Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „UMFANG starfsins er enn að aukast líkt og undanfarin ár og við erum að nálgast það ástand sem var hér á upphafsárunum, þegar uppsafnaður vandi var mik- ill og hvorki Barnahús né neyðar- móttaka vegna nauðgana til stað- ar,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, en sam- kvæmt ársskýrslu samtakanna sem kynnt var í gær, leituðu sér þar aðstoðar 527 einstaklingar á síðasta ári. Þar af voru 277 ný mál. Skýringin felst m.a. í því að Stígamót hafa í auknum mæli verið að veita aðstoð á lands- byggðinni. „Þá hafa ofbeldismenn ekki verið jafnmargir frá árinu 1994 og það er áhyggjuefni,“ seg- ir Guðrún en þeir voru á síðasta ári 50% fleiri en skjólstæðing- arnir. Góðu tíðindin eru að mati Guð- rúnar þau að kærum vegna kyn- ferðisbrota sem koma inn á borð Stígamóta hefur fjölgað og voru um 13% málanna kærð í fyrra. Ár og áratugir líða Þriðjungur skjólstæðinga Stíga- móta á síðasta ári hafði ekki leit- að annað eftir aðstoð. Þó að lang- flest ofbeldisverkin séu framin þegar þolendur eru á aldrinum 5– 10 ára (40%) leita flestir sér ekki aðstoðar samtakanna fyrr en á aldrinum 19-29 (46%). „Þannig að fólk er að koma hingað árum og áratugum eftir að ofbeldið átti sér stað,“ segir Guðrún. „Við erum mest að kljást við gamla drauga.“ Samkvæmt upplýsingum skjól- stæðinga Stígamóta sem leituðu þangað í fyrra vegna nauðgana höfðu sex orðið fyrir hópnauðgun og fjórtán nauðgað af maka. Þá töldu ellefu skjólstæðingar sig hafa orðið fyrir lyfjanauðgun en ekkert þeirra mála fór fyrir dóm. 118 einstaklingar leituðu til Stíga- móta vegna nauðgana í fyrra, þar af þrír karlmenn. Helstu ástæður þess að fólk leitar til Stígamóta eru vegna sifjaspella og áhrifa þess (43%). 23 einstaklingar leit- uðu aðstoðar vegna kláms og vændis, þar af voru tólf ný vænd- ismál en 13 slík mál fylgja sam- tökunum frá fyrri árum. „Klám- iðnaðurinn hefur verið atvinnu- skapandi fyrir Stígamót í ár,“ segir Guðrún. Spurð um hvernig klám birtist starfskonum Stígamóta bendir Guðrún á að það geti verið margs konar, t.d. þegar myndbands- upptökur af kynlífsathöfnum, sem skjólstæðingar hafa verið þátttak- endur í af fúsum og frjálsum vilja, eru notaðar gegn þeim, t.d. í skilnaði. Eru dæmi um að konum hafi verið hótað því að slíku efni yrði dreift. „Slík hótun er beitt vopn,“ segir Guðrún. En hver eru áhrif kynferðisof- beldis? Léleg sjálfsmynd, depurð, skömm og kvíði eru meðal þeirra og þá sýna tölur Stígamóta að af þeim sem þangað leituðu aðstoðar sl. ár höfðu 52 eða tæp 19% gert eina eða fleiri tilraunir til sjálfs- víga. Rannsóknir sýna að almennt gildir að um 4% þolenda hafi gert slíkar tilraunir. „Stígamót eru mest að kljást við gamla drauga“ Enn fjölgar þeim sem leita aðstoð- ar Stígamóta Morgunblaðið/Valdís Thor Ársskýrsla Guðrún Jónsdóttir kynnir ársskýrslu Stígamóta ásamst öðrum starfsmönnum og Guðrúnu Hans- dóttur fulltrúa Zonta-kvenna. Zonta-konur selja gyllta rósarnælu um helgina til styrktar samtökunum.                                             ! Á NÝAFSTÖÐNU búnaðarþingi var mikil umræða um mataröryggi, stöðu og horfur í íslensk- um landbúnaði. Bændasamtök Ís- lands eru þakklát fyrir þann stuðning sem bændur hafa fengið meðal þjóð- arinnar og leggja áherslu á að áfram ríki sátt um at- vinnuveginn og að starfsumhverfi ís- lensks landbúnaðar sé tryggt til lang- frama, segir í frétt frá samtökunum. Búnaðarþing telur afar mikilvægt að fólk sem starfar við landbúnað búi við góðar félagslegar aðstæður, eðlilegar tekjur, öflugt menningarsamfélag og at- vinnuöryggi sem geri störf þess eft- irsóknarverð. Gæðamatvæli á sanngjörnu verði „Bændur eru tilbúnir til að takast á við það verkefni að tryggja til framtíðar mataröryggi landsmanna og framleiða gæðamatvæli á sanngjörnu verði, í sátt við umhverfið. Bændur verða áfram vörslumenn lands og nýta á skyn- samlegan hátt auðlindir þess, jörðina, gróðurinn og vatnið. Öflugur landbúnaður er forsenda fyr- ir blómlegum byggðum, varðveislu menningararfleifðar þjóðarinnar og ýmsum öðrum atvinnurekstri um land allt. Lifandi dreifbýli styrkir þjóðina alla. Í þekkingu bænda á hagnýtingu landsins eru fólgin ómetanleg verðmæti sem gera þjóðinni kleift að lifa af lands- ins gæðum, þar sem sjálfbær búskapur er hafður að leiðarljósi. Það er best gert með ábyrgri meðferð rækt- unarlands og skýrum eignarrétti bænda á landi. Bændur stefna að því að fram- leiðslumöguleikum hverrar jarðar verði skilað í betra horfi til næstu kynslóða. Skýrt þarf og draga fram sérstöðu og uppruna íslenskra matvæla og búskap- arhátta. Íslenskur landbúnaður byggir á grasrækt og ábyrgri landnýtingu. Áfram þarf að auka fjölbreytni búvöru- framleiðslunnar og styrkja rekstr- arforsendur allra greina landbúnaðar- ins. Búnaðarþing leggur áherslu á að íslenskur landbúnaður eigi mikla mögu- leika í heimi sem þarf að framfleyta vaxandi fólksfjölda. Tækifærin eru fjöl- mörg og þau ber að nýta,“ segir í til- kynningu Bændasamtakanna. Öflugur land- búnaður for- senda blóm- legra byggða Haraldur Benediktsson Þetta verður síðasti pistillinnum skák í bili. Ég lofa! Þeirhafa verið ófáir núna laug-ardagspistlarnir sem snúa með einum eða öðrum hætti að skák og sumum þykir ef til vill nóg um. Dygg- um lesendum sem ekki eru þjakaðir af skákástríðu lofa ég bót og betrun. Síð- ustu vikurnar í lífi mínu hafa hinsvegar snúist alfarið um skák, skipulagningu, viðburði, daga, fólk og blöð sem tengj- ast manntafli svo ég hreinlega ræð ekki við mig. Þetta lagast í næstu viku. Í dag ætla ég að kynna til skákleiks séra Lombardy. William James Lombardy var af- burðamaður í skák og fyrsti Banda- ríkjamaðurinn til að vinna opinbera heimsmeistaratign í greininni. Þetta vann hann fyrir hönd síns unga lands árið 1957 þegar hann varð heimsmeist- ari ungmenna 20 ára og yngri. Lombardy vann keppnina með fá- heyrðum yfirburðum. Hann sigraði 11 skákir af 11, náði fullu húsi. Það hefur hvorki fyrr né síðar verið leikið eftir. Ekki einu sinni litli bróðir minn Helgi Áss lék það eftir þótt hann hefði unnið frækinn sigur á mótinu árið 1994 og orðið heimsmeistari í sama aldurs- flokki og Lombardy. Í sannleika sagt var þetta útúrdúr og leið til að geta montað mig af litla bróður mínum og rifjað upp heimsmeistaratign hans. Nóg um það að sinni. Lombardy tefldi á fyrsta borði fyrir hönd Bandaríkjanna á Heimsmóti stúdenta árið 1960 í Leníngrad og leiddi þá lið Bandaríkjanna til sigurs. Það var í fyrsta sinn sem Bandaríkin unnu þá keppni, Sovétmönnum til mik- illar gremju. Lombardy lagði meðal annars ungan mann að nafni Boris Spassky á mótinu, og fékk gull- verðlaun fyrir afburða árangur á fyrsta borði. Lombardy tefldi í framhaldinu fyrir Bandaríkin á mörgum Ólympíu- mótum og vann sér rétt til að tefla á millisvæðamóti í aðdraganda barátt- unnar um heimsmeistaratitilinn. Í stað þess að halda keppni áfram ákvað Lombardy hins vegar að hverfa í bili af skáksviðinu. Hann gerðist kaþólskur prestur. Þegar Bobby Fischer hafði tryggt sér rétt til að keppa um heimsmeist- aratitilinn í Reykjavík árið 1972 ákvað hann að hringja í sinn gamla, góða vin Lombardy og bjóða honum upp á að vera aðstoðarmaður sinn í einvíginu. Lombardy sló til. Hann var þá enn kaþólskur prestur en fékk sérstakt leyfi frá embættinu til að koma og að- stoða Bobby í Reykjavík. Nokkrum áratugum síðar, í árs- byrjun 2005, ritaði Lombardy svo grein í Morgunblaðið til að hvetja ís- lensk stjórnvöld til dáða í baráttunni fyrir frelsun Fischers úr fangelsi og þakka fyrir stuðninginn. Ég hef aldrei hitt Lombardy en ég talaði við hann í fyrsta sinn fyrir skömmu í síma. Það var afskaplega fróðlegt. Við spjölluðum um umhverf- isvernd og loftslagsbreytingar, Bush, Írak, Afganistan, New Orleans, for- setakosningarnar – og allt þar á milli. Hann lá ekki á skoðunum sínum, var afdráttarlaus og sjálfstæður og sagði skemmtilega frá. Ég sagði við hann að ef við yrðum enn svona samstiga í grundvallaratriðum heimsmála þegar hann kæmi til landsins myndi ég skrá hann sem félaga í Vinstrihreyfinguna – grænt framboð og taka hann með á mótmæli gegn virkjunum og stríði. Honum var skemmt og sagði aldrei að PISTILL »William James Lomb- ardy var afburðamaður í skák og fyrsti Banda- ríkjamaðurinn til að vinna opinbera heimsmeist- aratign í greininni. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Síðasti pistill að sinni vita. Maður þarf nefnilega ekki að vera íslenskur ríkisborgari til að vera vinstri grænn. Málstaðurinn er alþjóð- legur. Lombardy verður ásamt Spassky og fleiri góðum gestum viðstaddur hátíð- ardagskrá í Þjóðmenningarhúsinu kl. 14 á morgun, en á morgun 9. mars hefði Bobby Fischer orðið 65 ára. Allir eru velkomnir. Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is AFLÝSING klámkaupstefnu, lok- un nektardansstaða og skoð- anakönnun sem sýndi að meiri- hluti þjóðarinnar vildi banna kaup á vændi voru meðal gleðitíð- inda sem snertu á einn eða annan hátt starfsemi Stígamóta á síðasta ári. Þá var niðurstaða sextán daga átaksins sú að gerð yrði að- gerðaáætlun gegn mansali. Einn- ig var aukinn kraftur settur í starf samtakanna úti á lands- byggðinni undir kjörorðinu „Stígamót á staðinn“ og verður framhald þar á í ár með dyggum stuðningi Zonta-kvenna, sem nú um helgina selja gullrósarnælu í verslunum víða um land til styrkt- ar verkefninu. Markmiðið er að selja 10 þúsund nælur. Líka gleðilegt ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.