttu ofsalega grófar og byltingarkenndar á sínum tíma þá er þetta bara mjög venjuleg rokkmúsík. Tónlistin var bara orðin svo ofsalega skrítin á þessum tíma að þetta þótti gróft og hrátt og allt það. Í rauninni er þetta bara mjög flott músík og mér finnst hálfgerð afskræming sú ímynd sem pönkið virðist hafa í dag, td. í einhverri sam- keppni um daginn, þetta er komið svo langt frá öllum uppruna og öllu sem þetta gekk út á að ég er eiginlega bæði illa pirraður og hálf miður mín,“ segir Valgarður; illa sé farið með ímynd pönksins og gefið í skyn að það hafi verið tómt rugl. Hvernig útskýrir hann þá pönkið fyrir þeim sem ekkert veit? „Þetta var í rauninni bara hrátt, einfalt og skemmtilegt rokk. Þetta kemur þegar bæði diskóið og progg-rokkið er á fullu og menn algjörlega búnir að týna sér, komnir út í annars vegar flókna og hundleiðinlega hluti og hins vegar þetta mónótóníska diskó,“ útskýrir Valgarður. Pönkið hafi í raun verið afturhvarf til rokks- ins eins og það var á sjöunda áratugnum. „Ég er bæði alveg miður mín og þetta fer ferlega í taug- arnar á mér,“ undirstrikar Valgarður. Pönkið hafi verið svo miklu meira en öskur og læti, meira í það lagt í tónum og textum en látið sé í veðri vaka nú á tímum. Hugmyndin er að halda árlega pönkhátíð á borð við þá sem haldin verður á laugardaginn, þar sem spiluð verða lög frá upphafi pönkbylgj- unnar. Valgarður segir tónleikana 100% heið- urstónleika, til heiðurs upphafsmönnum pönks- ins. „Miðað við það sem ég hef séð af hljómleikum síðustu ár eru menn mjög flottir,“ segir hann um íslensku pönkarana sem troða upp 8. mars. – Há engin gömul pönkmeiðsl mönnum, t.d. heyrnarskemmdir? „Ég er með það fína heyrn að ég þoli lítinn há- vaða á nóttunni,“ svarar Valgarður. Hann vakni við minnsta hávaða. Allir hinir séu í fínu formi líka að hann best viti. Ókeypis aðgangur er á pönkhátíðina, leikar hefjast kl. 22 og standa fram á nótt enda heil 40 lög sem verða flutt. Það er því skyldumæting fyrir alla unnendur góðs pönks, á hvaða aldri svo sem þeir kunna að vera. 100 prósent pönk  Valgarður í Fræbbblunum segir pönkið afskræmt og misskilið  Tónleikar því til heiðurs verða haldnir á Grand Rokk um helgina Ljósmynd/ Viktor Orri Valgarðsson Alvöru pönkarar Fræbbblarnir á Menningarnótt 2007. Valgarður fremstur í flokki sem fyrr. ■ Á morgun kl. 19.30 Gamalt og nýtt Enginn vill missa af Sigrúnu Eðvaldsdóttur leika hinn magnaða fiðlukonsert Albans Berg. Auk hans eru á efnisskránni verk meist- aranna Brahms og Bach í meistaralegum hljómsveitarbúningi Schönbergs og Weberns. Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Einleikari: Sigrún Eðvaldsdóttir Missið ekki af tónleikakynningu Vinafélags SÍ. Súpa og fyrirlestur á Hótel Sögu kl. 18. Aðeins 1.200 kr. Allir velkomnir. ■ Fim. 13. mars kl. 19.30 Páskatónleikar Söngsveitin Fílharmónía og evrópskir einsöngvarar í fremstu röð taka þátt í flutningi Þýskrar sálumessu eftir, Brahms, eins mesta snilldarverks kórbókmenntanna. ■ Lau. 15. mars kl. 17.00 Kristallinn – kammertónleikaröð í Þjóðmenningarhúsinu Kvartett fyrir endalok tímans eftir Messiaen er eitt áhrifaríkasta snilldarverk tuttugustu aldarinnar.Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.