Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is „ÞETTA gekk ekki upp,“ segir Kiddi Bigfoot, eigandi eins elsta og merkasta tónleikastaðar landsins, Gauks á Stöng, sem lokar á allra næstu dögum. „Ég reyndi í tæpt ár að láta stað- inn ganga sem tónleikastað en það er af sem áður var þegar staðurinn fylltist af tónleikaþyrstum gestum um hverja einustu helgi.“ Kiddi er þó ekki á bak og burt því Gauknum verður undir hans stjórn breytt í klúbb og í stað sveittra rokk- ara verður tónlistinni stjórnað af dansvænum plötusnúðum. Aðspurður hvað þurfi til að láta tónleikastað ganga í dag segir Kiddi að það sé í fyrsta lagi erfitt að fá vin- sælar ballhljómsveitir til að spila nú- orðið. „Það er mikið að gera hjá þessum sveitum í einkasamkvæmum og í brúðkaupum og svo eru ekki marg- ar svona sveitir að koma fram á sjón- arsviðið. Það er frekar að svona ró- legar sveitir séu vinsælar í dag og þær henta ekki stað eins og Gaukn- um. Hljómsveitir eins og Á móti sól, Dalton og Nýdönsk hafa fyllt húsið nokkrum sinnum hver en þessar sveitir eru dýrar og fólk vill helst ekki greiða sig inn á svona tón- leika,“ segir Kiddi, augljóslega svo- lítið dapur í bragði, enda var það ekki síður af hugsjón sem hann fór út í þennan bransa. „Það er hins vegar ekki nóg og maður verður líka að eiga fyrir salti í grautinn. Ég reyndi mitt besta við að halda uppi heiðri Gauksins og það er erfitt að sjá á eftir þessum rekstri.“ Nýja nafnið ekki enn ákveðið En Kiddi er líka bjartsýnn á fram- tíð nýja staðarins. „Við ætlum að breyta staðnum töluvert að innan og nú eru teikningar í smíðum hjá arki- tektastofu út í bæ. Segir hann að klúbburinn verði mjög flottur en lof- ar þó að verðlagið verði ekki of hátt. „Ég mun örugglega ekki nenna að standa í því að flytja inn plötusnúða sjálfur. Verð frekar í samstarfi við þá sem það gera í dag.“ Aðspurður hvort svona klúbbur kalli ekki á opn- unartíma langt fram á næsta dag segir Kiddi að nú þegar hafi hann leyfi til hálfsex á morgnana. „Ég verð alla vega ekki með opið lengur en leyfið segir til um.“ En hvað á nýi klúbburinn að heita? Það hefur enn ekki verið ákveðið en að öllum líkindum verður það nafn sem allir kannast við og tengja við annan og eldri skemmtistað“ Blaðamaður nefnir alla staði sem honum koma í hug; Hollywood, Glaumbæ, Sigtún, Þórscafé, Klúbb- inn og Tjarnarbúð, en allt fyrir ekki, Kiddi er þögull sem gröf ... Gauks á Stöng. Nýr klúbbur rís úr ösku Gauks á Stöng Kiddi Bigfoot sér eftir Gauknum en segir rekstur- inn ekki hafa staðið undir sér Morgunblaðið/RAX Sárt að kveðja Rúmlega tveggja áratuga sögu Gauksins er senn lokið. Morgunblaðið/Golli Rokk og ról Rokkið er dautt á Gauknum, blóm og kransar afþakkaðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.