Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 44
Meistarinn væntanlegur Bob Dylan Fjórmenningarnir sem rætt var við eiga það allir sameiginlegt að vera miklir aðdáendur og stefna þeir allir að því að mæta á tónleikana. Það hefur trúlega ekki farið framhjá mörgum að Bob Dylan er væntanlegur hingað til lands, en hann heldur tónleika í Egilshöllinni mánudagskvöldið 26. maí næstkomandi. Af því tilefni hafði Morg- unblaðið samband við fjóra vel valda einstaklinga og fékk þá til að segja sitt álit á kappanum. „Hann kom ekki bara með rödd sem tjáði hugsun hnatt- arins, unga fólksins á þeim tíma, heldur breytti hann líka varanlega popp- bransanum og gerði hann að alvar- legu listformi þegar best lætur,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens um Dylan, en hann hitaði upp fyrir hann á tónleikunum 1990. Dylan sé sá tónlistarmaður sem hafi haft hvað víðtækust áhrif á dæg- urtónlist fyrr og síðar. „Ég hvet allt ungt fólk til að fara því það getur sagt eftir 40 ár: „Ég sá Bob Dylan“. Það er bara svipað og að segja: „Ég sá Moz- art“ og þá burtséð frá því hvort fólki hugnast söngstíll Dylans, músík eða rödd.“ Bubbi segir menn ekki gera sér al- mennt grein fyrir því hvers konar risi Dylan sé. „Hann mótaði æsku mína, mótaði unglingsárin og það er vegna hans sem Árni Johnsen segir að ég geti ekki stjórnað fjöldasöng,“ segir Bubbi og hlær. Spurður að því hvort hann hafi verið beðinn um að hita upp fyrir Dylan á tónleikunum í Egilshöll svarar Bubbi því að svo sé ekki, en hann sé sannarlega til í það. „Ég sá Bob Dylan“ Bregður mönnum í brún þegar Lars kynnir kynlífsdúkku sem unnustu sína … 51 » reykjavíkreykjavík LEIKRIT Hrafnhildar Hagalín, Ég er meistarinn, verður sýnt í franskri þýðingu á leiklistarhátíðinni í Avig- non í Frakklandi í sumar undir heit- inu Maestro. Dóttir leikkonunnar Romy Schneider, Sarah Biasini, fer með aðalkvenhlutverkið í uppsetn- ingunni og í aðalhlutverki karla er leikarinn Jean-Pierre Bouvier, sem lék m.a. í þriðju kvikmyndinni um Emmanuelle, Good-bye, Emm- anuelle. Hrafnhildur segir uppfærsl- una hafa verið lengi í bígerð og vissulega gaman að eiga verk á virtri leiklistarhátíð á borð við þá í Avig- non. Yngri leikarinn í verkinu, Thomas Joussier, hafi lengi viljað setja verkið upp, allt frá því hann las leikritið fyrst. Maestro verður sýnt í Avignon 27. júlí. Í stuttu máli fjallar verkið um Þór og Hildi sem eru klassískir gítarleikarar að stíga sín fyrstu spor sem atvinnumenn. Meistarinn, frægur gítarleikari og fyrrverandi kennari þeirra, bankar skyndilega upp á og flytur inn til þeirra í nokkra daga og veldur usla. Leikfélag Reykjavíkur setti verkið upp árið 1990 og hefur það verið þýtt á fjölda tungumála. Hrafnhildur segir leikhópinn stefna að því að fara víðar með verkið um Evrópu. Á leiklistarhátíðina í Avignon Biasini Veggspjald sýningarinnar með ljósmynd af dóttur Schneider. Skipuleggjendur Vetrarhátíðar 2009 hafa ákveðið í ljósi þess hversu hressilega blés á Vetrarhátíð í ár að hætta að líta á vindinn sem vandamál og líta þess í stað á hann sem samstarfsaðila. Þemað fyrir næstu Vetrarhátíð mun því tengjast vindum með ein- um eða öðrum hætti og er verið að setja í gang nokkur verkefni sem tengjast vindi, m.a. vindorgel, vindhanaslag og vindknúinn kólf fyrir sérstaka vetrarhátíðarklukku. Þeir sem luma á hugmyndum fyrir næstu Vetrarhátíð eru hvattir til að senda póst til Höfuðborgarstofu á netfangið vetrarhatid@vetr- arhatid.is. Vonandi að blási byrlega í þeirri hugmyndavinnu og að menn fái það sem kallað er á ensku „bra- instorm“, og þýða mætti sem hug- hviðu. Um að gera að gefast ekki upp þó á móti blási, líkt og hjól- reiðamaðurinn á myndinni. Vindurinn samstarfs- aðili Vetrarhátíðar Söngkonan Regína Ósk sendi í gær frá sér nýtt lag og tónlistar- myndband í tilefni af 20 ára afmæli ABC hjálparstarfs. Lagið ber tit- ilinn „Colors of Love“ og flytja það með henni söngvarar úr Gospelkór Reykjavíkur og þjóðþekktir tónlist- armenn sjá um hljóðfæraleik. For- maður ABC, Guðrún Margrét Páls- dóttir, stefnir að því að framfleyta 10.000 börnum til viðbótar við það sem nú er og leitar stuðnings Ís- lendinga. Frekari upplýsingar má finna á abc.is en lag Regínu er að finna á vefsíðu Bylgjunnar. Litir ástarinnar  Miðasala á tónleika Johns Fo- gerty í Laugardalshöllinni hinn 21. maí hófst í gær, og fór mjög vel af stað. Þannig hafði um helmingur þeirra 4.000 miða sem í boði eru á tónleikana selst undir kvöld í gær. Forsprakki CCR virðist því njóta meiri vinsælda en nokkru sinni fyrr, a.m.k. hér á landi. Fogerty trekkir að Andrea Jónsdóttir, dagskrárgerð- armaður og tónlist- arspekúlant, fór á tónleikana með Dylan í Laugar- dalshöll 1990. „Mér fannst mjög gaman. Og líka af því að það skemmtilega við hann er líka að hann er svoddan ólík- indatól,“ segir Andrea. Jafnaldrar hennar hafi reyndar hagað sér dálítið illa margir hverjir, viðbrögð þeirra hafi minnt hana á viðbrögð áheyr- enda þegar Dylan kom fyrst fram raf- magnaður á þjóðlagahátíð. „Hann er náttúrlega bara sérviturt séní og gerir það sem hann vill. Þess vegna eru nú listamenn listamenn, af því þeir eiga að leiða pöpulinn en ekki öfugt.“ Andrea segir Dylan enn frábæran tónlistarmann og hún ætli svo sann- arlega á tónleikana í Egilshöll. Engin leið sé að vita á hverju sé von frá kappanum. „Mér finnst nóg að það sé Bob Dylan, maður á bara að vera ánægður með að hafa séð hann.“ Sérviturt séní Í KVÖLD hefst kveðjuhátíð á Gauki á Stöng sem stendur til 23. mars. Gaukurinn var fyrsti tónleikapöbb landsins og spannar tónleikasaga hans um aldarfjórðung. Í tilkynn- ingu frá tónleikahöldurum segir að þeir kveðji staðinn með lúðrablæstri enda Gaukurinn sem gamall vinur. Í kvöld koma fram Sign, Ultra Mega Teknóbandið Stefán, Sverrir Bergmann og Hraun. Hinn 21. halda gleðilætin áfram með Noise, Wulf- gang, Cliff Clavin og Johnny And The Rest. 22. koma fram Brain Po- lice, Deep Jimi & The Zep Creams, Jan Mayen og Music Zoo. Hinn 23. koma fram Mood og Tena Palmer. Gaukurinn kvaddur Morgunblaðið/Frikki Bless, Gaukur Hljómsveitin Sign er ein margra sem kveðja Gaukinn. „Það eru liðin yfir fimmtíu ár síðan Bob Dylan steig fyrst á svið,“ segir Bergur Ebbi Benediktsson, tón- listarmaður í Sprengjuhöllinni. „Þá flutti hann ameríska rokk- slagara á píanó og var púaður nið- ur af samnemendum sínum sem héldu flestir að hann væri að grín- ast. Honum var nákvæmlega sama. Síðan þá hefur hann flutt lög sín fyrir milljónir manna sem hafa kallað hann spámann og snilling. Honum er sama,“ útskýrir Bergur sem hefur lengi verið aðdáandi Dylans og segir að hann hafi haft mikil áhrif á sína tónlist. „Bob Dyl- an er maður sem hefur í verkum sínum aldrei reynt að vera hnyttinn eða kaldhæðinn og hefur aldrei lát- ið aðra stjórna sér. Hann er bara strákur frá Minnesota sem lýsir heiminum eins og hann sér hann og hann gerir það af einlægni og krafti, en ekki síður smekklegri þrautseigju.“ Aðspurður segist Bergur ætla á tónleikana í Egilshöllinni. „En ég verð örugglega pirraður eins og síðast þegar ég sá hann flytja text- ana sína í einbylju undir hallær- islegu dixíland-undirspili. Það verða örugglega allir pirraðir. Allir nema Bob Dylan. Honum er sama.“ Einlægni og kraftur „Bob Dylan er stórmerkilegur músíkant sem hef- ur haft mikil áhrif á mig, og reyndar alla sem ég þekki til í kringum mig,“ segir Björn Jör- undur Friðbjörns- son tónlistarmaður. „Hann er einn af þessum bestu sem maður lítur til og er algjör risi.“ Björn segir erfitt að nefna sína uppáhaldsplötu með Dylan. „Það er nú meira og minna bara allur kata- lógurinn framan af. Maður hefur kannski ekki legið eins mikið yfir nýjustu plötunum hans, einfaldlega vegna þess að maður liggur svo lítið yfir hlutunum nú til dags,“ segir Björn sem var svo heppinn að sjá Dylan á tónleikum hans í Laug- ardalshöll árið 1990. „Mér fannst hann fínn, en hann var að vísu ekki alveg eins og ég hafði vonað að hann yrði. En ég hugsa að ég fari að sjá hann núna og ég vona að annaðhvort hafi ég elst til að kunna betur að meta hann eða þá að hann verði með betri tónleika. Hann hefur verið lengi með þessa sveit sem hann er með, þannig að það er líklegt að þetta verði mikil veisla og góðir tón- leikar.“ Einn af þessum bestu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.