Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 55 Ádeila á samfélagið „Umbreyting á fundnum hlutum hefur tíðkast í listinni frá tímum Dada, súrreal- isma og fútúrisma, ,“ POPPLISTIN gengur aftur í Gall- erí Anima, málverk í plakatastíl, áprentaðir og umbreyttir morg- unkornspakkar, breyttar tímarita- kápur og fleira prýðir þar veggi á litríkan hátt. Tilvísanir í neyslu- menningu tengja sýningu Jóns popplistinni, einnig notkun fjöl- faldaðra, fundinna hluta sem og skærir og bjartir litir. Umbreyting á fundnum hlutum hefur tíðkast í listinni frá tímum Dada, súrrealisma og fútúrisma, gjarnan með ádeilu á ríkjandi samfélag sem einnig má sjá í verk- um Jóns. Ástin var súrrealistunum sérstaklega hugleikin og litu þeir, með André Breton í fararbroddi, á hana sem skapandi afl. Jón Hen- rysson gerir ástina að inntaki sýn- ingar sinnar en beinir sjónum sín- um að heilastarfsemi þeirri er henni fylgir og birtir texta í því samhengi. Hann notar síðan fígúr- ur sem minna á list krúttkynslóð- arinnar, graffitímyndir og veggja- krot. List hans hefur yfirbragð sem er nokkuð vinsælt hjá yngri kynslóð listamanna nú um stundir og miðar m.a. að því að tengja sí- gilda list og götulist. Ádeilan á samfélagið er hér ósköp meinlaus, skilgreiningin á ástarbrímanum þurrleg og vís- indaleg, myndmálið kunnuglegt. Skærir og kraftmiklir litir vega ei- lítið upp á móti þessu, ákveðin og hugsuð framsetning, ágætlega unninn bæklingur og fjölbreytni í vinnuaðferð og nálgun bæta einnig nokkuð upp það sem á vantar. Það er umhugsunarefni að margir listamenn samtímans sækja innblástur að yfirborði verka sinna í strauma og stefnur liðinnar aldar sem á sínum tíma voru ögrandi, beittar og höfðu ákveðin markmið, en í dag enda listaverkin fyrir ofan sófann sem meinlaust augnayndi. Litríkar myndir í anda popplistar MYNDLIST Anima gallerí, Freyjugötu 27 Til 22. mars. Opið fim. til lau. frá kl. 13–17. Að skilgreina heilastarfsemi ástarpiltsins, Jón Henrysson bbnnn Ragna Sigurðardóttir P IP A R • S ÍA • 8 0 52 0 Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is Til hamingju Styrkir til doktorsnáms Ásdís Helgadóttir, vélaverkfræði. Reikningar sem líkja eftir lagskiptu tvífasa hvirfil- streymi gufu og vatns. Bergrún Arna Óladóttir, jarðfræði. Gossaga eldstöðva í Vatnajökli, kvikuþróun yfir möttulstrók. Erla Þrándardóttir, stjórnmálafræði. Lögmæti frjálsra félagasamtaka og kröfugerðar þeirra. Marta Rós Karlsdóttir, vélaverkfræði. Bætt frumorkunýting, möguleikar á því að nýta varmaorku í stað raforku. Styrkir til meistaranáms Elín Fjóla Þórarinsdóttir, umhverfisfræði. Vindrof í nágrenni Heklu og virkni uppgræðslu- svæða til að stöðva flæði sands. Lárus Þorvaldsson, vélaverkfræði. Ákvarðanataka fyrir nýtingu háhitasvæða. Lilja Guðmundsdóttir, iðnaðarverkfræði. Bestun á uppbyggingu vetnisstöðva á Reykja- víkursvæði út frá flutningskerfi rafmagns. Maren Davíðsdóttir, umhverfis- og auðlinda- fræði. Flóðbylgjur vegna skriðufalla. Rósa Guðmundsdóttir, iðnaðarverkfræði. Nýtni vetnis sem orkubera frá uppsprettu til bíls út frá íslenskum aðstæðum. Sæmundur Sveinsson, líffræði. Erfðafræði melgresis. Styrkir til rannsóknaverkefna Umhverfisrannsóknir i Lagarfljóti. Hrund Andradóttir, verkefnisstjóri, Verkfræði- deild H.Í. SkógVatn – áhrif skógræktar og landgræðslu á vatnsgæði og vatnalíf. Bjarni Diðrik Sigurðsson, verkefnisstjóri, Landbúnaðarháskóla Íslands. Karólína Eiríksdóttir, doktorsnemi. GLORIA – tindagróður, örlög við hlýnandi loftslag. Starri Heiðmarsson, verkefnisstjóri, Náttúru- fræðistofnun Íslands, Akureyrarsetur. Gönguhegðun urriða í Efra-Sogi og Úlfljótsvatni. Jóhannes Sturlaugsson, verkefnisstjóri, Lax- fiskar ehf. Steinslækur í Ásahreppi. Benóný Jónsson, verkefnisstjóri, Veiðimála- stofnun, Suðurlandsdeild. Yfirborðskortlagning íslenskra jökla á heim- skautaárunum 2008 og 2009. Tómas Jóhannesson, verkefnisstjóri, Veður- stofu Íslands. Hæðarlíkön af íslenskum jöklum unnin úr bylgju- víxlgervihnattagögnum. Eyjólfur Magnússon, verkefnisstjóri. Jökulgarðar og jaðarumhverfi framhlaupsjökla. Ívar Örn Benediktsson, verkefnisstjóri, Jarð- vísindastofnun Háskólans. Hönnun stíflugarða á jarðskjálftasvæðum. Sigurður Erlingsson, verkefnisstjóri, Verkfræði- deild H.Í. Gjóskufall frá Heklu og mat á áhættu fyrir vatns- aflstöðvar og miðlunarlón. Kate Taylor Smith, verkefnisstjóri, Jarðvísinda- stofnun Háskólans. M5 kort og úrkomutíðni. Jónas Elíasson, verkefnisstjóri, Verkfræðideild H.Í. Vetrarís á Þingvallavatni. Einar Sveinbjörnsson, verkefnisstjóri, Veður- vaktin ehf. Jökulsá á Fjöllum, hófleg nýting til orkufram- leiðslu. Birgir Jónsson, verkefnisstjóri, Verkfræðideild H.Í. Osmósuvirkjanir á íslenskum vatnsföllum. Þorsteinn I. Sigfússon, verkefnisstjóri, Ný- sköpunarmiðstöð Íslands. Eiginleikar tvífasa streymis vatns og gufu í jarðlögum. Guðrún A. Sævarsdóttir, verkefnisstjóri, Verk- fræðideild H.Í. Saeid Jalili Nasrabadi, doktorsnemi. Örlög brennisteinsvetnis frá jarðvarma- virkjunum. Sigurður Magnús Garðarsson, verkefnisstjóri, Verkfræðideild H.Í. Snjólaug Ólafsdóttir, doktorsnemi. Rætur háhitasvæða: Lekt bergs, ummyndun og kvikugös – jarðefnafræðileg athugun. Stefán Arnórsson, verkefnisstjóri, Jarðvísinda- stofnun Háskólans Náms- og verkefnastyrkir úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar afhentir KRYDDSTÚLKAN og knatt- konan Victoria Beckham neitar að láta sjá sig á líkamsrækt- arstöðvum því þar fær hún ekki að ganga um á háum hælum. Vic- toria, sem býr um þessar mundir í Los Angeles ásamt eiginmanni sínum David og þremur sonum, hefur þó keypt sér líkamsrækt- arkort í miðstöð í nágrenni heim- ilis síns en segir að hún geti illa hugsað sér að mæta í líkamsrækt vegna þess að það krefjist skóbún- aðar sem sé henni alls ekki að skapi. „Það er sjálfsögðu mik- ilvægt að halda sér í formi en hverju á maður eiginlega að klæð- ast á hlaupabrettinu? Ég get ekki hugsað mér að ganga um á flat- botna skóm.“ Þessi ummæli koma ekki á óvart ef nýlegt viðtal við Victoriu í hinu breska Vogue er skoðað því þar sagði hún frá því að hún væri svo hrifin af háhæl- uðum skóm að hún keypti slíka þótt þeir pössuðu ekki á hana. „Ef þeir eiga ekki skóna í minni stærð treð ég bara klósettpappír í þá svo þeir passi.“ Síðustu fregnir herma að Victoriu hafi verið boðið að stjórna sínum eigin tískuraunveru- leikaþætti. Mun þátturinn snúast um það að stúlkan ferðist um Bandaríkin og taki ýmsar búðir í tískuupplyftingu. Talsmenn Victo- riu hafa hins vegar neitað þessum fregnum. Reuters Victoria Beckham Er óð í háhæl- aða skó og kaupir stundum of stóra. Vill vera á háum hæl- um á hlaupa- brettinu Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 www.sjofnhar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.