Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 33
Elsku Sara Lind, það var gaman
að fá að fylgjast með þér þó að árin
hafi aðeins verið tíu sem við fengum
með þér. Takk fyrir öll brosin sem
gáfu okkur og fjölskyldu þinni birtu
og yl í veikindum þínum og ef þér
leið eitthvað illa var nóg fyrir þig að
heyra í mömmu þinni því þið voruð
svo samrýndar, mamma þín vissi
alltaf hvernig þér leið sem best.
Sara Lind, þú ert og verður alltaf
prinsessa í okkar huga alltaf svo
falleg og fín. Þér þótti mjög gaman
að hlusta á Siggu Beinteins og var
hún uppáhaldssöngkonan þín, þegar
lögin hennar voru spiluð brostir þú
eins og þér einni var lagið.
Helga Lilja spyr mikið um þig
því hún saknar þín mikið en góðu
minningarnar um þig geymir hún í
hjartastað og getur alltaf rifjað þær
upp þegar henni líður illa eða er að
hugsa til þín. Þú áttir þá bestu for-
eldra og systkini sem þú gast feng-
ið. Þau hugsuðu svo vel um þig og
gerðu allt sem þau gátu fyrir þig.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilifri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Elsku Sara Lind. Við kveðjum
þig með söknuði en trúum því að nú
líði þér betur laus við þjáningar og
farin að hlaupa um í nýjum heim-
kynnum þar sem Daddi afi hefur
tekið vel á móti þér.
Elsku Sirrý, Eggert, Ísólfur,
Edda Rós, ömmur og afi. Megi Guð
gefa ykkur styrk í sorginni, því
missir ykkar er mikill.
Helga, Páll, Sigurður, Krist-
jana, Helga Lilja og Jóhanna
Guðrún.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú er komin lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir,
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Okkur langar til að minnast Söru
Lindar með nokkrum orðum. Sara
Lind kom á Lyngás fyrir tæplega
átta árum og höfum við átt margar
gleði og ánægjustundir með henni.
Strax kom í ljós að þarna var á
ferðinni lítil stúlka sem hafði mjög
sterkan persónuleika, mikla útgeisl-
un og var fljót að bræða hjörtu
þeirra sem henni kynntust. Sara
Lind hafði mörg áhugamál og
reyndum við eins og hægt var að
hjálpa henni að sinna þeim.
Skemmtilegast af öllu fannst henni
að fara í gönguferðir og í sund,
einnig naut hún þess að hlusta á
tónlist og þar var Sigga Beinteins
hennar mesta uppáhald. Og ekki
má nú gleyma þjóðdönsunum, þar
Sara Lind
Eggertsdóttir
✝ Sara Lind Egg-ertsdóttir fæddist
í Reykjavík 5. mars
1998. Hún lést á
Barnaspítala Hrings-
ins þriðjudaginn 11.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar eru
Eggert Ísólfsson, f.
2.1. 1961, og Sig-
urmunda Skarphéð-
insdóttir, f. 28.4.
1960. Systkini Söru
Lindar eru Ísólfur, f.
19.12. 1994 og Edda
Rós, f. 2.4. 2003.
Útför Söru Lindar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
átti hún líka oft sínar
gleðistundir og átti
sinn uppáhalds dans.
Síðastliðin tvö sumur
fór Sara Lind í skóla-
garðana, þar ræktaði
hún sitt grænmeti og
blóm og var daman
stolt þegar hún fór
heim með afrakstur
sumarsins. Síðasti
dagurinn hennar Söru
okkar hér á Lyngási
verður okkur ógleym-
anlegur. Þann dag
varð hún tíu ára og
var það í okkar augum stórafmæli
sem haldið var upp á með pomp og
prakt. Með þessum orðum kveðjum
við hana Söru Lind og þökkum
henni samveruna gegnum árin.
Megi ljósið fylgja henni alla tíð.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga og rauna frí;
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
(Hallgrímur Pétursson.)
Kæru foreldrar, systkini og aðrir
aðstandendur. Við sendum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Minningin um Söru Lind mun lifa í
huga okkar. Megi Guð og góðir
englar geyma stúlkuna ykkar.
Vinir á Lyngási.
Lítill fugl sem flýgur til
himins.
Minnir okkur á eilífðina.
Lækurinn sem líður niður
hlíðina.
Minnir okkur á sannleikann.
Blómin springa út
fyrir þig.
Þytur trjánna segir þér frá
leyndardómi lífsins.
Að lifa er að finna til.
Að gráta yfir vegvilltum fugli,
eða visnuðu laufi.
Að gleðjast yfir útsprungnu blómi,
eða lífgandi dögg.
Að lifa er að finna til.
(Halla Jónsdóttir.)
Með nokkrum orðum viljum við
minnast Söru Lindar sem var nem-
andi Safamýrarskóla.
Við hugsum til baka til duglegrar
stúlku sem þurfti að takast á við
mikla erfiðleika á sinni stuttu ævi.
Það hefur verið ánægjulegt að fá
tækifæri til að sjá Söru Lind
blómstra. Hún hafði sérstaklega
mikla ánægju af sundi, hreyfingu
og tónmennt. Sara Lind var ein-
beitt við það sem hún hafði áhuga á
og naut sín vel í skólanum með vin-
um sínum.
Við vottum foreldrum, systkinum
og öðrum aðstandendum, okkar
dýpstu samúð.
Starfsfólk Safamýrarskóla.
Blunda þú nú barnið mitt,
bráðum kemur nótt.
Óli lokbrá læðist inn
létt og ofurhljótt
En yfir þér englar vaka,
þeir elska sinn litla vin.
Og gullvængjum blítt þeir blaka
við blikandi stjörnuskin.
Óli lokbrá leiðir þig
létt um draumsins svið,
heillar yfir barnsins brá
blíðan næturfrið.
Kæru foreldrar og systkini, við
vottum okkar innilegustu samúð.
Minningin um Söru Lind mun lifa.
Guð geymi hana.
Og þegar þú hefur náð ævitind-
inum, þá fyrst munt þú hefja fjall-
gönguna. Og þegar jörðin krefst
líkama þíns muntu dansa í fyrsta
sinn.
(Úr Spámanninum.)
Starfsfólk skammtímavistunar,
Álfalandi 6.
Hæ, þetta er erfitt fyrir mig. Ég
man þegar ég sá þig fyrst. Það var
hjá Lillu ömmu. Þú varst svo sæt
og ljúf og ég man þegar ég fékk að
halda á þér. Þegar þú varst í fang-
inu á mér þá rétti ég þér litla putt-
ann, þá horfðir þú á mig og brostir
svo sætt til mín.
Núna ertu bara ein af þeim sem
passa upp á okkur öll.
Þú og ég dýrkum Siggu söng-
konu.
Þú varst alltaf dugleg þegar það
þurfti að gera eitthvað sem var leið-
inlegt. Þú lést þig hafa það, litla,
duglega stelpan okkar allra. Guð
blessi þig, mín besta vinkona.
Sirrý, Eggert, Ísólfur og Edda
Rós, ég votta ykkur samúð mína.
Ykkar vinkona
Arndís Jóna (Addý).
Þegar einhver sem manni þykir
vænt um kveður þennan heim, fara
ótal minningar um hugann.
Sara Lind ljómaði af lífsgleði og
alltaf var stutt í hláturinn og bjarta
brosið.
Þú ert eflaust búin að hitta vin
þinn Magnús Óla – það var svo sér-
stakt samband ykkar á milli.
Það er okkur sem vinnum á
Holtavegi ómetanlega dýrmætt að
hafa kynnst Söru Lind – hún var
einstök.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Við sendum Sirrý, Eggerti, fjöl-
skyldu og ástvinum okkar dýpstu
samúðarkveðjur. Elsku Sara, þú
munt alltaf lifa í hjarta okkar og
huga. Guð geymi þig, prinsessa.
Starfsfólk á Holtavegi.
Sara Lind verður alltaf hetja í
okkar augum. Hún bjó alla tíð við
mikla fötlun sem takmarkaði lífs-
gæði hennar. Hún átti bestu for-
eldra sem hún hefði getað eignast.
Foreldra sem gáfu henni alla sína
ást og umhyggju og gerðu allt sem
þeir gátu til að létta henni lífið. Það
var fallegt að sjá hið einstaka sam-
band sem Sara Lind átti við
mömmu sína enda mikil mömmu-
stelpa. Hún átti líka einstök systk-
ini sem voru alltaf svo ofasalega
góð við hana og sýndu henni ein-
staka umhyggju.
Okkur er eftirminnilegt hvað
Söru Lind þótti gaman að eiga af-
mæli. Það var alltaf eins og hún
vissi að það var hún sem ætti af-
mæli og dagurinn væri hennar. Oft
skellihló hún þegar afmælissöngur-
inn var sunginn fyrir hana. Eitt
skiptið var afmælissöngurinn sung-
inn nokkrum sinnum því hún hló
svo mikið í hvert skiptið sem hann
var sunginn. Þetta gladdi okkur svo
mikið.
Það rifjaðist upp fyrir okkur ein
töfrastund. Við fórum eitt skiptið til
Söru Lindar á Holtaveg með tréen-
gil til hennar sem Hóffý frænka
hafði smíðað fyrir hana. Hann hafði
komið í plastpoka og þegar taka átti
pokann saman fór Sara Lind að
skellihlæja. Aftur og aftur létum við
skrjáfa í pokanum og alltaf fannst
henni hljóðið vera jafn fyndið. Við
hin vorum alveg heilluð og hlógum
svo mikið með henni. Þessi heim-
sókn gaf okkur svo mikið og fyllti
hjarta okkar af gleði. Lilja frænka
hringdi strax í mömmu hennar til
að segja henni hvað hún ætti frá-
bæra stelpu.
Við erum heppin að hafa fengið
að kynnast Söru Lind. Elsku Sirrý,
Eggert, Ísólfur og Edda Rós, við
biðjum góðan Guð að styrkja ykkur
á þessum erfiðu tímum.
Lilja, Ögmundur, Jóhann Ingi,
Hlynur, Bjarki, Hólmfríður
og Agnar
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix
✝
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
VILBORGAR JÓNSDÓTTUR
frá Hrísum,
Norðurbraut 13,
Hvammstanga.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 11E Landspítalanum
við Hringbraut.
Magnús Helgi Sveinbjörnsson,
Friðbjörg Dröfn Magnúsdóttir, Birgir Jónsson,
Jón Heiðar Magnússon, Ása Kristín Knútsdóttir,
Kristín Magnúsdóttir, Hilmar Hjartarson,
Guðrún Birna Magnúsdóttir, Ómar Jónsson,
Sveinbjörn Ævar Magnússon, Ólína Kristín Austfjörð,
Aðalheiður Lilja Magnúsdóttir, Júlíus Bjarki Líndal
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu mér stuðning og
samúð við andlát sonar míns,
ÓLAFS KALMANNS HAFSTEINSSONAR.
Sérstakar þakkir vil ég færa séra Skúla Ólafssyni
fyrir alúð og hlýju.
Einnig færi ég sérstakar þakkir öllum þeim
stuðningsaðilum.
Sigríður Kalmannsdóttir.
✝
Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts eiginmanns míns, föður, tengda-
föður, afa og langafa.
KOLBEINS KOLBEINSSONAR,
Reynihvammi 40,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á 13-D á Landspítala
við Hringbraut fyrir góða umönnun.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Agnar H. Kolbeinsson, Lóa Hallsdóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts eiginmanns míns,
SIGURÐAR ÁRNASONAR
bónda á Bjarkarlandi,
vestur-Eyjafjöllum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu
Sólheimum, Selfossi, fyrir góða umönnun.
Connie Maria Cuesta
og aðrir vandamenn.
Lokað
Vegna útfarar SIGRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR,
verða skrifstofur okkar lokaðar frá kl. 12 í dag.
S. Árnason & Co.
Ólafur Þorsteinsson ehf.
Vatnagörðum 4.