Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áttunda mars árið 1979þustu íranskar konur út ágötur Teheran og mót-mæltu afturhvarfsbreyt- ingum sem áttu sér stað í landinu. Klerkarnir sem stigu inn í tómarúm byltingarinnar skömmu áður voru farnir að láta til sín taka. Ellefu árum síðar stofnuðu íslenskar konur Stíga- mót einmitt þennan sama dag en fram að því höfðu úrræði fyrir þol- endur kynferðisofbeldis hér á landi verið fremur takmörkuð. Konur um allan heim fagna alþjóð- legum baráttudegi kvenna í dag. Hann var fyrst haldinn hátíðlegur fyrir 97 árum, þegar kosningaréttur var takmarkaður við ákveðna hópa karla í flestum löndum heims, þar á meðal Íslandi. Fyrir fjórum árum sat ég á kaffi- húsi í Ho Chi Minh-borg í Víetnam og borðaði morgunmat þegar ég áttaði mig á hvaða dagur var runninn upp. Ég spurði afgreiðslustúlkuna strax hvort hún vissi um einhverja baráttu- fundi og þegar hún loksins skildi til hvers ég var að vísa fór hún að tala um kærastann sinn og blóm. Ég botnaði hvorki upp né niður enda vissi ég ekki þá að í sumum löndum, einkum fyrrverandi komm- únistaríkjum, hefur 8. mars þróast út í einhvers konar blöndu af konudegi og mæðradegi og er jafnframt op- inber frídagur. Ég fann „baráttu- fundinn“ og naut dagsins í hópi vina- legra Víetnama sem reyndu að útskýra fyrir mér poppaða menning- ardagskrá. En nóg um það. Hér á landi er mikið um að vera og vísa fundir dagsins bæði til ástands- ins heima fyrir og utan við landstein- ana. Fiðrildaviku UNIFEM lýkur formlega í dag en hún hefur verið til- einkuð baráttu gegn ofbeldi sem kon- ur verða fyrir. Af því tilefni er kjörið að líta aðeins yfir farinn veg og skoða breytingar sem hafa orðið á löggjöf um kynferðislegt ofbeldi. Þótti vænt um ráðherra Á 9. áratugnum var mikil vitund- arvakning um kynferðislegt ofbeldi en fram að því var ekki óalgengt að heyra kveðið við þann tón að slíkt of- beldi væri fátítt hér á landi og ætti helst bara heima í útlöndum. Kvennahreyfingin rauf þögnina, Kvennaathvarfið var stofnað og síðar Stígamót. Sérstök nauðgunarmálanefnd starfaði í fjögur ár og skilaði af sér tillögum að frumvarpi sem varð að lögum 1992 en hafði þá verið flutt tvisvar sinnum áður. Fyrir þann tíma var stuðst við lagasetningu frá 1940. Lagakaflinn hét þá skírlífisbrot, en ekki kynferðisbrot, og var meingall- aður. T.a.m. voru lagaákvæði um nauðgun kynbundin og þ.a.l. varðaði það hreinlega ekki við lög að nauðga körlum. Ekki voru miklar deilur um meg- inatriði frumvarpsins en mikið var rætt um orðalag, t.d. hvort fjalla ætti um menn eða manneskjur en frum- varpstextinn gerði upphaflega ráð fyrir því síðarnefnda. Kvennalistinn lagði jafnframt mikla áherslu á að taka út ákvæði um að refsivert væri að stunda vændi sér til framfærslu og bentu Kvennalistakonur á bága stöðu þeirra sem út í vændi leiddust. Þær fengu sínu ekki framgengt þá, en breytingarnar hafa nú náð í gegn. Þegar reynsla var komin á löggjöf- ina og á starfsemi Stígamóta fóru að heyrast gagnrýnisraddir, bæði frá kvennahreyfingunni og lögfræð- ingum sem fengu þessi mál á sitt borð. Skipting brota í nauðgun og misneytingu þótti vafasöm en um- talsvert minni refsing lá við því að brjóta á kynfrelsi manneskju sem ekki gat borið hönd fyrir höfuð sér, t.d. vegna ölvunar eða andlegrar fötl- unar. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skoð- aði kynferðisbrotakafla hegning- arlaganna í embættisprófsritgerð sinni í lögfræði árið 2005 og komst að þeirri niðurstöðu að hann verndaði ekki kynfrelsi. Ofbeldi eða hótun um ofbeldi væri aðalatriðið en ekki sjálf- ur verknaðurinn, þ.e. kynferðisleg árás, og mikið væri gert úr við- brögðum þolanda ofbeldisins. Sam- þykki brotaþolans eða vilji hans virt- ist skipta minna máli. Krafan um heildarendurskoðun á kynferðisbrotakaflanum varð sífellt háværari. Þegar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra tilkynnti í maí 2005 að ráðist yrði í endurskoðun var það mikið fagnaðarefni og talskona Stígamóta sagði að sér þætti allt í einu „óskaplega vænt um dóms- málaráðherrann okkar“. Fram til þess hafði fátt í orðum ráðherrans gefið til kynna að ráðist yrði í heildarendurskoðun. Aðeins nokkrum mánuðum áður sagði hann í samtali við Morgunblaðið að hafa mætti skilning á misneytingarákvæð- inu. Brotavilji þess sem bryti mót- spyrnu á bak aftur eða lamaði hana með hótunum virtist sterkari og fórn- arlambið þyrfti þá að auki að þola of- beldið og upplifa verknaðinn. Ennþá langt í land Fyrir þessu þingi liggja tvö frum- vörp sem varða kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. Annars vegar hef- ur Atli Gíslason lagt til breytingar á nauðgunarákvæðinu þannig að verknaðarlýsingin sé alveg tekin út. Hins vegar hefur Kolbrún Halldórs- dóttir, ásamt þingmönnum þriggja flokka, lagt fram frumvarp um að kaup á vændi verði gerð ólögleg en það hefur verið lagt fram nokkrum sinnum áður og ekki fengist sam- þykkt. Þá er reglulega rætt hvort skil- greina eigi heimilisofbeldi í lögum með tilliti til sérstöðu þeirra ofbeld- isbrota og þess að erfitt sé að með- höndla þau á sama hátt og líkams- árásir úti á götu. Íslenskt réttarkerfi á enn langt í land með að taka á kynbundnu of- beldi svo sómi sé að. Réttlát löggjöf er fyrsta skrefið. 8. mars: Löggjöfin er fyrsta skrefið ÞINGBRÉF Halla Gunnarsdóttir Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is SPARNAÐUR hefur verið of lítill í íslensku hagkerfi en hann má örva með innlendu skulda- fjárútboði. Það myndi styrkja eigið fé Seðla- banka Íslands en þar að auki ætti að auka gjald- eyrisvaraforðann þannig að hann nemi 250 milljörðum. Þetta er mat þingflokks Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs sem kynnti drög að frumvarpi um ráðstafanir í efnahags- málum á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði óumflýjanlegt að taka ástandið í hagkerfinu al- varlega og að stjórnvöld yrðu að skerast í leik- inn. Alvarlegust væri hættan á gjaldeyrisþurrð. „Við verðum að horfast í augu við að við erum enn að reka landið með 12 til 15 milljarða króna viðskiptahalla á mánuði,“ sagði Steingrímur og áréttaði að eigið fé Seðlabankans væri lítið. „Það væri hægt að færa verulegt fé inn í Seðlabank- ann sjálfan og styrkja hann sem sjálfstæða stofnun.“ Vinstri græn leggja m.a. til að ríkisstjórnin bjóði út sérstök sparnaðarskuldabréf, að há- marki 2 milljónir króna á einstakling, til al- mennrar sölu og að vaxtatekjur af þeim yrðu undanþegnar fjármagnstekjuskatti. Þá vill flokkurinn koma á þjóðhagsráði sem á að veita stjórnvöldum ráðgjöf og meta horfur í þjóðarbú- skapnum. Bæta þurfi fjárhagsstöðu illa settra sveitarfélaga og stöðva um sinn frekari stóriðju- og stórframkvæmdir og stjórna þeim síðan. Ekki lyfta pilsinu fyrirfram Aðspurður hvort ríkissjóður eigi að taka fallið af bönkunum ef illa fer sagði Steingrímur for- sætisráðherra og viðskiptaráðherra hafa verið dálítið glannalega í að „dusta pilsfaldinn“. „Ég held að það eigi ekki að gera það fyrirfram, að lyfta upp pilsinu og segja að bankarnir séu vel- komnir undir það um leið og eitthvað bjátar á. Þeir verða auðvitað að standa ábyrgir fyrir sín- um hlutum og sinni framgöngu á undanförnum árum,“ sagði Steingrímur en áréttaði að þegar í harðbakka slægi ætti að sjálfsögðu að reyna að verja allt fjármálakerfið fyrir áföllum. Morgunblaðið/Kristinn Meiri pening VG vill auka eigið fé Seðlabankans um allt að 80 milljörðum til að verja krónuna fyrir sveiflum og auka tiltrú á gjaldmiðlinum. Sparnaður verið of lítill á Íslandi Í HNOTSKURN » Tillögur VG myndu leiða til 14,3 millj-arða króna útgjalda á þessu ári og næsta. » 5 milljarðar færu í til sveitarfélaga ogjafnmikið til jöfnunaraðgerða en 3 milljarðar í að örva nýsköpun og auka fjöl- breytni í atvinnumálum. » 100 milljónir eru áætlaðar til eflingarFjármálaeftirlitsins og 200 til umhverf- isaðgerða. JAFNRÉTTISLAUNAPOTTAR – tilraun til leiðréttingar var yfirskrift erindis sem Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, flutti á ráð- stefnu um launajafnrétti sem samtök á vinnu- markaði stóðu að sl. fimmtudag. Fjallaði hann um reynsluna af tilraun, sem samið var um í kjarasamningum SFR og ríkisins, um að kanna launamun sambærilegra starfa SFR- félaga innan hverrar stofnunar fyrir sig. Önn- uðust samstarfsnefndir í hverri stofnun fyrir sig verkið, sem fólst m.a. í starfsmatsflokkun. Fram kom í máli hans að 65 hefðu skilað niðurstöðum en 33% stofnana skiluðu hins vegar ekki niðurstöðum. Í ljós kom að karlar fengu hærri heild- arlaun á 36 stofnunum en konur. Konur fengu hærri laun á fimm stofnunum. Heildarlauna- greiðslur kvenna voru 21% lægri en greiðslur karla. Taxtalaun karla voru 67% af heildar- greiðslum þeirra en hlutfallið var 79% af laun- um kvenna. Að yfirvinnu o.fl. frátöldu var launamunur kynjanna um 15%, að sögn Árna. Þá kom sérstaklega á óvart að 32 sam- starfsnefndir töldu að ekki væri um kynbund- inn launamun að ræða hjá þeim stofnunum sem þær fjölluðu um. Árni ræddi kosti og galla þessa verkefnis og sagði ljóst af reynslunni að verkefnið hefði verið allt of snúið fyrir samstarfsnefndirnar. Árni sagði almennt um niðurstöðurnar að launamunur á milli kynjanna væri sennilega miklu minni innan hverrar stofnunar fyrir sig heldur en þegar á heildina væri litið. Allt að 25% munur Í erindi sínu tiltók Árni dæmi af launa- málum hjá ellefu sýslumannsembættum. Upp- byggingin er mjög svipuð hjá embættunum, þar sem konur eru mun fleiri í almennu skrif- stofustörfunum og karlar í stjórnunarstöðun- um. Af ellefu skrifstofustjórum hjá embætt- unum voru sex karlmenn og fimm konur. „Það var bara í einu tilfelli af þessum ellefu þar sem kona komst inn í karlahópinn,“ sagði Árni um launadreifinguna og bætti við að launamun- urinn sem í ljós kom hefði verið á bilinu 24% til 25%. Árni sagði að hugmyndin um launapotta gæti verið mjög góð skammtímalausn þar sem hún gengi út á að samið væri um í kjarasamn- ingum að taka frá ákveðnar fjárhæðir til þess að leiðrétta launamun á milli karla og kvenna. Árni benti einnig á í erindi sínu að atvinnu- rekendur ættu að vera í góðri aðstöðu til þess að leiðrétta launamun kynjanna því allar upp- lýsingarnar væri að finna í launakerfum þeirra. „Maður hefur oft velt því fyrir sér þeg- ar skipaðar eru nefndir og hópar til að skoða þetta fram og til baka, að bæði fjármálaráðu- neytið og sveitarfélögin hafa þetta allt sam- an,“ sagði Árni og benti á að þrátt fyrir þetta þekkti hann dæmi þess að eitt sveitarfélag hefði gert launakönnun hjá sjálfu sér og kom- ist að þeirri niðurstöðu að til staðar væri 6% launamunur. Heildarlaun kvenna 21% lægri Morgunblaðið/Frikki Fundur um aðgerðir til að ná launajafnrétti þótti takast vel. Hann var haldinn í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Í HNOTSKURN »Fjallað var um aðferðir til að ná launa-jafnrétti, um kosti þeirra og galla og nýjar hugmyndir á fundi sem samtök launafólks stóðu fyrir í vikunni. » Í umfjöllun SFR kemur fram að kjarak-annanir SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar hafi leitt í ljós að kyn- bundinn munur á dagvinnulaunum væri½ enginn hjá St.Rv., en 4,5% hjá SFR. »Þegar heildarlaun voru skoðuð kom íljós að kynbundinn launamunur hjá St.Rv. mældist 14,9% (fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar) en 14,7% hjá SFR. Launamunur er meiri á milli stofnana en innan einstakra stofnana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.