Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sæmundur E.Valdimarsson myndhöggvari fædd- ist á Krossi á Barða- strönd 2. ágúst 1918. Hann andaðist á Hrafnistu í Reykja- vík 13. mars síðast- liðinn. Hann var son- ur hjónanna Guðrúnar Krist- ófersdóttur og Valdimars Sæ- mundssonar bónda. Sæmundur var næst- elstur 8 systkina og tók ætíð fullan þátt í bústörfum heimilisins, ekki síst með móður sinni eftir lát föður síns en þá var Sæmundur aðeins 18 ára að aldri. Sæmundur kvæntist 19. október 1947 Guðrúnu Magnúsdóttur frá Langabotni, hún lést 20. október 2007. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Valdimar, f. 1947, maki Auður Björnsdóttir. Börn hans og Guðbjargar Halldórsdóttur eru a) Sæmundur, synir hans og Esterar Gústavsdóttur eru Valdimar og Bjarki. b) Guðrún, maki Oddur Jó- hannsson, sonur þeirra Torfi og c) Eyrún Thorstensen, maki Brynjar Emilsson, synir þeirra Emil, Kári, mörgum trúnaðarstörfum fyrir verkalýðshreyfinguna, sótti þing Dagsbrúnar og Verkamanna- sambandsins um margra ára skeið, sat í stjórn lífeyrissjóðs Áburð- arverksmiðjunnar og var einn af stofnendum MFA, Menningar og fræðslusambands alþýðu. Er líða tók á ævina hóf hann að gera myndir úr tré og grjóti, og síð- an styttur úr rekaviði sem halda munu nafni hans á lofti um ókomin ár. Fyrsta samsýningin sem hann tók þátt í var árið 1974. Hann var einn af alþýðulistamönnum Íslands sem Guðbergur Bergsson hafði hönd í bagga með og skrifaði m.a. bók um „Sæmund og stytturnar hans“. Heimasíða Sæmundar er, saemundurvald.is. Í tilefni af 85 ára afmæli hans var gerður geisla- diskur með myndum af öllum verk- um hans, skrá yfir viðtöl og sýn- ingar, auk sjónvarpsmynda um Sæmund t.d. „Hið frábæra undur“. Fyrsta einkasýning Sæmundar var haldin í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi 1983 en hann hélt fjölda sýninga á Kjarvalstöðum, Hafn- arborg, Gerðarsafni og víðar bæði erlendis og innanlands, þá síðustu á Kjarvalsstöðum 2003. Síðustu árin var Sæmundur bú- settur í nágrenni Hrafnistu í Reykjavík og flutti að lokum inn fyrir skjól þeirra veggja. Útför Sæmundar fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kolbeinn og Bjartur. Dóttir Auðar er Eva Aasted og börn henn- ar Lára Björk og Tómas Örn. 2) Hild- ur, f. 1948, maki Sig- urjón Halldórsson, börn þeirra a) Særún, maki Björn Að- alsteinsson, börn þeirra Anika Védís og Anton Bjarmi, b) Halldór, maki Salvör Þórsdóttir, sonur þeirra Óskar Snær, c) Sindri, maki Unnur Ýrr Helgadóttir og d) Heiðrún, maki Andri Fannar Bergþórsson. 3) Magnús, f. 1950, maki Sigríður Þórarinsdóttir, börn þeirra Grím- ur, maki Marie Johansson, og Þóra, maki Mårten Leo, dóttir hennar Tove Embla. 4) Gunnar, f. 1952, maki Lára Björnsdóttir, börn þeirra Björn Jóhann, maki Hafdís Bridde, dóttir þeirra Anna Lára, og Edda Björk, maki Eiríkur Ein- arsson. Sæmundur vann hefðbundin verkamannastörf alla starfsævi sína til sjós og lands, lengst af sem vélgæslumaður í Áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi. Hann gegndi Elsku tengdapabbi. Það er með djúpum söknuði og trega sem ég kveð þig, nú þegar þú ert eftir langa og farsæla ævi genginn til hinstu hvílu. Það er mér alltaf minnisstætt þeg- ar ég hitti þig fyrst eftir að við Valdi kynntumst, hversu vel þú og tengda- mamma tókuð á móti mér, með svo mikilli hlýju og vináttu. Við fórum að spjalla og sagði ég ykkur að ég hefði alist upp á Bíldudal sem krakki en þið voruð bæði ættuð að vestan, Guðrún frá Geirþjófsfirði og þú frá Krossi á Barðaströnd. Þá kom í ljós að fóst- urfaðir minn, Jón Kr. Ísfeld, hafði gift ykkur og þannig tengdumst við enn fleiri böndum. Þið áttuð ættingja á Bíldudal og þar á meðal voru skóla- systkini mín og fleiri sameiginlegir vini, sem ég átti síðan eftir að hitta oft á leið okkar Valda inn í Geirþjófsfjörð þar sem þið áttuð fallegan sumarbú- stað Laufhól, sem þú hafðir átt frum- kvæði að að byggja. Þar höfum við Valdi dvalið á hverju sumri sl.11 ár á þessum einstaklega fallega kyrrláta stað, þar sem þið Guðrún voruð iðin við að rækta upp landið og fegra í kringum ykkur. Þú varst mikill listamaður. Það sýna allar þessar fallegu tréstyttur sem þú skarst út í rekavið og eru löngu orðnar þjóðkunnar. Þú bauðst okkur Valda oft með þér á listasýn- ingar, sem var mjög skemmtilegt og kom þá í ljós hve vel þú varst kynntur í listalífinu. Ég man eftir fyrstu sýn- ingunni sem ég var viðstödd í Hafn- arhúsinu. Þar var þvílíkur hópur sam- an kominn að bíða eftir að komast inn. Þegar opnað var kom fólk inn eins og flóðbylgja til að kaupa stytturnar og urðu margir frá að hverfa vonsviknir. Við næstu sýningu þína í Gerðarsafni, beið fólk í nokkra klukkutíma áður en opnað var og var hleypt inn í hollum. Verkin þín voru einstök og falleg, hvert með sérstakt útlit og svip. Í fimmtugs afmælisgjöf gafstu mér afar fallega styttu sem heitir „Eva með eplið“ ásamt fallegu ljóði eftir þig. Þessi gjöf er og verður alltaf mjög kær og er sem einn af fjölskyldumeð- limum okkar. Þú hafðir vinnuaðstöðu í bílskúrn- um á Tunguvegi og þangað var nú gaman að koma og fylgjast með þér að búa til stytturnar þínar sem voru margar í skúrnum ásamt olíumyndum sem þú hafðir málað. Þar undir þú þér vel og fékkst margar heimsóknirnar því allir vildu komast í skúrinn til Sæ- mundar og sjá stytturnar hans. Þegar þú varst 85 ára var haldið fjölskyldu- mót á Birkimel á Barðaströnd. Þetta var skemmtileg ferð og gaman sjá hve glaður þú varst að sýna bæinn á Krossi þar sem þú varst alinn upp. Ég minnist líka hve gaman var að fá ykk- ur tengdamömmu upp í sumarbústað til okkar og áttum við þar góðar sam- verustundir. Undanfarin ár hefur þú átt við alz- heimers veikindi að stríða og var tengdamamma þér stoð og stytta þar til hún lést á síðast ári, en nú ert þú aftur kominn til hennar og þar mun þér líða vel. Elsku Sæmundur minn, það er sárt að sjá þig fara, ég þakka þér allar ógleymanlegu stundirnar sem við áttum saman. Hlýhug þinn og vináttu í garð dóttur minnar Evu og barna hennar, sem þú tókst eins og væru þau þín eigin. Hvíldu í friði. Auður. Elsku tengdapabbi, nú er komið að kveðjustund hjá okkur. Við erum hér tvö tengdabörn sem viljum fá að þakka þér fyrir frábærar samveru- stundir sem við höfum notið með þér og fjölskyldu þinni síðastliðna áratugi. Við höfum leyst mörg verkefni sam- an sem gaman hefur verið að vinna með þér. Við Jonni munum sérstak- lega eftir ferðum okkar á Reykjanesið og Snæfellsnesið þegar við fórum að velja rekaviðinn í stytturnar þínar oft í rysjóttu veðri en einnig í sól og sum- aryl. Þetta voru dagsferðir með keðju- sög, kaffi og með því, jeppakerra eða heilu flutningabílarnir til að koma timbrinu heim í hús og þú varst alltaf jafn þakklátur fyrir hjálpina. Einnig unnum við nokkur saman að því að flytja styttur í listasöfn þegar þú varst að halda sýningar og eru okk- ur minnisstæðastar sýningarnar í Hafnarborg og Gerðasafni þegar allt seldist upp á innan við hálfri klukku- stund og allir voru hálf vankaðir á eft- ir því þetta gekk svo hratt fyrir sig. Það var alltaf gott að heimsækja ykk- ur hjónin þó svo að maður yrði stund- um að draga þig út úr bílskúrnum til að fá að drekka kaffisopa með þér því þú varst svo áhugasamur við að skapa þínar frábæru styttur sem þú gafst börnum þínum, tengdabörnum og barnabörnum á stórum stundum í lífi okkar og erum við öll svo heppin að eiga verk eftir þig. Á seinni árum þeg- ar heilsa þín fór að gefa sig fengum við tækifæri til að endurgjalda þér og Guðrúnu alla umhyggju ykkar í okkar garð og hafið þið þökk fyrir. Nú þegar við kveðjum þig, kæri Sæmundur, þá vitum við að það verð- ur vel tekið á móti þér af þínu sam- ferðafólki sem á undan er gengið. Láttu ætíð ljós og yl leiða þig á sporið, allt það besta er áttu til á að minna á vorið. Elsku Sæmundur, megir þú hvíla í friði og hafðu þökk fyrir allt. Kær kveðja, tengdabörnin, Láru Björnsdóttir og Sigurjón Halldórsson. Við kveðjum elskulegan afa okkar Sæmund Valdimarsson frá Krossi á Barðaströnd. Afi var sérstakur maður, hann var ekki margmáll en tjáði tilfinningar sínar á sinn eigin hátt. Hann var okk- ur afskaplega góður og hlýr og við fundum alltaf hvað honum fannst gott þegar við komum í heimsókn. Hann var iðulega í skúrnum þegar við kom- um en þegar hann kom inn í kaffi og sá barnaskó í anddyrinu sagði hann glað- lega: „Nei, er einhver ókunnugur hér?“ Eftir að hafa dansað „Óla skans“ við afa og drukkið kaffi var okkur boðið í skúrinn. Afaskúr var heill ævintýraheimur en þar urðu til listaverk sem voru engu lík. Við köll- uðum þau einfaldlega stytturnar hans afa. Stytturnar stóðu í röðum með- fram veggjunum í skúrnum og það var spennandi að sjá þær verða til í höndunum á honum og heyra hann segja frá hverri og einni. Hann gaf þeim öllum nöfn og sumar þeirra voru náskyldar konunum í fjölskyldunni. Stundum fengum við verkfæri og spýtur og máttum þá búa til okkar eigin listaverk. Afi var laginn og þolinmóður við okkur krakkana en eitt af því sem hann gerði til þess að fá okkur til að borða matinn var að fá okkur í kappát. Það gerði hann alltaf nema þegar hann var að flýta sér en það þótti okk- ur í meira lagi undarlegt. Hann hafði lúmskan húmor og hann var stríðinn á sinn hægláta hátt en það var ekki fyrr en við urðum fullorðin sem við skild- um brandarana og hnyttnar athuga- semdir hans. Þegar afi átti áttatíu og fimm ára afmæli bauð hann allri fjölskyldunni í afmælið sitt sem var haldið á æsku- slóðum hans. Það var frábært að eyða heilli helgi í sveitinni hans afa og fræð- ast nánar um líf hans og uppvöxt. Afi fór ekki fleiri ferðir vestur og okkur þykir gott að hafa fengið tækifæri til að fara með honum í síðasta ferðalagið hans þangað. Afi og amma voru að mörgu leyti ólík en í okkar huga samrýnd. Það eru einungis tæplega fimm mánuðir síðan amma lést og því kom okkur ekki á óvart að afi skyldi fylgja fljótt á eftir. Það er okkur huggun í sorginni að þau séu nú aftur saman. Elsku afi og amma, við kveðjum ykkur með söknuði og miklu þakklæti fyrir alla þá ást og umhyggju sem þið sýnduð okkur alla tíð. Þín barnabörn, Eyrún, Sæmundur og Guðrún. Sæmundur E. Valdimarsson  Fleiri minningargreinar um Sæ- mund E. Valdimarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ JóhannesBjarnason fædd- ist í Hafnarfirði 29. nóvember 1920. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 29. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Matthías Jóhann- esson, stýrimaður og skipstjóri í Hafn- arfirði, f. 16. apr. 1890, d. 14. okt. 1954, og Stefanía Sigríður Magn- úsdóttir, f. 24. okt. 1895, d. 1. feb. 1970. Jóhannes var elstur systkina sinna, sem eru Magnús, f. 1924, Gunnar Hafsteinn, f. 1927, Jónína Margrét, f. 1928, Áslaug Þóra, f. 1930, d. 1938, Margrét Dagbjört, f. 1931, Sigurður Oddur, f. 1932, d. 1996, og Áslaug Þóra, f. 1942, d. 1942. Á sínum yngri árum stundaði Jóhannes íþróttir m. a. fimleika og handknattleik. Jóhannes var í barnaskóla í Hafnarfirði. Fór síðan Synir þeirra eru a) Jóhannes Bragi, f. 1976, í sambúð með Evu Ýri Gunnlaugsdóttur, f. 1979, sonur þeirra er Bjarni Magnús, f. 2007, dóttir Evu er Aldís Eyja Axels- dóttir, f. 2000 a) Guðjón Sverrir, f. 1978, giftur Andreu Tryggvadótt- ur, f. 1977, þeirra börn eru Alex- andra, f. 2003, og Benedikt, f. 2007, 4) Guðmunda Hulda, f. 1955, maki Geir Þorsteinsson, f. 1951, þeirra börn eru a) Guðmunda Áslaug, f. 1980, sambýlismaður Snorri Sturlu- son, f. 1979, þeirra sonur er Mikael Freyr, f. 2003, b) Magnús Bjarni, f. 1983, sambýliskona hans er Sús- anna Oddsdóttir, f. 1986. Guð- munda og Geir skildu. Jóhannes stofnaði Gamla komp- aníið og seinna Nýja kompaníið sem bæði voru húsgagnasmíðastofur. Hann starfaði hjá upplýsingaþjón- ustu Bandaríkjanna á árunum 1962-70. Vann við fasteignasölu frá 1970- 80. Starfaði sem húsvörður í Árbæj- arskóla frá 1981 þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í kring- um 1995. Hefur dvalið á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli frá 2003. Jóhannes verður jarðsunginn frá í dag og hefst athöfnin klukkan í Flensborg og þaðan fór hann í Versl- unarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1940. Í Versl- unarskóla Íslands kynntist hann Huldu Magnúsdóttur, f. í Sólheimum á Bíldudal í Arnarfirði 12. des- ember 1920, d. á hjúkrunarheimilinu Skjóli 29. janúar 2007. Foreldrar henn- ar voru Magnús Jóns- son járnsmiður og kona hans Ingunn Jensdóttir. Árið 1947 gengu Hulda og Jóhannes í hjónaband. Börn þeirra eru; 1) Stefanía Ingunn, f. 1948, d. 1995, maður hennar var George Joseph Donegan, f. 1944, d. 1997. Börn þeirra eru a) George Johannes, f. 1973, kvæntur Christinu Hanby, f. 1973, og b) Hulda Elizabeth, f. 1978. 2) Áslaug Þóra, f. 1949, d. 1982. 3) Bjarni Magnús, f. 1953, kvæntur Herdísi Guðjónsdóttur. Í dag verður til moldar borinn tengdafaðir minn Jóhannes Bjarna- son. Við kveðjustund bregður fyrir minningum frá 37 ára gömlum kynn- um. Fyrstu minningarnar tengjast ilmandi kaffilykt þegar hann var bú- inn að hella upp á að morgni dags, en hann var vanur að vakna mjög snemma og hella upp á og lesa Moggann. Hann var jafnvel búinn að drekka heila könnu þegar aðrir heimilismenn vöknuðu. Hulda, kona hans, andaðist á síð- asta ári en síðustu árin höfðu þau hjónin dvalið á Hjúkrunarheimilinu Skjóli við einstaklega gott atlæti starfsfólksins þar. Við fórum í ótal ferðalög saman hérna í gamla daga, einkum til að renna fyrir fisk þegar synir okkar voru yngri og Jóhannes og Hulda voru hressari. Síðasta ferðalag okk- ar saman fórum við vestur á firði, m.a. á Bíldudal og í Arnarfjörð árið 2000. Voru þau bæði mjög áhugasöm um það sem fyrir bar og fannst mér að þau yngdust um mörg ár þegar þau sögðu okkur sögur á leiðinni frá æskuárunum á Vestfjörðum. Árið 1982 dró mikið ský fyrir sólu í lífi þeirra hjóna þegar Áslaug Þóra, dóttir þeirra, lést einungis 32 ára gömul. 13 árum seinna dimmdi enn meira því elsta dóttir þeirra Stefanía lést af völdum sama sjúkdóms. Jó- hannes var mikill lestrarhestur og auk þess að lesa skemmtisögur las hann daglega í Biblíunni. Hann var mikill áhugamaður um knattspyrnu og getraunir þeim tengdar. Hann var elstur systkina sinna og var ætíð kært með þeim systkinum. Ég heyri í huganum hlátrarsköllin þegar þau hittust og rifjuðu upp gömlu dagana í Hafnarfirðinum. Maður er búinn að heyra margar sögurnar oft, en alltaf er hlegið jafn mikið. Systkini hans öll hafa reynst honum ákaflega vel, hafi þau hjart- ans þökk fyrir. Jóhannes þjáðist af heilabilun síðustu árin og hefur það tekið mikið á ástvini hans að horfa á hann hverfa smám saman. Hvíldu í friði, elsku tengdapabbi, og hafðu þökk fyrir allt. Herdís Guðjónsdóttir. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð um gamlan vin minn Jó- hannes Bjarnason. Hann fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann var elstur í stórum systkinahópi. Foreldrar hans voru Stefanía Magn- úsdóttir frá Skuld í Hafnarfirði og Bjarni M. Jóhannesson skipstjóri, ættaður af Vestfjörðum. Jóhannes var kvæntur Huldu Magnúsdóttur, föðursystur minni, sem ólst upp á Bíldudal. Gamlar minningar koma upp í hugann, aðallega frá Greni- melnum. Þau bjuggu í þarnæsta húsi við okkur og var mikill samgangur á milli heimila. Jóhannes gekk í Verzl- unarskólann og það var þar sem þau Hulda kynntust. Þau útskrifuðust þaðan árið 1940. Eftir það lagði Jó- hannes leið sína til Bandaríkjanna í verslunarnám, en Hulda fór til Sví- þjóðar á Húsmæðraskóla. Þau gengu svo í það heilaga árið 1947 og hófu búskap á Grenimel 22 í Reykja- vík. Það voru ófá skiptin sem rennt var suður í Hafnarfjörð í heimsókn til foreldra Jóhannesar, sem bjuggu á Suðurgötu 13 þar í bæ. Pönnu- kökuilmurinn náði hálfa leið til Reykjavíkur, undirrituð fékk að fljóta með. Hulda og Jóhannes áttu mjög fal- legt heimili, hvar sem þau hreiðruðu um sig. Það voru alltaf mikil umsvif í kringum Jóhannes. Hann stjórnaði Gamla kompaníinu og nokkru síðar stofnaði hann Nýja kompaníið. Þetta voru hvort tveggja húsgagnafyrir- tæki. Hulda og Jóhannes voru af- skaplega fallegt fólk svo eftir var tekið. Þau eignuðust fjögur börn. Stefaníu Ingunni, Áslaugu Þóru, Bjarna Magnús og Guðmundu Huldu. Það var mikið reiðarslag þegar Ása greindist með krabba- mein og dó stuttu síðar aðeins 32 ára. Svo rúmlega 10 árum seinna greindist Steffý einnig með krabba- mein sem varð henni að aldurtila. Eftir þessi áföll urðu þau ekki söm Hulda og Jóhannes. En það var ánægjulegt þegar það tókst að ná því í gegn að þau væru í sama herbergi á Skjóli. Hulda fékk útrás í að stjórna Jóhannesi og Jóhannes naut þess að hafa nöldrið sitt. Hulda yfirgaf svo þennan heim fyrir u.þ.b. einu ári og það var erfitt að horfa upp á gamla manninn þegar hann stóð við kistuna og neitaði að fara. Ég vil þakka fyrir mig og kveð í bili. Ég bið Guð að blessa fjölskylduna alla. Ingunn Jensdóttir. Jóhannes Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.