Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 37 Skipulags- og byggingarfulltrúi Sveitarfélagsins Ölfuss. Aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfuss, 2002-2014, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2002-2014, virkjanasvæði við Hvera- hlíð og Bitru, línulagnir, tvöföldun Suðurlandsvegar og mislæg gatnamót. Bæjarstjórn Ölfuss heimilar auglýsingu á aðalskipulagsbreytingu er nær til breytinga á aðalskipulaginu við Hverahlíð, Bitru og á þjóðvegi nr. 1, samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, m.s.br. Auglýsingin er skipulagsgreinargerð, skipulagsuppdráttur og umhverfisskýrsla ásamt athugasemdum sem Skipulagsstofnun lagði fram með bréfi 4. mars 2008. Breytingartillagan tekur til:  285 ha opnu, óbyggðu svæði á Bitru/Ölkelduhálsi sem að hluta er á náttúruminjaskrá og einnig skilgreint sem grannsvæði vatnsverndar, er breytt í iðnaðarsvæði (I2) fyrir jarðgufuvirkjun.  320 ha opnu, óbyggðu svæði við Hverahlíð, sem að hluta er skilgreint sem hverfisverndar- svæði og jafnframt sem fjarsvæði vatnsverndar, er breytt í iðnaðarsvæði (I18) fyrir jarðgufuvirkjun.  Landnotkunarbreytingin gerir að felld er niður vatnsvernd, grann- og fjarsvæði á 4160 ha svæði og hverfisvernd á um 320 ha svæði.  Vegna jarðgufuvirkjunarinnar er gert ráð fyrir nýjum háspennulínu/jarðstrengjum; Bitrulína 1 og 2 (220 kV jarðstrengir frá Bitru að tengivirki á Hellisheiði) Hverahlíðarlínur 1og 2 (220 kV jarðstrengir frá Hverahlíð að tengivirki á Hellisheiði) og Hellisheiðarlína 2 (220 kV) frá tengivirki á Hellisheiði að Kolviðarhóli . Núverandi Búrfellslína 2 mun verða endurbyggð að hluta frá tengivirki á Hellisheiði að Kolviðarhóli og mun heita Hellisheiðarlína 1 á þeirri leið. Frá tengivirki á Kolviðarhóli mun Kolviðarhólslína 1 (220 kV sem er gamla Búrfellslína 3 frá Kolviðarhól að Geithálsi samsíða Búrfellslínu 3) verða endurbyggð og Kolviðarhóls- lína 2 (220 kV samsíða Búrfellslínu 3 frá Kolviðarhóli að Sandskeiði) verður reist í línustæði Sogslínu 2. Jafnframt verður Sogslína 2 felld niður (fjarlægð).  Gert er ráð fyrir tvöföldun (2+2) Suðurlandsvegar, þjóðvegar nr. 1, í núverandi legu frá sveitarfélagsmörkum að vestan og austur að vesturmörkum Hveragerðis. Gert er ráð fyrir þremur nýjum mislægum gatnamótum og fjórum til fimm undirgöngum fyrir gangandi og/eða ríðandi umferð. Eldri tengingar verða felldar niður, þannig að aðeins verða tengingar við mislægu gatnamótin. Mislæg gatnamót verða gegnt Bolöldum, við Hamragilsveg og austan Gígahnúksvegar auk Þrengslavegamóta sem þegar eru komin. Undirgöng verða við gatnamót Bolöldu, við gatnamót Hamragilsvegar, við gatnamót Gígahnúksvegar auk reiðganga við Ölkelduhálsveg.  Niðurrennslissvæði vestan Þrengslavegar er fellt niður og niðurrennslissvæði milli Suðurlandsvegar og Þrengslavegar minnkar, í heild er minnkun frá 49,8 ha í 38,2 ha. Skipulagstillagan með greinargerð hefur tekið tillit til athugasemda umsagnaraðila. Skipulagsgreinargerð, skipulagsuppdráttur og umhverfisskýrsla hefur verið til umsagnar hjá Skipulagsstofnun. Með bréfi dagsettu 4. mars 2008, er Skipulagsstofnun með 13 ábendingar um skipulagsgreinargerðina, 5 ábendingar við skipulagsuppdrátt og 19 ábendingar við umhverfisskýrsluna. Skipulagsgögn hafa verið lagfærð. Aðalskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík, frá og með 21. mars 2008 til 18. apríl 2008. Skipulagsgögn má sjá á heimasíðu www.landmotun.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við aðalskipulagið. Frestur til þess að skila þeim inn er til 2. maí 2008. Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi. Óska eftir verktaka eða húsasmíðameistara. Gamalt timburhús, byggt 1906. Staðsett í Hafnarfirði. Viðbygging og endurbætur á húsi. Upplýsingar í síma 693 3878. leitar eftir sérfræðingi Meginverkefni starfsins felast í að móta og reka verkefni um vottun ábyrgra fiskveiða, kynna íslenska fiskveiðistjórnun og sjávarútveg á erlendum vettvangi auk annarra verkefna sem stjórnin felur honum. Leitað er eftir metnaðarfullum og áhugasömum aðila, en mikil áhersla er lögð á frumkvæði og sjálfstæði í starfi og góða sam- skiptahæfni. Gerð er krafa um háskóla- menntun. Starfsreynsla eða framhalds- menntun er kostur, en ekki skilyrði. Umsóknir sendist fyrir lok föstudagsins 4. apríl nk. í pósti merkt, “Sérfræðingur Fiskifélags Íslands, b/t Kristjáns Þórarinssonar, Landssam- bandi íslenskra útvegsmanna, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.” Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristján Þórarinsson, í síma 591 0300. Um er að ræða framtíðarstarf á vettvangi sjávarútvegsins en Fiskifélagið er sameiginleg- ur samstarfsvettvangur samtaka í sjávarútvegi með það að markmiði að efla hag greinarinnar og stuðla að framförum í íslenskum sjávarútvegi. GR-veitingar og þjónusta ehf Golfs. í Grafarholti óskar eftir sumarstarfsfólki í afgreiðslu og þjónustu. Vandað fólk með góða þjónustulund. Skemmtilegur vinnustaður í fallegu umhverfi. Umsóknir sendist á netfang, ht@xnet.is Endurskoðunarstofa í Reykjavík Bókhald Endurskoðunarstofa í Reykjavík óskar eftir starfsmanni í fullt starf. Leitað er að stafsmanni með reynslu í vinnslu bókhalds. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. á box@mbl.is mertkar: ,,B - 21330” fyrir 26. mars. Raðauglýsingar 569 1100 Félagslíf I.O.O.F. 7.  18831971/2  M.A.* I.O.O.F. 18  1883198   Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Vegurinn, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Páskamót Vegarins Skírdag samkoma kl. 10:00 Gunnar Wiencke predikar. Kl. 14:00 Thomas Jonsson predi- kar. Kl 18:00 Ashley Schmierer predikar. Föstudagurinn langi kl. 10:00 Johannes Amritzer Kl. 14:00 Ashley Schmierer Kl. 18:00 Johannes Amritzer TÓNLEIKAR kl. 22:00 Laugardaginn kl. 14:00 Ruth Schmierer. Lokasamkoma kl 18:00 Thomas Jonsson. www.paskamot.com Atvinnuauglýsingar BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Gullsmárabrids Úrslit 17.3. Spilað á 13 borðum. N/S Oddur Jónsson – Katarínus Jónsson 340 Hrafnhildur Skúlad.– Þórður Jörundss. 326 Guðm. Magnúss. – Leifur Kr. Jóhanness. 311 Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 311 A/V Dagný Gunnarsd. – Steindór Árnason 323 Haukur Guðbjartsson – Jón Jóhannss. 305 Kristján Þorlákss. – Haukur Guðmss. 289 Ruth Pálsd. – Viggó M. Sigurðsson 275 Spilað verður næst fimmtudaginn 27. mars. Bridsdeild eldri borgara í Kópavogi óskar félagsmönnum gleðilegra páska. Súgfirðingaskálin Staðan eftir 4 lotur í keppni um Súgfirðingaskálina er svohljóðandi. Arnar Barðason – Hlynur Antonss. 620 Gróa Guðnad. – Guðrún K. Jóhannesd. 565 Guðni Ólafss. – Ásgeir Sölvason 516 Eðvarð Sturlus. – Þorleifur Hallbertss. 514 Björn Guðbjörnss. – Gunnar Ármannss. 513 Einar Ólafss. – Þorsteinn Þorsteinss. 511 Meðalskor er 520 stig. Handhafar Súgfirðingaskálarinnar, Arnar og Hlynur eru í mjög góðum málum fyrir lokaumferðina en slak- asta skori er hent út. Því geta orðið óvæntar sviptingar um verðlaunasæt- in. Úrslit í fjórðu lotu, meðalskor 130. Arnar Barðason – Hlynur Antonsson 168 Guðni Ólafsson – Ásgeir Sölvason 160 Sveinbj. Jónss. – Karl J. Þorsteinss. 151 Finnb. Finnbogas. – Jón Óskar Carlss. 142 Skor Arnars og Hlyns er 65% sem er býsna gott. Gömlu kempurnar Guðni og Ásgeir veittu þeim þó harða keppni. Lokaumferðin verður spiluð mánu- dagskvöldið 21. apríl. Bridsfélag Hreyfils Það var spilaður eins kvölds páskatvímenningur sl. mánudags- kvöld. Daníel Halldórsson og Ágúst Benediktsson sigruðu eftir hörku- keppni, hlutu 130 stig. Birgir Kjart- ansson og Jón Sigtryggsson fengu 125, Rúnar Gunnarsson og Hilmar Hallbjörnsson 122 og Eyvindur Magnússon og Þorsteinn Kristinsson 117. Síðasta keppni vetrarins hefst 31. mars nk. Það verður fimm kvölda tví- menningur. Spilað er í sal sendibílstjóranna í Sundahöfn og hefst spilamennskan kl. 19.30. Þrjátíu pör í páskamóti Sjálfsbjargar Úrslit í opna páskamóti Sjálfsbjarg- ar og Prentmets urðu: Gunnar Guðmss. – Sveinn Sveinsson 417 Berglj. Aðalsteinsd. – Björgvin Kjartanss. 410 Lúðvík Ólafss. – Ólafur Lárusson 408 Jón Jóhannss. – Steingr. Þorgeirsson 401 Sigríður Einarsd. – Ásmundur Guðmss. 389 Alls tóku 30 pör þátt í mótinu. Stjórnandi var Ómar Olgeirsson. Næst verður spilað hjá Sjálfsbjörg mánudaginn 31. mars. Stuð á Guðlaugi Bessasyni og fé- lögum í Kópavogi Þriggja kvölda hraðsveitakeppni lauk með öruggum sigri sveitar Guð- laugs Bessasonar. Með honum spiluðu Jón Steinar Ingólfsson, Júlíus Snorra- son, Eiður M. Júlíusson og Guðlaugur Sveinsson. Lokastaðan: Guðlaugur Bessason 1702 Vinir 1639 Svala Pálsdóttir 1635 Loftur Pétursson 1623 Fimmtudaginn 27. marz hefst þriggja kvölda tvímenningur, þ.e.a.s. spilað verður 27. marz, 3. apríl, og 17. apríl. 10. apríl verður sk. nýliðakvöld, en þá koma nemendur úr MK sem eru á bridsnámskeiði í skólanum, í heim- sókn til okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.