Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Og að sjálfsögðu greiðum við yður í EVRUM fyrir að vera heima frú. VEÐUR Álfheiður Ingadóttir, þingmaðurvinstri grænna, ríður ekki feit- um hesti frá að- ild sinni að fréttaflutningi Ríkisútvarpsins í fyrrakvöld og gærmorgun, um kostnaðarskýrslu iðnaðarráðherra um Kára- hnjúkavirkjun.     Það gerirfréttastofa Útvarps reyndar ekki heldur og eru vinnubrögð öll með miklum ólíkindum.     Í sexfréttum Útvarps í fyrrakvöldvar kynning á frétt svohljóðandi: „Heildarkostnaður vegna Kára- hnjúkavirkjunar hefur farið 58% fram úr áætlun, samkvæmt nýrri skýrslu iðnaðarráðherra sem lögð var fram á Alþingi síðdegis í dag.“     Og síðar sagði: „Þetta er 58%framúrkeyrsla, segir Álfheiður Ingadóttir, sem fékk skýrsluna í hendur sínar nú rétt fyrir fréttir.“ Síðar í fréttatímanum var svo stutt viðtal við Álfheiði, sem að sjálf- sögðu fór mikinn í gagnrýni sinni á þessa óhóflegu umframkeyrslu.     Það var á hinn bóginn heldur hóf-stilltari Álfheiður sem var í út- varpsviðtali sama miðils í gær- morgun kl. 8, þar sem hún viðurkenndi eigin mistök, „mér varð það á að bera saman tölu án vaxta og verðbóta annars vegar og hins vegar þessa heildartölu sem beðið var um,“ sagði Álfheiður meðal annars.     Hvers vegna biðjast þingmað-urinn og fréttastofan ekki af- sökunar á flumbrugangi sínum og því að farið var með staðlausa stafi?     Var ekki umframkeyrslan 7%?! STAKSTEINAR Álfheiður Ingadóttir Fór með staðlausa stafi SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                   *(!  + ,- .  & / 0    + -                                    !"#$ 12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (        %  "$     "$          !"#$ :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?  %   %   %       %                              *$BC                !"  # $"  %    & "   " %  %     *! $$ B *! & '  ( $ ' $)   #$ *# <2 <! <2 <! <2 &$(  + , -." #/                87     !"  # '     & (  )     %  B   " 2    *      #    !"   & "   " %     *    ' *           !"  # & (  )   %  %     01  #22   #$ 3) # "#+ , Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Björgvin Guðmundsson | 7. mars Brauð flutt inn frá útlöndum Þess verður nú vart, að brauð eru í æ ríkari mæli flutt inn frá útlönd- um. Þau eru þá yfirleitt flutt inn hálfunnin og fullbökuð hér. Áður hafa kökur iðulega verið flutt- ar inn en ég er svolítið hissa á því að brauð séu einnig flutt inn, þar eð ágæt brauð hafa verið hér á markaðnum. En þessi staðreynd leiðir í ljós, að ís- lenskir bakarar verða enn að herða sig, ef þeir ætla ekki að láta erlend brauð ná yfirhöndinni. Þá þurfa þeir einnig að huga að verðlagningunni. Brauð eru alltof dýr hér á landi … Meira: gudmundsson.blog.is Jón Magnússon | 7. mars Yfirdráttarskuldir heimila aukast Í lok síðasta árs skuld- uðu íslensk heimili um 76 milljarða í yfirdrátt- arlánum. Vextir af yf- irdráttarlánum eru nú á bilinu 17.5-24.45%. Þessi vaxtataka er gjör- samlega óviðunandi. Sérstakir van- skilavextir, dráttarvextir, eru 25% og eru því nánast orðnir þeir sömu og vextir af yfirdráttarlánum. Þetta vaxta- okur á almenning getur ekki gengið. Venjulegt fólk verður að eiga kost á lánum á sambærilegum vöxtum og annars staðar í okkar heimshluta. Nú eru vextirnir af þessum lánum … Meira: jonmagnusson.blog.is Júlíus Valsson | 7. mars Skólakerfið fær falleinkunn Þrátt fyrir allan fag- urgala fær skólakerfið okkar því miður fall- einkunn. Það er enn í dag verið að brjóta niður ein- staklinga með námserf- iðleika og þroskafrávik í grunnskólum landsins. Því miður. Þeir eru skamm- aðir, reknir út úr tímum, þeir lenda í einelti og sjálfstraust þeirra er brotið niður stundum með skipulögðum hætti. Kunnáttuleysið og úrræðaleys- ið í skólakerfinu er okkur til hábor- innar skammar. Fangelsin og með- ferðarstofnanir … Meira: juliusvalsson.blog.is Marta B Helgadóttir | 7. mars Ekki svo stór viðbót Á dögunum heimsótti ég mjög skemmtilega konu sem ber mikla ábyrgð í sínu starfi sem æðsti stjórnandi á fjölmennum vinnustað. Hún er ein af okkar framúrskarandi dugnaðarkonum og sinnir öllum þeim hlutverkum sem margar konur gera, er eiginkona, for- eldri, dóttir, amma, systir, vinkona, og síðast en ekki síst ötull þáttak- andi í atvinnulífinu sem fyrr sagði. Í léttu spjalli yfir kaffibollanum bar á góma alþjóðlegan réttindadag kvenna þann 8. mars og hugurinn reikaði aftur í tímann um stund. Í gamansömum tón barst talið að ömmu hennar og mömmu. Þegar þær voru ungar var karl í þessu til- tekna starfi sem hún sinnir nú. Á heimili hans var þjónustustúlka sem sá m.a. til þess að skórnir væru burstaðir og fötin pressuð þegar stjórnandinn þyrfti af stað á skrif- stofuna. Eiginkona hans vann allan sinn vinnudag heima, við það að sjá um heimilið, fjölskylduna og matinn, sem var vitanlega hafður tilbúinn og framreiddur kl. 6–7 dag hvern þegar húsbóndinn var kominn heim og hafði látið líða úr sér um stund í góðu næði húsbóndaherbergisins. Hverju hefur svo jafnréttisbaráttan skilað okkur? Menn og konur vinna bæði utan heimilis allan daginn, fara svo í ræktina, golfið eða hesthúsið eftir vinnu, þ.e.a.s. ef þau fóru ekki eld- snemma um morguninn í þann hluta lífsstílsins. Síðan að versla og heim að elda, hjálpa til við heimanám barnanna, baða, svæfa, horfa á fréttir, horfa síðan á e-t efni í sjón- varpinu eða fara í tölvuna til að und- irbúa næsta vinnudag og síðan í ból- ið. Mælast svo vitanlega alltaf sem ein hamingjusamasta þjóðin í við- horfskönnunum. Jafnréttið hefur gert þessari kunn- ingjakonu minni það kleift að sinna öllum þeim störfum sem amma hennar og mamma sinntu á sínum tíma, starfi þjónustustúlkunnar líka því hún burstar sjálf skóna sína og pressar fötin – og starfi karlsins að auki! „Ekki svo stór viðbót,“ sagði þessi dugnaðarkona í gamansömum tón og fékk sér sopa af ljúffengu kaffinu. Meira: martasmarta.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR ATLANTSOLÍA hefur undanfarna 19 daga verið í forsvari fyrir und- irskriftasöfnun, þar sem skorað er á stjórnvöld að leyfa sölu á lituðu bensíni. Alls söfnuðust 4.920 und- irskriftir sem afhentar voru í fjár- málaráðuneytinu á föstudag. Tals- menn Atlantsolíu segja að yrði þeim heimilt að hefja sölu á lituðu bensíni myndi falla niður 33 króna bensíngjald sem markað er til vegamála, og þannig myndi bensínlítrinn kosta rétt undir 100 krónum. Litað bensín yrði samt sem áður eingöngu til nota á tæki sem ekki nota vegi landsins, svo sem á sláttuvélar, vélsleða, raf- stöðvar og skemmtibáta. Fjöl- margir hagsmunahópar hafa lýst yfir stuðningi við málefnið og ber að nefna Landsbjörgu, Lands- samband íslenskra Vélsleða- manna, Vélhjólaíþróttaklúbbinn og Flugmálafélag Íslands. Morgunblaðið/Valdís Thor Afhending Hugi Hreiðarsson og Albert Þór Magnússon frá Atlantsolíu af- henda undirskriftalistann í fjármálaráðuneytinu. Vilja selja litað bensín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.