Morgunblaðið - 08.03.2008, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 08.03.2008, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 55 Ádeila á samfélagið „Umbreyting á fundnum hlutum hefur tíðkast í listinni frá tímum Dada, súrreal- isma og fútúrisma, ,“ POPPLISTIN gengur aftur í Gall- erí Anima, málverk í plakatastíl, áprentaðir og umbreyttir morg- unkornspakkar, breyttar tímarita- kápur og fleira prýðir þar veggi á litríkan hátt. Tilvísanir í neyslu- menningu tengja sýningu Jóns popplistinni, einnig notkun fjöl- faldaðra, fundinna hluta sem og skærir og bjartir litir. Umbreyting á fundnum hlutum hefur tíðkast í listinni frá tímum Dada, súrrealisma og fútúrisma, gjarnan með ádeilu á ríkjandi samfélag sem einnig má sjá í verk- um Jóns. Ástin var súrrealistunum sérstaklega hugleikin og litu þeir, með André Breton í fararbroddi, á hana sem skapandi afl. Jón Hen- rysson gerir ástina að inntaki sýn- ingar sinnar en beinir sjónum sín- um að heilastarfsemi þeirri er henni fylgir og birtir texta í því samhengi. Hann notar síðan fígúr- ur sem minna á list krúttkynslóð- arinnar, graffitímyndir og veggja- krot. List hans hefur yfirbragð sem er nokkuð vinsælt hjá yngri kynslóð listamanna nú um stundir og miðar m.a. að því að tengja sí- gilda list og götulist. Ádeilan á samfélagið er hér ósköp meinlaus, skilgreiningin á ástarbrímanum þurrleg og vís- indaleg, myndmálið kunnuglegt. Skærir og kraftmiklir litir vega ei- lítið upp á móti þessu, ákveðin og hugsuð framsetning, ágætlega unninn bæklingur og fjölbreytni í vinnuaðferð og nálgun bæta einnig nokkuð upp það sem á vantar. Það er umhugsunarefni að margir listamenn samtímans sækja innblástur að yfirborði verka sinna í strauma og stefnur liðinnar aldar sem á sínum tíma voru ögrandi, beittar og höfðu ákveðin markmið, en í dag enda listaverkin fyrir ofan sófann sem meinlaust augnayndi. Litríkar myndir í anda popplistar MYNDLIST Anima gallerí, Freyjugötu 27 Til 22. mars. Opið fim. til lau. frá kl. 13–17. Að skilgreina heilastarfsemi ástarpiltsins, Jón Henrysson bbnnn Ragna Sigurðardóttir P IP A R • S ÍA • 8 0 52 0 Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is Til hamingju Styrkir til doktorsnáms Ásdís Helgadóttir, vélaverkfræði. Reikningar sem líkja eftir lagskiptu tvífasa hvirfil- streymi gufu og vatns. Bergrún Arna Óladóttir, jarðfræði. Gossaga eldstöðva í Vatnajökli, kvikuþróun yfir möttulstrók. Erla Þrándardóttir, stjórnmálafræði. Lögmæti frjálsra félagasamtaka og kröfugerðar þeirra. Marta Rós Karlsdóttir, vélaverkfræði. Bætt frumorkunýting, möguleikar á því að nýta varmaorku í stað raforku. Styrkir til meistaranáms Elín Fjóla Þórarinsdóttir, umhverfisfræði. Vindrof í nágrenni Heklu og virkni uppgræðslu- svæða til að stöðva flæði sands. Lárus Þorvaldsson, vélaverkfræði. Ákvarðanataka fyrir nýtingu háhitasvæða. Lilja Guðmundsdóttir, iðnaðarverkfræði. Bestun á uppbyggingu vetnisstöðva á Reykja- víkursvæði út frá flutningskerfi rafmagns. Maren Davíðsdóttir, umhverfis- og auðlinda- fræði. Flóðbylgjur vegna skriðufalla. Rósa Guðmundsdóttir, iðnaðarverkfræði. Nýtni vetnis sem orkubera frá uppsprettu til bíls út frá íslenskum aðstæðum. Sæmundur Sveinsson, líffræði. Erfðafræði melgresis. Styrkir til rannsóknaverkefna Umhverfisrannsóknir i Lagarfljóti. Hrund Andradóttir, verkefnisstjóri, Verkfræði- deild H.Í. SkógVatn – áhrif skógræktar og landgræðslu á vatnsgæði og vatnalíf. Bjarni Diðrik Sigurðsson, verkefnisstjóri, Landbúnaðarháskóla Íslands. Karólína Eiríksdóttir, doktorsnemi. GLORIA – tindagróður, örlög við hlýnandi loftslag. Starri Heiðmarsson, verkefnisstjóri, Náttúru- fræðistofnun Íslands, Akureyrarsetur. Gönguhegðun urriða í Efra-Sogi og Úlfljótsvatni. Jóhannes Sturlaugsson, verkefnisstjóri, Lax- fiskar ehf. Steinslækur í Ásahreppi. Benóný Jónsson, verkefnisstjóri, Veiðimála- stofnun, Suðurlandsdeild. Yfirborðskortlagning íslenskra jökla á heim- skautaárunum 2008 og 2009. Tómas Jóhannesson, verkefnisstjóri, Veður- stofu Íslands. Hæðarlíkön af íslenskum jöklum unnin úr bylgju- víxlgervihnattagögnum. Eyjólfur Magnússon, verkefnisstjóri. Jökulgarðar og jaðarumhverfi framhlaupsjökla. Ívar Örn Benediktsson, verkefnisstjóri, Jarð- vísindastofnun Háskólans. Hönnun stíflugarða á jarðskjálftasvæðum. Sigurður Erlingsson, verkefnisstjóri, Verkfræði- deild H.Í. Gjóskufall frá Heklu og mat á áhættu fyrir vatns- aflstöðvar og miðlunarlón. Kate Taylor Smith, verkefnisstjóri, Jarðvísinda- stofnun Háskólans. M5 kort og úrkomutíðni. Jónas Elíasson, verkefnisstjóri, Verkfræðideild H.Í. Vetrarís á Þingvallavatni. Einar Sveinbjörnsson, verkefnisstjóri, Veður- vaktin ehf. Jökulsá á Fjöllum, hófleg nýting til orkufram- leiðslu. Birgir Jónsson, verkefnisstjóri, Verkfræðideild H.Í. Osmósuvirkjanir á íslenskum vatnsföllum. Þorsteinn I. Sigfússon, verkefnisstjóri, Ný- sköpunarmiðstöð Íslands. Eiginleikar tvífasa streymis vatns og gufu í jarðlögum. Guðrún A. Sævarsdóttir, verkefnisstjóri, Verk- fræðideild H.Í. Saeid Jalili Nasrabadi, doktorsnemi. Örlög brennisteinsvetnis frá jarðvarma- virkjunum. Sigurður Magnús Garðarsson, verkefnisstjóri, Verkfræðideild H.Í. Snjólaug Ólafsdóttir, doktorsnemi. Rætur háhitasvæða: Lekt bergs, ummyndun og kvikugös – jarðefnafræðileg athugun. Stefán Arnórsson, verkefnisstjóri, Jarðvísinda- stofnun Háskólans Náms- og verkefnastyrkir úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar afhentir KRYDDSTÚLKAN og knatt- konan Victoria Beckham neitar að láta sjá sig á líkamsrækt- arstöðvum því þar fær hún ekki að ganga um á háum hælum. Vic- toria, sem býr um þessar mundir í Los Angeles ásamt eiginmanni sínum David og þremur sonum, hefur þó keypt sér líkamsrækt- arkort í miðstöð í nágrenni heim- ilis síns en segir að hún geti illa hugsað sér að mæta í líkamsrækt vegna þess að það krefjist skóbún- aðar sem sé henni alls ekki að skapi. „Það er sjálfsögðu mik- ilvægt að halda sér í formi en hverju á maður eiginlega að klæð- ast á hlaupabrettinu? Ég get ekki hugsað mér að ganga um á flat- botna skóm.“ Þessi ummæli koma ekki á óvart ef nýlegt viðtal við Victoriu í hinu breska Vogue er skoðað því þar sagði hún frá því að hún væri svo hrifin af háhæl- uðum skóm að hún keypti slíka þótt þeir pössuðu ekki á hana. „Ef þeir eiga ekki skóna í minni stærð treð ég bara klósettpappír í þá svo þeir passi.“ Síðustu fregnir herma að Victoriu hafi verið boðið að stjórna sínum eigin tískuraunveru- leikaþætti. Mun þátturinn snúast um það að stúlkan ferðist um Bandaríkin og taki ýmsar búðir í tískuupplyftingu. Talsmenn Victo- riu hafa hins vegar neitað þessum fregnum. Reuters Victoria Beckham Er óð í háhæl- aða skó og kaupir stundum of stóra. Vill vera á háum hæl- um á hlaupa- brettinu Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 www.sjofnhar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.