Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 39 Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum eeeee Frábær mynd. Hún er falleg, sár og fyndin. Allt gekk upp, leikur, leikmynd, saga, hljóð, mynd og allt sem þarf til að gera fína bíómynd. -S.M.E., Mannlíf eeee “Brúðguminn er skemmtileg mynd sem lætur áhorfendur hljæja og líða vel“ - G. H., FBL eeee Besta íslenska fíl-gúdd myndin fyrr og síðar “ - S.S. , X-ið FM 9.77 SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓISÝND Í HÁSKÓLABÍÓI - H.J. , MBL eeeee „Myndin er verulega vel leikin og að öllu leyti frábær” - E.E., DV FRIÐÞÆING - Ó. H. T. , RÁS 2 eeee LANG VINSÆLASTA MYND ÁRSINS! 45.000 MANNS! eee - S.V. MBL 8 Þriðja besta mynd aldarinnar samkvæmt hinum virta vef IMDB eeee New York Times eeeee Timeout eeeee Guardian eeee - H.J. MBL „Samtímaklassík, gallalaust meistaraverk” - telegraph „Myndin lifir með þér í marga daga á eftir“ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI eeee - V.I.J. 24 STUNDIR - V.J.V. TOPP 5 Sýnd kl. 6 og 10:30 Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 -bara lúxus Sími 553 2075 „Day-Lewis sýnir þvílíkan leiksigur í myndinni. Eins eftirminnileg og kyngimögnuð frammistaða hefur ekki sést í háa herrans tíð” eeeee - V.J.V. Topp5.is/FBL „Algjört listaverk” eeeee - 24 STUNDIR „Ein mikilfenglegasta bíómynd síðari ára” eeeee - Ó.H.T. Rás 2 - E.E. D.V. eeee SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI www.laugarasbio.is Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:30 Kauptu bíómiða á netinu á Stærsta kvikmyndahús landsins BYGGÐ Á EINNI VINSÆLUSTU BÓK ALLRA TÍMA. BYGGÐ Á EINNI VINSÆLUSTU BÓK ALLRA TÍMA. eeee - M.M.J., kvikmyndir.com eeee - M.M.J., kvikmyndir.com eeee - L.I.B., Topp5.is/FBL „Mynd sem hreyfir við manni“ eeee - L.I.B., Topp5.is/FBL „Mynd sem hreyfir við manni“ Semi-Pro Mastercard Forsýning kl. 8 B.i. 12 ára The Kite Runner kl. 6 - 9 B.i. 12 ára There will be blood kl. 5:50 - 9 B.i. 16 ára Into the wild kl. 5:20 - 10:10 B.i. 7 ára Atonement kl. 10 B.i. 12 ára Brúðguminn kl. 5:50 - 8 B.i. 7 ára Sýnd kl. 8 Mastercard Forsýning REIT MARK Cherry, höfundur þáttanna um aðþrengdu eiginkonurnar á Wis- teria Lane, hefur gefið í skyn að sög- unni verði breytt í söngleik þegar hann hættir hjá ABC sjónvarpsstöð- inni eftir sjö ára starf og heldur til New York til að starfa á Broadway. Kyle McLachlan sem leikur eig- inmann Bree Hodge, Orson sagði í viðtali við blaðamenn að honum litist vel á hugmyndina og gæti jafnvel hugsað sér að taka að sér hlutverk í slíkum söngleik. „Mark hefur sagt að þegar samningur hans rennur út hjá ABC geti hann hugsað sér að hefja feril á söngleikjasviðinu. Mað- ur á aldrei að segja aldrei. Það eru að minnsta kosti meiri líkur á að þið sjáið mig í söngleik byggðum á Desperate Housewifes en Twin Peaks,“ sagði McLachlan sem skaut upp á stjörnuhimininn sem alrík- islögreglumaðurinn Dale Cooper í þáttunum Twin Peaks í leikstjórn David Lynch. Þegar hafa fjórar þáttaraðir verið gerðar um að- þrengdu eiginkonurnar og litlar vís- bendingar eru um að þættirnir séu á enda komnir. Í aðþrengdum kjólum Söngleikur- inn yrði án efa afar vinsæll ef bún- ingarnir yrðu eitthvað líkir þessum. Aðþrengdar eiginkonur á Broadway SÖNGKONAN Janet Jackson íhug- ar nú hvort hún eigi að láta frysta úr sér egg. Mun hún vera áhyggju- full yfir því að hún sé að verða of gömul og hefur ráðfært sig við lækna um að frysta eggin til fram- tíðarnota. Janet, sem er systir söngvarans Michaels Jacksons, verður 42 ára nú í maí. Hún sagði í spjallþætti Tyru Banks að sig lang- aði mikið til að eignast börn í fram- tíðinni og að læknirinn sinn hefði stungið upp á því að hún frysti egg- in. Hins vegar viðurkenndi Jackson í sama viðtali að hún ætlaði sér ekki að giftast kærasta sínum, tónlistar- manninum Jermaine Dupri, vegna þess að hún hefði ofnæmi fyrir hjónaböndum. „Svo margir hafa þrýst á Jermaine að giftast mér og svo er ég sjálf farin að finna fyrir þrýstingnum. Það eru allir að spyrja okkur út í þetta, meira að segja vinir okkar. Mér finnst að ef það á að gerast, þá gerist það. Ég er hamingjusöm í dag. Ég er hrædd um að spilla öllu ef ég fer að breyta til núna. Kannski er ég bara með of- næmi fyrir hjónabandi.“ Janet Jackson Sér greinilega ekki fram á náðuga daga í ellinni. Íhugar að láta frysta úr sér egg MICHEL Gondry er svo sannarlega að blómstra sem kvikmyndagerð- armaður, en hann sendir hér frá sér sína aðra leiknu mynd sem hann leikstýrir og skrifar alfarið sjálfur. Allt sem Gondry hefur gert hingað til er reyndar hrein snilld og er Vin- samlegast spólið til baka (Be Kind Rewind) engin undantekning þar á. Myndin einkennist af þeirri óþrjót- andi hugmyndaauðgi og sköp- unargleði sem er helsta einkenni Gondrys, og kallast á við tvær síð- ustu myndir hans, Vísindi svefnsins, sem fjallar um afdrif sköpunargleð- innar í kerfis- og neysluvæddum heimi, og heimildarmyndina Dave Chappelle’s Block Party sem er nokkurs konar óður til hverfabund- innar samfélagsvitundar stórborg- arlífsins. Vinsamlegast spólið til baka fjallar um feðgana hr. Fletcher (Danny Glover) og son hans Mike (Mos Def) sem reka myndbanda- leigu í Passaic í New Jersey – mynd- bandaleigu í upprunalegri merkingu orðsins, því þar er einungis hægt að leigja spólur, ekkert DVD. Leigan er í gömlu húsi sem er reyndar orðið svo niðurnítt að bæjaryfirvöld hóta hr. Fletcher að rífa það og hugsa sér þá gott til glóðarinnar með að reisa steríla, nýtískulega íbúðablokk á lóð- inni. Hr. Fletcher ákveður þá að reyna að tileinka sér nýjustu strauma í markaðs- og rekstrar- fræðum til að auka innkomu fyrir- tækisins (og eiga þannig fyrir utan- hússviðgerðum) og fer í vettvangs- könnun til nágrannaborga í fylkinu. Mike fær það hlutverk að gæta sjoppunnar á meðan, þó með skýr- um fyrirmælum um að hleypa ekki besta vini sínum Jerry (Jack Black) inn í búðina. Varnaðarorð hr. Fletchers reynast orð að sönnu, því fyrr en varir er Jerry búinn að eyði- leggja hverja einustu spólu sem er til leigu í búðinni, alveg óvart reynd- ar, og tengist það afleiðingum raf- straumsóhapps sem Jerry varð fyr- ir. Þeir Mike og Jerry deyja hins vegar ekki ráðalausir, Mike grefur upp gamla myndbandsupptökuvél og þeir félagar hefjast handa við að taka upp bíómyndir til að hafa til leigu í búðinni.Vinsamlegast spólið til baka er öðrum þræði bráðsnjöll gamanmynd, þar sem aðalleik- ararnir Mos Def og Jack Black leika á als oddi, en inn í þessa hug- myndaríku sögu tvinnar Gondry hugleiðingum um borgarmenningu og kvikmyndamenningu sem hefur óendanlega ríkulegar skírskotanir. Gamla húsið sem þeir feðgar reyna að bjarga og myndbandaleigan þeirra eru táknmyndir allt að því bernskra gilda liðins tíma, sem mega sín lítils andspænis útfletjandi hags- munum verktaka, keðjuvæðingar og byltingar stafrænnar kvikmynda- tækni. Gondry og söguheimur hans ráðast hins vegar glaðbeitt til atlögu við vindmylluna Hollywood með hugmyndaauðgina að vopni, því þeim sem hefur hugarflugið í lagi er ekkert ómögulegt. Óþrjótandi hugmyndaauðgi „Vinsamlegast spólið til baka fjallar um feðgana hr. Fletcher (Danny Glover) og son hans Mike (Mos Def) sem reka myndbandaleigu …“ Á hverfanda hveli KVIKMYND Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó Leikstjórn: Michel Gondry. Aðalhlutverk: Mos Def, Jack Black, Danny Glover, Mia Farrow og Melonie Diaz. 101 mín. Banda- ríkin, 2008. Vinsamlegast spólið til baka (Be Kind Rewind) bbbbb Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.