Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigríður Magn-úsdóttir fæddist í Reykjavík 15. apríl 1915. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 11. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Sigurð- ardóttir, f. í Svans- vík í Ísafjarðardjúpi 22.10. 1876, d. 22.2. 1975 , og Magnús Árnason, f. á Hvals- nesi í Gull- bringusýslu 11.8. 1869, d. í Reykjavík 11.8. 1952. Systkini Sigríðar voru 1) Árni, f. 1901, d. 1902, 2) Karl, f. 12.9. 1903, d. 11.12. 1959, 3) Málfríður, f. 17.6. Bryndís bankastarfsmaður, f. 14.5. 1950, gift Birni Thors tæknimanni, f. 3.9. 1950. Börn þeirra eru: 1) Helga viðskiptafræðingur, f. 17.5. 1971, sambýlismaður Björn Ólafs- son framkvæmdastjóri, f. 24.11. 1966. Dætur þeirra eru Kristín Kolka, f. 20.5. 2002 og Birna, f. 18.4. 2007. 2) Björn leikari, f. 12.1. 1978, sambýliskona Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona, f. 6.4. 1976. Sonur þeirra Dagur, f. 30.6. 2007. 3) Steinar nemi, f. 27.3. 1990. Sigríður ólst upp í Félagsgarði við Laufásveg í Reykjavík, gekk í Miðbæjarskólann og stundaði nám við Verzlunarskólann. Vann við skrifstofustörf hjá Gunnari Guð- jónssyni skipamiðlara og lengst af hjá heildverslun S. Árnason & co. Útför Sigríðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 1912, d. 29.6. 1986 og 4) Áslaug, f. 10.7.1917, d. 13.7. 1988. Eiginmaður Sig- ríðar var Lúðvík Jó- hannsson skipamiðl- ari, f. á Hellissandi 7.4. 1912, d. í Reykja- vík 11.6. 1968. For- eldrar Lúðvíks voru Lárensína Lár- usdóttir, f. í Nes- hreppi á Snæfellsnesi 5.2. 1890, d. í Reykja- vík 10.8. 1952, og Jó- hann Kr. Jónsson, útvegsbóndi á Hellissandi, f. í Bjarneyjum 17.7. 1887, d. í Reykjavík 16.4. 1970. Dóttir Sigríðar og Lúðvíks er Sigríður Magnúsdóttir, tengda- móðir mín, lést á Hrafnistu 11. mars sl. Hún var á 93. aldursári og heilsunni hrakaði mjög síðustu árin. Þessi sterka kona sem hafði svar við öllu, gat rakið ættir nánast allra sem spurt var um, hvarf hægt og sígandi úr okkar veruleika á vit óminnis og að lokum í annan heim. Það var á Langholtsveginum sem leiðir okkar Siggu lágu fyrst saman. Ég var að kynnast heimasætunni Bryndísi á þessum árum og þau kynni urðu til þess að mér var boðið að búa hjá þeim mæðgum. Lúðvík faðir Bryndísar var þá látinn og Helga, dóttir okkar Bryndísar, á leiðinni í heiminn. Þetta voru góðir tímar – við Bryndís, ung og ást- fangin og auðvitað ábyrgðarlaus eins og tíðarandinn var á þessum tímum – húsráðandinn hinsvegar með hlutina á hreinu, kvöldmatur klukkan 7, helgarsteikur og allur pakkinn, sem voru nokkur viðbrigði fyrir mig. Þegar svo Helga bættist í hópinn var ómetanlegt að hafa ömmu til halds og trausts. Þá voru þau ófá skiptin sem amma Sigga tók að sér að passa Helgu litlu þeg- ar unga fólkið þurfti að klára að vera ungt. Þar kom að litla fjölskyldan ákvað að koma sér upp eigin hús- næði og byggði íbúð í Breiðholti sem flutt var í 1976. Amma Sigga keypti sér íbúð á Háaleitisbraut og bjó þar síðan þar til heilsan fór að gefa sig. Þessi húsnæðiskaup okkar Bryndísar reyndust okkur auðveld þar sem amma Sigga studdi okkur af slíkum rausnarskap að aldrei fæst nógsamlega þakkað. Á Háa- leitisbrautinni kynntist Sigga góð- um nágrönnum sem reyndust henni vel við að aðlaga sig breyttum að- stæðum. Binna, Þrúður og Anna voru kærkomnar í kaffi og spjall og styttu annars viðburðarlitla daga seinustu árin á Háaleitisbrautinni. Sigga var aðeins 53 ára þegar Lúð- vík maður hennar dó og í tæp þrjá- tíu ár bjó hún ein á Háaleitisbraut- inni. Þetta hefur auðvitað stundum verið erfitt en Sigga var fádæma út- sjónarsöm og sjálfstæði í blóð borið svo aldrei heyrðist hún kveinka sér. Sigga starfaði sem bókari hjá S. Árnasyni og Gunnari Guðjónssyni þann tíma sem ég þekki til og hlýt- ur að hafa verið afbragðs starfs- kraftur. Haraldur Björnsson og fjölskylda hans umgekkst Siggu frekar sem fjölskyldumeðlim en starfskraft og reyndar var starfs- fólkið allt einhvernvegin hluti af okkar fjölskyldu. Hjá Haraldi starf- aði Sigga þar til hún var orðin 78 ára og er það lýsandi um þann kær- leik sem einkenndi þeirra samstarf. Þegar heilsunni fór að hraka og Sigga þurfti meiri umönnun en hægt var að fá heima við, fengum við pláss á Hrafnistu þar sem hún dvaldi síðustu 4 árin. Þar tók á móti henni starfsfólk sem gerði allt sem í þess valdi stóð til að gera dvölina ánægjulega. Þeir sem þekktu Siggu vita að hún átti það til að vera nokkuð einstrengingsleg og var meinilla við að með sig væri ráðsk- ast. Þó að ýmislegt gæfi eftir undan Elli kellingu héldust þessi skap- gerðareinkenni fram á síðasta dag. Það var aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig starfsfólk Hrafn- istu vann sitt fórnfúsa starf af um- hyggjusemi og hlýju. Við hjónin þökkum öllum vinum okkar á Hrafnistu fyrir þeirra frábæra starf. Ég kveð þessa vinkonu mína með söknuði – en vissu um að hún hafði klárað sitt og var sátt við að þessu lyki. Björn Thors. Þegar ég loka augunum og hugsa til ömmu minnar koma myndir upp í hugann sem ég mun alltaf eiga. Minningar sem eru ódauðlegar. Rúmfataskenkurinn þar sem hún geymdi öll mjúku rúmfötin og sængurnar með ömmulyktinni. Ég sofnaði samstundis og ég lagðist á koddann, hve lifandis ósköp af ör- yggi og hlýju geta fylgt ömmulykt- inni. Ævintýraskúffan í eldhúsinu þar sem við geymdum pappírspen- ingana sem við klipptum út og lit- uðum fyrir búðarleikina, húsgögnin sem við föndruðum úr gömlu frost- pinnaspýtunum og litlu smásögurn- ar sem við skrifuðum upp eftir draumum næturinnar. Það var eins og á flestum ömmuheimilum leyfi- legt að gera ýmislegt sem ekki mátti heima. Ég fékk að leika með jólaskrautið allan ársins hring, það var ótakmarkaður aðgangur að sæl- gætisskápnum og við vöktum iðu- lega langt fram eftir nóttu og spil- uðum. Aðra daga notuðum við til að bjarga flugum, vesalings flugum sem höfðu rambað inn um gluggann og suðuðu grandalausar í leit að út- gönguleið. Amma gat ekki sofið ef hún heyrði flugusuð. Ekki af því þær héldu fyrir henni vöku, heldur af því hún hafði svo miklar áhyggj- ur af flugunum og fjölskyldu þeirra sem beið úti í grasinu. Stundum urðu flugurnar veikburða af langri vist í gluggakistunum, þá fóðraði hún flugurnar á sykurmola í nokkra daga áður en hún sleppti þeim út í frelsið. Þetta var heilög athöfn og við kvöddum þær hátíðlega með virktum. Já, hún bar ómælda virð- ingu fyrir lífinu. Amma hefur alltaf verið öfunds- verð af því hve ungleg hún alltaf var og frísk, alveg fram á síðasta dag. Ég hef löngum haldið því fram, að ein helsta ástæða þess sé hve hún las mikið og hve upplýsinga- þyrst hún var. Hún fylgdist með öll- um fréttum, það fór ekkert framhjá henni og ég man ekki eftir nátt- borðinu hennar öðruvísi en stöfluðu af bókum og í hvert sinn er ég kom var nýr stafli. Bækurnar sótti hún á bókasafnið og var hún eflaust einn tryggasti viðskiptavinur Borgar- bókasafnsins, en hún hafði sérstak- lega gaman af ævisögum. Ég efa að nokkur ævisaga hafi farið framhjá henni síðustu 50 árin, enda þekkti hún alla. Hún vissi allt um alla og öll tengsl og vensl og fortíð og bak- grunn flestra Íslendinga. Það var hægt að fletta upp í ömmu aftur- ábak og áfram og það gerðum við öll. Þessi fróðleiksþorsti var hennar æskubrunnur, þarna var eldurinn í hjartanu hennar ömmu. Eftir á að hyggja þegar ég sjálf náði þroska til að átta mig á hlut- skipti hennar í lífinu, átta ég mig á hve mikil fyrirmynd hún var okkur nútímakonum. Amma var sjálfstæð kjarnakona. Eins konar kvenskör- ungur, en á sinn kvenlega hátt. Amma sá um sig sjálf, vann fyrir sér og kvartaði aldrei. Já, hún var engin venjuleg kona og ég ber ótak- markaða virðingu fyrir henni sem lifði á svo ólíkum tíma en ég. Hún þurfti aldrei á neinum að halda og hræddist aldrei neitt. Og þó … hún hræddist það að þurfa að bíða eftir dauðanum og ég man alveg frá því ég var barn að hún óttaðist mest að deyja hægt. Amma mín mætti ótta sínum. En af því að amma var sterk, hún hafði kjark, kærleika og æðruleysi til að takast á við óttann, sigraði hún að lokum og situr nú með manninn sinn á aðra hönd og móður sína á hina og brosir, því hún veit að nú getum við talað saman aftur eins og við gerðum áður en ellin tók hana í gíslingu. Á sama tíma og ég græt yfir því að þú skulir vera farin elsku amma, gleðst ég yfir því að þú skulir vera komin aftur. Ég kveð þig með þín- um orðum er ég gisti hjá þér sem barn: Megi Guð geyma þig. Þín Helga. Kær frænka mín, Sigríður Magn- úsdóttir, er látin á 93. aldursári. Sigga frænka, eins og hún var ávallt kölluð af okkur í fjölskyld- unni, var uppáhaldsfrænka mín og ein af mínum bestu vinkonum. Hún fylgdist með mér á uppvaxtarárum mínum. Hún var alltaf til staðar fyrir mig. Hún var heimskona, vel að sér og vel lesin. Og aldrei kom maður að tómum kofunum, svo vel fylgdist hún með. Ef ég skrapp erlendis gat hún bent mér á að muna nú eftir að skoða eitt og annað. Annaðhvort var hún búin að koma á staðinn eða búin að lesa sér til um hann. Ég þakka Siggu frænku minni sam- fylgdina og kveð hana með söknuði, virðingu og þakklæti fyrir allt sem hún gaf mér. Kristín María Níelsdóttir. Nú er hún fallin frá hún Sigríður Magnúsdóttir, þessi öðlingur sem ég hef þekkt og þótt vænt um frá því að ég man fyrst eftir mér. Sigríður starfaði við fyrirtæki fé- laganna Haralds Björnssonar, föður míns, og Gunnars heitins Guðjóns- sonar, S. Árnason & Co í hálfa öld. Fyrstu kynni mín af Siggu Magg, eins og hún var jafnan kölluð, voru þegar ég kom kornungur í heim- sóknir á skrifstofuna í Hafnarstræti 5 í fylgd pabba eða mömmu. Þar var Sigga fremst í flokki úrvals- kvenna og -karla sem dekruðu við mig. Við urðum síðan samstarfsmenn um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Þá var gamli miðbærinn ennþá hjarta alls viðskiptalífs í Reykjavík. Þar voru helstu fyrir- tækin auk bankanna og fjölda rík- isstofnana. Hér var Sigga á heima- velli. Hún var vinmörg og þekkti ótrú- lega margt fólk sem starfaði á þessu svæði. Á þessum árum voru enn í gildi ýmiss konar höft og reglugerðir sem drógu mjög úr hraða og þrótti atvinnulífsins. Ég minnist þess að við þurftum oft að fá senda varahluti með hraði frá erlendum framleiðendum. Þá kom það sér vel hversu vel kynnt Sigga var á þeim mörgu stöðum sem þurfti að leita til með allskyns leyfi, stimpla og uppáskriftir. Þetta ferli tók venjulega marga daga í hverri stofnun. En Sigga hafði ein- stakt lag á að liðka fyrir afgreiðslu og beið oft tímunum saman á hverj- um stað eftir að koma skjölum í réttar hendur og fá þau afgreidd, á því sem þá mátti kalla örskots- hraða. Hér hjálpaði líka til hve Sigga var frá á fæti. Hún var ein- staklega rösk á göngu um miðbæ- inn og skokkaði upp alla stiga án þess að blása úr nös. Seinna, þegar við vorum flutt úr miðbænum, þurfti hún að aka þang- að til að sinna erindum sínum. Til þess valdi hún Fiat-bíla, en hún átti marga slíka og er mér til efs að sú tegund hafi átt sér marga jafn trygga aðdáendur hér á landi. Eftir að Sigga lét af störfum hélt hún góðu sambandi við okkur sam- starfsfólkið, svo og við foreldra mína. Öll mátum við hana mjög mikils, þessa indælu konu. Blessuð sé minning hennar. Stefán Haraldsson. Sigríður Magnúsdóttir ✝ Elsku móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, sem lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu að morgni þriðjudagsins 11. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 19. mars, kl. 13.00. Bryndís Lúðvíksdóttir, Björn Thors, Helga Thors, Björn Ólafsson, Björn Thors, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Steinar Thors og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGFÚS ÞÓRHALLUR BORGÞÓRSSON, Suðurgötu 17, Sandgerði, lést sunnudaginn 9. mars. Útförin fór fram þann 15. mars í kyrrþey að ósk hins látna. Jóhanna Konráðsdóttir, Gunnar Borgþór Sigfússon, Sigurbjörg Eiríksdóttir, Sigríður Sigfúsdóttir, Friðrik Þór Sigmundsson, Sveinn Kristinsson, Hallbjörg Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SIGURLAUG SIGRÚN BJÖRNSDÓTTIR, áður til heimilis á Sólvallagötu 41, Reykjavík, sem lést á dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi laugardaginn 15. mars, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 27. mars kl. 13.00. Stefanía Drew, Arnold Drew, Elín Kristinsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR frá Flatey á Skjálfanda, andaðist á heimili sínu Hvammi, Húsavík, laugardaginn 15. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Vigdís Helga Guðmundsdóttir, Pálmi Sigfússon, Sigurjón Guðmundsson, Ása Grímsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, SIGURÐUR INGI GUÐJÓNSSON, Neðri Þverá, Fljótshlíð, lést mánudaginn 17. mars á Sjúkrahúsi Selfoss. Kristín Aradóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.