Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÍSRAELAR hertu öryggisviðbúnað sinn í gær eftir að 25 ára Palestínu- maður skaut átta unga nemendur guðfræðiskóla í Jerúsalem til bana í fyrrakvöld. Íbúar Gaza-svæðisins óttuðust að Ísraelar myndu svara árásinni með mannskæðum hernaði á svæðinu. Árásin var gerð á guðfræðiskól- ann Mercaz Harav Yeshiva, sem Jerusalem Post lýsir sem „mikilvæg- ustu stofnun trúarlegu síonista- hreyfingarinnar“, en hún vill sameina alla gyðinga og stofna sjálf- stætt samfélag í Palestínu. Blaðið lýsir þess vegna verknaðinum sem „árás á hjarta síonismans“. Áhrifamikill rabbíni, Avraham Hacohen Kook, stofnaði skólann árið 1924. Um 500 nemendur stunda þar nám í Talmúd, trúarlegri lögbók gyðinga. Útskrifaðir nemendur skól- ans starfa sem rabbínar eða trúar- legir dómarar í Ísrael og landtöku- byggðum gyðinga á Vestur- bakkanum. Skólinn hefur átt stóran þátt í því að móta hugmyndafræði landtöku- manna á Vesturbakkanum. Áhrifa- miklir menn, sem tengjast skólan- um, lögðust eindregið gegn brottflutningi ísraelska hernámsliðs- ins frá Gaza-svæðinu árið 2005, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Var ekki í neinni hreyfingu Þúsundir manna fylgdu nemend- unum átta til grafar í Jerúsalem í gær. Einn nemendanna var 26 ára og hinir á aldrinum 15-19 ára. Árásarmaðurinn, 25 ára bílstjóri frá Austur-Jerúsalem, var skotinn til bana eftir árásina. Fjölskylda hans setti upp útfarartjald fyrir utan heimili hennar með fánum Hamas og Hizbollah-hreyfingarinnar í Líb- anon. Systir mannsins sagði að hann hefði verið strangtrúaður en ekki í neinni uppreisnarhreyfingu. Hann hefði verið mjög reiður vegna hern- aðar Ísraela sem hefur kostað yfir 120 manns lífið, þ.á m. minnst 22 börn, á Gaza-svæðinu. Áður óþekkt hreyfing, Jalil-frels- issveitirnar – píslarvottar Imads Mughniyeh og Gaza, lýsti skotárás- inni á hendur sér, að sögn sjónvarps- stöðvar Hizbollah. Imad Mughniyeh var hátt settur foringi í Hizbollah og beið bana í sprengjutilræði í Sýr- landi 12. febrúar. Ísraelsk yfirvöld höfðu ekki stað- fest þessa fullyrðingu sjónvarps- stöðvarinnar í gærkvöldi. Sjónvarps- stöðvar í Ísrael sögðu að öryggisyfirvöld teldu að árásarmað- urinn kynni að hafa verið einn að verki. Líklegt þykir þó að hann hafi fengið einhverja aðstoð því það er nær ómögulegt fyrir palestínskan íbúa Jerúsalem að kaupa vopn með löglegum hætti. Fréttastofan AFP hafði eftir hátt settum manni í Hamas-hreyfingunni að hún bæri ábyrgð á skotárásinni. Útvarpsstöð Hamas sagði í gær að hreyfingin hefði staðið fyrir árásinni en dró þá fullyrðingu til baka síðar um daginn. Ísraelsk yfirvöld lokuðu Vestur- bakkanum og meinuðu karlmönnum undir 45 ára aldri að fara í moskur í Jerúsalem af ótta við fleiri árásir. Er það talið mikið áhyggjuefni fyrir yf- irvöldin að árásarmaðurinn skuli hafa komið frá Austur-Jerúsalem því að íbúar borgarinnar hafa miklu meira ferðafrelsi en Palestínumenn á Vesturbakkanum. Réðst á „hjarta síon- ismans“ í Jerúsalem Árásarmaðurinn kann að hafa verið einn að verki Reuters Sorg Nemendur guðfræðiskóla gyðinga í Jerúsalem syrgja átta unga skólabræður sína sem biðu bana í skotárás 25 ára Palestínumanns. Í HNOTSKURN » Embættismaður í stjórn Ísr-aels sagði að hún myndi ekki slíta friðarviðræðum við stjórn Mahmouds Abbas, forseta Pal- estínumanna, á Vesturbakk- anum. »Hann sagði að Ísraelar vilduekki „refsa hófsömum Palest- ínumönnum fyrir aðgerðir fólks sem er ekki aðeins óvinur okkar heldur líka þeirra“. » Mahmoud Abbas fordæmdiskotárásina. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is EFTIR mikla uppsveiflu að undan- förnu er útlit fyrir að verulega muni hægja á vextinum í bandaríska etan- óliðnaðinum á næstu mánuðum og hafa allt að fimmtíu fyrirhugaðar et- anólverksmiðjur verið settar á ís vegna hækkana á kornverði. Má þar nefna að verð á skeppu (35,24 lítrar) af maís hefur hækkað úr um tveimur dölum árið 2006 í 5,25 dollara í dag. Það er rúmlega 160% hækkun, eins og bent er á vefsíðu Landssambands kúabænda. Meðal fyrirtækja sem hafa hætt við að reisa verksmiðjur er Emerald Renewable Energy, dótturfyrirtæki Cargill, sem hugðist reisa verk- smiðju í Topeka, Kansas, fyrir sem- svarar um 13,6 milljarða króna. Þá hefur ókláruð etanólverk- smiðja í Canton, Illinois, verið úr- skurðuð gjaldþrota, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Fortune. „Öll verkefni eru í biðstöðu,“ sagði Bill Brady, talsmaður Cargill, í sam- tal við dagblaðið Star Tribune. Rök hafa verið færð fyrir því að dagar lágs matvælaverðs séu að baki og rekur blaðið stöðuna til hækkana á korni og vísar til þess að markaðs- verðið á mörkuðum í Chicago hafi hækkað um 50% síðan í október. Segir blaðið fyrirtækin VeraSun Energy Corporation og US Bio- Energy, sem bæði séu umsvifamikil á þessu sviði, hafa sett milljarða fjár- festingu í þessum iðnaði til hliðar. En það er ekki aðeins maturinn sem skiptir máli í þessu samhengi og hefur blaðið það eftir Brian Hoops, sem starfar við greiningu á sveiflum í hráefnisverði, að mikill innflutning- ur Kínverja á hráefnisvörum í að- draganda Sumar-Ólympíuleikana hafi leitt til endurskoðunar á kostn- aði vegna framkvæmda við fyrirhug- aðar etanólverksmiðjur. Ætlað að auka orkuöryggi Áhersla ríkisstjórnar George W. Bush á að auka orkuöryggi með því að draga úr þörfinni fyrir innflutt jarðefnaeldsneyti er hluti skýringar- innar, ásamt því sem viðbúið er að vaxtarverkir verði í etanóliðnaðinum samfara svo hröðum vexti. Ágætt dæmi er Ohio. Þar er nú verið að leggja lokahönd á sjö etanól- verksmiðjur fyrir 760 milljónir dala, um 52 milljarða íslenskra króna, sem skapa munu á fjórða hundrað starfa í ríkinu, að sögn Dayton Daily News. Hefur blaðið eftir Dwayne Siek- man, talsmanni samtakanna Ohio Corn Growers Association, að aðeins ein eða tvær etanólverksmiðjur til viðbótar verði reistar eftir þetta ár. Etanólvinnslu frestað Iðnaður Ein verksmiðja Cargill. Hætt við að reisa fjölda verksmiðja í Bandaríkjunum STÆRSTU stjórnmálaflokkar Spánar ákváðu í gær að hætta kosningabaráttunni eftir að fyrr- verandi bæjarfulltrúi úr Sósíal- istaflokknum var skotinn til bana í baskneskum bæ. Aðskiln- aðarhreyfing Baska, ETA, var sökuð um morðið. Tilræðismennirnir skutu nokkr- um sinnum á Isaias Carrasco, 42 ára fyrrverandi bæjarfulltrúa, af stuttu færi fyrir framan konu hans og dóttur við heimili þeirra í baskneska bænum Arrasate ná- lægt San Sebastian. Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra og leiðtogi Sósí- alistaflokksins, sagði að ETA hefði staðið fyrir morðtilræðinu í því skyni að trufla þingkosning- arnar sem fram fara á morgun. Óljóst var hvaða áhrif morðið gæti haft á kosningarnar. Nokkr- ar skoðanakannanir fyrr í vikunni bentu til þess að Sósíalistaflokk- urinn væri með 4% forskot á Þjóðarflokkinn undir forystu Mariano Rajoy. Forystumenn Þjóðarflokksins hafa gagnrýnt forsætisráðherrann harðlega síð- ustu daga fyrir misheppnaða til- raun til að ná friðarsam- komulagi við ETA. Zapatero komst til valda í mars 2004 þeg- ar Sósíalista- flokkurinn sigr- aði óvænt í kosningum sem fram fóru þremur dögum eftir hryðju- verk íslamskra öfgamanna í lesta- kerfi Madríd-borgar. Um 190 létu lífið í sprengingunum og 1.800 særðust. Juan Jose Ibarretxe, forseti basknesku heimastjórnarinnar, fordæmdi morðið og sagði að baskneska þjóðin hefði „fengið nóg af ofbeldi ETA“. Evrópusambandið og Banda- ríkjastjórn skilgreina ETA sem hryðjuverkahreyfingu. Hún hefur orðið 820 manns að bana í nær 40 ára baráttu sinni fyrir sjálfstæðu heimalandi Baska í norðurhluta Spánar og suðvestanverðu Frakk- landi. Kosningabaráttu hætt á Spáni vegna morðtilræðis Isaias Carrasco HARÐRI deilu um árás her- manna frá Kól- umbíu yfir landamærin að Ekvador lauk með því að leið- togar landanna tveggja tókust í hendur á leið- togafundi 20 ríkja Rómönsku Ameríku í Dóm- iníska lýðveldinu gærkvöldi. Í yfirlýsingu, sem samþykkt var á fundinum, kemur fram að forseti Kólumbíu, Alvaro Uribe, hét því að her landsins réðist aldrei aftur á grannríki og baðst afsökunar á árásinni sem var gerð á laugardaginn var. Tuttugu uppreisnarmenn lágu í valnum. Stjórnvöld í Ekvador og Vene- súela höfðu slitið stjórnmála- sambandi við Kólumbíu vegna árásarinnar og sent hermenn að landamærunum. Leiðtogarn- ir sættust Alvaro Uribe KÍNVERSKI lög- fræðingurinn Teng Biao, sem barist hefur fyrir réttindum al- næmissmitaðra, bænda sem misst hafa land og meðlima Falun Gong, hefur horfið sporlaust, að því er fjölskylda hans fullyrðir. Teng var nýlega varaður við og honum sagt að láta af samskiptum við fjölmiðla, þar sem hann tjáði sig oft um mannréttindabrot, nú í að- draganda sumarólympíuleikanna. Lögfræðingur hverfur sporlaust Teng Biao SVISSNESKT lyfjafyrirtæki hefur þróað bóluefni gegn hormóni, sem veldur æðaþrengslum og háum blóðþrýstingi, og tilraunir á fá- mennum hópi sjálboðaliða hafa gef- ið góða raun, að því er fram kemur í tímaritinu Lancet sem kemur út í dag. Vænlegt bóluefni RÁÐGJAFI Baracks Obama lét af störfum í gær eftir að hafa sagt í viðtali við skoska blaðið The Scotsman að Hillary Clinton væri „skrímsli“ sem gerði hvað sem væri til að verða valin forsetaefni demókrata í forkosn- ingum þeirra. Ráðgjafinn, Samantha Powers, baðst afsökunar á orðum sínum og sagði þau „óafsakanleg“. Powers sagði í samtali við blaðamann The Scotsman að Clinton væri skrímsli sem vílaði ekkert fyrir sér en bætti því við að ekki mætti hafa þau orð eftir sér. Blaðið birti þau engu að síður. Kallaði Hillary Clinton „skrímsli“ Clinton á atkvæðaveiðum. HOLLENSKA stjórnin hefur farið fram á það við önnur ríki í Evrópusamband- inu, ESB, að þau standi með henni komi til mikilla mótmæla vegna fyrirhugaðrar sýningar á stutt- mynd þar sem Kóraninum er úthúðað og honum lýst sem „fasískri bók“. Það er hægrimaðurinn Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, sem myndina gerði og búist er við, að hann birti hana á netinu í næstu viku þar sem ekkert kvikmyndahús vill sýna hana. Hollenska stjórnin segist „algerlega andvíg“ myndinni en leggur um leið áherslu á, að í Hollandi ríki tjáningarfrelsi. Frakkar, Spánverjar, Svíar og Slóvenar hafa heitið að standa með Hollendingum hafi múslímar eða múslímsk ríki í hótunum við þá en Danir eru tvístígandi, minnugir mótmæla við Múhameðsteikning- unum. Í mynd Wilders munu grimmilegum aftökum í íslömskum löndum m.a. verða gerð skil. Óttast heiftarleg viðbrögð við mynd um íslam og Kóraninn Mótmæli gegn Dönum í Pakistan. STUTT ALISTAIR Darling, fjármálaráð- herra Bretlands, er undir vaxandi þrýstingi um að falla frá fyrirhug- aðri aukningu í gjaldtöku á elds- neyti sem taka átti gildi í næsta mánuði vegna stöðugra hækkana á heimsmarkaðsverði á olíu að und- anförnu. Verð á eldsneyti í Bret- landi hefur hækkað um 19,3% síð- ustu 12 mánuði, en samkvæmt gögnum frá bresku hagstofunni hefur verðið aldrei hækkað jafn hratt í sögunni. Vísar blaðið jafnframt til þess að stjórnin hafi haft fjóra milljarða punda, um 550 milljarða íslenskra króna, í auknar tekjur af eldsneyti. Vilja lægra bensínverð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.