Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞÓTT þorskur sé ekki talinn „skepna skýr“ veit hann að hollt er að eiga samleið með jök- ulám landsins. Hann veit að við ósa þeirra henta aðstæður hrygn- ingu og klaki enda eru jökulfljótin einskonar skapanornir þorsksins. Þær búa honum að- stæður og örlög og munar ef til vill einna mest um systur þrjár: Ölfusá, Þjórsá og Skeiðará. Hvergi við Íslands- strendur hefur hrygn- ing þorsks verið jafn öfl- ug og umfangsmikil og framan við ósa Þjórsár. Hvergi er mikilvægara að fara að með gát en þar; ögn utar er Selvogsbanki – lang- stærsti og dýrmætasti banki lands- ins. Samofið lífkerfi Þegar vorið vitjar sjávarins bráðn- ar klaki og snjór á landi, lækir þrútna og ár hlaupa. Vorflóð eru næringarsturta sjávar. Þau töfra fram þrennt í senn: flytja framburð og uppleyst næringarefni og mynda ferskvatnshimnu ofan á sjónum – og þar sem ferska lagið mætir því salta blómgast þörungalíf og svifdýr tímg- ast. Þörungar eru æti svifdýra og svifdýrin æti þorskseiðanna en líka loðnuseiða svo dæmi séu tekin af stofnum sem eru í hættu. Samspilið þarf að vera ein alls- herjar harmonía á þeirri ögurstund þeg- ar seiðin leita ætis. Þetta samofna lífkerfi lands og sjávar – þar sem Þjórsá er helsta lífæðin – var ekki ofið í gær, heldur hefur viska náttúrunnar tvinnað samhengið – í Íslands milljón ár. Þegar önnur eins Auðhumla og Þjórsá er margstífluð geldist hún rétt eins og au- rugar ár um alla Jörð sem teknar hafa verið úr sambandi. Vorflóð minnka, dægursveiflur og haustflóð hverfa; framburður, upp- leyst steinefni og næringarefni sitja eftir í stíflum og lífhimnan sem ferskvatnið myndar veikist – allt á kostnað vistkerfis strandsjávar og hafs. Auðlindaeyðing Um allan heim rekja menn auð- lindaeyðingu í hafi og ám til risa- stíflna í aurugum fallvötnum. Stíflur eru öflugustu mannvirki heims til að eyða vistkerfum og lumar maðurinn þó á mörgum groddaaðferðum. Allt bendir til að risastíflurnar í Þjórsá/Tungnaá hafi þegar haft al- varleg áhrif á hrygningu þorsks og afkomu þjóðarinnar. Sennilega hafa þær skaðað fleiri nytjastofna eins og loðnu. Reynsla af virkjunum í aurug- um fljótum víða um heim staðfestir ótvíræða eyðingu vatnafiska, sjáv- arlífs og óshólmasvæða. Hér heima höfum við ekki fylgst með. Við vitum mest lítið hve alvarleg áhrifin eru vegna átakanlegs andvaraleysis við hafrannsóknir og stjórnun fiskveiða. Þetta vitum við þó: Árið 1975 – fimm árum eftir gang- setningu Búrfellsvirkjunar hrundi þorskstofninn við Ísland. Vitnisburð- urinn er í fyrstu Svörtu skýrslu Haf- rannsóknastofnunar. Síðan hefur enn syrt í álinn – og á því miður eftir að sortna. Við vitum líka að hlaup í Skeiðará hafa haft afgerandi áhrif á hrygn- ingu og klak þorsksins. Og við vitum að stórir árgangar þorsks tengjast hlaupum í Skeiðará. Virðum náttúruauðlindir Friður á að ríkja um nátt- úruauðlindir. Þeim má ekki spilla út af kjánaskap eða stundargróðavon. Um þetta eru flestir Íslendingar ein- huga. En við búum í örlitlu samfélagi þar sem hamagangur er mikill og vandvirkni er sjaldan til trafala. Yf- irsýn okkar um auðlindir er bágbor- in. Lítið fer fyrir auðlindavernd og orðið náttúruvernd er horfið úr öll- um nöfnum stofnana. Engin heild- stæð verndarstefna fyrir höfuðauð- lindina, sjóinn, er til né heldur fyrir vatnafar og vatnasvið landsins – og eru hér þó aðeins nefndar tvær mik- ilvægustu auðlindir Íslands. Er þekking best í hófi? Sennilega er Þjórsá (eða var) mesti auðlindasmiður Íslands. Þar áformar Landsvirkjun að reisa þrjár, nei fjórar virkjanir til viðbótar án rannsókna á heildaráhrifum þeirra. Áformin eru um 50 ára gömul eins og verkfræðin. Engin úttekt hefur heldur farið fram á neikvæðum áhrifum virkjana í notkun. Engar langtíma kerfisrannsóknir á samspili jökulvatns og sjávarauðlindarinnar hafa farið fram. Samt hafa vís- indamenn bæði bent á samhengið og varað við. Ábyrgur sjávarútvegsráðherra tæki fyrir allt fikt við virkjun Þjórsár og reyndar í öllum jökulám landsins og setti í gang öflugar kerfisrann- sóknir í sjó til að meta langtímaáhrif jökulvatna á sjávarauðlindina. Í 1. grein laga um náttúruvernd stendur eftirfarandi: Tilgangur þess- ara laga er að stuðla að samskiptum manns og umhverfis þannig að hvorki spillist líf eða land né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft /…/ og stuðla að vernd og nýtingu auðlinda á grundvelli sjálfbærrar þróunar. Engin ábyrg ríkisstjórn lætur auðlindaeyðingu afskiptalausa. Þegar vorið vitjar Þjórsár syndir einn stærsti laxastofn landsins á hrygningarstöðvarnar í ánni. Lax er land- og vatnsgæði og það má aldrei vera undir duttlungum einstaklinga eða stjórnar Landsvirkjunar, ekki sveitarstjórna og ekki einu sinni rík- isstjórnar komið að farga slíkri auð- lind. Hún á að vera til staðar þegar hver einasti núlifandi Íslendingur er kominn yfir móðuna miklu – og mun lengur. En verði virkjað við Urr- iðafoss eru yfirgnæfandi líkur á því að stofninn hrynji og hverfi. Er það ekki umhugsunarvert? Náttúruauðlindir eiga að njóta verndar þingheims og ríkisstjórna sem þjóðararfur ekki síður en hand- ritin okkar. Það er pólitík þekkingar, ábyrgðar og visku. Er þekking best í hófi í þekkingarsamfélagi? Guðmundur Páll Ólafsson skrifar um áhrif virkjana á jökulár landsins » Ábyrgur sjávarút- vegsráðherra tæki fyrir allt fikt við virkjun Þjórsár og reyndar í öll- um jökulám landsins … Guðmundur Páll Ólafsson Höfundur er rithöfundur og nátt- úrufræðingur. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins skrifaði grein í Fréttablaðið 12. febr- úar sl. til varnar umdeildri ákvörðun stofnunarinnar um skilyrði fyrir sam- einingu bókahluta Eddu-útgáfu ehf. og JPV í Forlagið ehf. Gilda almenn markaðslögmál? Meginrök forstjór- ans voru þau að þar sem bækur væru eins og hver önnur vara á markaði, þá giltu al- menn markaðslögmál um þær svipað og t.d. hveiti eða smjörlíki, þótt sú samlíking sé ekki hans. Almenn markaðslögmál gilda einkum um al- menna samheitavöru. Um leið og komið er nafn og höfundur á bókina, þá er hún ekki lengur almenn vara. Vissulega hlýtur bókaútgáfa að lúta einhverjum lögmálum. Þau eru hins vegar bæði flókin og sérstæð, en ekki mjög almenn. Engar tvær skáldsögur eru eins. Arnaldur og Hallgrímur keppa ekki mikið hvor við annan. Það er fátt sameiginlegt með fyrrnefndum höf- undum nema að þeir skrifa góðar bækur. Þú kaupir bók eftir ákveðinn höfund, ekki bara einhverja bók af því að hún er ódýr. Verðlagning innan ákveðinna marka er ekki sterkt sam- keppnistæki í bókaútgáfu. En vissu- lega eru til bækur sem eru meira samkynja s.s. ferðabækur. Skilyrði Samkeppnisstofnunar Í grein forstjórans dregur hann fram tvær meginástæður fyrir af- stöðu stofnunarinnar: Annars vegar eru sett skilyrði til „að draga úr markaðsstyrk Forlagsins“. Hins veg- ar eru sett skilyrði sem eiga að tryggja að Forlagið geti ekki neytt aflsmunar gagnvart rithöfundum og smásölum. Hvað fyrra skilyrðið varðar, þá þýðir það ekkert annað en veikja fyrirtækið. Það kann að vera réttmætur tilgangur samkeppniseftirlits á öðrum mörk- uðum, en orkar tvímælis hér. Þeir sem þekkja til raunasögu ís- lenskrar bókaútgáfu myndu seint vandræðast yfir því að eitt forlag hafi of sterka markaðsaðstöðu. Íslensk bókaútgáfa hefur fremur liðið fyrir það, að forlögin voru ekki nægilega öflug. Nægir að rekja sögu íslenskra forlaga á síðustu öld. Ekkert af þeim forlögum sem stofnuð voru um og eftir miðja síðustu öld er til nú. Höfundar og smásalar Hin meginástæðan sem forstjórinn til- greinir eru skilyrði til að draga úr óttanum við að Forlagið neyti afls- munar. Tilgreind fórn- arlömb eru rithöfundar og smásalar. Eru einhverjar líkur á því að forlag beiti höf- unda aflsmunum? Höfundar verða hvorki beittir ofbeldi né færðir á milli forlaga í járnum. Þeir fá greidd höf- undarlaun í samræmi við samninga sem gilda milli Rithöfundasambands- ins og Félags íslenskra bókaútgef- enda. Vissulega geta forlög gert bet- ur, einkum þau sem eru fjárhagslega öflug en ekki endilega stór. Ef forlag vill ekki gefa út bók eftir rithöfund, þá nær það ekki lengra. Gildir þá einu hvort forlag er stórt eða smátt. Það hefur þó verið svo að höfundar hafa frekar fengið inni hjá stóru forlagi heldur en litlu sem enga áhættu getur tekið. Ég hreinlega átta mig ekki á því hvernig forlag beitir höfund afl- smunum á okkar tímum. Hvað með svokallaða smásala? Hverjir eru þessir smásalar? Þeir eru í reynd tveir: Penninn og Hag- kaup/Bónus. Í framhaldi af því, að Samkeppnisstofnun leyfði samruna Pennans og bókabúða MM, fór um og yfir 70% af sölu hefðbundinna bóka- búða á eina hönd. Síðan voru keyptar fleiri búðir í bókabúðaveldi Pennans. Mjög mikil jólasala stórmarkaða er nánast á einni hendi Hagkaupa/ Bónuss. Er líklegt að öflugt forlag geti beitt þessa risa aflsmunum? Er ekki líklegra að því sé öfugt farið? Þegar Samkeppnisstofnun heim- ilaði sameiningu Hagkaupa og Bón- uss án skilyrða versnaði markaðs- staða forlaganna umtalsvert. Þegar Vaka-Helgafell og Mál og menning voru sameinuð árið 2000 var það ekki síst gert vegna þess að stór- markaðirnir beittu forlögin afl- smunum. Forlögin voru ekki nægi- lega öflug til að standast verðpíningu stórmarkaðanna, sem tóku ekki bæk- ur í sölu frá þeim forlögum sem ekki mökkuðu rétt. Fyrir forlögin breytt- ist jólamarkaðurinn úr tekjumarkaði í gjaldamarkað. Ef hægt er að tala um samkeppn- ishindranir þá er það í bóksölunni. Þar er tvíkeppni. Leiðbeinandi verð Forstjórinn fullyrðir að með því að afnema rétt Forlagsins til að gefa út leiðbeinandi verð sé verið að styrkja samkeppnina. Er það nú svo? Burtséð frá því að þetta gildir aðeins gagnvart Forlaginu, þá mun þetta ekki leiða til meiri samkeppni í bóksölu milli ris- anna tveggja, heldur aðeins meiri mis- munar í verðlagningu Forlagsins til bóksöluaðila. Þetta mun að líkindum setja litlu bókabúðirnar í svipaða stöðu og litlu birgjarnir hjá Högum lentu í. Ólíklegt er að litli bóksalinn (þeir fáu sem eftir eru) fái bókina á sama verði og sá stóri sem kaupir nokkur hundr- uð eintök í einu og getur annaðhvort hirt hagnaðinn eða boðið lægra verð, sem er andstætt lögmálum tvíkeppn- ismarkaða. Það sem líklega mun ger- ast er að möguleikar Forlagsins til að hafa áhrif á samkeppnina munu hverfa en færast í stað þess alveg til bóksöl- unnar. Er nú víst að það sé gott fyrir neyt- endur? Maður veltir því óneitanlega fyrir sér, hvað þeir hjá Samkeppniseftirlit- inu hafi verið að hugsa, þegar þeir tóku þessa undarlegu ákvörðun. Hún eykur a.m.k. lítið samkeppni á bóka- markaði og ætti að endurskoðast. Samkeppni í bókaútgáfu og ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Þröstur Ólafsson fjallar um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins »Maður veltir þvíóneitanlega fyrir sér hvað þeir hjá Sam- keppniseftirlitinu hafi verið að hugsa þegar þessi undarlega ákvörð- un var tekin. Þröstur Ólafsson Höfundur er hagfræðingur. DAGANA 25. febrúar til 7. mars tók öflugur hópur um 30 íslenskra kvenna þátt í 52. fundi Kvenna- nefndar Sameinuðu þjóðanna í New York. Dagskráin var mjög fjölbreytt, yfirleitt 6 ráðstefnur haldnar á degi hverjum þar sem fjallað var um allt mögulegt sem snýr að jafnrétti kynjanna og kvenfrelsi. Meginþemað var fjármögnun jafnrétt- ismála, en einnig var rætt um aukin völd kvenna, kynbundið of- beldi og þátt karla í að breyta því, hlutverk frjálsra félagasamtaka, bætta heilsu kvenna, hlutverk þjóðþinga í jafnréttisbaráttu, launamun kynjanna og svo mætti lengi telja. Auk allra þessara ráðstefna sáu ýmis þjóðlönd um svokallaða ,,hliðarviðburði“ (Pa- rallell Events) sem haldnir voru samhliða skipulagðri dagskrá þingsins. Þeir voru mjög áhugaverðir og veittu góða inn- sýn meðal annars í starf frjálsra fé- lagasamtaka á sviði jafnréttis. Íslenski hliðarviðburðurinn Framlag Íslands til hliðarviðburða bar yfirskriftina „Growth, power and fun“. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, varaforseti Alþingis, stýrði fund- inum. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stíga- móta, var með kröftuga kynningu á starfi samtakanna og lýsti m.a. þeirri hugmyndafræði Stígamóta að hægt sé að nýta áföll og erfiða reynslu kvenna sem t.d. hafa orðið fyrir kyn- ferðislegri misnotkun til að efla þær og styrkja. Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur Alþjóðahúss, flutti mjög vandað erindi sem bar yf- irskriftina „All the women of the World“ um samstarfsverkefni ýmissa aðila til að bæta stöðu kvenna af er- lendum uppruna hér á landi og sagði frá viðburðum og þjónustu í Alþjóða- húsi í þágu innflytjendakvenna. Loks kynnti Matthildur Helgadóttir frá Ísafirði á skemmtilegan hátt tildrög þess að Vestfirðingar efndu til hinnar óhefðbundnu fegurð- arsamkeppni ,,Óbeisluð fegurð“ og sýndi kafla úr heimildarmynd um keppnina. Var hug- myndinni tekið fagn- andi, enda ögrar hún hefðbundnum gildum fegurðarsamkeppna. Var það samdóma álit þingfulltrúa að þessi hliðarviðburður ís- lenskra kvenna hefði vakið sérlega jákvæða athygli, enda einkennd- ist hann af róttækri af- stöðu til kvenfrelsis og sýndi glöggt að íslensk- ar konur eru komnar lengra en stöllur þeirra í mörgum öðrum löndum. Þáttur utanríkis- ráðherra Þá vakti vaskleg framganga utanrík- isráðherra okkar, Ingi- bjargar Sólrúnar Gísla- dóttur, verðskuldaða athygli á þinginu. Hún fullyrti að góð staða efnahagslífsins á Íslandi væri ekki síst vegna óvenju mikillar þátttöku kvenna í atvinnulífinu hér á landi. Þá gat hún greint frá því samdægurs á þinginu að ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla hefðu verið samþykkt á Alþingi þar sem m.a. var lögfest í fyrsta sinn að mark- mið þeirra laga væri að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni. Einnig lýsti hún því hve mikilvægt skref hefði verið tekið í jafnréttisátt með lögbindingu foreldraorlofs á Íslandi, enda erum við í fremstu röð hvað það varðar. Þátttaka íslenskra kvenna á þessu þingi vó þungt og undirstrikaði að við erum leiðandi þjóð á sviði jafnrétt- ismála þrátt fyrir að gera megi enn betur. Kvennaþing Sameinuðu þjóðanna Margrét Sverrisdóttir segir frá fundi Kvennanefndar Samein- uðu þjóðanna í New York Margrét Sverrisdóttir » Var það sam- dóma álit þingfulltrúa að þessi hliðarviðburður íslenskra kvenna hefði vakið sérlega jákvæða at- hygli. Höfundur er varaformaður Kvenrétt- indafélags Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.