Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ FÉLAG leikskólakennara (FL) var- aði í ályktun á nýafstöðnum aðal- fundi sínum við hugmyndum borg- aryfirvalda um að koma á fót 5 ára deildum við fjóra grunnskóla í Reykjavík. Er bent á að hvorki í nú- verandi lögum né í framkomnu frumvarpi til laga um leikskólann sé að finna heimild fyrir rekstri 5 ára deildar innan grunnskóla. „Okkur finnst vanta í þessa um- ræðu rökin fyrir breytingunum,“ segir Björg Bjarnadóttir, formaður FL. Segist hún spyrja sig hvort hagsmunir barnanna séu hafðir í fyrirrúmi verði tillaga borgaryf- irvalda að veruleika. „Það er skoðun leikskólakennara almennt og stefna FL að 5 ára börn eigi að vera í leik- skólanum vegna þess að sú kennslu- og hugmyndafræði sem þar er lögð til grundvallar við skipulag starfsins henti betur börnum á þessum aldri,“ segir Björg og bendir á að rann- sóknir fræðimanna staðfesti þetta. Björg kallar eftir því að foreldrar láti meira í sér heyra. „Eru það óskir foreldra að flytja börnin fyrr í grunnskólaumhverfið?“ spyr Björg og bendir á að leikskólinn bjóði upp á mun verndaðra umhverfi en grunnskólinn geti boðið. Kennsla 5 ára barna áfram í leikskólum á Seltjarnarnesi Í fréttatilkynninngu sem bæjaryf- irvöld á Seltjarnarnesi hafa sent frá sér er vakin athygli á því að það er stefna bæjaryfirvalda að kennsla 5 ára barna verði áfram í leikskól- anum á Seltjarnarnesi, en að aukin áhersla verði lögð á samfellu milli skólastiga. Í samtali við Morg- unblaðið segir Jónmundur Guð- marsson, bæjarstjóri Seltjarn- arness, fréttatilkynninguna vera senda út af gefnu tilefni vegna þeirr- ar umræðu sem verið hafi um þessi mál að undanförnu. Bendir hann á að bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi hafi skoðað þessi mál ofan í kjölinn eftir síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar vorið 2006 og í framhaldinu skipað vinnuhóp sem hafði það að verkefni að skoða kosti og galla þess að stofna 5 ára deild við Grunnskóla Seltjarnarness. Segir hann það hafa verið niðurstöðu vinnuhópsins að halda skyldi kennslu 5 ára barna á leikskólastiginu sökum þess að ljóst væri að umhverfið á leikskólum væri meira aðlagandi fyrir börn þar sem kennslan færi frekar fram í leik. Morgunblaðið/Golli Gaman í íþróttakennslunni Elstu börnin á leikskólunum tveimur á Seltjarnarnesi, Mánabrekku og Sólbrekku, fá vikulega að fara í Íþróttahúsið á Nesinu og kynnast hinum ólíku íþróttum undir handleiðslu íþróttafræðinga. Vara við 5 ára bekkjum Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞARNA er um tímamótasamning að ræða. Við erum að stíga skref sem er byrjunin á því að auka samstarfið milli heilsugæslu og velferðarþjón- ustu til hagsbóta fyrir skjólstæð- ingana,“ segir Jórunn Frímanns- dóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, en fulltrúar Heilsugæslunnar í Árbæ og Þjón- ustumiðstöðvar Árbæjar og Grafar- vogs skrifuðu nýverið undir viljayfir- lýsingu um samstarf. Er stefnt að auknu samstarfi þessara tveggja stofnana frá og með haustinu þegar þær flytjast undir sama þak í nýju og sérhönnuðu húsnæði í Hraunbæ 115. Í samtali við Morgunblaðið segir Jórunn það vilja borgaryfirvalda að auka samstarf heilsugæslunnar og velferðarþjónustunnar í fleiri hverf- um borgarinnar eftir því sem við verði komið. Bendir hún í því sam- bandi á að þjónustumiðstöð Grafar- vogs og Kjalarness sé að flytja í menningarmiðstöð sem byggð verð- ur í Spöng í næsta húsi við heilsu- gæslu Grafarvogs, auk þess sem ver- ið sé að skoða möguleika þess að flytja þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis úr Síðumúlanum í Glæsibæ svo hún verði í nánari tengslum við heilsugæsluna þar. Húsnæði heilsugæslunnar stækkar úr 613 í 1.510 fermetra „Með þessu fyrirhugaða samstarfi gerum við okkur vonir um að hægt verði að veita sameiginlegum skjól- stæðingum beggja þessara kerfa betri þjónustu,“ segir Svanhvít Jak- obsdóttir, settur forstjóri Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins. Segir hún til skoðunar hvort hægt verði að auka skilvirkni heilsugæslunnar og velferðarþjónustunnar, auka gæði þjónustunnar og kanna mögulega samþættingu hennar með það að leiðarljósi að það komi sameiginleg- um skjólstæðingum til góða. Forsvarsmenn framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar hafa gengið frá samningi við Faghús ehf. um leigu á 530 fm í Hraunbæ 115 til 10 ára, en að sögn Jórunnar er það álíka stórt húsnæði og þjónustumið- stöð Árbæjar og Grafarholts er með til umráða í dag. Fulltrúar Heilsu- gæslunnar hafa sömuleiðis skrifað undir leigusamning við Faghús ehf. vegna 1.510 fm til 20 ára. Að sögn Svanhvítar var eldra húsnæði heilsu- gæslunnar í Árbæ löngu sprungið, en það var um 613 fm að stærð. Sam- hliða stærra húsnæði verður stöðu- gildum við heilsugæsluna fjölgað úr 23 í allt að 34 ársverk, en læknum heilsugæslunnar í Árbæ mun fjölga úr sjö í tíu við flutninginn. Á að leiða til betri þjónustu Boða aukið samstarf heilsugæslunnar og velferðarþjónustunnar í Árbæ Morgunblaðið/Sverrir SJÚKRAHÚSIÐ á Akureyri (FSA) hefur kynnt niðurstöður viðamik- illar rannsóknar sem Capacent vann fyrir FSA á viðhorfum sjúklinga til þeirrar þjónustu sem sjúkrahúsið veitir, aðbúnaðar þar og andrúms- lofts. Markmið rannsóknarinnar var að kanna gæði frá sjónarhóli sjúk- linga og breytingar frá fyrri mæl- ingu, 2005. Útkoman er í nær öllum tilfellum betri nú en í fyrri könnun. 651 ein- staklingur var í endanlegu úrtaki könnunarinnar og þar af svöruðu 504 eða 77,4%. Í úrtakinu voru sjúk- lingar, 18 ára og eldri, sem nýverið höfðu útskrifast af tilteknum deild- um sjúkrahússins. Lögð var áhersla á að meta fjóra þætti starfseminnar; faglega færni, aðbúnað, ein- staklingsmiðaða nálgun og fé- lagslegt andrúmsloft. Þátttakendur svöruðu ýmsum spurningum um reynslu sína og upplifun af fram- angreindum þáttum. Svör þeirra voru síðan notuð til að meta hvort gæði þessara þátta væru í jafnvægi, hvort gæðin væru rífleg ellegar hvort vantaði upp á þau. Hvað faglega færni varðar töldu 54,6% þeirra sem svöruðu að gæðin væru í jafnvægi, 34,7% töldu gæði faglegrar færni rífleg en 6,4% töldu vanta upp á gæðin. Einnig má nefna að þegar spurt var um einstaklings- miðaða nálgun töldu 53,2% svarenda gæðin í jafnvægi, 39,2% töldu gæðin rífleg en 7,6% töldu vanta upp á gæðin. Ríflega helmingur svarenda, eða 50,7%, taldi gæði aðbúnaðar í jafnvægi, 40,3% töldu gæðin rífleg en 9,0% töldu vanta upp á gæðin. Sjúklingar ánægðir með FSA ELFA Rún Kristinsdóttir leikur ein- leik í fiðlukonsert Dvoráks með Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands á tón- leikum í Glerárkirkju á morgun, skírdag. Elfa Rún hlaut titilinn bjart- asta vonin á Íslensku tónlistarverð- laununum 2006 og var tilnefnd flytj- andi ársins á sömu hátíð í gær. Stjórnandi á tónleikunum er Guð- mundur Óli Gunnarsson. „Þetta er skemmtilegur konsert og ótrúlega fallegur,“ sagði Elfa Rún í samtali við Morgunblaðið eftir æfingu hljómsveitarinnar í gær. „Þetta er einn af stóru konsertun- um og mér finnst skemmtilegt að fá tækifæri til þess að spila hann hér fyr- ir norðan. Ég hef heldur aldrei spilað hann í heild sinni.“ Elfa Rún býr í Berlín og spilar víða. Hún er fædd á Akureyri árið 1985 og hóf fiðlunám fjögurra ára gömul hjá móður sinni Lilju Hjaltadóttur. Síðar nam hún m.a. hjá Guðnýju Guð- mundsdóttur. Elfa Rún útskrifaðist úr Tónlistarháskólanum úr Freiburg í Þýskalandi í febrúar 2007 með hæstu einkunn undir handleiðslu próf. Rainer Kussmaul. Elfa Rún hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, Royal Chamber Orchestra To- kyo og Akademisches Orchester Freiburg í Þýskalandi. Hún er fastur meðlimur Kammersveitarinnar Ísa- foldar, Camerata Drammatica og Sol- istenensemble Kaleidoskop í Berlín en hefur einnig leikið með fjölda ann- arra hljómsveita þar á meðal Balthas- ar Neumann Ensemble og fleiri kammerhópum í Þýskalandi. Hún hefur mikinn áhuga á flutningi bar- okktónlistar og hefur á síðustu árum meðal annars unnið með Trevor Pin- nock og Thomas Helngelbrock. Auk viðurkenningarinnar sem nefnd var í upphafi má nefna að Elfa Rún hlaut fyrstu verðlaun í Johann Sebastian Bach tónlistarkeppninni í Leipzig 2006 og hvatningarverðlaun Evrópska menningarsjóðsins Pro Europa 2006. „Fiðlukonstert Dvoráks er einn af glæsilegustu fiðlukonsertum bók- menntanna; þetta er mikil gleðimúsík og hún er auðveld fyrir hlustandann að meðtaka. En það er sannarlega ekki auðvelt að spila konsertinn – þó það heyrist reyndar ekki þegar Elfa gerir það. Hún er rosalega góð og það er engin tilviljun að hún hefur fengið öll þessi verðlaun og viðurkenningar undanfarin ár,“ sagði Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands í gær. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00. „Skemmtilegur konsert og ótrúlega fallegur“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Falleg tónlist Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands, og einleikarinn Elfa Rún Kristinsdóttir á æfingu. Í HNOTSKURN »Sinfóníuhljómsveit Norður-lands hélt fyrstu tónleikana haustið 1993. Hún hefur haldið stóra tónleika um páska und- anfarin ár, í fyrra bauð hún t.d. upp á fimmtu sinfóníu Beetho- vens og nú eru þeir Dvorák og Tchaikovsky á dagskrá. SN leikur á morgun Fiðlukonsert í a-moll eftir Antonin Dvorák og Sin- fóníu nr. 4 eftir P.I. Tchaikovsky. Fiðlukonsert í a-moll op. 53 var annar í röðinni af þrem konsertum sem Antonin Dvorák samdi. Hann hafði kynnst fiðlusnillingnum Jos- eph Joachim og skrifaði þennan konsert fyrir hann. Joachim flutti þó ekki verkið sjálfur opinberlega, það var frumflutt af í Prag árið 1883 af fiðluleikaranum František Ondríèek við frábærar viðtökur. P.I.Tchaikovsky var mikill róm- antíker og í verkum hans sameinast evrópsk hárómantík 19. aldar og rússnesk drungaviðkvæmni, eins og forráðamenn SN orða það. Sinfónía nr. 4 í f-moll var samin 1877 – 1878 en á þeim árum var hann styrktur fjárhagslega af ríkri ekkju, Madame Nadezhda von Meck, og það gaf honum það svig- rúm að geta helgað sig alfarið tón- smíðum. Sinfónían er í 4 þáttum og var frumflutt 1878. Guðmundur Óli Gunnarsson, sem stjórnar SN á morgun, hefur verið aðalhljómsveitarstjóri Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands frá stofnun hennar. Hann hefur starfað sem hljómsveitarstjóri með Sinfón- íuhljómsveit Íslands, bæði á tón- leikum og við upptökur. Einnig hef- ur hann komið fram sem stjórnandi Kammersveitar Reykjavíkur, Ís- lensku hljómsveitarinnar og Caput. Hann hefur stjórnað frumflutningi verka margra tónskálda, stjórnað óperuuppfærslum, svo og kórum og hljómsveitum áhugamanna og nem- enda. Verk eftir Dvorák og Tchaikovsky AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.