Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING KVIKHLJÓÐ var fyrirsögn Tí- brártónleika Salarins á þriðjudag. Hnyttin skáldleg samsetning – hlið- læg „kvikmynd“ – og féll seinni hlutinn dável að sparneytnu eðli flestra tónverk- anna er í tilviki Ítalans Sciarr- inos stóðu hvað næst þröskuldi þagnar. Ekki sízt úr því hljóð getur á íslenzku – mér vitandi einstætt í indóevrópskum málum – merkt jafnt óm sem óm- leysu eða þögn. Almennt sveif ámóta skáldleg umgjörð yfir verkum kvöldsins mið- að við stuttar umsagnir tónleika- skrár. Hitt varð reyndari hlust- endum af framsæknum vettvangi snemma ljóst að þetta nýjasta hér- lenda samspil við skjámyndir bauð í raun upp á fátt nýtt, hvað þá afger- andi uppbrot á hálfrar aldar gamalli samleiksgrein myndar og tónlistar er ruddi sér fyrst braut hér á landi í rafverkum Magnúsar Blöndal Jó- hannssonar. Enn fékk maður ósjálfrátt á til- finninguna að mynd og tónlist ynnu frekar hvor gegn annarri en með. Ef samspil afstraktrar framherja- tónlistar og skjálistar á að ganga upp í æðra veldi svo eftir situr verð- ur það augljóslega að vera til muna áhrifameira en hér gat að heilsa. Sem reyndar var ósköp sambæri- legt við flestar erlendar tilraunir er maður hafði áður séð. M.ö.o. benti fátt til þess að greinin hefði færzt spönn frá fyrra botnlengu einstigi sínu. Þó voru ljósir punktar. Upphafs- verk Þuríðar Jónsdóttur við þrívíða hafgúuteiknimynd Ólafar Nordal, Selmær, þar sem hljóðhliðin byggð- ist á Sveitinni milli sanda Magnúsar Blöndal í tölvuummyndaðri vókal- ísu Ásgerðar Júníusdóttur, var vissulega stemmningsrík og náði líklega fullkomnasta jafnvægi kvöldsins milli tóna og mynda. Verk Salvatores Sciarrinis (f. 1947) fyrir kontrabassa, flaututónaetýðan Esp- lorazione del bianco, altflaut- ustykkið All’aure in una lontananza og nr. 2 og 3 úr Sei Capricci fyrir fiðlu voru sem sagt harla nakin og strjál í nábýli þagnar. L’altra di- mensione – autotratto, hátalaraverk Þuríðar við vídeómynd Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, mótaðist mest af líðandi geimhljóðum en endaði á sjávarniði. Ekkert þeirra sat þó að ráði eftir í vitund undirrit- aðs, né heldur Lampyridae Þuríðar f. flautu og hátalara við grafískt út- færða hljóðöldusjármynd Bjarkar Viggósdóttur, og vísast þar til hins ofansagða. Betur fór fyrir lengsta verki kvöldsins, Leiksýning um veru- leikann þegar fellur út í birtingu [17’] eftir Þuríði fyrir tríó bassaf- lautu, fiðlu og kontrabassa, er gat með góðum vilja leitt hugann að yf- irgefnu sjóræningjadraugaskipi í Karabíska hafinu samfara spennu- kitlandi marri í reiða og innviðum. Meira hefði þó gagn mátt gera. Það reis því þakksamlega upp úr ríkjandi eyðimerkurþurrð gisinna effekta þegar hið fræga flaut- ustykki Syrinx eftir Debussy birtist óvænt sem aukalag í bráðfallegri útsetningu Þuríðar fyrir auka- hljóðfæri fiðlu og kontrabassa. Má því segja að tónlistin hafi borið sig- urorð af hljóðlistinni að leikslokum. Við þrösk- uld þagnar Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Salurinn Tónverk eftir Þuríði Jónsdóttur og S. Sci- arrino. Skjáverk eftir Ólöfu Nordal, Ásdísi S. Gunnarsdóttur og Björk Viggósdóttur ásamt innsetningu Mireyu Samper. Þur- íður Jónsdóttir flautur, Una Sveinbjarn- ardóttir fiðla og Borgar Magnason kontrabassi. Þriðjudaginn 4. marz kl. 20. Fjöllistatónleikarbbmnn Una Sveinbjarnardóttir HÁTÍÐARSÝNING í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Hafnarfjarðar verður opnuð í Hafnarborg í dag kl. 15. Á sýn- ingunni verða verk fimmtíu myndlistarmanna sem allir hafa einhver tengsl við Hafn- arfjörð. Flestir eru búsettir þar eða hafa þar vinnustofur, aðrir eiga þar rætur þótt þeir búi utan bæjarins eða erlendis. Sýningin spannar verk þriggja kynslóða og endurspeglar bæði þá gerjun og þá breidd sem er að finna í verkum íslenskra myndlistarmanna nú á dögum. Af þessu tilefni kemur út vegleg sýningarskrá sem Margrét Elísabet Ólafsdóttir ritstýrir. Myndlist Hafnfirskir mynd- listarmenn 2008 Hátíðarsýning í Hafnarborg. ÞÆR Borghildur Óskarsdóttir og Sigríður Melrós Ólafsdóttir opna sýningu á verkum sínum í Listasafni Árnesinga í dag kl. 15. Þær vinna út frá ólíkum forsendum og með ólík efni, en þegar verkum þeirra er teflt saman skapast óvæntir snerti- fletir og spenna. Í fréttatilkynningu segir að Borghildur tengi sig og sögu sína við landslag á Suðurlandi, en Sigríður sýni myndir af föngum og varpi um leið ljósi á framandi heim. „Myndverk þeirra beggja endurspegla samfélag á forsendum list- rænnar endursköpunar.“ Í sýningarskrá skrifa Hjálmar Sveinsson og Margrét Frímannsdóttir. Myndlist Fjölskyldusaga og framandi heimur Borghildur Óskarsdóttir. ALMENNINGI er nú öðru sinni boðið að koma með forn- gripi eða gamla muni í skoðun og greiningu til sérfræðinga Þjóðminjasafnsins. Á morgun frá kl. 14 til 16 gefst fólki tæki- færi til að afla upplýsinga um það sem liggur í hirslum eða hillum heima – fá aldursgrein- ingu á gripum og þess háttar. Munirnir þurfa ekki að vera frá miðöldum til að teljast gamlir; þeir geta til að mynda verið útskornir eða skart – eða hvaðeina annað sem virðist gamalt. Þennan dag verður einnig skrímsladagskrá fyrir börnin í samvinnu við Þórbergssmiðju, þar sem þeim er boðið í skrímsla- og kynjaveruleik. Þjóðmenning Forngripir og skrímsladagskrá Gömul skopp- arakringla. Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is „ÉG LEIT aldrei svo á að það stæði mér fyrir þrifum að vera kona, hafði enga komplexa yfir því,“ segir Jór- unn Viðar þegar hún er innt eftir því hvað það hafi verið sem knúði stúlku af hennar kynslóð til þess að leggja fyrir sig tónsmíðar. „Enda gekk ég í gegnum alla þá menntun sem hægt er að fá í tveimur erlend- um háskólum, eftir að ég lauk námi í Tónlistarskólanum í Reykjavík, bæði í Berlín og New York. Það hlýtur bara að hafa verið einhver innblástur sem kom mér af stað, þetta herjar á mann.“ Jórunn var í Berlín á árunum 1936-9, í aðdraganda síðari heims- styrjaldarinnar. „Ég átti eitt sinn að vera í spilatíma á laugardagsmorgni í háskólanum þegar Hitler var að halda ræðu. Allir voru skyldugir til að hlusta svo það var gefið frí í skól- anum. Ég mætti samt í tíma og spil- aði fyrir kennarann minn í gegnum það sem mér hafði verið sett fyrir. Spurði svo hvort það væri leyfilegt að vera að spila í tíma núna þegar allir væru skyldugir til að hlusta. „Á þetta bull!“ sagði hann, „við tökum ekkert mark á því!“ Hann var nú ekki handtekinn fyrir þessi ummæli enda komu þau ekki fram fyrr en hér á landi svona löngu síðar,“ held- ur Jórunn áfram og hlær. Óskapleg hvatning að fá pönt- un frá Óskari Gíslasyni Tími Jórunnar í New York var á síðustu árum stríðsins, frá 1943-5, sem sumir þykjast merkja á tón- smíðum hennar frá miðbiki síðustu aldar. Það þykir eftirtektarvert hversu vel henni tókst að fanga and- rými listrænna strauma New York- borgar þess tíma í tónmáli sínu, þótt það sé einnig samofið þjóðlegri hefð á Íslandi. Jórunn andvarpar lítillega þegar þetta er borið upp og svarar til af mikilli hógværð. Tekur fram að hún hafi líka í sínu námi þurft að semja skylduverkefni – til að mynda prelúdíu og fúgu sem var prófverk- efnið hennar. „En það læt ég nú enga manneskju heyra, það er ekki mín hugsun sem kemur þar fram. Minn eigin innblástur kom samt strax fram í æsku því ég spilaði helst alltaf upp úr mér.“ Hún raular fyrir blaðamann útsetningu sína á Bíbí og blaka sem hún bjó til að eig- in sögn af því henni fannst það skemmtilegra heldur en að spila bara Bíbí og blaka eins og „átti að gera það“. Frumkvöðulsandinn sagði líka til sín í því hversu óhrædd Jórunn var við að takast á við ýmsa miðla en hún samdi til að mynda tónlistina við fyrstu íslensku kvikmyndina, Síðasti bærinn í dalnum. „Það var óskapleg hvatning fyrir mig þegar ég fékk pöntun frá Íslandi frá Ósk- ari Gíslasyni, í gegnum Ævar Kvar- an, um að gera músík við þessa mynd. Ég var ekkert smeyk við formið enda hafði ég í farteskinu hugmyndir sem kviknuðu þegar ég fékk að sjá filmuna. En þetta var erfitt því ég þurfti að skrifa allt verkið á nóttunni. Móðir mín kenndi nefnilega á píanó allan daginn og veggirnir voru svo þunnir. Ég gat ekkert samið á meðan hún var að kenna og vakti því við vinnuna um nætur. Þetta gæti ég nú ekki í dag þótt ég sé dugleg að vaka,“ við- urkennir Jórunn kankvíslega. „Ég veit nú ekki hvað ég á að hrósa mér fyrir í lífinu; það er bara heilög skylda að semja ef manni dettur eitthvað í hug. Ef það sækir á mann verður maður að skila því. Þetta er bara mín pligt, rétt eins og annað, að hugsa um börn eða taka til mat.“ Heilög skylda að semja Verk Jórunnar Viðar flutt í Salnum á morgun kl. 16 í tilefni af 90 ára afmæli hennar Morgunblaðið/Ómar Tónskáldið og tónlistarmennirnir „Það hlýtur bara að hafa verið einhver innblástur sem kom mér af stað, þetta herjar á mann,“ segir Jórunn Viðar. Í HNOTSKURN » Jórunn Viðar tónskáld erfædd 7. desember 1918 og verður því níræð á þessu ári. » Af því tilefni halda HelgaRós Indriðadóttir sópr- ansöngkona og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari söngtónleika í Salnum á morgun. » Þær munu flytja sönglögJórunnar og þjóðlög í útsetn- ingum hennar. » Jórunn stundaði nám viðTónlistarskólann í Reykjavík og síðan framhaldsnám í Berlín, New York og Vínarborg. SÚ ÁKVÖRÐUN finnska fyrirtæk- isins Nokia að færa verksmiðjur sínar út úr borginni Bochum í Þýskalandi til Rúmeníu þar sem framleiðslukostnaður er minni, kann að hafa kostað Finna mögu- leikann á því að vera í brennipunkti bókastefnunnar í Frankfurt, en eins og kunnugt er varð Ísland fyrir val- inu í stað Finna eins og fram kom í síðustu viku. Þetta kom fram í breska blaðinu The Guardian í gær. Ákvörðunin Nokia verður til þess að 3000 störf færast úr landi og leiddi til þess að Þjóðverjar hvöttu al- menning til að sneiða hjá finnskum vörum. Einhverjir stjórnmálamenn gengu að sögn blaðsins svo langt að eyðileggja Nokia-símana sína til að mótmæla ákvörðuninni, m.a. vegna þess að símaframleiðandanum voru greiddar umtalsverðar fjárhæðir til að greiða fyrir staðsetningu verk- smiðjunnar í Þýskalandi. Utanríkispólitík áhrifavaldur Í grein The Guardian staðfestir Íris Schwanck, framkvæmdastjóra finnska bókakynningarsjóðsins, að Jürgen Boos, stjórnandi bókastefn- unnar í Frankfurt, hafi viðurkennt fyrir henni að „Bochum-málið hafi ekki orðið til þess að andrúmsloftið væri Finnum hliðhollt eins og sakir standa“. Hún segir ennfremur að ákvörðunin sé meiri háttar áfall fyr- ir Finna. Talsmaður bókastefnunnar, Thomas Minkus, neitar þó að stefna Nokia hafi haft nokkur áhrif á ákvörðun þeirra, en lét þess jafn- framt getið að samráð væri við ut- anríkisráðuneytið hvert ár um hvaða land væri í brennipunkti. The Guardian vísar í umfjöllun þýska blaðsins Die Welt þar sem því hefur verið haldið fram að ákvarðanir varðandi bókastefnuna í Frankfurt væru aldrei einvörðungu bókmenntalegs eðlis. „Á bak við tjöldin í bókaheiminum er á ferðinni þrálátur orðrómur um að utanrík- isráðuneytið sjái sér leik á borði við að stunda óopinbera hliðarpólitík í utanríkismálum í gegnum val á heiðursgesti.“ Ísland inn af því að Finnar féllu í ónáð? Reuters Í Bochum „Hvert starf á sér andlit“ var yfirskrift þessara mótmæla vegna ákvörðunar Nokia. Hún getur hafa skemmt fyrir Finnum í Frankfurt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.