Morgunblaðið - 11.03.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 11.03.2008, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN GRUNDVALLARSTOFNANIR lýðræðis eru venjulega taldar þrjár, þ.e. löggjaf- arvaldið, fram- kvæmdavaldið og dómsvaldið. Á þessum grunni stendur lýð- ræðið. Þetta eru gamlar stofnanir sem tekið hafa ýmsum breytingum í tímans rás, og þar gegnir lög- gjafarvaldið (Alþingi) lykilhlutverki að því leyti að það eitt þess- ara stofnana sækir vald sitt beint til fólksins (lýðsins). Löggjafarvaldið er því eins konar öryggisventill hins þríeina valds. Í nútíma lýðræðissamfélögum (og þar hljótum við Íslendingar að teljast með) er einnig til staðar fjórða valdið, sem segja má að sé á vissan hátt fjórða hjólið undir vagni hins lýðræðislega samfélags. Hér á ég við almenningsálitið, sem er flókið, teygjanlegt en áhrifamik- ið fyrirbæri. Í pólitískum um- ræðum leita stjórnmálamenn oft stuðnings frá almenningsálitinu og eru þá gjarnan notuð önnur orð: „fólkið í landinu“, „þjóðin“ eða „rödd fólksins“. Þegar framferði þessa fjórða valds fer úr bönd- unum og ógnar innviðum lýðræð- isins eru notuð önnur hugtök svo sem „alþingi götunnar“. Helstu innviðir fjórða valdsins eru: þrýsti- hópar, fjölmiðlar og skoðanakann- anir. Með þessum inngangsorðum ætla ég að víkja að máli sem hefur verið í umræðunni frá því fyrir áramót, þ.e. skipun Þorsteins Dav- íðssonar í embætti dómara. Hér koma við sögu tvær af grunnstofnunum samfélagsins, annars vegar framkvæmdavaldið og hins vegar dómsvaldið. Sam- kvæmt lögum og stjórnarskrá eru þetta aðgreindar og sjálfstæðar stofnanir. Í tímans rás hefur lög- gjafarvaldið ákveðið að við skipun í embætti dómskerfisins skuli valin sérstök nefnd til að meta hæfi um- sækjenda. Í lögum og reglugerðum um hæfnismat er gengið út frá því að umsækjendur séu metnir á grundvelli mælanlegra breytna, þ.e. menntunarstigs og starfsreynslu. Á grundvelli þessa ber matsnefndinni að skera úr um það hvort umsækjandi telst hæf- ur eða ekki hæfur. Ég held reyndar að með nútíma forrit- unartækni væri skil- virkara að færa hlut- verk matsnefndarinnar yfir á tölvuforrit, einfaldlega vegna þess að skv. gildandi lögum koma einungis til álita mælanlegar breyt- ur. Menn deila um það hvort mats- nefndinni beri að útfæra nánar um hæfnisstig umsækjenda. Talsmenn röðunar hafa bent á að með því sé verið að styrkja dómsvaldið. Ég tel það orka mjög tvímælis. Með því að yfirfæra skipunarvaldið frá framkvæmdavaldinu yfir til fag- aðila og fela þeim að skera úr um júrísk og pólitísk álitamál er verið að ganga á svig við þær grundvall- arforsendur sem framkvæmdavald- ið og stjórnkerfið byggist á. Nema menn vilji taka upp stjórn- sýslukerfi fagmanna, hliðstætt stjórnkerfum herforingjastjórna eða klerkastjórna, sem ég efast um. Einhvern veginn hefur það sjón- armið orðið ríkjandi (meðal annars fyrir áhrif þrýstihópa og fjölmiðla) að hið pólitíska vald stjórnkerfisins sé í eðli sínu spillt en hvers konar fagaðilar séu vammlausir og óspilltir. Ég fellst ekki á þetta sjónarmið. Menn eru misjafnir eins og gengur og gerist og það án til- lits til þess hvort þeir flokkast í hóp stjórnmálamanna eða svo- nefndra fagmanna. Ég vil rökstyðja enn frekar þá skoðun mína að það sé eðlilegt að framkvæmdavaldið (dóms- málaráðherra) velji og skipi dóm- ara úr hópi hæfra umsækjenda. Hættan sem fylgir því að gefa matsnefndinni umboð til að tak- marka vald ráðherra er sú, að þar koma inn persónulegir þættir, sem ekki verða mældir á ótvíræðan hátt líkt og menntun og starfsreynsla. Það er kunnara en frá þurfi að segja að færustu lögspekingar deila oft um áherslur og túlkun dómsmála. Nægir að benda á tíð sérálit dómara bæði hér og erlend- is. Þessi staðreynd styður það sjónarmið að ýmislegt fleira en mælanlegar forsendur skipti máli þegar skipað er í stöður dómara. Skipunarvaldið er í eðli sínu póli- tískt og stjórnsýslulegt og heyrir því beint undir framkvæmdavaldið, þ.e.a.s. dómsmálaráðherra en alls ekki undir nefnd fagmanna. Í þessu sambandi ber einnig að hafa í huga að dómsmálaráðherra ber einn ábyrgð á embættisveiting- unni. Matsnefndin er stjórn- sýslulega ábyrgðarlaus, nema hún gerist brotleg við lög. Það eru engar stjórnsýslulegar forsendur fyrir því að matsnefndin geti krafist þess að ráðherra skerði lögformlegt vald sitt við skipun hæfra umsækjenda í stöðu dómara. Og það er með ólíkindum að virtir lögmenn skuli veitast að ráðherra sem hefur farið að einu og öllu að lögum við skipun Þorsteins Davíðs- sonar í embætti dómara. Hið þríeina vald stjórnkerf- isins og áhrif hins fjórða Bragi Jósepsson fjallar um embættisskipanir » Fjallað er um skipun Þorsteins Davíðs- sonar í stöðu dómara. Með nútíma forritun væri skilvirkara að færa hlutverk matsnefnd- arinnar yfir á tölvu- form. Bragi Jósepsson Höfundur er rithöfundur og fv. prófessor. TÓNLISTIN getur bæði sefað og örvað. Hún getur líka hjálpað okkur að skilja hvert annað og verið beitt vopn gegn hatri, stríði og mann- vonsku. Í blústónlistinni býr von um betra líf og viljinn til þess að gefast ekki upp fyrir kúgun og misrétti, von- in um sátt og vinarþel mannanna. Blúsinn er upprunninn í Suð- urríkjum Bandaríkjanna. Hann kom fram á sjónarsviðið sem alþýðutónlist blökku- manna og hafa margir reynt að finna fæðing- arvottorð hans, árang- urslaust. Það þarf að fara langt aftur í tím- ann til að skilja þann þjóðfélagslega bak- grunn sem blúsinn spratt úr. Blús er ekki bara tónlist, blús er hugar- ástand og það er kald- hæðnislegt að hugsa til þess að þessi tónlist sem hefur veitt svo mörgum ánægju er sprottin úr mikilli þjáningu. Blúsinn á rætur í von og vilja til að gefast ekki upp fyrir þjáningum kyn- þáttamisréttis, grimmd og ofsóknum hvíta mannsins. Blúsinn er sunginn með djúpri tilfinningu, og viðfangs- efnið er sammannlegar kenndir, ást- in, lífið og tilveran, og hvernig við sigrumst á erfiðleikum. Kímnigáfa og kaldhæðni er aldrei langt undan. Rætur blúsins liggja í þrælahald- inu í Bandaríkjunum, en sá tími er milljónir þræla voru fluttir frá Afríku til nýja heimsins er eitthvert grimmi- legasta tímabil vestrænnar sögu. Menn, konur og börn voru tekin af heimilum sínum og flutt vestur um haf við ömurlegar aðstæður. Við kom- una til Vesturheims gekk fólkið kaup- um og sölum eins og hverjar aðrar skepnur. Fjölskyldum var sundrað, þrælarnir pyntaðir til hlýðni og settir í þrælkunarvinnu á baðmullar-, tób- aks- og hrísgrjónaplantekrum. Grimmdin sem þrælarnir voru beittir kom fram í tónlistinni sem þeir sungu. Söngv- arnir voru um harðræði, sársauka og fyrirheitna landið sem var gamla Afríka. Sunnudagar voru trúardagar og á laugardagskvöldum gerðu menn sér glaðan dag. Menn dönsuðu og sungu við undirleik heimatilbúinna hljóð- færa og þessi suðupott- ur trúar, vinnu, harð- ræðis, og lífsgleði skapaði það umhverfi sem þróaði blúsinn. Tónlist Afríku bjó í hjörtum þessa fólks og fluttist með þeim yfir hafið. Á 19. öld fóru blökkumenn að hafa áhrif á tónlistarlífið í Bandaríkjunum, og áður en þrælahald var afnumið höfðu tónlistarfræðingar í Vest- urheimi lagt í leiðangra til að safna saman negrasálmum, rétt eins og kollegar þeirra í Evrópu upphófu mikla skráningu þjóðlaga þjóða sinna. Í Ameríku var tekið eftir tón- list blökkumannanna. Svartir tónlist- armenn urðu vinsælir innan hvíta samfélagsins. Þeir léku tónlist sína á fljótabátum og trúarsamkomum og svartir kórar og lúðrasveitir unnu hug og hjörtu allra kynþátta. Það var ekkert útvarp, engir geisladiskar eða sjónvarp til fyrir rúmri öld. Eina tækifærið til að heyra tónlist var að hlusta á hana í lifandi flutningi. Lög fóru manna á milli með farandsöngvurum og farandpredik- urum. Árið 1912 hóf William Handy að skrá blúslög og gefa út og blúsinn var fyrst hljóðritaður þegar Mamie Smith söng Crazy Blues 1920. Handy seldi meir en milljón eintök af laginu á nótnablaði. Blúsinn var lagður í sína langferð um heiminn. Frelsi undan ánauð gaf blökku- mönnum ný tækifæri, en fátæktin var mikil. Í kreppunni miklu fluttust blökkumenn milljónum saman til iðn- aðarborganna í norðri í von um betra líf. Enn var tónlistin á fyrsta farrými, á vörum þessa fólks sem ekkert átti nema von. Blúsinn nam land í Chi- cago. Muddy Waters var einn þeirra fjölmörgu sem fóru þá leið, úr örbirgð í suðri til stórborgarinnar. Lífskjör bötnuðu, en hvað varð um blúsinn? Þótt hægði á útbreiðslu blústónlist- arinnar í seinni heimsstyrjöldinni, og djassinn og tjúttið væru allsráðandi, þá voru tíðindi í aðsigi. Blúsinn tók að rafvæðast og við það breyttist hlut- verk hans og ásýnd. Drifið í hinum rafmagnaða blús var svo magnað að fólk gat ekki setið; það varð að dansa og hreyfa sig. Hugtakið rhythm and blues varð til, og svo rokk og ról. Það var þó ekki fyrr en hljómsveitir á borð við Rolling Stones tóku gamla blúsa eftir Muddy Waters, Howlin’ Wolf og fleiri blúsmenn upp á sína arma að ljóst var að blúsinn hafði snúið á þá sem héldu að hann myndi líða undir lok. Hann lifði, hann var skapandi listgrein og hafði jafnframt átt sinn stóra þátt í sköpun rokk- tónlistarinnar, sérstaklega gegnum bresku blúsbylgjuna á sjöunda ára- tug síðustu aldar með hljómsveitum á borð við The Yardbirds, Cream, Led Zeppelin og margar fleiri. Blúsinn lif- ir enn, og fólk á öllum aldri laðast að honum. Við bjóðum ykkur velkomin á fimmtu blúshátíð í Reykjavík 18. –22. mars. Tónleikar verða á Hilton Reykjavík Nordica hóteli þriðjudags, miðvikudags og fimmtudagskvöld kl. 20 og sálmatónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík að kvöldi föstudagsins langa, en öll kvöldin nema á föstu- dagskvöld verður starfræktur klúbb- ur blúshátíðar á Rúbín og hefst dag- skrá þar að stórtónleikum loknum. Að vanda á Blúshátíð í Reykjavík samstarf við Blúsfélag Reykjavíkur að heiðra blúslistamann. Allar upp- lýsingar eru á vef Blúsfélags Reykja- víkur blues.is og á midi.is. Blúshátíð þakkar öllum þeim sem lagt hafa há- tíðinni lið frá upphafi. Sjáumst á blúshátíð. Blúsinn eflir vinarþel Halldór Bragason skrifar um blúshátíð » Blúsinn er tónlist vonarinnar. Hann eflir vinarþel og mann- gæsku og vinnur gegn fordómum og hatri. Halldór Bragason Höfundur er tónlistarmaður og listrænn stjórnandi Blúshátíðar í Reykjavík SNEMMSUMARS í fyrra kom uppástunga héðan að vestan um að settur yrði á laggirnar Vest- fjarðasjóður með allt að 20 milljarða stofnfé. Var lagt upp með það að sjóður þessi kæmi í staðinn fyrir hinar sí- felldu uppákomur og upphlaup í atvinnulífi á Vestfjörðum sem flest- ir eru löngu orðnir leiðir á. Þegar leið á sumarið komu til sögunnar svo- kallaðar mótvæg- isaðgerðir stjórnvalda, nokkrar milljónir hér og nokkrar milljónir þar. Auk þess skyldu nokkur ný störf verða til á Vestfjörðum en loforð af því tagi eru gamalþekkt og efndir jafnan litlar. En hvað útdeilingu styrkja undir mótvæg- isaðgerðaflaggi varð- ar, þá er þar um að ræða afar sértækar aðgerðir. Slíkt hvetur beinlínis til þess að fólk og fyrirtæki í hin- um og þessum „krummaskuðum“ reki upp kvein hvenær sem eitthvað bjátar á og biðji um meiri mótvægisaðgerðir og meiri styrki eða hvað sem þeim kann að detta í hug. Síðan dynja skammirnar á Alþingi og ríkisstjórn ef málunum er ekki reddað nógu fljótt. Ráðherrar eru ekki öfundsverðir af slíkri fuglafóðursdreifingu. Langt- um heilbrigðara og skynsamlegra á allan hátt er að styðja fólk og fyr- irtæki til sjálfshjálpar. Ekki með ótal misgáfulegum smástyrkjum út og suður heldur með viðráðanlegum lán- um til langs tíma og gera menn þann- ig ábyrga gerða sinna. Auk þess eru fjármunirnir sem ætlaðir eru í þessar margumtöluðu mótvægisaðgerðir eins og dropi í hafið. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra og minnir á gamla tíð sem ætti að vera að baki. Morgunblaðið segir í leiðara 7. júní á liðnu sumri: „Vestfirðingar eru að eignast nýja for- ystumenn í sjávarútvegi. Það getur ekkert betra gerst á Vestfjörðum en einmitt það. Stjórn- málamennirnir í Reykja- vík hafa engin úrræði fram að færa fyrir Vest- firðinga. En hinir nýju forystumenn í sjávar- útvegi á Vestfjörðum eiga eftir að gera garð- inn frægan. Það sem stjórnmálamennirnir geta gert er að ýta undir þessa ungu menn, auð- velda þeim það verkefni, sem þeir hafa tekið að sér vegna þess að þeir hafa sótzt eftir því.“ Þessi orð blaðsins eru umhugsunarverð. Spurningin er hvað gæti verið heppilegra fyrir hina nýju forystumenn í sjávarútvegi á Vest- fjörðum en aðgangur að sjóði eins og þeim sem nefndur var hér í upphafi. Ungir menn eru yfirleitt blankir af öðru en áhuga og dugnaði. Einnig bíður fjöldi nýrra og eldri forystu- manna í öðrum atvinnugreinum á Vestfjörðum handan við hornið og sækist eftir því að láta gott af sér leiða. Þetta fólk þarf að virkja á rétt- an hátt og þá getur það séð um sig sjálft. En það sem sárlega vantar er aðgangur að „þolinmóðum“ fjár- munum sem Vestfirðingar gætu haft handa á milli og notað til góðra verka. Í öllum byggðakjörnum á Vest- fjörðum, og meira að segja í sveit- unum líka þótt fámennar séu orðnar, er fólk sem hefur bæði frumkvæði og kraft en vantar ekkert nema afl þeirra hluta sem gera skal. Þetta fólk er uppfullt af hugmyndum og veit að það er mörg matarholan hér fyrir vestan. Margir láta sig dreyma um að stofna lítið fyrirtæki, segjum tveggja til tíu manna fyrirtæki, en vantar fjármuni. Reyndar eru fjölmörg slík smáfyrirtæki starfandi í fjórð- ungnum á flestum sviðum atvinnulífs en ná sér ekki á strik vegna fjár- skorts. Smáfyrirtæki eru ákaflega nota- góð fyrir þjóðfélagið. Lítil fjölskyldu- fyrirtæki hafa hvarvetna og á öllum tímum verið löndum og þjóðum til gæfu. Byrjuðu ekki Bakkavar- arbræður í bílskúr? 20 milljarðar króna þykja kannski há upphæð en að sjálfsögðu er frá- leitt að hún kæmi til útborgunar á einum degi. Allt hefur sinn tíma. En slíkir fjármunir í bakhöndinni munu auka mönnum traust á að eitthvað sé í farvatninu hjá ríkisvaldinu gagnvart byggð á Vestfjörðum. En hvaðan ætti að taka alla þessa peninga í Vestfjarðasjóð? Allir vita að nóg er til af peningum á Íslandi. Ríkissjóður getur vel haft frumkvæði að því að beina hluta þeirra í þann farveg hingað vestur sem hér hefur verið nefndur. Ís- lenska bankakerfið er vel í stakk búið til að fjármagna nýja vestfirska út- rás. Auk þess vill svo til að módelið að Vestfjarðasjóðnum er þegar fyrir hendi. Nánar um það í annarri grein. Það er mörg matarholan á Vestfjörðum Hallgrímur Sveinsson skrifar um atvinnuppbyggingu á Vestfjörðum Hallgrímur Sveinsson » Lítil fjöl- skyldufyr- irtæki hafa hvarvetna og á öllum tímum verið löndum og þjóðum til gæfu. Byrjuðu ekki Bakkavar- arbræður í bíl- skúr? Höfundur er áhugamaður um mannlíf á Vestfjörðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.