Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞARNA ER GUNNAR AÐ ÞVO BÍLINN SINN... ÞARNA ER BINNI GAMLI AÐ HREINSA ÞAKRENNUNA SÍNA... OG ÞARNA ER FRÍÐA AÐ SETJA GADDAVÍR Í KRINGUM GARÐINN SINN ÉG ER VISS UM AÐ HÚN ELSKAR MIG INNST INNI FYRST HANN VAR SVONA FRÁBÆR, AF HVERJU ERU BANKAR ÞÁ EKKI LOKAÐIR? OG EKKI PÓSTHÚSIN HELDUR? HVAÐ ER ÞAÐ? MUNNURINN Á ÞÉR! AF HVERJU ER EKKI FRÍ Í SKÓLANUM Á AFMÆLI BEETHOVEN? ÉG VEIT UM EINN HLUT SEM ER ALDREI LOKAÐUR KEMUR EKKI TIL GREINA! ÞAÐ ER BARA PLÁSS FYRIR EINN HÉRNA OG ÉG KOM HINGAÐ FYRST! EF ÞÚ VILT KÆLA ÞIG ÞÁ VERÐUR ÞÚ AÐ HLAUPA Í GEGNUM ÚÐARANN! ÞÁ GERI ÉG ÞAÐ BARA HÆTTU ÞESSU! ÞÚ MÁTT EKKI GERA NEITT SKEMMTILEGT! ÉG MAN ÞAÐ ALDREI... ÞEGAR ÞEIR SNÚA ÞUMLINUM NIÐUR, ÞÝÐIR ÞAÐ AÐ ÞEIM FANNST MATURINN GÓÐUR EÐA VONDUR? HÆ! ÉG HEITI MEYJA ...EINS OG STJÖRNUMERKIÐ... Í HVAÐA STJÖRNU- MERKI ERT ÞÚ? VARÚÐ!HUNDUR ÉG HEF SÉÐ HLIÐAR Á STEFÁNI Í ÞESSARI FERMINGU SEM ÉG HEF ALDREI SÉÐ ÁÐUR ÉG LÍKA! HAFIÐ ÞIÐ SÉÐ MÖMMU HANS? ÞESSA MEÐ SKEIFUNA? MÉR SÝNIST HÚN VERA ÞUNG- LYND ÉG ER VISS UM AÐ HANN GAT ALDREI GERT HENNI TIL GEÐS ÞAÐ MUNDI AÐ MINNSTA KOSTI ÚTSKÝRA ÝMISLEGT ÆI... ENN EITT KVÖLDIÐ VIÐ SÁLFRÆÐINGA- BORÐIÐ ÆTTUM VIÐ AÐ FÁ ÞAU TIL AÐ TALA SAMAN? ÉG ER LOKSINS BÚINN AÐ FÁ ÞESSA LINSU TIL AÐ VIRKA... ÚFF! BURT MEÐ ÞIG, AFI! NÁIÐ GÓÐUM MYNDUM AF KÓNGULÓARMANNINUM OG DR. OCTOPUS! „AFI“?!? dagbók|velvakandi Patreksdagur VEGNA fréttar í Morgunblaðinu 17. mars sl. sem höfð er eftir BB á Ísa- firði um Patreksdaginn á Patreks- firði, sem jafnframt er messudagur hl. Patreks hins írska og þjóðhátíð- ardagur Íra, vildi undirritaður benda á að sá löngu liðni heilagi maður kemur ekkert við sögu Pat- reksfjarðar ef gengið er út frá því litla sem stendur í íslenskum forn- ritum um Patrek biskup á Suður- eyjum þann sem fjörðurinn á að vera heitinn eftir samkvæmt Landnámu og Kjalnesingasögu. Neðanmáls í út- gáfu íslenskra fornrita hefur útgef- andinn, Jakob Benediktsson, nefni- lega sett: „Enginn Patrekur helgi né Patrekur biskup er kunnur frá Landnámsöld...“ En ef við gerum ráð fyrir því að sagan um fóstra Örlygs sé afbökun eða ruglingur má auðvitað hugsa sér að Örlygur sá sem á að hafa gefið firðinum nafn hafi haft átrúnað á dýrlingnum írska og þess vegna nefnt fjörðinn eftir honum. Svo þetta er eiginlega spurning um tvennt. Annað hvort að ganga út frá fornritunum og hafa Suðureyja- biskupinn – hvort heldur hann var til eða ekki – sem grundvöll hátíð- isdagsins hér vestra eða þá miða við írska Patrek sem áreiðanlega var uppi á sinni tíð löngu á undan land- námi Íslands og téðum Suðureyja- biskupi. Þó er margt á huldu um hl. Patrek Írlandsdýrling og sumir fræðimenn halda því m.a.s. fram, líkt og hér, að þar hafi tveir menn verið bræddir saman í einn. Steinar V. Árnason, Patreksfirði. Borgarfulltrúar og alþing- ismenn – Takið strætó Þið, ráðamenn og embættismann sem hafið völdin í þessari borg og þessu landi: Hvernig væri að þið mynduð leggja bílunum ykkar um páskana og tækjuð strætó, t.d. í páskaboðin eða fermingarnar? Strætó gengur meira og minna á klukkutíma fresti alla páskana – svona þegar hann gengur. Þannig gætu þið kynnst strætókerfinu af eigin raun. Páskamálsháttur ykkar gæti verið: „Strætó versnandi fer.“ Gleðilega páska, Strætókúnni. Stafræn myndavél tapaðist Stafræn myndavél tapaðist við Hrafnistu í Reykjavík eða á bíla- stæði Hrafnistu í Hafnarfirði föstu- daginn 14. mars sl. Finnandi vin- samlega beðinn að haf samband í síma 8994906. Kristján Sveinsson. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÁGÆTLEGA hefur viðrað til útivistar síðustu daga. Það er þó ennþá viss- ara að vera við öllu búinn og klæða sig í samræmi við árstíðina, eins og þessar keiku konur á Seltjarnarnesi gera. Morgunblaðið/Golli Göngutúr á Seltjarnarnesi FRÉTTIR VOR, Verndun og ræktun – félag framleiðenda í lífrænum búskap – lýsir fullkominni andstöðu við þrjár virkjanir í Þjórsá sem hefðu í för með sér mikið tjón í einu dýrmæt- asta landbúnaðarhéraði á Íslandi. VOR minnir á að ræktunarland er mjög takmörkuð auðlind en tún, beitilönd og land sem hægt væri að rækta upp verður eyðileggingu að bráð vegna lóna og stíflugarða komi til fyrirhugaðra framkvæmda. „Breytingar á grunnvatnsstöðu á svæðum í nágrenni uppistöðulón- anna gætu einnig skaðað tún og beitilönd. Menn ættu að hafa í huga Blöndulón þar sem mun meira land en áætlað hafði verið blotnaði upp og varð bæði hættulegt og ónothæft til beitar og ræktunar. Mikil jarð- skjálftavirkni á Suðurlandi eins og nýleg dæmi sanna, eykur ennfrem- ur á hættu á flóðum yfir býli og jarðir bænda. VOR bendir á að ekkert knýi á um virkjanir og allra síst í þessu verðmæta landbúnaðar- héraði. VOR minnir á að náttúru- spjöll vegna virkjana eru þau sömu hvert sem orkan er seld. Á tímum hækkandi matvælaverðs er algjör- lega andstætt sjálfbærri þróun að rýra landsvæði og skaða landbún- aðinn sem fyrir er á svæðinu. Virkj- anir í byggð skaða sveitasamfélagið og atvinnulífið sem þar er fyrir. Af þeim hlýst rask, ófriður og nátt- úruspjöll á virkjanatímanum og til allrar framtíðar. Slíkar aðgerðir ganga gegn markmiðum VOR – Verndunar og ræktunar og eru í andstöðu við hugsjónir og markmið lífrænu hreyfingarinnar í heild. VOR gagnrýnir einnig þá framsetn- ingu Landsvirkjunar að setja virkj- anir í Þjórsá sem forsendu fyrir uppbyggingu hátækniiðnaðar á Suðurnesjum og skorar á fyrirtæk- ið að beina sjónum sínum að öðrum valkostum,“ segir í ályktun frá fé- laginu. VOR leggst gegn virkjunum í Þjórsá Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.