Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 31 KYNBUNDIÐ ofbeldi er eitt al- gengasta mannréttindabrot sem framið er og þar með er eitt stærsta verkefni samtímans að uppræta það. Þótt ofbeldið geti vissu- lega bitnað á báðum kynjum eru það þó að yfirgnæfandi meiri- hluta til konur sem fyr- ir því verða. Talið er að allt að helmingur kvenna verði fyrir of- beldi, oftast af hendi nákomins aðila ein- hvern tímann á lífsleið- inni og er það mun al- gengara en árás eða nauðgun ókunnugra. Að sama skapi er slíkt ofbeldi alvarlegasta heilbrigðisvandamál sem konur þurfa að glíma við, bæði andlega og líkamlega. Mannréttindabrotin sem felast í kynbundnu ofbeldi stríða gegn grundvallarinntaki alþjóðlegra yf- irlýsinga og samninga um mannrétt- indi sem kveða á um jafnrétti, öryggi, frelsi, mannhelgi, virðingu og reisn. Á vettvangi Evrópuráðsins er það mannréttindasáttmáli Evrópu og fé- lagsmálasáttmáli Evrópu sem hafðir eru til hliðsjónar við umfjöllun um kynbundið ofbeldi. Unnið gegn ofbeldi Evrópuráðið og Evrópuráðsþingið hafa beitt sér með margvíslegum hætti undanfarna þrjá áratugi fyrir aðgerðum til að stemma stigu við þeirri hindrun sem of- beldi karla gegn konum er í vegi mannöryggis, lýðræðis og hagsældar. Sem dæmi má nefna að í lok nóvember 2006 hóf Evrópuráðið umfangs- mikla herferð gegn kynbundnu ofbeldi og stendur hún til loka apríl á þessu ári en Evr- ópuráðsþingið og sveit- arstjórnarþing Evr- ópuráðsins eru einnig virkir þátttakendur. Þegar kemur að opinberri stefnu- mótun og refsilöggjöf er ein helsta áskorun baráttunnar gegn ofbeldinu fólgin í því hversu falið vandamálið er innan veggja heimilisins. Fórnarlömb ofbeldisins eru iðulega niðurbrotin á sál og líkama og treysta ekki kerfinu, ef svo má að orði komast, heldur leita í mesta lagi til ættingja og vina um aðstoð. Nauðsynlegt er því að breyta samfélagslegum viðhorfum þannig að ofbeldið sé fordæmt og réttur kvenna til lífs án ofbeldis áréttaður sem sam- félagsleg skylda þar sem konur geta treyst því að geta lifað í öryggi. Til að vekja athygli á alvarleika málsins hefur Evrópuráðsþingið gef- ið út handbækur og annað efni og dreift meðal þingmanna sem svo aft- ur nýta það í sínu heimalandi en þing- ið sækja 636 þingmenn og varaþing- menn, auk starfsmanna og gesta. Markmið herferðarinnar er að vekja almenning í aðildarlöndum Evr- ópuráðsins og þingmenn sem fulltrúa almennings til vitundar um að kyn- bundið ofbeldi er misbeiting á valdi og eitt alvarlegasta mannréttinda- brot í heiminum. Slíkt ofbeldi gengur í berhögg við grundvallarhugsjónir Evrópuráðsins um mannréttindi og lýðræði og er aldrei réttlætanlegt. Jafnréttisnefnd Evrópuráðsþings- ins heldur utan um herferðina hjá þinginu. Jafnréttisnefndin, sem stofnuð var árið 1989, fjallar um jafn- réttismál í víðum skilningi, kvenrétt- indi og baráttuna gegn ofbeldi gegn konum. Hún berst fyrir aukinni þátt- töku kvenna á öllum sviðum sam- félagsins. Á síðustu tveimur árum hefur nefndin einnig beitt sér mikið í málefnum sem lúta að mansali og vændi. Það er ánægjulegt að Samein- uðu þjóðirnar hafa nú ákveðið að hrinda af stokkunum um margt hlið- stæðu átaki. Evrópuráðsþingið var stofnað 1949 og eiga alls 47 ríki aðild að því. Hlut- verk þess er að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og meg- inreglur réttarríkisins. Því er ætlað að beina tilmælum til Evrópuráðsins um aðgerðir, auk þess sem það sinnir kosningaeftirliti, velur dómara til setu í Mannréttindadómstól Evrópu og stendur fyrir umræðu og herferð- um um ákveðin mál. Staða mála hér á landi Þótt ýmislegt hafi verið gert hér- lendis til að stemma stigu við kyn- bundnu ofbeldi þarf að gera miklu betur. Sérstök aðgerðaáætlun gegn heimilis- og kynferðisofbeldi var sam- þykkt árið 2006 með gildistíma til árs- ins 2011. Áætlunin, sem kveður á um 37 aðgerðir og skilgreinir hver eigi að framkvæmda hvaða aðgerð innan hvaða tímaramma, byggist á tillögum frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Íslandsdeild Amnesty International, Samtökum um kvennaathvarf, Stíga- mótum og UNIFEM á Íslandi. Sam- hliða hefur átt sér stað endurskoðun á gildandi löggjöf, boðið er upp á aukna aðstoð til handa fórnarlömbum ofbeldis og meðferðarúrræði til að að- stoða ofbeldismenn við að komast út úr vítahring sinnar hegðunar. Verk- efnið „Karlar til ábyrgðar“ er dæmi um slík meðferðarúrræði og er það í anda ákalls Evrópuráðsþingsins til karla þar sem þeir eru hvattir til að leggja baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi lið. Undirritaður dregur ekki dul á að hann hefði viljað sjá gripið til róttæk- ari úrræða en enn hafa litið dagsins ljós í baráttunni hér heima fyrir. Lög- gjöf sem gerir kaup á kynlífsþjónustu refsiverð, ákvæði sem gera kleift að fjarlægja ofbeldismanninn af heim- ilinu í stað þess að fórnarlambið verði að flýja og fleira í þeim dúr er þar á meðal. En mikilvægast er að horfast í augu við og viðurkenna allt það sem ógert er til að ofangreindum mann- réttindabrotum linni, og að sofna aldrei á verðinum. Líf án ofbeldis: réttur okkar allra Steingrímur J. Sigfússon skrif- ar um baráttuna gegn kyn- bundnu ofbeldi »Mikilvægast er að horfast í augu við og viðurkenna allt það sem ógert er til að ofan- greindum mannrétt- indabrotum linni … Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er formaður nefndar Evrópuráðsþingsins um jöfn tækifæri kvenna og karla, jafnréttisnefndar EINU sinni fyrir löngu um það leyti sem landið var numið var til lækur sem hét Rafta- lækur. Einn daginn bólgnaði lækurinn út og hét eftir það Almanna- fljót. Það rann áfram niður í byggðina sem heitir Fljótshverfí og tók síðar nafn af því og var kallað Hverfisfljót. Margt og mikið hefur á daga fljótsins drifíð í meira en 1.100 ár. En fljótið er ofurselt dynt- um elda og jökla enda ekki langt frá einum af heitustu reitum jarð- arinnar og á sjálft upp- tök sín í sjálfum Vatna- jökli, Síðujökli. Hann á það til að spretta úr spori á um 30 ára fresti. Þá finnst fleirum en fljótinu gaman, en und- an jöklinum koma fyrstu drög Hverfísfljóts, ótal kolmórauðar ár og læk- ir. Að vetri verður rennslið lítið, þegar jökullinn heldur á sínu en verður að úfnu fljóti í vatns- veðri og leysingum. Mesti örlaga- valdur í lífí fljótsins var hins vegar þegar eldar loguðu á gígastjaka sum- arið 1783. Fljótið hvarf eins og Skaftá hafð gert fyrr um sumarið en það átti líka hyldjúpt og mikilfenglegt ham- ragljúfur eins og Skaftá. Jón Stein- grímsson neytti færist og gómaði selafjöld í ósnum. Var það mikil bú- bót og mun mýkra undir tönn en holt- arætur og harðasægj- ur. En hvað varð um fljótið? Hraun- straumur hafði fallið í gljúfur þess og þar sauð á keipum. Sá fyrsti streymdi fram eins og rennandi vatn. Hraunstraumarnir voru ekki einn eða tveir heldur fjórir og var síðasta eldhlaupið mest. Fljótið varð að fínna sér nýjan farveg. Það færði sig austur fyrir Hnútu þar sem það dengist í flúðum og fossum og grefur nú og grefur yngsta árgljúf- ur sögunnar. Hvílíkur dugur á 225 árum. Er einhvers staðar fljót sem á sér slíka sögu? Á Prestbakka skráði eld- klerkurinn: „Fullkomið skrif um Síðueld“ en áður hafði hann skrifað: „Einföld og sönn frásögn um jarð- eldshlaupið í Skaftafellssýslu“. Dag- bókarskrif geta orðið að vísdóms- perlum og skemmtilestri. Eiturgufur bárust til annarra landa. Benjamín Franklín, þá í París, grunaði að eldur á Íslandi væri orsök þeirra. S.P. van Swinden, eðl- isfræðiprófessor í Hollandi, skráði at- burðarás þurru þokunnar. Hann sagði að fólk með viðkvæm lungu hefði þá tilfinningu að verið væri að brenna brennisteini. Grös bliknuðu um alla Evrópu. í Skandinavíu og Alaska sést að það dró úr vexti trjáa. Hungursneyð fylgdi í kjölfarið, jaf- hvel í Egyptalandi. Veturinn 1783-84 var sá kaldast bæði í Evrópu og N- Ameríku. Missisippi-fljót lagði sem aldrei fyrr. í tímaritinu Jökli no. 53,2003 er ítarleg úttekt á hamför- unum og atburðarásinni með 88 til- vitnum, erlendum og innlendum. Greinarnar eru á ensku. Er hægt að fara sömu höndum um Hverfisfljót og bæjarlæk? Fljótið, sem hefur ver- ið svo stolt. Mikið þótti því gaman þegar Gnúpa-Bárður fór þar um og löngu síðar sporgöngumenn hans og eins árið 1912 þegar Ásgrímur málaði ólgu þess í Bárðarskarði. Sjá framtíð- arsýn um bæjarlækinn Hverfisfljót á www.vgkhonnun.is eða www.iov.is. Austur-Skaftfellingar eiga sína Jöklasýningu. Hvar er Eldsetur Vestur-Skaftfellinga? Eiga þeir ekki sögu og jarðminjar sem tilheyra mannkyninu? Lækurinn og fljótið Bergþóra Sigurðardóttir skrifar um lækinn sem fann sér síðar nýjan farveg Höfundur er læknir á eftirlaunum. (bergkristall@simnet.is.) Bergþóra Sigurðardóttir »Mesti ör- lagavaldur í lífi fljótsins var hins vegar þeg- ar eldar loguðu á gígastjaka sumarið 1783. 27. FEBRÚAR fylgdi ég til grafar Jóni Hilmari Sigurðssyni, fyrrver- andi samkennara mínum í Þroska- þjálfaskóla Íslands. Góðar minning- argreinar birtust um Jón í Morgunblaðinu. Þar fjalla vinir og ættingjar um Jón og lýsa honum vel svo að engu er við að bæta. Þegar Jón var ungur maður slasaðist hann og var í hjólastól æ síðan. Mig lang- ar til að ítreka og árétta hans góða fordæmi að láta fötlunina ekki aftra sér í lífsþátttöku. Hann sýndi ótrú- lega hæfni til þess að vera sjálf- bjarga. Þrek hans og úthald var með ólíkindum. Minnisstætt er þeg- ar hann kom á bílnum sínum og dró sig svo með höndum upp og niður stigana svo að hann gæti stundað sína kennslu sem fór fram á þriðju hæð og engin lyfta í húsinu þá. Ég tel að hann hafi með aðkomu sinni og tilvist lagt ómælt lóð á bar- áttuvog fyrir bættu aðgengi fatlaðra þó að enn sé langt í land. Falleg er minningargreinin sem nemendur hans í Hvaleyrarskóla skrifa og veit ég að Jón á skilið allt það hrós sem í greininni stendur. Hann var glaður og góður, hafði trú á nemendum sínum og var umhug- að um að þeir lærðu og nemendum hans þótti vænt um hann. Í minn- ingargrein Gísla bróður Jóns kemur ljóslega fram hversu slítandi kennslustarfið er. Raunar er það er- indi mitt með þessum skrifum að fordæmi Jóns megi vera okkur áminning. Við uppalendur eigum verk að vinna að leiða börnin okkur til þroska svo að þau megi sýna háttvísi og bera virðingu fyrir sjálf- um sér og þeim sem eru þeim upp- hyggjusamir. Gagnkvæmrar virð- ingar er þörf. Fordæmi Jóns sé kennurum leiðarljós í störfum. Kennarastarfið er mikilvægt og ber að meta að verðleikum. Megi að- koma og þrek Jóns Hilmars Sig- urðssonar vera okkur kennurum varða í baráttunni fyrir bættum kjörum. ÞÓREY KOLBEINS, Sogavegi 170, Reykjavík Í minningu Jóns Hilmars Sigurðssonar Frá Þóreyju Kolbeins Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Á UNDANFÖRN- UM áratugum hefur meðferð margra al- gengra, bráðra sjúk- dóma breyst mikið til batnaðar. Dánartíðni hefur því minnkað og afleiðingar þessara sjúkdóma á líf sjúk- linga hafa með tímanum orðið minni. Þetta hefur leitt til þess að fólki með langvinna sjúkdóma hef- ur fjölgað, sjúkdóma sem hægt er að halda niðri að nokkru leyti, en setja þó vissulega mark sitt á lífs- hætti og getu. Eðli málsins samkvæmt er þessi aukning mest hjá öldruðu fólki. Heldur hefur gengið erfiðlega að laga heilbrigðiskerfið að þesum að- stæðum. Sem dæmi um það má nefna skipulag nýja háskólasjúkra- hússins. Þar er sjúklingum með langvinna sjúkdóma að sumu leyti ýtt til hliðar með því að gera ekki ráð fyrir endurhæfingar- eða öldr- unarlækningum á sjúkrahúslóðinni nema að litlu leyti. Þessi stóri hópur fólks á undir högg að sækja á ýmsa vegu. Það er t.d. alvarlegt áfall fyrir fólk með langvinna líkamlega sjúkdóma að fá geðsjúkdóm samhliða. Þetta get- ur skert lífsgæðin verulega. Undir þessum kringumstæðum er grein- ing og meðferð geðsjúkdóma tals- vert öðruvísi en hjá yngra og ann- ars frískara fólki. Sum einkenni líkamlegra sjúkdóma eru óþekkj- anleg frá tilsvarandi einkennum geðsjúkdóma. Á sama hátt eru sumar aukaverkanir lyfja óþekkj- anlegar frá sumum einkennum geðsjúkdóma. Til að bæta gráu of- an á svart getur lyfjameðferð við geðsjúkdómnum gert suma lík- amlega sjúkdóma verri. Flækju- stigið er því hátt. Vegna þessara aðstæðna hefur sérhæfð þjónusta fyrir aldrað fólk með geðsjúkdóma verið sett á stofn í öllum löndum í kringum okkur. Hér á landi er nýlega kom- inn vísir að slíkri þjónustu. Í nokkra mánuði hefur verið starf- rækt göngudeild á Landakoti fyrir aldrað fólk með geðsjúkdóma og tekur deildin við sjúklingum eftir tilvísun annarra lækna. Deildinni er fyrst og fremst ætlað að taka á móti þeim sem hafa marga sjúk- dóma, óljós einkenni eða þar sem venjuleg meðferð hefur ekki borið árangur. Í sumum tilvikum hagar sjúkdómurinn sér þannig að með- höndlun á göngudeild er ekki möguleg og tímabundin innlögn verður nauðsynleg. Erfitt hefur reynst að meðhöndla þessa sjúk- linga á almennum deildum há- skólasjúkrahússins, bæði vegna þess að þar er ekki pláss og einnig hefur starfsfólkið ekki reynslu til að takast á við þessi sérstöku vandamál. Í flestum löndum eru starfræktar deildir sem eru sér- hæfðar fyrir þennan sjúklingahóp og er árangurinn ótvíræður. Áætl- un um slíka deild hér á landi liggur fyrir en ákvörðun um fjármögnun á rekstri hennar hefur ekki verið tekin. Núverandi ríkisstjórn hefur það á stefnuskrá sinni að hlúa að öldr- uðum. Stofnun sérhæfðrar legu- deildar fyrir aldrað fólk með geð- sjúkdóma yrði vissulega í samræmi við þá stefnu. Geðþjónusta fyrir aldraða Hallgrímur Magn- ússon og Jón Snæ- dal skrifa um aldr- að fólk og geðsjúkdóma Jón Snædal » Í flestum löndum er starfrækt sér- hæfð þjónusta fyrir aldrað fólk með geð- sjúkdóma. Hér á landi er á öldr- unarsviði LSH kom- inn vísir að slíkri þjónustu. Höfundar eru starfandi læknar við öldrunarlækningadeild LSH á Landakoti. Hallgrímur Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.