Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 23 leið margt það sem aðrir meta mest. Er það ekki í samræmi við nútíma fræðigreinar sem gera þjóna sína blinda á það sem þeim kemur ekki við. Því meir sem hann forðaðist fjöldann og fjölmiðla varð hann frægari. Hvert skref hans og orð vöktu heimsathygli. Það var með ólíkindum hvílíka athygli og aðdáun þessi einmana maður vakti í ein- angrun sinni með afrekum sínum á 64 reita borði. Skoðanir Fischer á Bandaríkjunum og Gyð- ingum voru öfgafullar og litaðar af beiskju. Þessar skoðanir báru vitni innri sárum og vonbrigðum. Þær urðu sálarmein. Þar var hann hvorki tilbúinn að fyrirgefa né slá und- an. Þessar þráhyggjuhugmyndir sköðuðu Fischer mest sjálfan. Fischer gaf engan af- slátt, hvorki við skákborðið né í lífinu sjálfu. Okkur meðalmennina sundlar við að heyra svo hástemmdar lýsingar og öfgakenndar skoðanir. Hann sóttist ekki eftir að halda sig í námunda við meðalveginn. Þótti mörgum Fischer þá sem auðhitt skotmál. Sá heimur sem færði okkur Bosníu og Darfur, sá heimur sem færði okkur Hirósíma og Nakasaki taldi sig þess umkominn að sækja þennan einmana snilling til saka fyrir það eitt að færa trémenn af hvítum reitum á svarta vegna brots á reglugerð sem löngu er fallin úr gildi vegna meints brots í landi sem ekki er lengur til. Þjóð hans sem hann hafði fært heimsmeist- aratitilinn í skák einn og óstuddur, hrakti hann út í eyðimörkina. Til vina sinna gerði hann miklar kröfur og sætti sig ekki við að þeir fylgdu ekki þeim reglum sem hann mótaði um líf sitt. Jafnt í lífi sínu sem við skákborðið fylgdi hann sínum ströngu og ósveigjanlegu kröfum. Að sumu leyti minnir líf Fischers á líf skylmingaþrælanna í Colosseum forðum. Hver bardagi, hver skák hans var upp á líf og dauða. Það er engu líkara en bestu árum hans hafi verið fórnað á altari skákgyðjunnar. Hann var ekki einn þeirra sem blóta marga og misjafna guði. Skákinni allt. Og sú fórn var ekki til einskis. Hann reis hærra en aðrir, náði lengra upp brattann og afrek hans við skákborðið verða öðrum viðmið sjálfsagt um aldir og verða ef til vill aldrei endurtekin. Raunar taldi Fischer sig alltaf í útlegðinni heimsmeistara, hann hafði aldrei tapað titl- inum. Þetta minnir á Hamlet: I could be bound in a nutshell And count myself a king of infinite space Were it not that I had bad dreams. Á síðari árum hvarf Fischer frá dýrkun skákgyðjunnar. Þau sinnaskipti urðu honum ekki til gæfu. Hann fleygði frá sér perlunni sem hafði verið hans dýrasti fjársjóður og dró sig enn fastar inn í skelina. Hann missti sjón- ar á þeirri huldu ljóslind sem hafði lýst hon- um veginn og gefið honum tilgang í lífinu. Segir ekki í helgri bók: „Þar sem fjársjóður þinn er þar er hjarta þitt.“ Gildi lífsins máð- ust og tómleikinn varð fylgifiskur. Daður hans við slembiskákina var eins konar yf- irskin, hún varð honum aðeins hjákona sem aldrei gat tekið við hlutverki gyðjunnar. Aðeins framtíðin mun skera úr hvort draumur hans um slembiskákina sem framtíð- arkeppnisgrein og fjölforrita talandi skák- klukkuna sem hann hafði hannað og látið smíða, verður að veruleika. Skákheimurinn glataði miklu þegar Fischer kaus á hátindi skákhæfileika sinna að ein- angra sig og tefla ekki meir. Skákin missti af þeirri framþróun sem þessi einstæði snill- ingur hefði getað með djúpum skilningi og yf- irburða þekkingu vakið og eflt. Undrandi horfum við yfir lífsferil þessa manns. Varla verður til jafnað nema í æv- intýrum. Hann var þjóðhetja Bandaríkjanna, sigraði í frægasta skákeinvígi sem fram hefur farið, skákeinvígi allra tíma, en var síðar hundeltur af stjórnvöldum þjóðar sinnar. Á hátindi frægðar sinnar og afreka dró hann sig út úr lífinu og hvarf heiminum. Einmana var hann rekinn út á lífsins eyðihjarn og sviptur nærveru þeirra ættinga og vina sem næst stóðu honum og heimalandi. Einsamall reikaði hann um löndin með hugarvíl sitt og var síðar fangelsaður í níu mánuði fyrir að margir telja engar sakir. Síðustu árin var hin japanska Myoko eini fasti punkturinn í tilveru hans. Og nokkra vini eignaðist hann á Íslandi. Þegar heilsu hans hrakaði tókst hann á við sjúkdóminn eins og glímuna við skákborðið. Gegn sjúkdómnum ætlaði Fischer að sigra einn og óstuddur, líkaminn átti sjálfur að yf- irvinna meinið. En þessari skák hlaut Fischer að tapa. Það vinnur enginn sitt dauðastríð. Íslendingum tókst að koma í veg fyrir að hann dæi í bandarísku fangelsi. Fyrir það ætti bandaríska þjóðin að þakka. Þegar fram líða stundir mun sagan dæma Bandaríkin hart fyrir meðferð þeirra á Robert Fischer. Þar sem hann vann sinn stærsta sigur, þar sem stjarna hans reis hæst og skein skærast, þar sem hann varð heimsmeistari í skák, er hann nú lagður til hinstu hvílu. Hér er aðeins lítill trékross, enginn minn- isvarði, lítið sem minnir á meistarann sem hér hvílir og undarlega, ótrúlega ævi hans. Allt eins og í yfirskilvitlegu samræmi við þá lífs- stefnu hans að fara aldrei alfaraleið og forð- ast fjöldann. Hér liggur hann í kyrrlátri sveit þar sem friður fámennis og jafnvægi náttúr- unnar standa vörð um leiði hans. Þeir sem lengst sjá og dýpst skynja heyra að vindurinn sem gnauðar við kirkjuþakið þylur orð guðs yfir moldum hins látna. Guðm. G. Þórarinsson. her milistækj- um 26,5%. jókst um r því spáð di dragast óða sölu á ðir ársins gengi eft- mitt ár tók ðurstaðan st á árinu við árið á miklu sölu mánuðum ólksbílum burði við amkvæmt arstofu er ví að vera ur að sala á mjög dýrum bílum eins og Land Rover, Porsche og BMW hefur sjaldan verið betri. Stöðug aukning í utanlandsferðum Landsmenn eru ekki aðeins að kaupa sér nýja bíla heldur virðst áhugi landsmanna á utanlandsferð- um síst vera að minnka. Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um rúm 11% í janúar miðað við sama tíma í fyrra. Fjölgun far- þega til og frá Íslandi nemur tæpum 13% milli ára. Afar vel hefur gengið að selja páska- og sólarlandaferðir. „Við erum með tvær vélar á Te- nerife og tvær vélar á Las Palmas í hverri einustu viku og það er upp- selt í þær allar langt fram á vorið og það er ekkert lát á sölu fyrir sum- arið,“ segir Guðrún Sigurgeirsdótt- ir, markaðsstjóri hjá Úrvali-Útsýn. Hún segist ekki útiloka að almenn- ingur telji sig þurfa að draga eitt- hvað saman útgjöld, en það virðist hins vegar ekki eiga við um utan- landsferðir. Hún segir að í fyrra hafi sala á ferðum gengið mjög vel og margir hafi lent í því að komast ekki í þær ferðir sem voru á óskalistan- um vegna þess að uppselt var í vél- arnar. Fólk vilji því panta ferðir snemma í ár. Hafa breytingar á gengi áhrif á einkaneyslu? Veðrið í vetur hefur án efa ýtt undir sölu á utanlandsferðum en er hugsanlegt að fallandi gengi krón- unnar hafi einnig sitt að segja? Krónan hefur fallið á síðustu mán- uðum og flestir reikna með að hún haldi áfram að gefa eftir. Fólk sem ætlar sér að fara til útlanda í ár veit að það er skynsamlegt að panta ferðirnar fyrr en síðar því að geng- isfall krónunnar mun á endanum leiða til þess að utanlandsferðir hækka í verði. Mikil sala á bílum kann einnig að einhverju leyti að skýrast af lækkandi gengi krónunar og grun almennings um að verð á bílum eigi eftir að hækka á næstu mánuðum. Hvorki Haraldur né Guðrún taka undir þá kenningu að mikil sala í bíl- um og ferðum skýrist af ótta fólks við hækkandi verð í kjölfar gengis- fellingar. Haraldur Þór bendir á að atvinnuleysi sé nánast ekkert og kaupmáttur stöðugur. Meðan þess- ar grunnforsendur fyrir afkomu fólks breytist ekki verði sala á neysluvarningi eins og bílum góð. Greiningardeild Kaupþings bend- ir á, í mánaðargamalli skýrslu um efnahagsmál, að neysla lands- manna sé næm fyrir gengisbreyt- ingum krónunnar. Eftir að gengi krónunnar veiktist á miðju ári 2006 hafi dregið hratt úr einkaneyslu og eftir að krónan fór að styrkjast á ný á árinu 2007 hafi einkaneysla tekið kröftuglega við sér. Gengi krón- unnar hefur veikst um 8,6% það sem af er þessu ári og þetta ætti að mati Kaupþings að leiða til minni einkaneyslu. Skuldir heimilanna jukust um 38% í fyrra Eins og fram hefur komið eiga bankarnir í erfiðleikum með að fjármagna sig til framtíðar. Þetta hefur leitt til þess að þeir gæta mikils aðhalds í útlánum. Þetta ásamt háum vöxtum og lækkandi eignaverði ætti að stuðla að minni einkaneyslu. Háir vextir virðast hins vegar ekki hafa dugað til að slá á einkaneyslu á síðasta ári. Það þarf ekki að skoða hagtölur lengi til að átta sig á að stór hluti af þessari miklu einkaneyslu er til- kominn vegna lántöku. Í lok janúar sl. skulduðu heimilin tæplega 868 milljarða í bankakerfinu og höfðu skuldirnar aukist um 38% á einu ári. Athygli vekur að gengisbundin lán heimilanna aukast miklu hraðar en lán heimilanna í krónum. Heimilin skulduðu í lok janúar um 150 millj- arða í erlendri mynt og jókst þessi upphæð um 119% á einu ári. Þess ber að geta að 38% af erlendum lán- um heimilanna eru húsnæðislán. Það er því ljóst að hluti af einka- neyslunni er knúinn áfram af lánum sem heimilin taka í erlendri mynt. ur upplifir ekki á eigin að sé kreppa í landinu hagfræðinga Morgunblaðið/Ómar Ferðir Sala á utanlandsferðum hefur verið afar góð í vetur og uppselt er í flestar ferðir. Morgunblaðið/Árni Sæberg afar góð það sem af er þessu ári. Salan er 43% en í sömu mánuðum í fyrra. Í HNOTSKURN »Einkaneysla jókst hröðumskrefum þegar leið á síð- asta ár og flest bendir til að hún hafi verið meiri en árið 2006 þegar hún var 4,4%. »Dagvöruvelta var 12,5%meiri í janúar sl. en í jan- úar í fyrra. » Í lok janúar námu skuldirheimilanna í bankakerfinu 868 milljörðum króna og höfðu aukist um 38% á einu ári. »Skuldir heimilanna í er-lendri mynt námu 150 millj- örðum í lok janúar, en þær juk- ust um 119% á einu ári. »Bílasala jókst um 3,4% ífyrra og salan það sem af er þessu ári er miklu meiri en í fyrra. Aukningin á fyrstu tveimur mánuðum ársins er 43%. » Í endurskoðaðri þjóð-hagsspá fjármálaráðuneyt- isins, sem kom út í janúar, er því spáð að einkaneysla á þessu ári aukist um 0,4% og dragist saman um 3,5% á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.