Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF "#$ "#$      "#$ %$        &'(  )        *+,- &.$       "#$/0 "#$1                ! "# $% &&'        . 2  34 %225   34 -6 34 *7  34   8 2 34 94-  2 :;   <=     34   % 234 7  8 2 ;   34 # 34 ,>?" ,   @%   * 48434 +  34 A 34  !"#$% BC034 . =34 .  =. ' .  =>   >D* - 2% 2 *  34 *E % 2 <=   =  34 F3  34 +   5 34   5 34  &'#(  ) G  .  G4 9%   34 9  34 * % +, -%                                                                             2   + 8 H2 I  , /!4 !40/B CB4J/4 114/JK4!C0 /B/4/ C4CK1 !K!4/K14B! J014B/B 00/4C/4 /4!! 4B4J1 /4/C/4J /41! 0J/41140/1 /KK4JJ40/C C 04KJJ4B0K B140004K K4/K04BB @  0400 K4!114 CK @ B404!00 !  @ @ @ //14 JC4C @ /40/K4/ !LK0 1 L! //LKJ KL/B /CLK0 JLK 1LJ !1/L !L1 JJL0 0L// //L 1LKK K L /L1C CLCC /!BL /1C L 1/0L LKJ /10L0 BL @ B!L @ 10! L @ @ JL 1/L /L 0 KL/! /!L 0 KLB 0L !1JL !L00 JKL1 0L/0 //LB 0L B K LC /L1J CL! /!0L0 /1C0L 10L LKK /1JL BL 1 L @ JL0 1C0L KLJ CL *5  2  K B 1C 1C // ! 1 / KB B C K0 /1 J @ @ @ B J @ 1/ / @ @ @ / @ 1 &    24 !4B4 J !4B4 J !4B4 J !4B4 J !4B4 J !4B4 J !4B4 J !4B4 J !4B4 J !4B4 J !4B4 J !4B4 J !4B4 J !4B4 J C4B4 J C4B4 J C4B4 J !4B4 J !4B4 J C4B4 J !4B4 J C4B4 J /J44 J C4/4 ! 4J4 ! !4B4 J 04/4 J !4B4 J EXISTA gæti þurft að selja hluti sína í finnska fjármála- fyrirtækinu Sampo ef óróinn á mörkuðum heldur lengi áfram, að því er finnska blaðið Helsinki Sano- mat greindi frá í gær. Exista á um 20% hlut í Sampo. Fjallað er um stöðu Exista og tap félagsins á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Sagt er að félagið hafi fullvissað fjárfesta um að það muni standa af sér stormviðrið. Versnandi tímar geti þó verið fram- undan vegna erfiðrar skuldastöðu og er því haldið fram að Exista hafi of- metið verðmæti eigna sinna í Sampo og Kaupþingi. Segir blaðið að verð- mæti hlutabréfa Exista í Sampo og Kaupþingi sé um 3,7 milljarðar evra, jafnvirði um 380 milljarða króna. Í grein Helsinki Sanomat segir ennfremur að fari svo að Exista selji bréfin í Sampo þá komi þar inn nýr eigandi sem geti haft aðrar hug- myndir um mögulegan samruna Sampo og Nordea, sem sterkur orð- rómur hafi verið um. Bréfin í Sampo seld? Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is STJÓRN Kaupþings hefur ákveðið að fresta því að breyta starfrækslu- gjaldmiðli bankans í evrur fram til janúar 2009 og draga til baka núver- andi umsókn um að honum yrði breytt frá og með síðustu áramótum. Var greint frá þessu á aðalfundi fé- lagsins í gær. Í máli Sigurðar Ein- arssonar, starfandi stjórnarfor- manns Kaupþings, kom fram að stjórn bankans teldi eðlilegt að breyting starfrækslumiðils yrði gerð á sama tíma og hlutafé félagsins yrði breytt í evrur, en tillaga þess efnis var samþykkt á fundinum. Er gert ráð fyrir að breytingarnar taki gildi um næstu áramót. Benti Sigurður á að vægi íslensku krónunnar í rekstri bankans væri lít- ið. „Nú eru einungis tæplega 13% af heildareignum bankans og minna en 11% af heildarskuldum í íslenskum krónum. Við þurfum því að breyta starfrækslumynt okkar og hlutafé í evrur.“ Bankarnir vega þungt Þá sagði Sigurður að dregið yrði verulega úr kostnaði hjá Kaupþingi í ár og mikil áhersla lögð á að auka innlán bankans. Sagði Sigurður að það mundi sjást þegar á afkomu fyrsta ársfjórðungs að dregið hefði verið úr kostnaði og áframhald yrði þar á út árið. Þá yrði lögð sérstök áhersla á að auka hlutfall innlána í fjármögnun bankans. Það væri nú um 40% og stefnt að því að það yrði um 50% á þessu ári. Ímynd Kaupþings væri ekki leng- ur að öllu leyti tengt við Ísland að mati Sigurðar. Rætur bankans yrðu að sjálfsögðu alltaf hér á landi. Starf- semi bankans í Bretlandi, Skandin- avíu og í Benelúx-löndunum væri sí- vaxandi og æ fleiri tengdu bankann við þessu svæði. Hins vegar yrði bankinn alltaf tengdur Íslandi í huga sumra hversu hratt sem hann yxi og gætu því fylgt ákveðin vandamál. Benti hann á að margir hefðu áhyggjur af hlutfalli skulda íslenska þjóðarbúsins miðað við verga lands- framleiðslu. „Að vísu er hlutfallið hátt, en stærð bankakerfisins gerir þessa tölu nær marklausa. Værum við tekin úr dæminu myndi það breyta hlutfallinu svo mjög að það yrði ekki umræðuefni.“ Benti Sigurður á að Kaupþing væri stærsta fyrirtæki landsins og um leið stærsti skattgreiðandinn. Á síðasta ári hefði bankinn greitt þre- falt hærri upphæð til ríkisins en sjávarútvegurinn í heild sinni og um svipaða fjárhæð væri að ræða og kostar að reka Háskóla Íslands. Kaupþing frestar breytingu í evru Ákveðið að breyta hlutafé bankans í evrur í upphafi næsta árs Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Kátir Létt var yfir þeim Sigurði Einarssyni stjórnarformanni og Hreiðari Má Sigurðssyni forstjóra í upphafi aðalfundar Kaupþings í gær. YFIRGNÆFANDI meirihluti fé- lagsmanna í FÍS, Félagi íslenskra stórkaupmanna, hafnaði því á aðal- fundi félagsins í gær að leggja félag- ið niður og sameina það SVÞ, Sam- tökum verslunar og þjónustu. Tillaga þess efnis var lögð fram á fundinum og nei sögðu 87 eða 60% þeirra sem greiddu atkvæði en já sögðu 56 eða 39%. Atkvæði greiddu því 143 en 173 höfðu atkvæðisrétt. Til að hljóta samþykki hefði tillagan þurft 67% greiddra atkvæða. Stjórn félagsins var klofin í af- stöðu sinni, þrír stjórnarmenn voru fylgjandi samruna en þrír á móti. Skúli J. Björnsson, formaður FÍS, greiddi atkvæði með tillögunni. Að fundi loknum sagði hann við Morg- unblaðið að lýðræðið hefði talað, nið- urstaðan væri afgerandi. Ljóst væri að mönnum þætti FÍS gott félag og nú væri verkefni stjórnar að móta nýja stefnu og framtíðarsýn. Von- andi næðist að sætta andstæð sjón- armið í félaginu. Enginn sagði sig úr stjórninni á aðalfundi og Skúli verð- ur formaður í eitt ár til viðbótar. Birgir Rafn Jónsson, fv. formaður FÍS, var andvígur samruna. Hann sagðist vera mjög sáttur við niður- stöðuna, hún væri skýr skilaboð um að menn vildu halda í sitt félag, væru ánægðir með þjónustu þess og vildu styrkja það áfram. Úrslitin ættu að geta skapað frið um félagið. Samruna við SVÞ hafnað af FÍS Formaður FÍS segir lýðræðið hafa talað en 60% fundarins voru á móti samruna Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðalfundur Félag íslenskra stórkaupmanna, FÍS, hélt aðalfund sinn á Hót- el Sögu síðdegis í gær, þar sem því var hafnað að leggja félagið niður. STJÓRNIR Marel Food Systems, Atorku Group og Icelandair Group eru áfram óbreyttar og af 16 stjórn- arsætum þessara félaga er aðeins eitt skipað konu. Stjórn Marels var kjörin á aðal- fundi í gær en hana skipa Árni Odd- ur Þórðarson, Arnar Þór Másson, Friðrik Jóhannsson, Helgi Magn- ússon, Lars Grundtvig og Margrét Jónsdóttir. Aðalfundur Atorku fer fram nk. þriðjudag og stjórnin verð- ur áfram skipuð körlum, þeim Þor- steini Vilhelmssyni, Hrafni Magn- ússyni, Erni Andréssyni, Ólafi Njáli Sigurðssyni og Karli Axelssyni. Varamenn eru áfram Magnús Gúst- afsson og Stefán Bjarnason. Sama dag fer aðalfundur Ice- landair Group fram. Fimm karl- menn skipa áfram stjórn félagsins, þeir Gunnlaugur M. Sigmundsson, Einar Sveinsson, Ómar Benedikts- son, Ásgeir Baldurs og Finnur Reyr Stefánsson. Í varastjórnar- kjöri eru Martha Eiríksdóttir, Jón Benediktsson og Sigurður Atli Jónsson. Óbreytt hjá Atorku, Marel og Icelandair Ein kona í 16 stjórnarsætum félaganna ● FYRIR aðalfundi Bakkavör Group nk. föstudag liggur m.a. sú tillaga að stjórn fái heimild til að ákveða skrán- ingu hlutabréfa í erlendum gjald- miðli, en í fyrri samþykktum var talað um breska pundið, sem félagið notar sem uppgjörsmynt. Samkvæmt upp- lýsingum frá félaginu liggur engin ákvörðun fyrir um hvaða gjaldmiðill verður tekinn upp, annað en að binda heimildir stjórnar ekki við sterlingspundið. Bakkavör Group bind- ur sig ekki við pundið ● LANDSBANKINN hefur spáð ná- kvæmast fyrir um mánaðarþróun gengis Bandaríkjadollars á þessu ári samkvæmt könnun fréttaþjónust- unnar Reuters. Fyrirtækið heldur úti eins konar spádeild þar sem fyr- irtækjum er spá fyrir um gengi doll- ars eru gefin stig fyrir nákvæmni og leiðir Landsbankinn deildina eftir tvo fyrstu mánuði ársins, með 253 stig af 300 mögulegum. Á meðal 20 efstu er að finna fjóra norræna banka, þ. á m. Danske Bank. Landsbankinn efstur í spádeild Reuters ● FÆKKUN starfa í Bandaríkj- unum um 63 þús- und í febrúar er mesta fækkunin þar vestra í fimm ár. Þetta olli titr- ingi á verð- bréfamörkuðum og lækkuðu hluta- bréfavísitölur á Wall Street um 0,4 til 1,2% í gær, Dow Jones- vísitalan mest. Störfum fækkar ann- an mánuðinn í röð en í janúar nam fækkunin 22 þúsundum. Höfðu sér- fræðingar reiknað með óbreyttum at- vinnutölum í febrúar. Í Wall Street Journal segir að þetta auki enn á áhyggjur fjárfesta af yf- irvofandi kreppu, sem og þrýsting á frekari stýrivaxtalækkanir Seðla- banka Bandaríkjanna. Mesta fækkun starfa vestanhafs í fimm ár Enn aukast áhyggj- ur vestanhafs. ● EFTIR að hafa verið á niðurleið fram eftir degi hækkaði úrvals- vísitala hlutabréfa á síðasta klukku- tímanum í kauphöll OMX á Íslandi í gær. Endaði hún í 4.896 stigum og hafði hækkað um 1,8% síðan á fimmtudag. Velta með hlutabréfin nam 6,6 milljörðum króna. Til marks um sveifluna höfðu bréf SPRON lækkað um tæp 5% á hádegi en end- uðu í 1,5% lækkun. Mest hækkuðu bréf Föroya bank, eða um 5,6%, Landsbankinn hækkaði um 3%, Bakkavör um 2,5%, Kaupþing um 2,1% og Straumur um 1,8%. Hækkun í lok dags ÚTLÁN Íbúðalánasjóðs, ÍLS, námu alls ríflega 2,8 milljörðum króna í febrúar, þar af voru almenn lán um 2,3 milljarðar og lán vegna leigu- íbúða 500 milljónir króna. Þetta er talsverður samdráttur síðan í janúar þegar almenn útlán námu 3,4 millj- örðum en útlán námu einnig sömu upphæð í febrúar á síðasta ári. Í mánaðarskýrslu ÍLS er bent á að fjöldi þinglýstra kaupsamninga hafi verið 425 á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Það er fjölgun um þriðjung síðan í janúar en 40% fækkun samn- inga miðað við febrúar 2007 og er veltan um 25% minni milli ára. Talið er að ÍLS gefi ekki út eins mikið af íbúðabréfum og áætlanir sögðu. Minni útlán hjá ÍLS ÞETTA HELST TAP upp á 689 milljónir króna varð á rekstri HB Granda á fjórða árs- fjórðungi síðasta árs. Þetta er minna tap en á sama tímabili árið áður, er það nam þá 943 milljónum króna. Rekstrartekjur námu tæp- um tveimur milljörðum króna og drógust saman um þriðjung. Á öllu síðasta ári varð hagnaður hjá HB Granda upp á 1,8 milljarða króna, samanborið við tap upp á 1,9 millj- arða króna árið 2006. Bati hjá HB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.