Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 24
lifun 24 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Uppáhaldshornið er hér viðborðstofuborðið mitt þarsem ég hef óheft útsýni útá Fossvoginn, yfir til Dor- ritar og Ólafs á Bessastöðum. Ætli ég sé ekki eins og fýllinn, sem nær ekki flugi nema sjá sjóinn,“ segir mat- reiðslumeistarinn Úlfar Eysteinsson, sem fyrir löngu er orðinn lands- þekktur veitingamaður á Þremur Frökkum við Baldursgötu í Reykja- vík og stendur auk þess gjarnan við grillið á árlegum Bryggjudegi sem íbúar við Bakkabraut í Kópavogi standa fyrir í tengslum við sjómanna- daginn. Vel syndur matseðill „Ég opnaði Þrjá Frakka á bjórdag- inn 1. mars árið 1989 og á því orðið nítján ára gamla kennitölu í veitinga- húsabransanum sem verður að telj- ast hálfgert met nú til dags. Það er hinsvegar ekki bjart framundan í ljósi komandi efnahagslægðar, sem nú þegar er farin að taka á sig myndir með minnkandi aðsókn. Bandaríkja- menn, að frátöldum nokkrum fræg- um leikurum, eru hættir að koma til Íslands vegna dýrtíðar í ljósi lágs dollaragengis og þegar ferðamála- yfirvöld senda frá sér tölur um vax- andi fjölda ferðamanna til landsins eru meðtaldir þúsundir pólskra verkamanna, sem leið eiga um Leifs- stöð með reglulegu millibili,“ segir Úlfar ómyrkur í máli. „Það er samt alltaf jafn-gaman að geta glatt fólk með góðum mat, en segja má að matseðillinn sé vel synd- ur því ég býð eingöngu upp á fiskmeti og sjófugl auk íslenska fjallalambsins sem verður að fá að vera með. Og enn er til hrefnukjöt, sem hefur átt geysi- legum vinsældum að fagna enda er ég að selja af því um tvo tonn árlega,“ segir Úlfar, sem segist vera svo þræl- heppinn að hafa börnin sín tvö með í rekstrinum. Sonurinn Stefán hafi fet- að í fótspor föðurs síns með því að læra til kokks og dóttirin Guðný Hrönn sjái m.a. um starfsmannamál og launabókhald. Dellukarl þarf dótakassa Úlfar hafði búið í 16 ár í „sveitinni“ upp við Vatnsenda er hann fluttist út á Kársnestá við Kópavogshöfn 2003, en húsið var reist sem verbúð 1997. Þar eru níu tveggja hæða sambyggð hús, sem í eru 10 íbúðir og „dótakass- ar“ á neðri hæðum í þeim flestum, eins og Úlfar orðar það. „Ég á mér mikið af áhugamálum og geymi þarna meðal annars báta, bíla og ýmis önn- ur dellutengd tól og tæki. Gólfflötur- inn er 120 fm og íbúðin mín því jafn- stór og einhvern veginn þarf einn karl að réttlæta það fyrir sjálfum sér að búa svona rúmt.“ Í Kópavogshöfn, seinsnar frá íbúðinni, liggur svo bát- urinn Krummi við festar, níu metra langur Mótunarbátur, sem Úlfar á í félagi við sjómanninn og þúsund- þjalasmiðinn Auðun Stefnisson, sem hjálpaði Úlfari að innrétta íbúðina. „Þó Auðunn sé með þykkustu hendur sem ég hef séð, leika smæstu hlutir í höndunum á honum.“ Sjóstangaveiði, rallýakstur og bridds eru meðal áhugamála Úlfars. Á góðviðrisdögum siglir Krummi gjarnan á sjó svo eigendur hans geti dorgað eða skotið langvíu eða álku úti á Syðra-Hrauni. Úlfar hefur sömu- leiðis tekið þátt í fjölda rallýkeppna og sjóstangaveiðikeppna og fjölda bridskeppna. „Ég held þó að ég sé búinn að missa kjarkinn í rallýinu, en sjóstangaveiðin kemur örugglega til með að fylgja mér áfram. Við erum nú þegar farnir að undirbúa 220 manna Evrópumót í sjóstangaveiði, sem áformað er að halda hérlendis vorið 2010. Bridsspilamennskan er svo vetrarsport sem lítið hefur verið stundað að undanförnu vegna eigin vaktavinnu,“ segir Úlfar, en bætir við að hann hafi svo frekar nýlega fest kaup á litlu sumarhúsi á Siglufirði. Veðjar á myndlistina Myndlist blasir við á öllum veggj- um þegar inn til Úlfars er komið enda segist hann kaupa sér mynd en ekki hlutabréf, eigi hann aukakrónur af- lögu. „En nú vantar mig meira vegg- pláss því ég kem ekki nema helm- ingnum af myndunum mínum á veggina,“ segir Úlfar, sem lauslega áætlar myndlistareign sína upp á um eitt hundrað myndir eftir marga þekkta listamenn. „Ætli ég hafi ekki smitast af myndlistarbakteríunni hjá Tolla í Síld og fisk þegar ég var að læra til kokks hjá honum í Leikhús- kjallaranum og síðar færði ég mig yf- ir á Holtið þegar hann tók við því,“ útskýrir Úlfar. Ein listakona fær þó meira vegg- pláss en aðrar listaspírur, en það er Sigurdís Harpa Arnarsdóttir, ættuð frá Vestmannaeyjum. „Hún útskrif- aðist frá Myndlistarskólanum á Ak- ureyri fyrir einum tíu árum og ég bara veðjaði á hana með því að styrkja hana enda lofar hún góðu. Sjálfur hef ég kosið að fjárfesta í myndlist sem þýðir að maður verður að vera opinn fyrir ungum og upp- rennandi listamönnum áður en þeir verða „alvöru“ frægir,“ segir Úlfar að lokum. Í stofunni Vel fer um Úlfar í Chesterfield-sófanum í stofunni, þó borð- stofuborðið sé engu að síður uppáhaldshorn hans í íbúðinni. Þaðan hefur hann nefnilega óheft útsýni út á Fossvoginn. Nær ekki flugi nema sjá út á sjó Við Bakkabraut Húsið er á tveimur hæðum. Íbúðin eru á efri hæðinni, áhugamálin á þeirri neðri og báturinn Krummi liggur í Kópavogshöfn. Fiskur og fugl er uppi- staðan í því sem Úlfar Ey- steinsson matreiðir fyrir gesti sína á Þremur frökk- um. Jóhanna Ingvarsdótt- ir þáði hins vegar kaffi heima hjá Úlfari þar sem hann býr við Kópavogs- höfn, hefur útsýni yfir sjó- inn til Bessastaða og á sér risastóran dótakassa und- ir öll áhugamálin sín. Keppnismaður Nokkra verðlaunabikara á Úlfar eftir þátttöku í sjóstangaveiðikeppni og rallýkeppni. Háaloftið Loftið í húsinu var tekið niður og þar síðan búið til manngengt geymsluloft. Morgunblaðið/Valdís Thor Íbúðin Veggirnir eru þakktir myndverkum og eru verkin raunar fleiri en svo að hægt sé að koma þeim fyrir í íbúðinni. Úlfar áætlar að hann eigi um eitt hundrað listaverk eftir fjölda listamanna. Dellukarlinn Úlfar Eysteinsson býr ekki bara til góða sjávarrétti, því sjórinn togar í hann á fleiri vegu. Í eldhúsinu Ikea-innrétting úr eik er í eldhúsi og á vegg blasir við málverk eftir Tryggva Ólafsson. Sjálfur hef ég kosið að fjárfesta í myndlist sem þýðir að maður verður að vera opinn fyrir ungum og upprennandi listamönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.