Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 33 Eitthvað það besta í lífinu er að eiga góða vini. Þetta sagði Árni Helgason við mig í afmælisspjalli sem við áttum í tilefni sjötugs- afmælis hans í mars 1984. Árni átti auðvelt með að kynnast fólki – og það varð gjarnan vinir hans upp frá því. Árni í Hólminum var þjóðþekkt- ur maður þegar ég hitti hann fyrst í byrjun áttunda áratugarins. Við komum inn á heimili þeirra Ingi- bjargar í Pósthúsinu í Stykkishólmi nokkrir vinir Gunnlaugs úr Borg- arfirðinum. Sú dagstund gleymdist ekki. Heimilið fallegt og heim- ilisfólkið einstaklega hlýtt og gef- andi. Árni fagnaði mér sem gömlum vini þegar ég heimsótti hann á Pósthúsið í mars 1984 til að taka við hann viðtal fyrir Morgunblaðið. Til- efnið var að hann var sjötugur að láta af störfum sem stöðvarstjóri Pósts og síma. Viðtalið var auðvelt fyrir blaðamanninn. Árni var ákaf- lega minnugur og átti gott með að segja frá, eins og ávallt. Mér er það minnisstætt að þegar erindinu var lokið og komið að kveðjustund sett- ist Árni við ritvélina og skrifaði nokkrar fréttir úr Hólminum, til að nota ferðina. Það var ekki verið að liggja of mikið yfir hlutunum, held- ur framkvæmt. Árni var fréttaritari Morg- unblaðsins í Stykkishólmi í rúm fimmtíu ár og þótti vænt um sam- starfið við starfsfólk Morgunblaðs- ins. Ræktaði hann það vel, meðal annars með bréfaskriftum og reglulegum heimsóknum á rit- stjórnina alveg fram á síðasta ár. Í gömlum bréfum frá honum sé ég að hann hefur bæði verið að hæla blaðinu og hvetja okkur til dáða – og til að minna á fréttir sem ekki voru birtar. Sjálfum þykir mér vænt um persónulegar kveðjur sem ég fékk frá Árna af ýmsu tilefni. Árni Helgason var stofnfélagi Okkar manna, félags sem fréttarit- arar Morgunblaðsins á landsbyggð- inni stofnuðu á árinu 1985. Stofn- fundurinn var haldinn í sal kráar einnar í miðbænum. Ég man að Árni hringdi til að spyrja mig að því hvort það væri vit í því að halda fundinn á þessum stað. Hann kom skoðunum sínum á staðarvalinu á framfæri með því. En hann mætti á stofnfundinn og setti svip sinn á marga fleiri fundi í félaginu. Stjórn félagsins sýndi Árna þann virðing- arvott að gera hann að heið- ursfélaga um það leyti sem hann varð 75 ára og fann ég að honum þótti vænt um það. Það sást vel í afmælisveislunni sem Árni hélt á níræðisafmæli sínu fyrir tæpum fjórum árum hversu vinahópurinn var stór og hversu þræðir hans lágu víða um þjóðfé- lagið. Þarna var fólk sem Árni hafði kynnst í félagsmálum, stjórnmálum og atvinnulífi, auk annars. Ég held að ekki leiki margir það eftir að fá hátt í fjögur hundruð gesti í níræð- isafmælið sitt. Afmælisbarnið sleit hófinu með því að flytja gamanvísur og ljóð sem hann orti vegna afmæl- isins. Þetta er ógleymanleg minn- ing um Árna Helgason. Hann var svo sannarlega „engum líkur“ eins og vel kemur fram í endurminn- ingum Árna sem bera þennan titil. Við leiðarlok vil ég færa Árna þakklæti starfsfólks Morgunblaðs- ins fyrir hans góðu störf fyrir blaðið og vináttu í öll þessi ár. Ástvinum hans sendi ég okkar innilegustu samúðarkveðjur. Helgi Bjarnason. Engum líkur góðu hæfileika í farsælum störfum og félagslífi svo víða, þá var hann líka Eskfirðingur af lífi og sál, þar sögðu ættarræturnar ríkulega til sín. Æsku- byggðin honum hjarta kær svo sem ljóð hans bera gleggst vitni, hann rækti af trúmennsku tengslin við fjörð og fólk, raunar við Austfirðinga almennt. Hann var einstaklega frændrækinn og vinmargur var hann með afbrigðum, þekkti ótrúlega marga, umtalsgóður svo af bar. Hann vildi leysa hvers manns vanda, lét þar ekki sitja við orðin tóm, margir áttu honum mikla þökk að gjalda og sem dæmi má nefna að í ferðum til Reykjavíkur fór hann um árafjöld í heimsóknir á elliheimili og sjúkrahús til vina sinna. Árni var mikill og trúfastur sjálf- stæðismaður, en þrátt fyrir sterkar skoðanir virti hann annarra viðhorf og lét þau í engu spilla kunningsskap né vináttu og þykist ég geta nokkuð dæmt þar um. Þegar hann kom í heimsókn til konu minnar hér syðra þá sagði hún: Hann Árni var svo skemmtilegur, það var svo gaman að fá hann í heimsókn. Þessi orð lýsa honum mæta vel, það var mannbætandi að eiga við hann orð. Við bindindismenn kveðjum hinn vaska og vökula baráttufélaga með hlýrri þökk fyrir það hve hann var hreyfingu okkar dýrmætur. Við hjónin kveðjum hugumkæran frænda og vin með einlægu þakklæti fyrir svo margt og sendum börnum hans og öllu þeirra fólki innilegar samúðarkveðjur. Árni var einlægur trúmaður. „Ég á barnatrúna mína enn,“ sagði hann eitt sinn við mig, í þeirri trú lifði hann og kvaddi eftir góðan dag margra vænna verka. Megi óskir okkar fylgja honum á þá ódáinsakra eilífðarinnar sem hann trúði að biðu hans. Far vel frændi og vinur. Helgi Seljan. Mig langar til þess að minnast frænda míns Árna Helgasonar í fáein- um, fátæklegum orðum. Árni var Eskfirðingur og minntist oft æskustöðva sinna, sem honum þótti innilega vænt um. Árni Helga- son var sérstakur persónuleiki, í raun alveg sérstakur maður, prýðisvel greindur, viljasterkur og heill í skoð- unum. Hann var einnig einlægur trúmað- ur og ég hitti hann eigi sjaldan á kristilegum mótum í Vatnaskógi á meðan þau voru haldin þar. Hann var stórhuga hugsjónamaður, góður góð- templari og bindindishugsjónin átti hug hans allan. Hann var alla ævi trúr Góðtempl- arareglunni og kom oft á fundi hennar og hátíðir hér í Reykjavík. Hann tók þátt í stúkustarfi á Eskifirði bæði í barnastúku og undirstúkunni Björk sem um tíma var allöflug stúka. Í Stykkishólmi var hann t.d. gæzl- umaður barnastúkunnar Bjarkar síð- an 1951 og þegar stúkan Helgafell var stofnuð 1952 var hann strax á fyrsta fundi hennar kjörinn umboðsmaður stórtemplars. Árni gegndi með mikl- um ágætum ýmsum trúnaðarstörfum um ævina, en kunnastur er hann sem póst- og símstjóri í Stykkishólmi og fréttaritari Morgunblaðsins og Ríkis- útvarpsins um árafjöld. Á meðan foreldrar mínir voru á lífi kom Árni nokkrum sinnum í heimsókn til þeirra hér og var ávallt aufúsugest- ur en hann var þá að heimsækja frændfólk og sveitunga sína. Eftir lát þeirra fækkaði heimsóknunum því miður, en Árna hitti eg hins vegar oft, þegar hann var hér á ferðalagi og svo að sjálfsögðu á stúkuþingum. Árni lá aldrei á skoðunum sínum, hann ritaði margar greinar um bind- indismál. Hann var maður skemmti- legur, átti létt með að yrkja, mest þó gamanvísur, fór með gamanmál og gamanvísur sínar og flutti vel. Árni prédikaði í raun með fram- komu sinni og hann vildi beina öðrum inn á hollar brautir, hann tamdi sér gott og jákvætt hugarfar og vissi að á því byggist einmitt farsæld mannsins. Árni trúði því líka að eitthvað væri á bak við yztu sjónarrönd – nú hefir hann fengið fullvissu þessa. Við sem eftir stöndum á ströndinni sjáum nú á bak góðum dreng, vini og félaga. Eg samhryggist einlæglega börnum hans og þeirra fólki svo og hinum mörgu vinum hans – en minn- ingin um góðan og ástríkan vin er gulli dýrri og huggun í harmi. Björn G. Eiríksson. Kær föðurbróðir minn Árni Helga- son er látinn. Hann var einn af hetjum þessa lands, þó ekki væri meira sagt. Hann var ekki hávaxinn maður, en hann var sannkallað stórmenni, sem hafði sterkan persónuleika til að standa á skoðunum sínum þegar mál- efnin eru umdeild, en það gerði hann og hafði sigur. Árni var fæddur á Eskifirði sem hann unni alltaf bæði í ræðu og riti, ásamt Stykkishólmi, þar sem hann bjó alla tíð ásamt fjölskyldu sinni. Ég var ungur að árum þegar ég fékk að heimsækja Árna og Ingibjörgu konu hans í Hólminn, ég fékk að dvelja hjá þeim í nokkra daga. Það vakti at- hygli mína hve gestrisin þau voru og hvað marga hann kom með heim til sín sem hann rakst á, á leið heim af póst- húsinu. Þá kom til kasta hennar Ingi- bjargar, sem á örskammri stund fram- reiddi ljúffenga rétti fyrir gestina. Gestrisnin var með ólíkindum á heimili þeirra hjóna og kærleikurinn ofar öllu. Það lýsti því best þegar Árni minn stóð við kistu konu sinnar og flutti ljóð, sem hann hafði ort um lífshlaup þeirra og væntumhyggju hans til hennar. Það var stund sem aldrei gleymist þeim sem á hlýddu. Árni var heill í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur. Hvort sem hann, sem ungur maður, lagði leið sína til að skemmta öðrum, eða ræða málefni líðandi stundar. Hann orti gamanvís- ur, flutti erindi í útvarp, skrifaði í dag- blöðin, gaf út ljóðabók og var oft drif- fjöður í sinni heimabyggð öðrum til gagns og gamans. Hann skrifaði mikið í Moggann, og þær voru ekki fáar greinarnar sem hann skrifaði til þess að benda sam- ferðamönnum sínum á, hve óhollt væri að neyta hverskonar fíkniefna og sér í lagi barðist hann á móti neyslu brennivíns, sem hann taldi byrjun á meiri neyslu. Allir vita að Árni hafði á réttu að standa og sem betur fer eru til menn, sem munu áfram bera kyndil bindind- ismarkmiða á Íslandi og hjálpa sam- ferðamönnum inn á réttar brautir. Við hjónin og börnin okkar þökkum kærum frænda innlegg hans í líf okk- ar og allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Börnum hans og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Megi minningin um stórmennið Árna Helgason lifa. Friðrik Georgsson. Fjölmargar góðar minningar rifjast upp þegar nokkur orð eru sett á blað í minningu Árna Helgasonar í Hólmin- um og þá um leið Ingu frænku eig- inkonu hans þegar þau eru nú bæði horfin héðan. Það er eiginlega ekki hægt að skilja þau að í minningunni en þau hjón voru á vissan hátt nokkur ör- lagavaldur í lífshlaupi undirritaðs. Þrátt fyrir erfiðar samgöngur á þeim árum sem við systkinin vorum að alast upp vestur á Rauðasandi þá voru góð kynni milli okkar og frændfólksins í Hólminum. Þau komu í heimsókn og bréf voru send á milli okkar krakk- anna. Þær systur, mamma og Inga, voru nánar og töluðu oft saman. Þann- ig stóð á sumarið 1966 að óvissa var með framhald á skólagöngu undirrit- aðs eftir að skyldunámi var lokið. Að- stæður voru þannig víða í afskekktum sveitum á þeim tíma að það var ekki alltaf auðvelt fyrir foreldra að koma krökkum í skóla fjarri heimilinu. Þess- ar aðstæður bárust í tal milli þeirra systranna síðsumars. Þau Árni og Inga þurftu ekki langrar umhugsunar við heldur buðust til að taka drenginn til sín og leystu þannig úr þessum vanda. Hjá þeim dvaldi ég síðan næstu tvo vetur og var í raun sem einn af börnum þeirra þennan tíma. Þessi tími er mjög bjartur þegar hugurinn reikar til baka. Heimilislífið, skólagangan, fé- lagsstörf í stúkunni, vinna á pósthús- inu, frímerkjasöfnun, hjólatúrar, bíl- túrar, skólaböll, strákaglettur. Minningarnar eru margar og góðar frá þessum tíma. Þegar maður hugsar til baka til þess- ara ára áttar maður sig á því hvað Árni var mikilvirkur og féll í raun aldrei verk úr hendi. Pósthúsið, félagslífið, stúkan, lúðrasveitin, fyrirtækið, pólitíkin, sam- félagið í Hólminum og nærsveitum, vin- ir og ættingjar nær og fjær. Hann var lifandi þátttakandi og drifkraftur í þessu öllu og er þó margt vantalið. Þó var ekki að sjá að hann væri nokkurn tíma að flýta sér. Oft dáðist maður að kraftinum sem bjó innra með honum þrátt fyrir að árunum fjölgaði. Sérstak- lega man ég eftir tveimur tilvikum í því sambandi. Það fyrra var þegar hann flutti mikið og gott kvæði í kirkjunni við kistu eiginkonu sinnar þegar hún var jarðsungin og síðar þegar hann flutti gamanvísur af miklum þrótti í níræð- isafmæli sínu. Gegnum árin fylgdist Árni vel með piltinum sem dvaldi hjá þeim hjónum tvo vetur og hvernig hann ávaxtaði sitt pund. Þegar ég hætti störfum nokkuð snögglega hjá Raufarhafnar- hreppi fyrir tæpum tíu árum þá hringdi hann í mig og hafði nokkrar áhyggjur þessari uppákomu. Þegar ég var búinn að fara yfir ástæður málsins þá sagði hann: „Jæja, vinur minn, þetta er bara fínt“, lagði þunga áherslu á síðasta orðið og hafði ekki áhyggjur af þessu atviki meir. Ég hef oft hugsað um það á seinni árum hvað einstakar ákvarðanir geta verið afdrifaríkar í lífshlaupi hvers og eins þegar upp er staðið. Svo var í mínu tilviki. Dvölin hjá þeim Ingu og Árna í Hólminum fyrir rúmum fjöru- tíu árum gerði það að verkum að miklu fleiri valkostir voru í boði um hvernig ævin myndi þróast. Það hefði ekki verið sjálfgefið að öðrum kosti. Fyrir það verður seint fullþakkað. Gunnlaugur Júlíusson. Árni frændi minn í Hólminum var traustur og litríkur maður, stóð upp úr hvar sem hann kom, þó ekki væri hann hávaxinn. Það er margs að minnast þegar að hugsað er til hans að leið- arlokum. Móðir hans, Vilborg Árna- dóttir, var systir afa míns, Friðriks Árnasonar, og var móðir mín nefnd eftir henni. Það voru alltaf sterkar taugar á milli fjölskyldu minnar og Árna – hann reyndist mínu fólki alla tíð mjög góður og var ávallt til staðar. Hann var aðeins örfáum mánuðum yngri en amma mín, Sigurlín Krist- mundsdóttir, en þau voru æskuvinir á Eskifirði. Árni var fyrsti skólafélag- inn hennar eftir að hún fluttist til Eskifjarðar með foreldrum sínum og bræðrum árið 1923 og héldust þau traustu vinabönd alla tíð – hann skrif- aði fallega minningargrein um hana þegar hún lést aldamótaárið sem mér þótti svo innilega vænt um. Árni frændi var traustur og sannur maður – trúr sínum hugsjónum og baráttumálum. Hann lagði engum illt til. Á ættarmótum Högnastaðafjöl- skyldunnar var Árni sjálfkjörinn í að setja saman fróðleik og vísur, en hann var rómaður hagyrðingur sem setti saman vísur við öll tilefni og skilur hann eftir sig merkilegt safn fallegra vísna, sem fjalla vel um bæði stjórn- mál og mannlífið sjálft. Það var notalegt að fylgjast með eljunni í Árna. Hann var alltaf að, skrifaði greinar í Morgunblaðið nær alveg fram í andlátið, skrifaði dagbók- ina sína þar til daginn áður en hann dó og hafði skoðanir á öllum málum. Áhugi á þjóðfélagsmálum var honum í blóð borinn. Það mátti alltaf stóla á að hann væri á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins. Hann sat landsfundi í yfir sextíu ár –var vel með á alla hluti og algjör fróðleiksbrunnur. Mér þótti mjög vænt um að sjá hann á sambandsþingi SUS í Stykk- ishólmi haustið 2005. Þar var hann, rúmlega níræður, einn af fundar- mönnum nær allt þingið. Hann sat yf- ir þingstörfum og fylgdist mjög vel með, einkum á laugardeginum þegar farið var yfir ályktanir og ræddi málin við okkur. Tók spjall við mig um hvernig staðan væri með þetta mál hjá okkur og hitt. Þannig var Árni, hann var áhugasamur um það sem við vorum að gera og fylgdist með. Árni var rómaður bindindismaður og varði þau gildi sín alla tíð, oftast nær í greinum í Morgunblaðinu. Það var gagnlegt að lesa skrif Árna um áfengismál og hann lét ekki sinn hlut í þeirri baráttu, var einlægasti og traustasti bindindismaður sem ég hef kynnst. Og trúr var hann Sjálfstæð- isflokknum. Það var notalegt að heyra sögur Árna af samskiptum við for- ystumenn flokksins, en hann þekkti þá alla persónulega, nema Jón Þor- láksson sennilega. Að leiðarlokum kveð ég Árna frænda minn með virðingu og þakk- læti fyrir allt sem hann gerði fyrir fjölskyldu mína. Hann var trúr sínu fólki og var í góðum samskiptum við móður mína síðustu mánuðina sem hann lifði og sendi henni notalegar kveðjur í veikindum hennar, skrifaði henni meðan kraftar entust og hafði símasamband við okkur. Það er skarð fyrir skildi við andlát Árna frænda. Guð blessi minninguna um þennan heilsteypta og vandaða mann. Stefán Friðrik Stefánsson. Þegar ég kveð kæran frænda minn koma fram í hugann margar ljúfar minningar og það er mikið þakkarefni að hafa átt hann svona lengi bjartsýn- an, glaðan og frjóan með stálminnið sitt. Árni var einkar frændrækinn og hélt virku sambandi við skyldmennin og á fjölmennu ættarmóti í okt. s.l. þar sem Árni var aldursforseti var hann hrókur alls fagnaðar. Oft kom það fram hjá Árna hversu mjög hann unni æskustöðvum sínum á Eskifirði og hugurinn reikaði oft þangað. En eftir að hann flytur í Hólminn 28 ára gamall er það meðfædd jákvæðni hans og lífsgleði sem hjálpa honum fljótt að finna sig á nýjum slóðum og taka ástfóstri við ný heimkynni. Árni hafði mikil áhrif á að pabbi minn flyst frá Eskifirði vestur og ráðast þeir fljótlega í að byggja saman stórt og myndarlegt parhús, Ásberg, vestast í vesturbænum. Í tuttugu ár bjuggu fjölskyldur þeirra frændanna hlið við hlið við mikla samheldni og vináttu, sem aldrei bar skugga á. Í því áttu eiginkonur þeirra einnig sinn stóra þátt. Árni nefndi oft hve Ingibjörg hans hefði verið honum mikil Guðs- gjöf og við sem best þekktum til viss- um að ekkert var ofsagt í þeim efnum. Þau voru einstaklega samhent og gengu í takt með alla hluti og Ingi- björg stóð sem klettur að baki Árna í öllu hans félagsmálavafstri og ábyrgðarstörfum. Oft mæddi mikið á eiginkonunni vegna hins geysimikla gestagangs sem ávallt fylgdi Árna, en það var ekki hans stíll að hafa langan fyrirvara á þótt hann byði vinum og kunningjum í mat kaffi og gistingu. Árni var mikill persónuleiki sem eftir var tekið, enda vildi hann setja mark sitt á samfélagið, fylgdi fast eft- ir sannfæringu sinni í ræðu og riti og fórnaði miklum kröftum í annarra þágu við að gleðja, byggja upp og bæta. Hann var duglegur að heim- sækja fólk og fyrirtæki og heimsóknir hans til aldraðra og sjúkra skiptu þús- undum. Hann var mikill aufúsugest- ur, sem ekkert var að gera boð á und- an sér eða banka lengi, stóð bara allt í einu á miðju gólfi hress og uppörv- andi, skotklár í að spjalla um daginn og veginn, stundum að tékka á við- horfum til forystu Flokksins, sagðist þurfa að hafa nokkuð hratt á hæli sem ekkert gerði til, hann kæmi fljótlega aftur. Í öllum félagsstörfum sínum, hvort sem þau tengdust Lúðrasveit- inni, Sjálfstæðisflokknum, Lions, gamanmálagerð eða ljósmyndasöfn- un, þótti Árna vænst um barnastúk- una sína, Björk. Í marga áratugi starfaði hún með miklum blóma undir forystu hans, alltaf var húsfyllir og aldrei féll fundur niður. Við sem nut- um leiðsagnar hans þökkum honum fyrir þessar gleðiríku stundir, þarna stigum við flest okkar fyrstu spor í fé- lagsmálum, lærðum að koma óhikað fram, skemmta og hafa ábyrgðarstörf á hendi þótt ung værum og Árni hafði mikla tækni við að hvetja okkur til dáða. Við fráfall Árna er Hólmurinn snöggtum svipminni og maður verður lengi að venjast því að sjá honum ekki bregða fyrir á förnum vegi. Síðasta innlitið hans ásamt tilheyandi faðm- lagi hefur farið fram. Gunnlaugi, Hall- dóri, Helga, Vilborgu Önnu og fjöl- skyldum sendi ég mínar innlegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Árna Helga- sonar Ellert Kristinsson.  Fleiri minningargreinar um Árna Helgason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.