Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 2
TUTTUGU málverk eftir íslenska myndlistarmenn voru seld á uppboði hjá uppboðshúsi Bruun-Rasmussen í Danmörku í gær fyrir nær 23 millj- ónir íslenskra króna. Flest verkanna voru slegin vel yfir matsverði. Dýrasta verkið var blómauppstill- ing eftir Jón Stefánsson, sem var slegin kaupanda á 430.000 danskar krónur, eða ríflega sex milljónir króna. Matsverðið var 1.400 þúsund. Tvö landslagsmálverk eftir Ásgrím Jónsson voru seld fyrir ríflega tvær milljónir króna hvort og lítið verk eftir Jón Stefánsson, af brimi, var slegið á rúmlega 1.100 þúsund. Landslagsverk eftir Þórarin B. Þorláksson frá 1913 var metið á 10- 12.000 danskar krónur en seldist á 165.000, 2,3 milljónir króna. Lítil mynd á pappír eftir Jón Helgason biskup frá 1918 seldist á fjórtánföldu matsverði, 364.000 krónur. Þá var landslagsmálverk eftir Ólaf Elíasson frá 1992 slegið hæstbjóð- anda á tæplega 2,7 milljónir króna. Dýr blóm á uppboði 2 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands dæmdi í gær pólskan karlmann í 4 ára fangelsi fyrir nauðgun í Vestmannaeyjum í september sl. Ákærði heitir Andrzej Kisiel og var sakfelldur fyrir að nauðga konu á víðavangi eftir dansleik. Konunni tókst að komast á lögreglustöð illa til reika og hófst rann- sókn á málinu sem leiddi til ákæru ríkissaksókn- ara. Dómurinn er með þyngstu dómum í nauðg- unarmálum sem fallið hafa hérlendis. Árásin var að mati héraðsdóms talin hrotta- fengin og hafði mjög alvarlegar afleiðingar fyrir konuna. Var maðurinn dæmdur til að greiða henni 2 milljónir króna í bætur. Ákærði viðurkenndi að hafa haft samfarir við konuna að loknum dansleik en með samþykki hennar. Dómurinn tók ekkert mark á þessu og taldi frásögn hans um að konan hefði viljað þýðast hann við þær aðstæður sem voru, án nokkurs að- draganda eða orðaskipta þeirra á milli, ótrúverð- uga. Læknir sem skoðaði konuna á sjúkrahúsi sagði áverka hennar samrýmast því að henni hefði verið haldið niðri. Hefði hún borið öll einkenni kreppu og spennu og taldi læknirinn ólíklegt að áverk- arnir hefðu getað komið til við samfarir án ofbeld- is. Sálfræðingur sem kom fyrir dóminn sagði kon- una hafa uppfyllt öll skilyrði áfallastreituröskun- ar. Annar sálfræðingur greindi þessu til viðbótar langvarandi áfallaröskun hjá konunni og sagði að það væri ekkert sem benti til þess að hún væri að gera sér þetta upp. Læknir sem rannsakaði konuna nánar taldi áverka hennar í samræmi við vel þekktar afleið- ingar kynferðisofbeldis og taldi fjölskipaður dóm- urinn að sök mannsins um nauðgun væri sönnuð. Konan mundi mjög takmarkað eftir atvikum en mundi þó eftir að hafa dansað við vinkonu sína á dansleiknum. Mundi hún líka eftir að hafa legið á grúfu og fundið gífurlegan sársauka. Lögreglu- mennirnir sem tóku á móti konunni á lögreglu- stöðinni kváðu hana hafa verið í mikilli geðshrær- ingu. Málið dæmdu héraðsdómararnir Hjörtur O. Að- alsteinsson, Ástríður Grímsdóttir og Þorgerður Erlendsdóttir. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, fulltrúi ríkissaksóknara, sótti málið og verjandi var Sigurður Jónsson hrl. Hlaut fjögurra ára fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun Pólskur maður réðst á konu á víðavangi í Vestmannaeyjum eftir dansleik Á ÞRIÐJA tug kvenna sem starfað hafa að frið- argæslu fyrir Ísland mættu í gær í boð Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra í til- efni alþjóðlegs dags kvenna í dag, 8. mars, og útgáfu nýrrar framkvæmdaáætlunar ráðuneyt- isins um konur, frið og öryggi. Ingibjörg Sólrún sagði Íslendinga oft halda á lofti nýtingu endurnýjanlegrar orku, einkum jarðorku og vatnsorku. „Slík orka finnst á nokkrum stöðum í heiminum,“ sagði hún. „En kvenorkan er alls staðar. Hana þurfum við að virkja,“ sagði ráðherra. Morgunblaðið/Ómar „Kvenorkuna þarf að nýta“ KANADÍSKI læknirinn Joan M. Johnston heldur fyrirlestur um át- röskun á Háskólatorgi í dag kl. 13- 16 og stendur fyrir námskeiði á morgun, sunnudag, fyrir þolendur átröskunar og aðstandendur þeirra. Hún hefur sjálf glímt við sjúkdóm- inn en hlaut bata fyrir 25 árum og sérhæfði sig í lækningum við sjúk- dóminum, sem hún líkir við sjúk- dóma á borð við áfengissýki, og tel- ur þar af leiðandi að ná megi bata með því að nálgast hann með að- ferðum 12 spora kerfisins samhliða heilbrigðisþjónustu. „Átröskun herjar á alla aldurs- hópa, en þó einkum á hina yngri, þ.e. ungmenni og konur á þrítugs- aldri,“ segir Johnston. Hún bendir jafnframt á að allt að 20% sjúklinga séu karlmenn. Í Norður-Ameríku eru marg- vísleg úrræði í boði fyrir átrösk- unarsjúklinga en nærri helmingur sjúklinga nær samt ekki bata með þeim. Í heimalandi sínu stýrir Johnston meðferð sem boðið er upp á hjá meðferðarstofnun á vegum átrösk- unarsamtakanna SACRED, sem stofnuð voru árið 1996. „Nálgun mín byggist á því að át- röskun, anorexía og búlemía, sé áþekk áfengissýki,“ segir hún og bendir á að markmiðið sé að átrösk- unarsjúklingar láti af sjúklegri hegðun sinni í tengslum við mat, líkt og áfengissjúklingurinn láti af drykkju. Til viðbótar er stuðst við líkamshreyfingu og sálfræðimeðferð til að ná bata hjá átröskunar- sjúklingunum. „Ég hef mælt með tólf spora kerf- inu því það kerfi er tiltækt úti um víða veröld og viðurkennt sem slíkt til að vinna á fíkn.“ Einkenni fíknar endurspeglast í því þegar fólk missir stjórn á hegð- un sinni, hvort heldur er í tengslum við mat eða áfengi. Í tilviki átrösk- unar er það hegðun á borð við fram- kölluð uppköst, svelti eða gífurlegar líkamsæfingar, sem getur þróast út í fíkn hjá fólki. Þar kemur tólf spora kerfið til sögunnar. Segir hún að með heimsókn sinni hingað til lands sé hún einnig að styðja við bakið á þeim fagaðilum sem vinna með sjúklingum sem ekki hafa náð bata í gegnum þau úrræði sem fyrir hendi eru. Skyndilækning er ekki fyrir hendi að sögn Johnston en meðaldval- artími sjúklinga á meðferðarstofnun SACRED er 8-9 mánuðir. Hún hef- ur þó eftir yfirmanni á deild há- skólasjúkrahússins í Alberta fyrir átröskunarsjúklinga að þar taki það flesta sjúklinga enn lengri tíma eða 5-10 ár að geta farið að hugsa um mat á eðlilegan hátt. Þótt vandinn sé djúpstæður megi glöggt sjá hvað 12 spora kerfið sé áhrifaríkt þegar þessum sama árangri megi ná á lið- lega einu ári. Joan Johnston, læknir og fyrrum átröskunarsjúklingur, flytur fyrirlestur um sjúkdóminn og heldur námskeið fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra Átröskun yfirbuguð eins og fíkn Í HNOTSKURN »Átröskunarsjúklingar þurfaað taka mikla sjálfsábyrgð til að eygja von um bata og jafn- framt að fá utanaðkomandi stuðning. »Lögð er áhersla á að byggjaaftur upp samfélagshæfni sjúklinga. Þetta skiptir verulegu máli því átröskun brýtur mjög niður félagslegan styrk fólks. ♦♦♦ ALLT tal um bílaframleiðslu í sam- vinnu Írana og Íslendinga er út í hött að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur utanríkisráðherra. Segist hún ekki vita hvers vegna slíkt er haft eft- ir utanríkisráðherra Írana á vefmiðl- inum presstv.com eftir fund hans með Grétari Má Sigurðssyni ráðuneytis- stjóra í Teheran um síðustu helgi. Ingibjörg Sólrún segir fundinn fyrst og fremst hafa snúist um að að- stoða íslenskt viðskiptalíf með því að ræða við Írana um fyrirhugaða fram- leiðslu Actavis á krabbameinslyfjum í samstarfi við þarlenda aðila. „Mér finnst umræðan um þessa ferð hafa snúist um það hvort ég hafi vitað af ferðinni eða ekki,“ segir Ingi- björg Sólrún. „Ferðin var farin með vitund minni og vilja. Við notum ferð- ir af þessu tagi ávallt til að leggja áherslu á framboð okkar til Örygg- isráðs SÞ sem var og gert í þetta sinn sem endranær. Þetta var því ósköp venjubundin ferð á vegum utanríkis- ráðuneytisins,“ segir Ingibjörg Sól- rún. „Það getur líka vel verið að ræddir hafi verið möguleikar á samstarfi þjóðanna á sviði jarðhitamála, enda hafa Íranar verið að senda fólk hingað til lands til náms í Jarðhitaskóla SÞ. Þeim stendur það til boða eins og öðr- um. Menn verða að hafa í huga að það er ekki viðskiptabann í gangi gagn- vart Íran, þótt á hinn bóginn séu fyrir hendi viðskiptahindranir sem snúa fyrst og fremst að landinu vegna auðgunar á úrani og fyrirtækjum og einstaklingum sem bera á því ábyrgð. Ef Íranar geta nýtt jarðhita í ein- hverjum mæli hlýtur það að geta hjálpað eitthvað upp á sakirnar.“ Ingibjörg Sólrún segist ekki telja að nánar hafi verið rætt um jarðhita- samstarf eða virkjanir á fundinum. „Þegar við förum á fundi sem þessa notum við ferðirnar til að leggja áherslu á styrk Íslendinga, sem er á sviði jarðhita, sjávarútvegs og jafn- réttismála, og síðan tölum við um ör- yggisráðið.“ Ræddu lyfjamál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.