Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 39 inssonar, organisti Björn Steinar Sól- bergsson. Söngvahátíð kl. 20 með Sindre Eide, ungir söngvarar og hljóð- færaleikarar flytja sálma frá öllum heimshornum. Tónlistarstjóri Tómas G. Eggertsson. HÁTEIGSKIRKJA | Barnaguðsþjónusta og messa kl. 11. Prestur Tómas Sveins- son, organisti Douglas A. Brotchie. Um- sjón barnag. Erla Guðrún og Páll Ágúst. Léttar veitingar eftir messu. Sjá þar er maðurinn, myndlistarsýning í safn- aðarheimilinu, Helgi Gíslason mynd- höggvari sýnir tillögur að myndröð um krossveginn. Opið til kl. 17 sunnudag. HJALLAKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar, félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng, organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Að- alsafnaðarfundur að messu lokinni í safnaðarsal kirkjunnar, venjuleg aðal- fundarstörf. Sunnudagaskóli kl. 13. Bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 og opið hús á fimmtudag kl. 12. hjallakirkja.is HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Sunnu- dagsskóli kl. 11. Samkoma kl. 17. Sig- urður Ingimarsson talar. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma kl. 20, umsjón Harold Reinholdt- sen. Heimilasamband fyrir konur mánu- dag kl. 15. Lofgjörðarsamkoma fimmtudag kl. 20. Opið hús kl. 16- 17.30 þriðjudaga til laugardaga. HRÍSEYJARKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. HVERAGERÐISKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. „Ofurhetjustund“. Fundur með fermingarbörnum og foreldrum kl. 16. ÍSLENSKA kirkjan í Lundúnum | Íslensk guðsþjónusta verður í sænsku kirkjunni, kl. 17. Dr. Einar Sigurbjörnsson predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Arnarsyni. Sunnudagaskólinn verður að venju. Sigríður Ósk Kristjánsdóttir syng- ur einsöng og eins syngja þau KK og Ell- en. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnastarf kl. 11. Fræðsla fyrir fullorðna, Friðrik Schram kennir um ástæður afkristnunar nútímans. Samkoma kl. 20 með lof- gjörð, vitnisburði og fyrirbæn, Ólafur Knútsson predikar. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru, Reyðarf. | Messa kl. 11. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30. Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga er messa á latínu kl. 8.10. Laugardaga er barnamessa kl. 14 að trúfræðslu lokinni. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa 2. og 3. sunnudag í mánuði kl. 16. Suðureyri | Messa 1. og 4. sunnudag í mánuði kl. 16. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laug- ardaga er messa á ensku kl. 18.30. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16, miðviku- daga kl. 20. KEFLAVÍKURKIRKJA | Fermingarguð- sþjónustur kl. 11, 8. IÓ í Myllubakka- skóla og kl. 14, 8. UG í Myllubakka- skóla. Prestar og æskulýðsfulltrúi þjóna. Allir eru velkomnir en vakin er athygli á því að þær eru einnig sendar út á svæði Víkurfrétta á Kaplinum. KFUM og KFUK | Föstuvaka kl. 20 á Holtavegi 28. Jóhanna Sesselja Erlu- dóttir flytur hugleiðingu. KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 11 með altarisgöngu. Fermingarbörnum og for- eldrum þeirra sérstaklega boðið til kirkju. Að athöfn lokinni verður samvera með fermingarbörnum og foreldrum þeirra í safnaðarheimili kirkjunnar, Borg- um. Prestur sr. Auður Inga Einarsdóttir, kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn organista Lenku Mátéovu. Sunnudaga- skólinn kl. 12.30 í kirkjunni undir stjórn Sigríðar Stefánsdóttur. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta á Landa- koti á stigapalli á 2. hæð kl. 14. Rósa Kristjánsdóttir djákni og Ingunn Hildur Hauksdóttir. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barna- starf kl. 11. Boðunardagur Maríu. Gra- duale Nobili syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar organista, prestur sr Jón Helgi Þórarinsson. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safn- aðarheimilið með Rut og Steinunni. Sál- maspuni kl. 20 með Sigurði Flosasyni saxófónleikara og Gunnari Gunnarssyni orgelleikara. Miðasala við innganginn. LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Hildur Eir Bolladóttir þjónar ásamt hópi starfs- manna og sjálfboðaliða. Guðsþjónusta í Rauða salnum að Hátúni 12 kl. 13. Kvöldmessa kl. 20. Kór Laugarneskirkju leiðir sönginn við undirleik djasssveit Ómars Guðjónssonar. Hjónin Laufey Hrönn Þorsteinsdóttir og Ísleifur Árni Jakobsson segja ögursögu af sjálfum sér, sr. Hildur Eir Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt Sigurbirni Þor- kelssyni meðhjálpara. Messukaffi. LÁGAFELLSKIRKJA | Fermingarguð- sþjónustur kl. 10.30 og 13.30 Nöfn fermingarbarna á mbl.is. Prest- arnir. LINDASÓKN í Kópavogi | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Salaskóla kl. 11. Kór Lindakirkju leiðir safnaðarsönginn undir sjórn Keith Reed, prestur Sigurjón Árni Eyjólfsson. MÖÐRUVALLAKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Unglingar flytja sam- talspredikun, fermingarbörn biðja bænir, börn úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika á hljóðfæri, börn úr kirkjuskólanum syngja og leika. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 10. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safn- aðarsöng, organisti Steingrímur Þór- hallsson, sr. Örn Bárður Jónsson predik- ar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í messunni en fara síðan í safnaðarheim- ilið þar sem þau syngja og heyra sögur, brúður koma í heimsókn o.fl. Umsjón með barnastarfinu hafa þau Björg Jóns- dóttir og Ari Agnarsson. Eftir messu er kaffi, súpa og brauð á Torginu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri | Sunnudags- kólinn kl. 11. Umsjón hafa Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, María Rut Baldursdóttir, Jenný Þórkatla Magnúsdóttir og Dagmar Kunakova organisti. ÓHÁÐI söfnuðurinn | Fjölskylduguðþjón- usta kl. 14 og verður séra Pétur með galdra svo þetta er líka galdramessa. Kvenfélagið með sitt árlega Bjargarkaffi að messu lokinni, þar sem ágóðinn rennur til líknarsjóðs sem var stofnaður í minningu Bjargar Ólafsdóttur, eins af stofnendum safnaðarins og kvenfélags- ins. Allir velkomnir og eru sporafarar, Alfa og eldri fermingarbörn hvött til að mæta. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17. Átakið 40 tilgangsríkir dagar. 6. vika. ,,Sköpuð fyrir verkefni“. Ræðumað- ur er Haraldur Jóhannsson, einsöngur Helga Magnúsdóttir. Anna Lilja Ein- arsdóttir sýnir myndir frá Eþíópíu. Barna- starf. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Herra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, predikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Selfoss syngur undir stjórn organistans, Jörgs E. Sondermanns. Barnasamkoma kl. 11.15. Léttur hádeg- isverður að lokinni athöfninni. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Söngur, saga, líf og fjör. Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórs- son predikar, Gideonfélagar kynna starf- semi sína, kirkjukórinn leiðir söng, organisti er Jón Bjarnason. Við upphaf guðsþjónustunnar lýkur biblíumaraþoni æskulýðsfélagsins SELA. SELTJARNARNESKIRKJA | Fermingar kl. 10.30 og 13.30. Kammerkór Seltjarnar- neskirkju leiðir tónlistarflutning undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar. Sunnudagaskóli kl. 11. Leiðtogar í barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar hvetja krakkana til að mæta. Prestur er Sigurður Grétar Helgason. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sóknarprestur. SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari og predikar, organisti er Ester Ólafs- dóttir, ritningarlestra les Magnús Vigfús- son. Meðhjálparar eru Eyþór Ólafsson og Erla Thomsen. Almennur safn- aðarsöngur. TORFASTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. VEGURINN kirkja fyrir þig | Unglinga- blessun kl. 11. Högni Valsson predikar. Bænastund kl. 18.30. Samkoma kl. 19, Högni Valsson predikar, lofgjörð og fyr- irbæn. Samfélag í kaffisal á eftir. veg- urinn.is VÍDALÍNSKIRKJA | Messa eldri borgara kl. 11. Lilja Hallgrímsdóttir djákni predik- ar, stjórn Félags eldri borgar í Garðabæ aðstoðar við lestra, Garðakórinn syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar org- anista. Sr Friðrik Hjartar og Nanna Guð- rún Zoëga djákni þjóna. Rúta fer frá Hleinum kl. 10.30 og frá Jónshúsi kl. 10.40. Í hádeginu er boðið upp á máls- verð í umsjón Lionsklúbbanna en að- alsafnaðarfundur Garðasóknar verður haldinn strax að honum loknum. Fjöl- mennum í helgihaldið og látum okkur varða málefni safnaðarins. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sunnu- dagaskólinn kl. 11. Stund fyrir börn á öllum aldri. Guðsþjónusta kl. 13. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úl- riks Ólasonar. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Fermingarmessa kl. 10.30. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Gunnhildar Höllu Baldursdóttur. Meðhjálpari Ástríður Helga Sigurð- ardóttir. Sunnudagskólinn kl. 11 fer fram í Njarðvíkurkirkju vegna fermingar. HANNES Hlífar Stefánsson og Stefán Kristjánsson hafa þegar blandað sér í baráttuna um efsta sætið á 23. Reykjavíkurskákmótinu sem stendur yfir þessa dagana í Faxafeni. Þrjár lokaumferðir móts- ins fara þó fram Ráðhúsi Reykjavík- ur. Eftir fyrstu fjórar umferðirnar eru efstu menn þessir: 1.–7. Halkias Stelios (Grikklandi), Ahmed Adly (Egyptalandi), Fabiano Caruana (Ítalía), Aloyzas Kveinys (Litháen), Hannes Hlífar Stefánsson, Stefán Kristjánsson og Louis Galego (Portúgal) 3 ½ v. 8.–19. Inna Gapo- nenko (Úkraínu), Victor Mikhalevski (Ísrael), Kjetil Lie (Noregi), Peter Vavrak (Slóavkíu), Espen Lie (Nor- egi), Pontus Carlsson (Svíþjóð), Jón Viktor Gunnarsson, Vadim Mala- khatko (Belgíu), Tiger Hillarp Pers- son (Svíþjóð), Yue Wang (Kína) og Bragi Þorfinnsson 3 v. Reykjavíkurmótin árin 2000, 2002 og 2004 fóru öll fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og var almenn ánægja með þá tilhögun. Það ætti að vera sjálfsögð krafa að Reykjavíkurborg- ar leggði fram hentugt húsnæði fyrir þennan elsta reglulega alþjóðlega viðburð sem tengist nafni Reykja- víkur. Sú framsetning fyrsta mótsins árið 1964 að tengjast nafni borgar- innar ber vott um mikla framsýni skipuleggjenda. 23. Reykjavíkur- mótið fer fram undir kjörorðinu Skákin brúar bil. Þetta er gott slag- orð og ber með sér frísklegar áherslur forseta SÍ, Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur. Góð þátttaka kvenna einkennir mótshaldið og hinir ungu meistarar framtíðarinnar vekja mikla athygli. Keppendur koma margir langan veg: frá Quatar, Ind- landi, Kína, Venezúela, Egyptalandi og Zambíu. Munurinn á þessu móti og því sem haldið var 2004 og 2006 er kannski fyrst og fremst sá að það vantar algerlega þekkt nöfn. Stiga- lágmörkin hafa verið að færast neðar og hefur það bæði kosti og galla. Hér fá ungir og upprennandi skákmenn gott tækifæri sem þeir nýta sér ágætlega. Meðalstig andstæðinga Atla Freys Kristjánssonar sem hef- ur hlotið tvo vinninga af fjórum mögulegum eru í kringum 2440 Elo. Þótt Hannes og Stefán hafi staðið sig vel hafa andstæðingar þeirra verið mun lakari. Dagur Andri Friðgeirs- son og Helgi Brynjarsson tóku sig til og unnu tvær öflugar skákkonur í fyrstu umferð og mörg óvænt úrslit hafa séð dagsins ljós. Því miður hef- ur “Vodafone–gambíturinn“ láti á sér kræla á mótstað. Síminn hringdi hjá Sverri Erni Björnssyni í ellefta leik þegar hann tefldi við Arnar Gunnarsson. Skákin var samstundis dæmd honum töpuð. Sigurskák Björn Þorfinnssonar yfir stigahæsta keppendanum, Kín- verjanum Wang, sem er með tæp- lega 2700 Elostig, í fyrstu umferð mótsins hefur vakið mesta athygli. Elo-stig kínverskra skákmanna hafa vakið nokkra furðu stundum en þó liggur ljóst fyrir að þeir eiga afar sterkt lið á alþjóðavettvangi sem m.a. kom fram á síðasta Ólympíu- móti í Torino á Ítalíu. 13. leikur Björns, Rd4 var sérstaklega útsmog- inn og setti Kínverjann þegar í stað í nær óyfirstíganleg vandræði: 23. Reykjavíkurskákmótið; 1. um- ferð: Björn Þorfinnsson – Yue Wang ( Kína ) Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 Bg4 6. Be2 Rfd7 7. O–O O–O Hér kom sterklega til greina að leika 7. … Rc6 t,.d. 8. Be3 e5 9. d5 Bxf3 10. Bxf3 Rd4 og svartur má vel við una. 8. Be3 a6 9. Dd2 e5 10. dxe5 dxe5 11. Bg5 Dc8 12. Rd5 Rc6 13. Rd4! Sannkallaður þrumuleikur. Það er ekki oft sem vopnin eru slegin út úr höndum andstæðingsins svo snemma tafls í allt að því hversdags- legri stöðu. Hugmyndin er vitaskuld 13. … Bxe2 14. Rxc6 og vegna hót- unarinnar – Re7+ vinnur hvítur mann. Svartur getur reynt 13. … Rxd4 en eftir 14. Bxg4! Kh8 15. Rf6! getur svartur enga björg sér veitt. 13. … exd4 14. Bxg4 f5 15. exf5 gxf5 16. Bh5 Kh8 17. Re7 Db8 18. Rxc6 bxc6 19. Be7 Re5 Wang afræður að gefa skiptamun en fær ekki nægar bætur, alls kyns veikleikar í stöðu hans ráða mestu þar um, 19. … Hc8 var ekki fagurt en kannski best engu að síður. Hvít- ur hefur alla þræði í hendi sér eftir 20. Hae1.) 20. Bxf8 Dxf8 21. b3 f4 22. Bf3 Df5 23. Hae1 Hd8 Kannski var reynandi að leika 23. … Rxf3+ 24. gxf3 d3 þó yfirráð hvíts eftir e–línunni eigi að tryggja sigur, t.d. 25. He4 Hd8 26. Hfe1 o.s.frv. 24. Be4 Df6 25. f3 c5 26. Bb1 Bf8 27. He4 Bd6 28. Dxf4! Heggur á hnútinn. Það er algeng- ur misskilningur að mislitir biskupar geri stöður jafnteflislegar og Björn veit að peðin á kóngsvæng geta oltið áfram nær hindrunarlaust. 28. … Dxf4 29. Hxf4 Rxc4 30. Hh4 Re3 31. Bxh7 Rxf1 32. Bd3+ Kg7 33. Kxf1 a5 34. a4 He8 35. He4! Hér er í raun komið eina augna- blikið í skákinni þar sem sigur Björns virtist í vafa. Eftir 35. … Hxe4 36. bxe4 Bxh2 37. Kf2! Ásamt g3, f4, Bd3, Kf3, Ke4, g4 og g5 áætl- un sem ekkert er við að gera er staða Kínverjans vonlaus. 35. … Hh8 36. h4 Kh6 37. Kf2 Kh5 38. Bb5 Hf8 39. g3 Hg8 40. f4 Hb8 41. He8 Hb6 42. Kf3 Kg6 43. g4 Kf7 44. He2 Hb8 45. g5 d3 46. Hd2 Hf8 47. Kg4 Ke6 48. f5+ Ke5 49. f6 – og Wang gafst upp. Anand efstur í Morelia/Linares Indverski heimsmeistarinn Wisvanathan Anand var efstur þeg- ar ein umferð var eftir af stórmótinu í Linares á Spáni. Eins og fram hefur komið er þessu sterkasta lokaða móti ársins skipt á milli Morelia í Mexíkó og Linares á Spáni. Anand hefur náð að halda helsta keppinaut sínum, norska undrabarninu Magn- úsi Carlssyni, fyrir aftan sig allt mót- ið. Staðan fyrir lokaumferðina sem fram fór í gær var þessi: 1. Wisvanthan Anand 8 v. (af 13) 2. Magnús Carlsen 7 ½ v. 3. – 4. Ven- selin Topalov og Levon Aronjan 7 v. 5. Teimour Radjabov 6 ½ v. 6. Vasilí Ivantsjúk 6 v. 7. Peter Leko 5 ½ v. 8. Alexei Shirov 5 v. Í síðustu umferð átti Anand að tefla við Topalov og hafði hvítt og Magnús Carlsen var með hvítt gegn Radjabov. Hannes og Stefán í toppbaráttunni Í þungum þönkum Hannes Hlífar hughsar næsta leik á 23. Reykjavík- urmótinu. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Faxafeni og Ráðhúsi Reykjavíkur 23. Reykjavíkurskákmótið 3.–11. mars 2008 Morgunblaðið/Ómar Í góðu formi Stefán Kristjánsson að tafli sl. fimmtudagskvöld. Elsku afi, nú er ævi þín öll en minn- ing þín lifir í hjörtum okkar allra. Elsku amma, Guð gefi þér styrk á þessum erfiða tíma. Við hugsum öll til þín. Anna Linda, Sandra Björk, Brynja Dögg, Kristbjörg, makar og barnabarnabörn. Jæja, elsku afi. Ég veit varla hvar ég á að byrja. Það rifjast svo margt upp núna á þessum síðustu dögum, en þú varst mér mjög mikilvægur alla tíð. Mínar fyrstu minningar tengjast þér og tímanum þegar ég bjó í húsinu þínu á Krók 2 á Ísafirði, sem þú byggðir sjálfur. Þetta var frábær tími og þú varst besti afi sem hægt var að hugsa sér. Alltaf að gefa mér og krökkunum nammi og fara í bíltúra á gamla rauða Benzinum. Aldrei skammaðir þú okk- ur sama hvað við gerðum af okkur, nema reyndar þegar ég merkti öll trén í garðinum hjá þér með skrúf- járni, en það var vel meint samt. Ég vildi hafa þau í reglu fyrir þig. Jólin með þér voru bestu jólin. Ég vissi allt- af að þau voru komin þegar þú hengd- ir upp jólabjölluna í stofunni og náðir í tréð. Þegar við fluttum frá Ísafirði í kringum 1980 þá var það mesta áhyggjuefni mitt og strákanna hvort við færum ekki örugglega til þín og ömmu um jólin og það varð úr auðvit- að. Tíminn með þér í Hveragerði var líka skemmtilegur. Ég held að ég hafi eytt meiri tíma hjá þér og ömmu held- ur en heima hjá mér einfaldlega vegna þess að mér þótti best að vera nálægt þér. Þú hafðir alltaf tíma fyrir mig og varst alltaf til staðar bæði fyrir mig og alla sem þig þekktu. Sérstaklega varstu góður við öll börn og varst í ess- inu þínu þegar húsið var fullt af krökk- um, enda varstu elskaður af þeim öll- um. Undir það síðasta á spítalanum í veikindum þínum sá ég að það lifnaði yfir þér þegar grislingarnir komu með í heimsókn og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa getað eytt tíma með þér síðustu dagana en allar minningarnar um þig eru efni í margar greinar, en ég geymi þær hjá mér. Að endingu vil ég segja að ég sakna þín mjög mikið og það kemur enginn í þinn stað og vonandi líður þér sem best. Örvar Árdal Árnason.  Fleiri minningargreinar um Lúð- vík K. Kjartansson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.