Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bragi ViðarPálsson fæddist á Akureyri 19. des- ember 1940. Hann andaðist á heimili sínu 27. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Páll Frið- finnsson húsasmíða- meistari og Anna Ólafsdóttir hús- móðir. Hann var næstyngstur af sex systkinum. Bragi kvæntist 14.3. 1964 Hafdísi Jóhannesdóttur. Börn þeirrra eru: a) Sigmar, kvæntur Önnu Þóru Ólafsdóttur og eru börn þeirra Krist- ófer Fannar, Daniel Freyr og Kristín Ellý. b) Viðar, kvæntur Ólafíu Snælaugsdóttur, Hann á eina dóttur, Fanndísi. Bragi verður jarðsunginn frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku afi, við söknum þín sárt og það er skrítið að hugsa til þess að sjá þig ekki aftur í bráð. Við bjugg- um undir sama þaki og voru sam- skipti okkar mikil og góð. Ekkert þurfti að óttast þegar maður vissi af þér og elsku ömmu í sama húsi og þær voru ófáar stundirnar sem við vorum í mat hjá ykkur ömmu enda ekki lengra að fara en upp einn stiga. Nú hefjast nýir tímar hjá okkur öllum. Við þurfum að venjast því að hafa þig ekki hjá okkur lengur, en við vitum að þú ert ekki búinn að yfirgefa okkur al- veg. Elsku afi þú ert örugglega að passa okkur öll á milli þess sem þú ert að fylgjast með námunni og pabba. Hvíldu í friði, elsku afi, hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst okkur. Við lofum að passa ömmu og veita henni styrk. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Við elskum þig. Kristófer Daníel og Kristín Ellý. Bragi Viðar Pálsson ✝ Valgerður Stein-unn Sigurvins- dóttir fæddist í Reykjavík 7. sept- ember 1954. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 2. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Hallfríður Hansína Guðmundsdóttir, f. í Bæ á Ströndum 10. apríl 1917, d. 14. september 1993, og Sigurvin Grundfjörð Georgsson, f. á Ísa- firði 12. mars 1920, d. 28. maí 2001. Alsystkini Valgerðar eru Guð- finnur Georg, f. 1945, Signý, f. 1949, d. 1992, Hrafnhildur, f. 1951, Linda Björk, f. 1957, d. 1994, og Rakel, f. 1957, f. 1957. Sammæðra systkini eru Margrét Jóna Halls- dóttir, f. 1935, Regína Valbjörg Hallsdóttir, f. 1936, d. 1980, Ragn- heiður Edda Hallsdóttir, f. 1938, d. 1974, og Kolbrún Hjartardóttir Millie, f. 1942, d. 2001. Valgerður giftist 24. febrúar 1974, Halldóri Ómari Eyland Páls- syni, f. 19. sept 1953. Foreldrar hans eru Indiana Þórhallsdóttir og Páll Guðfinnur Halldórsson. Börn Valgerðar og Halldórs Ómars eru: 1) Páll Guðfinnur, f. 30. desember 1972, d. 18. desember 1974; 2) Halldór Páll, f. 4. janúar 1976, maki Bryn- hildur Ólafsdóttir, f. 19. desember 1977, börn þeirra eru Kristlaug Lilja, f. 25. febrúar 1998, og Ólafur Ómar Ey- land, f. 24. apríl 2002; og 3) Dagbjört Rós, f. 16. september 1982, börn hennar eru Sindri Páll Grund- fjörð, f. 29. maí 2001 og Caitlin Viktoria Grundfjörð, f. 24. janúar 2006. Valgerður bjó lengst af með manni sínum á Suðurnesjum og hóf störf hjá Heilbrigðiseftirliti Suð- urnesja 1982 og starfaði þar til ævi- loka. Valgerður stofnaði einnig kvennasveitina Dagbjörg árið 2004 ásamt fleiri kjarnakonum og sat þar í stjórn allt þar til hún varð frá að hverfa vegna veikinda sinna. Útför Valgerðar fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku frænka, ó, hve sárt ég sakna þín. Ég er að kveðja enn eina frænk- una eftir hetjulega baráttu við þenn- an illvíga sjúkdóm. Þegar að ég hugsa til þín, þá eru nokkur atriði, sem koma fyrst upp í huga mér. Valla frænka, glæsileg kona, staðföst, þrjósk, réttsýn, jarð- bundin og umfram allt yndisleg frænka. Það eru ótal minningar sem fara í gegnum hugann á þessari stundu, svo órjúfanlegur hlekkur hef- ur þú verið í lífskeðju minni. Didda frænka ólétt og endalaust svöng í pönnsur hjá Völlu frænku og ekki stóð á því, alltaf var staflinn mættur á borðið, ég held að ég hafi verið í ein- stöku uppáhaldi hjá manni þínum og börnum, því það var þvílíkt nostrað við ólétta frænku sína og allir nutu góðs af. Svo kom að því að þriðja barnið myndi líta dagsins ljós og mamma á leiðinni til Spánar (það er nú þekkt í dag að við getum ekki fætt börnin nema að mamma sé) og þá voru góð ráð dýr (eða ekki), mamma hringdi í Völlu systur og bað hana að vera stað- gengil fyrir sig, en ekki hvað, ef mamma er ekki þá er það bara Valla frænka svo einfalt er það. Þú sast hjá mér allan daginn, dag- urinn fór rólega af stað, þetta var 6. sept. ’99, daginn fyrir 45 ára afmælið þitt, við spjölluðum mikið, þú tókst þessu hlutverki mjög alvarlega og vékst ekki frá frænku, þetta var ynd- islegur dagur og gott að ylja sér við minninguna. Ég vildi gefa þér barnið í afmæl- isgjöf en þú vildir að hann ætti sinn eigin dag, eins og við réðum einhverju um það. Þú hugsaðir vel um mig þennan dag og tókst á móti litlum frænda kl. 20.40 (það vantaði bara smá upp á afmælisdaginn þinn) og við grétum bara saman, þetta var mikil upplifun fyrir okkur báðar. Þetta var fyrsta fæðingin sem þú varst viðtödd (sem áhorfandi), ég var að vonum stolt af því, þér fannst gott að fá æf- inguna áður en Dabba færi að koma með kríli. Hvernig er hægt að halda veislu án þín, þú varst veisluglöð frænka, alltaf fyrst inn með peruterturnar og síðust út með ruslapokana, án þín eru veisl- urnar ekki eins. Þú hélst uppi fjörinu í þrítugsafmælinu mínu, settir snör- urnar á fóninn og fékkst alla með þér út á gólf og reyndir að kenna okkur línudans, þér tókst það með sum okk- ar en önnur ekki. Síðasta heimsóknin þín var að koma í sjoppuna til mín, þvílík ham- ingja að fá þig til mín og leggja bless- un þína yfir þetta nýstofnaða fyrir- tæki okkar, því að það er bara þannig að ef eitt okkar er að gera eitthvað þá verða hinir að taka þátt, það var ómetanleg stund að geta gefið þér að borða og smá nammi í nesti. Elsku frænka, ég gæti haldið enda- laust áfram en verð að láta staðar numið í bili. Það eiga margir erfitt núna, mað- urinn þinn, börn, tengdadóttir og barnabörn og ekki síður systkini þín sem kveðja sjöttu systurina langt fyr- ir aldur fram og bið ég algóðan Guð að vaka yfir þeim og gefa þeim styrk til að halda áfram. Ég elska þig. Þín frænka Hallfríður (Didda) og fjölskylda. Söknuður og sorg ríkja þegar kær vinkona og frænka er hrifin á brott langt fyrir aldur fram. Valla var einfaldlega ein af þessum sérstæðu boðberum birtu og vinar- þels, sem aldrei þarf að „kveikja“ á, því í þeirra innra sjálfi er birtan svo skær að hún lýsir sjálfkrafa upp allt þeirra umhverfi. Hún var baráttukona sem aldrei lét deigan síga þrátt fyrir erfiða lífsbar- áttu og mikinn missi í gegnum lífið. Lífsgleði hennar og hlátur var smitandi. Hún var mikill gleðigjafi og hafði einstaka hæfileika til að sjá allt- af björtu hliðarnar á tilverunni. Það var alveg sama hvað við vorum að bralla saman. Ef eitthvað gekk ekki upp hjá okkur, þá tókst okkur að ljúka því sem við vorum að gera, því úrræð- argóð og þolinmóð var hún og fann allt- af leiðir ef við vorum komnar í þrot. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ómar minn, þitt sár er djúpt en eft- ir sitja minningar um ástkæra eigin- konu og góðan vin Elsku Palli Dabba og Billa. Þið haf- ið misst mikið, en hún mun fylgjast með ykkur og börnunum ykkar. Minnist þess sem hún gaf ykkur, um- hyggju, móðurást og hlýju. Habba, Lilli, Magga og aðrir að- standendur: Innilegar samúðarkveðj- ur til ykkar allra. Kveðja, Rúnar og Auður. Hún Valgerður okkar er öll, langt fyrir aldur fram. Við hér á skrifstofu SSS og HES söknum hennar sárt. Hún var alltaf hrókur alls fagnaðar. Alltaf hress og keik hvað sem dundi á í hennar lífi, sem var ekki alltaf dans á rósum. Valgerður var alltaf til í að vera með í öllu sem brallað var. Valla eins og hún var alltaf kölluð var ein af stofnendum kvennasveitarinnar Dagbjargar og var það henni mikil gleði að starfa þar. Meðal annars fengu þær kennslu í línudansi á skemmtifundum sveitar- innar. Hún var líka óspör á að kenna okkur samstarfsfólkinu hann hvar sem við vorum að gera okkur glaðan dag. Við smituðumst af gleði hennar og vor- um öll farin að dansa og allir skemmtu sér konunglega. Valgerður var mjög vel liðin í sínu starfi sem hundaeftirlitsmaður. Hún var vakin og sofin yfir velferð ferfæt- linganna og ef eigendurnir brugðust í umönnun þeirra fengu þeir góðlátlegt tiltal. Hún var ósérhlífin og alltaf tilbú- in að gera allt sem var í hennar valdi til að létta öðrum lífið. Sótti okkur heim ófáar ferðirnar í vinnuna ef við vorum ekki á bíl og margar ferðirnar sentist hún í þágu vinnunnar. Elsku Ómar og fjölskylda, megi guð gefa ykkur styrk til að takast á við sorgina. Við brottför þína er sorgin sár af söknuði hjörtum blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða. Og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku Valla, hafðu kæra þökk fyrir samfylgdina. Samstarfsfólk SSS og HES. Valgerður Steinunn Sigurvinsdóttir  Fleiri minningargreinar um Val- gerði Steinunni Sigurvinsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elskuleg dóttir mín, móðir, tengdamóðir, amma, systir, frænka og fyrrum eiginkona, HAFDÍS ÞÓRARINSDÓTTIR sjúkraliði, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 10. mars kl. 13.30. Þórdís Brynjólfsdóttir, Þórarinn Jakob Þórisson, Maren Óla Hjaltadóttir, Hanna Bryndís Þórisdóttir, Gunnar Jón Eysteinsson, Brynjar Davíðsson, Gréta Björk Halldórsdóttir, Sigurður Heiðar Davíðsson, Sylvía Dögg Tómasdóttir, Dröfn Þórarinsdóttir, Sigurður B. Friðriksson, barnabörn og aðrir aðstandendur, Davíð Hauksson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar sonar, föður, tengdaföður, afa, bróður og mágs, RAGNARS GUÐBJÖRNS AXELSSONAR, Háaskála, Ólafsfirði. Sérstakar þakkir vegna frábærrar umönnunar eru til starfsfólks Hornbrekku Ólafsfirði. Petrea Rögnvaldsdóttir, Sumarrós Ragnarsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, FRÍÐA GUÐBJARTSDÓTTIR frá Kvígindisdal, Kjartansgötu 15, Borgarnesi, sem andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, fimmtudaginn 28. febrúar, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 11. mars kl. 13.00. Valur Thoroddsen, Haukur Valsson, Kristín Einarsdóttir, Hildur Valsdóttir, Snædís Valsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Anna Valsdóttir, Árni Magnússon, Magnús Valsson, Guðrún Ásgeirsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VILBORG JÓNSDÓTTIR frá Hrísum, Norðurbraut 13, Hvammstanga, lést á Landspítalanum við Hringbraut 6. mars. Útförin auglýst síðar. Magnús Helgi Sveinbjörnsson, Friðbjörg Dröfn Magnúsdóttir, Birgir Jónsson, Jón Heiðar Magnússon, Ása Kristín Knútsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Hilmar Hjartarson, Guðrún Birna Magnúsdóttir, Ómar Jónsson, Sveinbjörn Ævar Magnússon, Ólína Kristín Austfjörð, Aðalheiður Lilja Magnúsdóttir, Júlíus Bjarni Líndal og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, tengdasonur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS G. SIGURÐSSON frá Brekkum í Holtum, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 6. mars. Guðný A. Hammer, Herdís Albertsdóttir, Kristjana Sigurðardóttir, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Herdís R. Þorgeirsdóttir, Davíð B. Sigurðsson, Sigríður S. Jónasdóttir, Flosi Ólafsson, Ragnheiður Jónasdóttir, Sigurður Jónasson, Ásdís G. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.