Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sturla Hall-dórsson fæddist á Ísafirði hinn 13. júlí 1922. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði laugardaginn 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Friðgeir Sigurðs- son, f. 26.1. 1880, d. 17.11. 1960, og Svanfríður Alberts- dóttir, f. 26.10. 1895, d. 20.6. 1966. Systkini Sturlu eru Anna, f. 18.8. 1913, d. 24.11. 1978, Jónína Katr- ín, f. 4.6. 1919, d. 28.4. 1935, Guð- jón, f. 18.8. 1917, d. 2.10. 1991, Lilja, f. 4.6. 1919, d. 12.2. 2005, Sigurður, f. 8.9. 1921, d. 1.7. 2000, Guðjón Guðmundur, f. 2.1. 1926, d. 2.9. 1954, Steindór, f. 24.9. 1927, Ólafur, f. 16.7. 1929, d. 19.6. 1999, Málfríður, f. 22.5. 1931 og Jón Laxdal, f. 7.6. 1933, d. 15.5. 2005. Auk þess ólst Jón Hjörtur Jóhannesson, f. 27.4. 1935, sonur Katrínar, upp með þeim systk- inum. Sturla kvæntist hinn 31. des. 1944, Rebekku Stígsdóttur frá Horni, f. 29. júní 1923. Þau eign- uðust 6 börn, þau eru: 1) Guðjón Elí, f. 15. sept. 1945, lést af slys- förum 21. febrúar 1958. 2) Frí- mann Aðalbjörn, f. 12. júní 1947, maki Auður Harðardóttir, börn þeirra eru: a) Margrét Hrönn, f. 1972, maki Axel Axelsson, þau eiga tvo syni, Axel Elí og Mikael Elí. b) Rebekka, f. 1975, hennar börn eru Berglind Björk og Frí- mann Gauti. c) Elí Bæring, f. 1984. 3) Jónína, f. 4. nóvember 1949, maki Helgi Jónsson, dóttir lands 1950. Að því loknu var hann fyrst á Hafdísi ÍS hjá Guðmundi Guðmundssyni, en um haustið 1951 fór hann á nýsköpunartog- arann Sólborgu frá Ísafirði. Hann var þar fram á haust 1959 lengst af sem stýrimaður og skipstjóri um tíma. Haustið 1959 keypti hann, ásamt Ólafi bróður sínum og Jóni Hirti uppeldisbróður, 40 tonna bát, Gylfa ÍS 303, sem þeir gerðu út til 1968, en auk hans ráku þeir einnig fiskverkunina Gylfaver. Vorið 1964 hætti hann á sjónum og gerðist hafnarvörður hjá Ísafjarðarhöfn og gegndi hann því starfi þar til hann fór á eft- irlaun 1993. Sturla starfaði alla tíð mikið að félagsmálum, var m.a. í stjórn Vélstjórafélags Ísa- fjarðar, Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Bylgjunnar á Ísa- firði, þar sem hann var formaður um tíma. Hann var í stjórn og for- maður FOSÍ og FOSVEST, félags opinberra starfsmanna á Ísafirði og Vestfjörðum. Hann hafði mik- inn áhuga á stangveiðum og var um tíma formaður Stangveiði- félags Ísafjarðar. Þá var hann einn af stofnendum og formaður Byggingasamvinnufélags sjó- manna sem stóð að byggingu tveggja raðhúsa með 10 íbúðum við Hlíðarveg á Ísafirði. Sturla hóf afskipti af bæjarstjórnarmálum á Ísafirði 1974 og var í bæjarstjórn 1978-82 fyrir óháða kjósendur og þá var hann í hafnarnefnd um árabil. Hann var í byggingarnefnd Hlífar, dvalarheimilis aldraðra á Ísafirði. Hann var einn af stofn- endum og fyrsti forseti Kiwanis- klúbbsins Bása á Ísafirði og starf- aði þar ötullega alla tíð. Hann hlaut æðstu orðu Kiwanis, „Hix- son“ orðuna, 1997. Útför Sturlu fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. þeirra er Andrea Pálína, f. 1970, unn- usti Aðalsteinn Ólafsson. Börn Jón- ínu og Guðmundar Jóhannessonar: a) Nanný Arna, f. 1970, maki Rúnar Óli Karlsson, börn Örvar Dóri, Regína Sif og Kolfinna Íris. b) Gunnar Bjarni, f. 1972, maki Ásgerður Þorleifsdóttir, börn þeirra eru Una Sal- vör og Frosti. 4) Stígur Haraldur, f. 20. október 1953, maki Ásgerður Ingvadóttir, börn þeirra eru a) Ingvi, f. 1974, b) Kolbrún, f. 1975, c) Sturla, f. 1979 og d) Helga Rebekka, f. 1983, maki Hilmar Örn Þorbjörns- son, dætur þeirra Ásgerður Pála og Anna Salína. 5) Guðjón Elí, f. 7. júlí 1959, maki Hrefna Rós- inbergsdóttir, dóttir þeirra er El- ísa, f. 2004, börn hans og Hrafn- hildar Haraldsdóttur eru Nóa Sólrún, f. 1986 og Haraldur Ketill, f. 1989, dóttir Hrefnu er Fríður Guðmundsdóttir. 6) Friðgerður Ebba, f. 4 júlí 1965, dóttir hennar og Þóris Hallgrímssonar er Stein- gerður Sonja, f. 1989. Sturla stundaði sjómennsku frá 13 ára aldri. Fyrst hjá Jakobi Gíslasyni á m/s Ísbirni frá Ísa- firði. Hann var á Ísbirni þegar hann strandaði á skeri og sökk út af Deild við Ísafjarðardjúp 1940, en öll áhöfnin bjargaðist giftu- samlega. Hann var síðan á ýmsum bátum milli þess sem hann sótti vélstjóranámskeið, 120 tonna skipstjóranámskeið og lauk hinu meira fiskimanna prófi frá Skip- stjóra- og stýrimannaskóla Ís- Elsku pabbi, nú þegar þú ert far- inn í lokaróðurinn langar okkur systkinin að minnast samvistanna við þig og rifja upp lífshlaup þitt eins og við munum og best vitum. Þú bjóst alla þína ævi á Ísafirði ut- an eitt ár sem afi og amma bjuggu á Akureyri, þegar þú varst á fimmta ári. Frá unga aldri sóttir þú sjóinn og stundaðir sjómennsku í 28 ár áð- ur en þú fórst í land til að starfa sem hafnarvörður á Ísafirði næstu 29 ár- in. Þannig má segja að sjórinn hafi orðið vettvangur þinn alla starfsæv- ina. Þá voru alltaf einhver hliðar- störf; kennsla á 120 tonna skip- stjórnarnámskeiðum, umboð og sala á færavindum frá Elliða, radar- speglum o.fl. En vinnan var ekki allt, félagsmálunum þurfti líka að sinna og þau urðu mörg á vegi þín- um. Á togaraárunum voru það m.a. lífeyrismál og bókasafn og eftir að togaraútgerðin lagðist af voru það sömu mál, þ.e. að bjarga því sem áunnist hafði. Á togaraárunum stóðstu á kafi í byggingamálum vegna sjómanna- bygginganna við Hlíðarveg. Slipp- ferðir Sólborgar til Reykjavíkur voru notaðar til að kaupa bygging- arefni, en líka þurfti að taka frí til að fara í sláttuferðir og þá kom í ljós að bankar og aðrar lánastofnanir í Reykjavík voru jafn staurblankar og sjómenn á Ísafirði! Úr einni slíkri ferð fenguð þið Maríus Þ. reyndar vilyrði fyrir 375.000 kr. láni úr rík- issjóði. Sennilega sama lán og við vorum stundum send í hringferð út af, til að minna alla eigendurna á að nú væri komið að árlegum skulda- dögum. Síðar kom skipstjóra- og stýri- mannafélagið Bylgjan og félag op- inberra starfsmanna á Ísafirði með öllum þeim samningamálum sem því fylgdu. Bæjarpólitíkin varð svo næsta viðfangsefni, þar sem hafn- armálin voru þínar ær og kýr. Svo var það stofnun Kiwanisklúbbsins Bása á Ísafirði, en þar starfaðir þú síðan í yfir 30 ár. Á þeim vettvangi fannstu þig rækilega vel og að sögn mömmu hurfu öll flensu- og veik- indaeinkenni á fundardegi Kiwanis. Af allri þessari upptalningu mætti halda að þú hefðir ekki haft mikinn tíma fyrir okkur, en því fer víðs fjarri. Fyrstu sporin á skíðum voru undir traustri leiðsögn þinni, en einnig varstu til staðar og lagðir spelkur á brotna fætur. Við minnumst veiðiferðanna með bræðrum þínum, sem voru ógleym- anlegar. Oftast farið í Langadalsá, en einnig Norðurá o.fl. Þetta voru oftast fjölmennar fjölskylduferðir. Þegar orlofsbyggðin í Munaðarnesi var opnuð varstu fyrstur á svæðinu til að fá veiðileyfi í Norðurá og reyndist þar mokveiði, sem leiddi til að við vorum ansi mörg sem fengum maríulaxinn þann daginn. Í kringum Gylfann eru svo margar minningar úr leik og starfi; skrapa og mála stíuborð, verka og pakka humar, harðfiskvinnsla og margt fleira. Eft- ir að starfsævinni lauk, reyndust sporin þung vegna erfiðra veikinda, en alltaf komstu á óvart og jafnvel gantaðist með að við þyrftum engar áhyggjur að hafa, þú myndir lifa okkur öll. En nú er komið að leiðarlokum, við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og okkar fjölskyldur. Frímann, Jónína, Stígur, Guðjón, Ebba og fjölskyldur. Nú þegar tengdapabbi hefur kvatt þennan heim langar mig til að skrifa nokkur kveðjuorð til hans og þakka honum fyrir samfylgdina. Ég hef verið mjög lánsöm með hann tengdapabba minn. Hann hefur alla tíð reynst mér og minni fjölskyldu vel og gegnum tíðina, hefur verið gott að koma í heimsókn vestur og eiga þar athvarf milli fjalla blárra á æskuslóðum hjá afa og ömmu á Ísa- firði eins og þau voru ætíð kölluð hjá okkur. Hugurinn reikar til baka þegar amma og afi bjuggu á Hlíð- arveginum. Þá var oft lagt land und- ir fót og brunað vestur á Ísafjörð án fyrirvara með börn og buru, um hvítasunnu, páska eða bara þegar maður varð að komast á heimaslóð- ir. Afi var ötull við að smala saman á ættarmót fjölskyldunnar og lagði alltaf hart að sínu fólki að mæta. Oftast var hann fyrstur á staðinn og tók stoltur á móti hópnum sínum úr öllum áttum. Afi var mjög list- hneigður og handlaginn og eiga allir fjölskyldumeðlimir handunna muni eftir afa sem eru öllum dýrmætir gripir. Hann smíðaði meira að segja dúkkuhús handa barnabörnum og barnabarnabörnum, með herbergj- um og húsgögnum og amma sá um að sauma sængur, teppi, púða, mott- ur og annað sem prýðir kósý heimili. Það væri nú of langt mál að telja upp allt „föndrið“ hans afa, en honum var margt til lista lagt, málaði mynd- ir, skar í tré marga fallega hluti, málaði á silki, og ekki eru skipslí- könin sem hann smíðaði síðri. Við leiðarlok minnist ég góðra samverustunda sem við fjölskyldan áttum saman og þær góðu minning- ar um elskulegan tengdaföður mun ég ávallt geyma í hjarta mér. Á kveðjustund bið ég góðan guð að styrkja fjölskylduna. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn.Egilsson.) Minningin lifir. Auður Harðardóttir. Fyrir mér var afi Dúlli mikil- menni sem ég leit alltaf upp til. „Afi minn var sko skipstjóri,“ sagði ég ávallt með stolti, þegar ég var yngri að lýsa honum afa mínum fyrir vin- um mínum. Mér leið alltaf vel þegar ég kom í heimsókn vestur til ömmu og afa, hvort sem það var á Hlíðarveginn, í Aðalstrætið eða á Hlíf. Þar voru ávallt mikil rólegheit, afi að leggja kapal eða ráða krossgátu og amma að snúast í hinu og þessu. Þrátt fyrir fjarlægðina reyndi ég að vera dug- leg að koma í heimsókn vestur og alltaf tók afi svo vel á móti mér. Það var alltaf svo spennandi að koma til ömmu og afa þegar ég var lítil því þau voru þau einu sem áttu Soda- stream-tæki sem ég fékk oft að njóta. Þegar pabbi kom hins vegar í heimsókn var afi aldrei lengi að fara í skápinn sinn og bjóða honum „Jameson“ þó að hann hefði alltaf verið nískur á að bjóða öðrum. Þó að hann væri löngu hættur í sjómennsku og öllu því tilheyrandi vissi hann alltaf hvað var að gerast niðri á höfn, hvaða skip var að koma í höfn og hvaða skip var að fara út. Þetta var hans líf og yndi og mikið var hann stoltur þegar nýr hafn- sögubátur var svo skírður í höfuðið á honum með viðeigandi athöfn. Eftir að afi veiktist fór hann að dunda sér við að mála, búa til skipslíkön og fleira þvíumlíkt og nutum við barnabörnin og barna- barnabörnin þeirra gersema. Hann gaf mér einu sinni mynd sem hann hafði málað, af indíánastelpu sem minnti hann svo mikið á mig. Sú mynd mun nú geyma margar góða minningar um þig, elsku afi minn. Ég hefði vart trúað því að maður eins og afi Dúlli væri fær í slíka ná- kvæmisvinnu eins og að búa til stór skipslíkön, en hann lét ekkert aftra sér í því. Mikið er ég ánægð með að hafa átt góðar stundir með þér á liðnu sumri og enn ánægðari að Alli skuli loksins hafa fengið að hitta hann afa minn sem ég talaði svo oft um. Þú tókst líka svo vel á móti honum og sagðir við hann með bros á vör „Já, loksins fékk ég að hitta hann Aðalstein.“ Minningarnar um þig mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna, elsku afi minn. Andrea Pálína. Það er skrýtið að koma heim til ömmu og sjá ekki afa vera að leggja kapal við eldhúsborðið. Afi Dúlli, þessi stóri og sterki maður, er nú farinn frá okkur, en hann er nú svo sem í góðum félagsskap og það væs- ir ekki um hann þar sem hann er nú. Þegar ég var yngri horfði maður með mikilli lotningu á afa og hugs- aði: vá, svona ætla ég að verða þegar ég verð stór. Afi var nefnilega sjó- maður, hafnsögumaður, hann hjálp- aði sko stóru bátunum að komast í höfnina, hann var á fullu í félagsmál- unum og svo var hann með stærstu og bestu ístru sem nokkur 8 ára gutti gat ímyndað sér. Það var nefni- lega svo gott að kúra á ístrunni hans afa. Eftir að afi veiktist og hætti að vinna fór hann að dunda sér við að smíða. Hann smíðaði alls konar hluti sem hvarflaði ekki að manni að mað- ur með svona stóra fingur gæti nokkurn tíma gert. Einn af þessum hlutum er í stöðugri notkun heima hjá mér, hann smíðaði tveggja hæða dúkkuhús með húsgögnum, stiga og setti svo gervigras á lóðina. Eftir að við fluttum aftur til Ísa- fjarðar fór maður fyrst að skynja veikindin hans afa. Það var skrítið að fá símhringingu frá ömmu þar sem hún bað mig að skutla afa yfir á sjúkrahús því hann væri orðinn veikur. Það voru því forréttindi að fá að vera með honum síðustu dagana. Minningin um afa Dúlla, þennan stóra og sterka mann, lifir að eilífu. Hafðu það sem allra best, afi minn. Gunnar Bjarni. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku afi og langafi. Við viljum þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Þú munt ávallt eiga stað í hjarta okkar og þín mun verða sárt saknað. Hvíldu í friði, elsku afi Dúlli. Rebekka Frímannsdóttir, Berg- lind Björk og Frímann Gauti. Elsku Guð. Vertu góður við hann afa Dúlla og passaðu hann fyrir ömmu Rebekku, hann var nefnilega að koma til þín. Hann er besti vinur minn og þú líka. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Skilaðu kveðju til afa frá mömmu, pabba og Frosta. Þín Una Salvör. Elsku afi, þín verður sárt saknað. Ásgerður Pála segir að nú sé Guð búinn að ná í þig, hann kom fljúg- andi á bleiku vængjunum sínum og fór með þig upp á himinninn. Elsku afi. Ég þakka þau ár sem ég átti Þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast Svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, Ég hitti þig ekki um hríð, Þín minning er ljós sem lifir Og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku hjartans amma okkar, pabbi, Frímann, Jónína, Guðjón og Ebba, megi Guð og aðrir góðir vætt- ir styrkja ykkur á þessu erfiðu tím- um og fylgja um alla tíð. Ingvi, Kolbrún, Sturla og Helga Rebekka. Í dag er ég kveð hann Dúlla afa minn í hinsta sinn langar mig að minnast hans í örfáum orðum. Fyrir nokkrum dögum sagði dóttir mín að ég væri heppin að hafa þekkt afa þegar hann hafði fætur, og það er rétt, ég tel mig heppna. Afi Dúlli var föðurímynd mín, á fyrsta æviskeiði mínu var hann stór, sterkur og óbrjótanlegur en hin síð- ari ár var líkaminn veikur en hug- urinn skýr. Það urðu þáttaskil hjá afa um það leyti sem hann hætti að vinna, þá 70 ára að aldri. Hann féll milli skips og bryggju á köldum jan- úardegi og náði sér aldrei að fullu eftir það óhapp. Fyrir 12 árum var tekið framan af báðum fótum hans og eftir það var hann í hjólastól. Þegar ég lít til baka og minnist samveru okkar afa, dettur mér fyrst í hug blíður, stór og sterkur maður með ljósa lokka og skarpa andlits- drætti. Stígvélin hans í forstofunni voru svo stór að lítil stúlkukind gat næstum því falið sig í þeim. Hend- urnar stórar og sterkar fóru létt með að lyfta stelpuhnokka upp á hillu í fatahenginu og ístran hans mjúka sem svo gott var að hjúfra sig upp að. Í barnshuga mínum var ég þess fullviss að afi Dúlli gæti allt. Hann veiddi lax, byggði bílskúr, talaði út- lensku og réð næstum öllu í bænum. Barnshugurinn skilur ekki alveg heim hinna fullorðnu en eitt er víst að afi unni náttúrunni, var fram- kvæmdaglaður og starfaði ötullega að ýmsum málum er snertu bæinn sem hann unni. Afi var einn af stofnendum Kiw- anisklúbbsins Bása á Ísafirði og var sá félagsskapur honum mikils virði. Ófáar ferðir voru farnar með Kiw- anismönnum og fjölskyldum þeirra um Vestfirði að ógleymdum jólaböll- unum góðu þar sem saman fór hefð- bundin jólatréskemmtun, tertuhlað- Sturla Halldórsson ✝ Móðir okkar, Guðrún E. Bergmann, er látin. Útför hennar hefur farið fram. Börn hinnar látnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.