Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 47 VÍN er eitthvað sem maður tengir auðveldlega við opnun myndlist- arsýninga eða álíka menningarlega viðburði. Og er áfengi að mörgu leyti upphafið þegar kemur að listum, enda hefur margur svæsinn gjörn- ingurinn ýtt undir goðsagnir hinna óheftu listrænu gerenda sem undir venjulegum kringumstæðum mundi kallast stjórnlaus hegðun undir áhrifum áfengis. Sá frægasti er sennilega pissugjörningur Jacksons Pollocks á arineld Peggy Guggen- heim. Upphafning vímunnar er við- fangsefni Söru Björnsdóttur á sýn- ingu sem nú stendur yfir í Gallerí Ágúst undir yfirskriftinni „Víma/ Intoxication“. Á sýningunni eru ljós- myndir af rauðvíni teknar í gegn um „kaleidoscope“ sem skapar „psyche- dellic“ mynstur eða samhverfur, en áfengi er jú deyfiefni og við ofneyslu ruglast boðefni til í heilanum þannig að skynjunin bjagast. Auk ljósmyndana er myndskeið sem nefnist „Salem light“ og sýnir sígarettureyk líða mjúklega í skugg- sælum grunni. Verkið er dáleiðandi og tengdi ég vel við nautnina sem fylgir því að sjúga að sér nikótín og síga í vellíðan á meðan eitrið gerir sitt ógagn. Sara er listakona sem jafnan rís vel yfir meðallag. En ég get ekki sagt að henni takist vel til á þessari sýningu. Tilraunin að setja fegurð vímunnar í form er vissulega spennandi og nálgun hennar við fag- urfræðina er hæfilega ögrandi. En sýningin er of máttlaus til að skila þessari fegurð á leiðarenda. Ljós- myndirnar eru fjarrænar og óspenn- andi og myndskeiðið nýtur sín alls ekki svona aðþrengt í skáp. Fegurð í vímu MYNDLIST Gallerí Ágúst Opið miðvikudaga til laugardaga frá 12– 17. Sýningu lýkur 5. apríl. Aðgangur ókeypis. Sara Björnsdóttir bbmnn Fegurð „Á sýningunni eru ljósmyndir af rauðvíni teknar í gegn um „kaleidoscope“ sem skapar „psychedellic“ mynstur eða samhverfur,“ Jón B. K. Ransu BRESKA leikkonan Keira Knig- htley kemur til með að syngja nokk- ur lög inn á plötu sem gefin verður út með kvikmyndinni The Edge of Love, en hún er byggð á ævi velska ljóðskáldsins Dylans Thomas. Á meðal laga má nefna „Blue Tahitian Moon“ og „Maybe It’s Because I Love You Too Much“ en handritið að myndinni var skrifað af móður Knig- htley, Sharman Macdonald. Á meðal annarra leikara í myndinni, sem ger- ist á árum síðari heimsstyrjald- arinnar, eru Matthew Rhys, sem leikur ljóðskáldið, og Sienna Miller, sem leikur eiginkonu skáldsins, Ca- itlin MacNamara. Keira viðurkenndi í viðtali á dögunum að hún væri ekki mjög lagviss en þegar hún byrjaði upptökuferlið hefði hún orðið hissa á því að hún væri ekki jafnslæm og hana hefði grunað. Aðrir listamenn sem koma að plötunni eru Suggs úr Madness, Siouxsie Sioux, Patrick Wolf og Beth Rowley. Reuters Knightley Er margt til lista lagt. Syngur inn á plötu LIÐ Menntaskólans í Reykjavík sigraði lið Borgarholtsskóla í seinni undanúrslitaviðureign Gettu betur í Smáralind í gærkvöldi. Lið MR-inga náði góðri forystu í keppninni en lið Borgarholtsskóla náði smám saman að saxa á for- skotið. Þegar komið var að síðustu spurningunni, svokallaðri þríþraut, leiddi lið MR með einu stigi, 27 gegn 26, en bæði lið áttu möguleika á sigri. Þegar hvorugt lið gat nefnt þrjá fossa sem sýndir voru á mynd- um, og árnar sem þeiri eru í, var ljóst að það verða MR-ingar sem mæta Akureyringum í úrslitunum. Morgunblaðið/Kristinn Sigruðu Menntaskólinn í Reykjavík lagði Borgarholtsskóla. MR mætir MA í úrslitum Gettu betur GAMLA ruðn- ingskempan O.J. Simpson er enn á leið í dómssal en hann var ásamt tveimur félögum sínum kærður fyrir mannrán og að ræna hlutum af tveimur sölu- mönnum, sem fal- buðu gripi sem tengdust ferli Simp- sons, í Las Vegas í september. Ákærðu hafa lýst sig saklausa af öll- um 16 ákæruliðum. Ef þeir verða dæmdir sekir geta þeir fengið lífstíð- ardóm. Dómarinn mun á næstu dög- um ákveða hvort einhverjar ákær- anna verða felldar niður en réttarhöldin hefjast eftir mánuð. Simpson á leið í dómssal OJ Simpson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.