Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ DRAUGAMYNDIR eru oftar en ekki heldur ómerkilegar, áhorfand- inn beittur ódýrum brögðum þar sem draumfarir koma mikið við sögu og núna í seinni tíð: tölvuunnar of- urbrellur. Flestar eru gerðar fyrir unglingamarkaðinn sem sækist meira eftir nokkrum hressilegum augnablikum þar sem taugarnar fá á baukinn en rökstuddri framvindu og trúverðugum persónum. El Orfanato er gott dæmi um hið gagnstæða; „vitræna draugamynd“, ef svo má að orði komast. Hún tekur oft og óþyrmilega á taugakerfinu en atburðarásin er óvenju þétt og lúrir á köflum þar sem finna má skýringar á reimleikunum sem angra persón- urnar og myndinni lýkur mjög ásættanlega samkvæmt þeirri rök- semdafærslu. Laura (Rueda), og fjölskylda hennar, kjörsonurinn Simón (Prin- cep), og eiginmaðurinn Carlos (Ca- yo), eru búin að festa kaup á af- skekktu sveitasetri þar sem hún dvaldist um sinn á bernskuárunum á meðan það var notað sem munaðar- leysingjahæli. Þau eru ekki búin að koma sér fyrir þegar skuggar fortíð- arinnar taka að læðast að mæðg- inunum, sérstaklega. Laura kemst að því að sorglegir atburðir áttu sér stað eftir að hún var ættleidd og lauk vistinni á hælinu, örlög barnanna sem urðu eftir voru öllu dapurlegri. Simón litli segir mömmu sinni af nýju leikfélögunum sínum sem eng- inn sér annar en hann. Eru það framliðnu hælisbörnin. Hann tjáir foreldrum sínum að hann verði ekki langlífur frekar en hinir ósýnilegu vinir hans, en það er ekki tekið mark á honum fyrr en allt er um seinan og Simón litli hverfur. Að baki góðra draugasagna og mynda þarf að búa flétta sem tengir hið yfirskilvitlega og raunveruleik- ann saman; þótt það sé lítið meira en hálmstrá þá hjálpar slíkur stuðn- ingur efninu, gerir það mikið mun forvitnilegra. Það liggur í loftinu að endurkoma Lauru boðar ekkert gott fyrir hana og fjölskylduna, litli drengurinn er skyggn og tengist því sorgarsögu hælisins sem býr yfir óhugnanlegum glæpaverkum sem eru unnin af öfund og hatri. Að þessu leyti minnir El Orfanato á meist- araverk Kubricks, The Shining. Börn eru áhrifaríkir leiksoppar. Handritið, með sinni dulmögnuðu fléttu raunalegs óhapps sem hendir Lauru, voðaverka fortíðarinnar, miðilsfunda, atferlis illmenna og varnarvinnu velviljaðrar fjölskyldu, táknmálslausnir, er langt yfir með- almennskuna hafið. Einn framleið- andinn er Mexíkóinn Guillermo del Toro, gæðaleikstjóri og framleiðandi (El laberinto del fauno). Bayona leikstjóri heldur vel á spöðunum, eitt atriðið, bílslys í snævi þöktum smábæ, er sérlega vel sviðsett, brell- ur og leikhljóð yndislega óhugnanleg og minna á The Haunting eftir Ro- bert Wise. Leikkonan Rueda á ekki lítinn þátt í að skapa magnað and- rúmsloft myndarinnar, hún er ein af fremstu leikkonum Spánar og er minnisstæð sem hjúkrunarkonan í Mar adrento. Aðrir leikarar standa sig með ágætum og ánægjulegt að sjá Geraldine Chaplin í litlu en mik- ilvægu hlutverki miðilsins. Myrkraverk á munaðarleysingjahæli KVIKMYND Regnboginn – Græna ljósið Leikstjóri: Juan Antonio Bayona. Aðal- leikarar: Belén Rueda, Fernando Cayo, Roger Príncep, Mabel Rivera, Montser- rat Carulla, Geraldine Chaplin. 100 mín. Spánn/Mexíkó 2007. Munaðarleysingjahælið – El Orfanato bbbbn Vitræn draugamynd „Að baki góðra draugasagna og –mynda, þarf að búa flétta sem tengir hið yfirskilvitlega og raunveruleikann saman.“ Sæbjörn Valdimarsson FJALAKÖTTURINN frumsýnir finnsku kvikmyndina Ár úlfsins, eða Suden Vuosi á frummálinu, í Tjarnarbíói á mánudag. Heimild- armyndin Ridd- arar hvíta tjaldsins og verðlauna- myndin Re- quiem verða einnig sýndar sama dag, en þær voru frum- sýndar fyrir viku. Í Ári úlfsins frá árinu 2007 segir af mið- aldra kennara, Mikko, og Sari, gáf- aðri og bráðfallegri háskólastúlku sem þjáist af svefnsýki. Sari ein- angrar sig frá umheiminum og reynist það Mikko erfitt þar sem hann ber til hennar sterkar tilfinn- ingar. Leikstjóri myndarinnar er Olli Saarela sem hlotið hefur marg- vísleg verðlaun fyrir kvikmyndir sínar. Með aðalhlutverk fara Krista Kosonen og Kari Heiskanen. Ár úlfsins er sýnd kl. 20, Requiem kl. 22 og Riddarar hvíta tjaldsins kl. 17. Nánari upplýsingar er að finna á www.fjalakottur.is. Ár úlfsins hjá Fjalakettinum Ár úlfsins Úr finnsku kvikmynd- inni Suden Vuosi. / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI UNDRAHUNDURINN ER BESTI VINUR MANNSINS FRÁBÆR FJÖLSKYLDUMYND FRÁ WALT DISNEY. DARK FLOORS kl. 10:30 B.i.14 ára UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ STEP UP 2 kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.7 ára P.S. I LOVE YOU kl. 8 LEYFÐ MR. MAGORIUMS ... kl. 2 - 4 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl tali kl. 1:30 - 3:30 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK THE BUCKET LIST kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára DIGITAL AUGUST RUSH kl. 5:30 - 8 B.i.16 ára NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára LÚXUS VIP THERE WILL BE BLOOD kl. 10:30 B.i.16 ára THERE WILL BE BLOOD kl. 2 B.i.16 ára LÚXUS VIP THE BUCKET LIST kl. 6:10 - 8:20 - 10.30 B.i. 7 ára JUNO kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 2:10 - 4:10 - 6:10 LEYFÐ STEP UP 2 kl. 2 - 4 - 8:20 - 10:30 B.i. 7 ára TÖFRAPRINSESSAN m/ísl tali kl. 2 LEYFÐ SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB SÝND Á SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI OG KEFLAVÍKSÝND Í KRINGLUNNI eee - S.V. FRÉTTABLAÐIÐ ÚR BÝFLUGNABÚINU Í BULLANDI VANDRÆÐI ATH. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALISÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.