Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 17 Sara var einungis unglings-stúlka þegar vopnaðirskæruliðar réðust inn áheimili hennar. Hún var numin á brott eftir að heimilið hafði verið lagt í rúst. Í kjölfarið var henni nauðgað af einum her- mannanna og síðan aftur af fé- lögum hans. Og svo aftur og aftur. Hrottaskapurinn átti sér stað nálægt rúandísku landamærunum í Austur-Kongó en hefði allt eins getað verið í Bosníu, Síerra- Leóne, Darfúr, Rúanda, Norður- Úganda, Kósóvó eða á einhverjum allt öðrum stað. Hvaðan sem frétt- ir af átökum berast má finna sög- ur eins og af Söru – sögur af gegndarlausri misþyrmingu á kon- um. Þegar þjóðerni er dauðasök Það var kunningjakona Söru sem sagði mér frá henni. Hún var nokkrum árum yngri en ég og hafði flúið frá Austur-Kongó til Rúanda. Í höfuðborg Rúanda, Ki- gali, sátum við saman kvöld eitt á kaffihúsi og á milli þess sem við ræddum um tónlist og stráka, pólitík og lífið á Íslandi lýsti hún því fyrir mér hvernig henni sjálfri hafði liðið þegar skæruliðar komu að leita að henni og fjölskyldu hennar. Móðir hennar var rúand- ísk og hún leit út fyrir að vera tútsi, þótt sjálf áliti hún sig Kongóbúa. Það að vera tútsi frá Rúanda var dauðasök í augum skæruliðanna. „Ég vil ekki einu sinni hugsa um hvað þeir hefðu gert við mig ef þeir hefðu náð mér,“ sagði hún, lagaði gallajakkann og strauk hendinni yfir hárið. Eftir stutta þögn barst talið að öðru og við pöntuðum meira kaffi. Fjölskyldur brotnar niður Það var í kjölfar þjóðarmorðs hútúa á tútsum árið 1994 sem vopnaðir hútúar flúðu Rúanda, hreiðruðu um sig í Austur-Kongó og héldu uppi árásum yfir landa- mærin. Í kjölfarið réðust tútsar frá Rúanda inn í Austur-Kongó, ásamt kongóskum uppreisn- armönnum. Harðstjóranum Mo- butu Sese Seko var steypt af stóli og uppreisn hófst. Stríðinu lauk formlega sumarið 2003 og á papp- írunum er í dag friður í Austur- Kongó. Þar er hins vegar enn mannfall, deilur og vopnaðir hópar sem fara um. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst ástandinu í Austur-Kongó sem einu erfiðasta viðfangsefni sem þær hafa staðið frammi fyrir. Hryllilegt kynferðislegt ofbeldi gagnvart konum og stúlkum, af hálfu allra aðila, viðgengst óátalið. Á ég að nefna kornungar stúlkur sem er nauðgað með byssuskafti eða nauðganir á eldri konum fyrir framan ættingja, til að auðmýkja fjölskyldurnar og brjóta þær nið- ur? Krabbamein í Kongó Fyrrverandi yfirmaður mann- úðarmála hjá Sameinuðu þjóð- unum, Jan Egeland, lýsti því yfir við Öryggisráðið haustið 2006 að kynferðislegt ofbeldi í Austur- Kongó væri „krabbamein sem virtist vera farið úr böndunum“. Hann benti á að í landinu ríkti al- varlegasta ástand í heimi síðan í seinni heimsstyrjöldinni en samt sem áður hefðu hinar gríðarlegu þjáningar að stærstum hluta farið framhjá heimsbyggðinni. „Grimmdarverkin eru skipulögð í kringum nauðganir og kynferð- isþrælkun og miða að algjörri eyðileggingu á sál og líkama kon- unnar, með afleiðingum fyrir allt samfélagið,“ sagði sérlegur sendi- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í bar- áttunni gegn ofbeldi á konum, prófessor Yakin Erturk, eftir heimsókn sína til Austur-Kongó í fyrrasumar. Ekki væri þannig lengur um hentistefnu hermanna að ræða sem nýttu sér glundroð- ann til að fremja glæpi, heldur væri kynferðisofbeldið markvisst og því beinlínis ætlað að eyði- leggja út frá sér. Í kringum ofbeldið ríkir þögn og eftir árásirnar eru margar kvennanna útskúfaðar. Brotnar á sál og líkama – oft stórskaðaðar á kynfærunum – hafa þær í fá hús að venda. Ofbeldið verður að venju Af hverju þarf enginn að svara fyrir glæpina? Ástæðurnar eru ýmsar: Allsherjar ringulreið í Austur-Kongó, veikburða stjórn ríkisins, spilling, almennur ótti og skortur á óhlutdrægum og virkum dómstólum. UNIFEM og fleiri hafa bent á að lykilatriði sé að berjast gegn refsileysinu. Draga þurfi stjórn- völd og uppreisnarheri til ábyrgð- ar, auk þess sem stórauka þurfi stuðning og aðstoð við þolendur. Styrktarsjóði UNIFEM er ætlað að styðja við verkefni af þessu tagi. Nauðganir á stríðssvæðum eru einungis einn angi kynbundins of- beldis. Þá er eftir að telja kyn- ferðisofbeldi almennt, heimilis- ofbeldi, mansal og þvingun til vændis, limlestingu á kynfærum, heiðursmorð og annað sem konur og stúlkur verða fyrir. „Ofbeldi gegn konum heldur óskert áfram í öllum heimsálfum, löndum og menningum,“ sagði Ban Ki-Moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna í fyrra. Hvað verður hægt að segja að ári? sigridurv@mbl.is Fiðrildavika UNIFEM: Austur-Kongó Síðan var henni nauðgað aftur Reuters Manntal Konur í þorpinu Misoke í Austur-Kongó spurðar út í mannfall í fjölskyldum þeirra. Þeir sem nauðga stúlkum og konum í Austur-Kongó í dag þurfa litlar áhyggjur að hafa – enginn mun sækja þá til saka. Austur-Kongó er einn þeirra staða sem UNIFEM á Íslandi safnar nú fé fyrir til að draga úr ofbeldi á hendur konum. Sigríður Víðis Jónsdóttir grennsl- aðist fyrir um ástandið. Í HNOTSKURN »Austur-Kongó hét áðurZaire en einnig er oft vísað til landsins einfaldlega sem Kongó. »Þar áttu átök sér stað frá1998-2003 sem átta Afr- íkuríki og að minnsta kosti 25 vopnaðir hópar drógust inn í. »Um er að ræða blóðugustuátök í heiminum frá því að heimsstyrjöldinni síðari lauk. 1958 – 200850 ÁRA 1958 – 200850 ÁRA Dagskrá Nútímaleg samkeppni um stefnumótun og hönnun skóla Morgunverðarfundur um hugmyndafræði, hönnun og byggingu nýs barnaskóla Í tilefni 50 ára afmælis VSÓ ráðgjafar býður fyrirtækið til morgunverðar- fundar miðvikudaginn 12. mars kl. 8:30 til 10:00 í Gullteig A á Grand Hótel. Á fundinum verður fjallað um hvernig sveitarfélög geta sótt ferskar hugmyndir til skólafólks og hönnuða úti í samfélaginu um byggingu nýrra skóla. Í Mosfellsbæ ríkir metnaðarfull og framsækin stefna í skólamálum og skólastarfi. Bæjarstjórnin ákvað að sækja nýjustu hugmyndir um uppbyggingu nýs skóla fyrir 1 til 9 ára börn með athyglisverðri samkeppni. Með þessari nútímaaðferð verður nýjum leik- og grunnskóla blandað saman. Efnt var til samkeppni meðal hönnuða og skólaráðgjafa um nýja skólann. Tvær athyglisverðar nýjungar í samkeppninni verða kynntar: Sagt verður frá samkeppni þar sem verkkaupi og keppendur áttu gagnkvæm samskipti á keppnistímanum. Greint verður frá samstarfi skólaráðgjafa í hugmyndafræði, kennslu og uppeldismálum, arkitekta og verkfræðinga sem unnu saman í einum hópi þar sem hugmyndafræðin hafði sama vægi og arkitektúrinn. Um þessa nýju aðferðarfræði, sem skilaði mjög jákvæðum árangri, verður fjallað á afmælisfundi VSÓ ráðgjafar. Dagskrá: Aðferðarfræði samkeppninnar, Þorbergur Karlsson, verkfræðingur hjá VSÓ Athyglisverð uppbygging skóla í Mosfellsbæ, Jóhanna Björg Hansen, bæjarverkfræðingur Að bræða saman hugmyndafræðina, arkitektúr og verkfræði Helgi Grímsson, skólastjóri Sjálandsskóla og Steffan Iwersen arkitekt Umræður, spurningar og svör Fundurinn er ætlaður: Skólastjórnendum, fræðslustjórum og fræðslunefndarfólki, arkitektum, verk- og tæknifræðingum og öðru áhugafólki um skólamál. Aðgangur er í boði VSÓ. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 11. mars nk. til: bergny@vso.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.