Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 19 MENNING Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG er ákaflega glaður að það skuli vera kom- inn á samningur um ævisögu Vig- dísar, og að Páll skuli hafa viljað skrifa hana. Þetta hefur ver- ið draumur minn mjög lengi, enda er mjög langt síðan ég færði þetta í tal við Vigdísi fyrst,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi um væntanlega ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi for- seta Íslands, sem Páll Valsson vinnur nú að. „Það eru að minnsta kosti tíu ár síðan ég færði þetta fyrst í tal við Vigdísi, sennilega lengra. En nú er þetta loksins að verða áþreifanlegt,“ segir Jóhann. Aðspurður segir hann Vigdísi ekki hafa verið tilbúna í verkefnið fyrst þegar hann nefndi það við hana. „Enda hefur hún verið of- boðslega virk eftir að hún lét af embætti. Vigdís vissi vel að hún ætlaði sér að gera margt fleira, og við sjáum líka hversu upptekin hún er enn þann dag í dag. Ég hef stundum áhyggjur af henni, að hún hafi alltof mikið fyrir stafni,“ segir Jóhann og hlær. Brautryðjandi á mörgum sviðum Að sögn Páls mun hann ekki að- eins fjalla um æsku og forsetatíð Vigdísar, heldur einnig um nýj- ustu afrek hennar. „Við förum al- veg til nútímans því í þessari bók verður líka fjallað um þá merki- legu hluti sem Vigdís er að vinna að núna, ekki síst á erlendum vettvangi sem Íslendingar vita kannski lítið um,“ segir Páll, og Jóhann bætir því við að ævi Vig- dísar snúist ekki eingöngu um for- setatíð hennar, eða það sem hefur gerst síðan hún lét af embætti, heldur ekki síður um æsku hennar og uppvöxt, sem sé mjög áhuga- verður. „Og ég ætla mér að reyna að lýsa því – hver er þessi kona, þessi stelpa sem skorar allt í einu á hólm virðulega menn í forseta- slag, og brýtur þar með blað? Hvaðan kemur hún og hvert er hennar bakland? Úr hvaða rótum sprettur hún? Vigdís er brautryðj- andi á mörgum sviðum og það er margt merkilegt af því tagi sem ég hef komist að sem mér var ekki ljóst áður,“ útskýrir Páll. Viðtöl við fjölda fólks Þá segir Jóhann að einnig verði fjallað um forfeður Vigdísar og ættarsögu hennar. „Það sem verð- ur lögð mikil áhersla á í þessari bók er manneskjan og konan Vig- dís Finnbogadóttir. Þetta á að vera saga þessarar stelpu,“ segir Jóhann. „Og ég ætla líka að reyna að lýsa því fyrir hvað Vigdís standi. Hún var þjóðhöfðingi og tákn – en fyrir hvað?“ bætir Páll við. Aðspurður segist höfundurinn vera kominn nokkuð vel af stað, en hann hóf vinnu við bókina í haust. „Ég hef verið í heimilda- vinnu, auk þess sem ég hef fyrst og fremst verið að tala við Vigdísi sjálfa og kynnast henni, sem er lykilatriði. En svo mun ég auðvit- að tala við fjölda fólks.“ Merkileg þjóðarsaga Páll segir að sér sé heiður að þessu verkefni, það sé bæði stór- skemmtilegt og ögrandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann skrifar ævisögu merks Íslendings því hann skrifaði ævisögu Jónasar Hallgrímssonar, og hlaut fyrir Ís- lensku bókmenntaverðlaunin, auk þess að hafa ritað bók um Snorra Hjartarson. „Það kom í ljós að Vigdís og Páll náðu vel saman, og eftir því sem hún kynntist Páli betur sann- færðist hún um að hann væri rétti maðurinn í þetta. Auðvitað hafa margir komið að máli við hana í gegnum tíðina og viljað skrifa þessa bók, fjöldi manna,“ segir Jó- hann. Stefnt er að því að ævisaga Vig- dísar komi út í einu bindi haustið 2009, og segist Jóhann verða illa svikinn ef ekki verði um met- sölubók að ræða. „Því eins og ég segi þá er ævi hennar svo dramatísk og spenn- andi efni. Það er alveg ljóst að þessi bók verður við hæfi allra, þetta er engin stofnanabók sem á að fara að skrifa,“ segir hann. „Manneskjan Vigdís, lífshlaup hennar og skoðanir verða auðvitað í forgrunni, en um leið erum við að fjalla um mjög merkilega þjóð- arsögu. Hún verður náttúrlega að vera þarna mjög skýrt í bak- grunni,“ segir Páll að lokum. Ævisaga brautryðjanda Páll Valsson skrifar ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur sem kemur út 2009 Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Jóhann Páll og Páll „Það er alveg ljóst að þessi bók verður við hæfi allra, þetta er engin stofnanabók sem á að fara að skrifa,“ segir Jóhann Páll sem verður illa svikinn ef ævisaga Vigdísar verður ekki metsölubók. Vigdís Finnbogadóttir Ég gladdist á dögunum þegarvinur minn myndlistarmað-urinn sagði mér frá því að loksins mætti hann búa í vinnustof- unni sinni, löglega. Skömmu síðar las ég frétt um að samþykkt hefði verið að fleiri listamenn á sama svæði fengju leyfi til að búa í hús- næðinu þar sem þeir hefðu vinnu- stofu. Vitaskuld eiga þeir að fá það. Í borgum um allan heim þekkist það að skapandi fólk vill gjarnan búa þar sem það vinnur að list sinni. Þótt það húsnæði sé ekki í hefð- bundnum íbúðarhverfum, heldur á svæði sem er skilgreint sem iðn- aðar- eða verslunarhverfi, þá hlýt- ur það samt að vera þeirra mál. Svo fremi sem farið er eftir eðlilegum reglum um brunaútganga og að íbúar geri sér grein fyrir því og gangist við því, að þeir geti ekki gert sömu kröfur til þjónustu af hálfu samfélagsins og þeir sem búa í hefðbundnum íbúðarhverfum, svo sem hvað varðar aðgengi að skólum og almenningssamgöngum.    Eftir að við hjónin komum heimúr framhaldsnámi í Banda- ríkjunum, þar sem ekkert þykir eðlilegra en listamenn búi í sínum vinnustofum og svokölluð „lista- mannaloft“ þykja með flottari stöð- um að búa á, bjuggum við hjónin um nokkurra ára skeið á þremur hæðum í iðnaðarhúsnæði. Þar var fermetrinn mun ódýrari en í íbúð- arhverfum og við gátum bæði verið með stórar vinnustofur, sem var það sem við sóttumst eftir. Þetta var draumahúsnæði fyrir listafólk. Frábær aðstaða. Nema að yfirvöld vildu ekki hafa okkur þarna. Við þurftum að skrá lögheimili okkar annars staðar og ótal samtöl við lögfræðinga á Hagstofunni og starfsfólk ýmissa skrifstofa hjá borginni og staðfesting brunaeft- irlitsmanna á að allt væri eins og það þyrfti að vera skilaði ekki öðru en opinberum hótunum um að ef við byggjum í húsinu, sem við þó áttum (og samkvæmt lögum á lög- heimili fólks alltaf að vera þar sem það býr), þá áttum við á hættu að fasteignagjöldin, sem þó voru há fyrir, yrðu hækkuð verulega til að refsa okkur. Er eðlilegt að koma þannig fram við skapandi fólk sem hefur komið sér vel fyrir í húsnæði sem það á sjálft og gætir að því að farið sé eftir öllum öryggisstöðlum? Vitaskuld ekki.    Í frétt hér í blaðinu í gær vargreint frá því að fasteignaeig- endur í Dumbo-hverfinu syðst í Brooklyn byðu allt að 1.000 lista- mönnum að koma sér fyrir í húsum sem áður hýstu alls kyns verk- smiðjur og iðnað. Annaðhvort greiðir fólkið hlægilega lága leigu eða enga. Ástæðan er sú, segja eig- endur húsanna, að listamenn gera borgarhverfi spennandi fyrir aðra; þeir lyfta húsnæðisverði og skapa líf í kringum sig. Maður myndi ætla að það sama gæti gerst hér.    Fyrir nokkrum árum seldum viðhúsið í iðnaðarhverfinu. Það hafði fjölgað í fjölskylduni og þá hentaði iðnaðarhúsnæðið ekki leng- ur eins vel. En engu að síður teljum við hjónin að þetta hús hafi verið okkar heppilegustu hýbýli, hvað sköpunarþáttinn varðar – þótt hið opinbera hafi ekki verið á sömu skoðun. Við látum okkur dreyma um að koma okkur einhvern daginn aftur fyrir í iðnaðarhúsnæði. Þess vegna er gott að vita til þess að í einhverri af síðustu borgarstjórn- um hafi ráðamenn skilið að ekkert er eðlilegra en að listamenn búi þar sem þeir vinna að list sinni. Heimilið og vinnustofan eru eitt AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson » Í borgum um allanheim þekkist það að skapandi fólk vill gjarn- an búa þar sem það vinnur að list sinni. Þótt það húsnæði sé ekki í hefðbundnum íbúðar- hverfum, þá hlýtur það samt að vera þeirra mál. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Ólöglegur? Jóhannes S. Kjarval komst upp með að búa í vinnustofum sínum. Hér er hann í vinnustofunni við Sigtún. efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.