Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 19 SUÐURNES Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Viðgerðir Ráðist var í miklar viðgerðir á Útskálakirkju. Séra Björn Sveinn Björnsson og Jón Hjálmarsson eru ánægðir með árangur vinnunnar. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Garður | „Söfnuðurinn stóð frammi fyrir því að byggja nýjan helgidóm eða að fara út í þessar miklu viðgerðir á kirkjunni. Mönnum þykir vænt um þessa kirkju og það er góð sátt um að þetta skuli hafa verið gert,“ segir Björn Sveinn Björnsson, sóknar- prestur í Útskálaprestakalli. Út- skálakirkja í Garði hefur verið tekin rækilega í gegn, endurnýjuð að utan jafnt sem innan. Kirkjan verður tekin í notkun á ný við guðsþjónustu á skír- dag. Útskálakirkja var byggð árið 1861 úr timbri og járnvarin. Síðasta stóra endurnýjunin á kirkjuhúsinu fór fram í byrjun síðustu aldar en 1975 var forkirkjan stækkuð og kirkjan máluð og skreytt. Kirkjan var orðin illa farin þegar þær framkvæmdir hófust sem nú er að ljúka, að sögn Jóns Hjálm- arssonar, formanns sóknarnefndar Útskálasóknar. Gott samstarf Vorið 2005 var kirkjan tekin í gegn að utan, skipt um járn á þaki og lag- færingar gerðar á forkirkju og turni. Í vetur hefur kirkjan verið lokuð á meðan unnið hefur verið að endurbót- um innan dyra. Klæðningin var orðin gisin og hana þurfti að laga um leið og öll kirkjan var einangruð. Skipt var um gólf og reyndist það meiri fram- kvæmd en reiknað var með því að steypa þurfti betri undirstöður. Við þá framkvæmd komu í ljós grafir og mannabein sem fornleifafræðingar rannsökuðu áður en gólfinu var lokað. Kirkjan var öll máluð að innan og meðal annars þurfti að láta smíða nýj- ar stjörnur í hluta loftsins. Settir voru nýir bekkir í kirkjuna, prédikunar- stóllinn lagfærður og altaristaflan hreinsuð, svo nokkuð sé nefnt. Bragi Guðmundsson húsasmíðameistari í Garði hafði yfirumsjón með verkinu. Húsið er friðað og hefur því verið náið samstarf við húsafriðunarnefnd. Jón segir að erfitt sé að sameina hagsmuni húsafriðunar og notkun húsa í nútímanum en hann telur að vel hafi tekist til í þessu tilviki og seg- ir að samstarfið hafi gengið vel. Sumt hefur verið fært til upprunalegs horfs. Séra Björn og Jón eru ánægðir með niðurstöðuna. Segja að kirkjan sé mun bjartari og fallegri eftir end- urbæturnar og þeir binda jafnframt vonir við að hljómburður verði betri. Jón telur að kostnaður við endur- bætur Útskálakirkju verði nálægt 50 milljónum kr. Það er mikið fyrir litla sókn. Jón segir að sóknarnefndin hafi verið búin að safna í sjóði vegna við- gerðanna og selt safnaðarheimili og síðan fáist styrkir úr Jöfnunarsjóði sókna og Húsafriðunarsjóði. Hann segir þó að sóknin komi skuldug út úr þessum framkvæmdum. „Þetta er gríðarlegt átak fyrir litla sókn en við búum að þessu næstu hundrað árin,“ segir séra Björn. Hann minnir á að Útskálakirkja eigi sér langa og merkilega sögu. Útskálaprestur hafi þjónað fram á miðja síðustu öld því svæði sem nú er Njarðvík, Keflavík, Hafnir, Sandgerði og Garður. „Út- skálakirkja hafði því ákveðna sér- stöðu þar sem prestssetrið var á Út- skálum. Þannig var staðurinn og kirkjan sögulega séð táknræn sam- eign Suðurnesjamanna og gegndi veigamiklu hlutverki fyrir samfélag- ið.“ Þótt framkvæmdum hafi ekki verið lokið var barn skírt í Útskálakirkju á pálmasunnudag. Það hefur sjálfsagt verið við svipaðar aðstæður og á byggingarári kirkjunnar en þá var barn skírt áður en kirkjan var vígð. Kirkjan verður formlega tekin í notk- un á ný eftir endurbæturnar við guðs- þjónustu á skírdag. Karl Sigur- björnsson, biskup Íslands, prédikar og séra Björn Sveinn þjónar fyrir alt- ari. Sögufrægt guðshús tekið í notkun eftir viðgerð Altari Öll kirkjan var máluð og alt- aristaflan hreinsuð og lagfærð. Ísafjörður | Skíðavikan 2008 verður formlega sett á Silfurtorgi í miðbæ Ísafjarðar í dag, miðvikudag, og af því tilefni verða þar ýmsar uppá- komur, t.d. sprettgöngukeppni í Hafnarstræti. Skíðavikan á sér langa sögu því hún var fyrst haldin í páskavikunni 1935 og hefur síðan verið árlegur viðburður í bæjarlífi Ísfirðinga. Fjöldi gesta kemur vestur á þess- um tíma og er stundum haft á orði að íbúafjöldi Ísafjarðar tvöfaldist í dymbilvikunni. Anna Sigríður Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Skíðavikunnar 2008, segir að það hafi alltaf verið mark- mið Skíðavikunnar að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem henti öll- um en ekki bara þeim sem stunda skíði. „Ég held að mér sé óhætt að segja að dagskrá Skíðavikunnar í ár sé ein sú glæsilegasta sem boðið hefur verið upp á og í reynd sann- kölluð menningarhátíð.“ Dag- skrána má skoða á skidavikan.is. Tónlist hefur alltaf skipað stóran sess á Skíðavikunni og segir Anna Sigríður enga breytingu þar á, nema hvað hún sé jafnvel meiri og fjölbreyttari en áður. Fjöldi tónlist- armanna, jafnt ísfirskir sem að- komnir, hefur troðið upp á Skíða- viku í gegnum tíðina og eiga margir sinn fasta sess á dagskrá vikunnar. Stærstu tónleikarnir eru hins vegar rokkhátíðin „Aldrei fór ég suður“ sem verður nú haldin í fimmta sinn. Stór hluti Skíðavikudagskrár- innar fer fram á skíðasvæði Ísfirð- inga á dölunum tveimur, Tungudal og Seljalandsdal. Að sögn Önnu Sigríðar eru aðstæður þar nú eins og best getur orðið, nægur snjór og frábært færi. „Allt stefnir í að Skíðavikan beri nafn með rentu þetta árið og er mikill hugur í starfsmönnum skíðasvæðisins sem hafa að undanförnu unnið við að troða brautir fyrir Skíðavikuna. “ Þegar skíðavikustýran er spurð hvað hún ætli að gera á Skíðavik- unni hlær hún og segist fyrst og fremst ætla að reyna að sjá til þess að allt fari vel fram og samkvæmt áætlun. „Ég legg mig fram um að vera á sem flestum stöðum og bara njóta lífsins. Skíðavikunni fylgir ótrúlega skemmtilegt andrúmsloft sem lýsa má sem heimilislegri heimsborgarstemningu. Og hér er ekkert verið að þykjast, þetta er einfaldlega rosaflott. Það segir sig líka sjálft að Skíðavikan hefði ekki verið við lýði svona lengi ef svo væri ekki,“ segir Anna Sigríður Ólafsdóttir. Morgunblaðið/Guðfinna M. Hreiðarsdóttir Tungudalur Aðstæður eru nú eins og best verður á kosið á skíðasvæðinu í Tungudal í Skutulsfirði. Þar fara margir í sína fyrstu skíðabrekku. Skíðavikan ber nafn með rentu LANDIÐ WW W.VIL DARKLUBBUR.IS AÐ MEIRA EN 40.000 MANNS FLJÚGA Á HVERJU ÁRI MEÐ ICELANDAIR FYRIR VILDARPUNKTA? VISSIR ÞÚ … HJÁ VILDARFYRIRTÆKJUM VISA OG ICELANDAIR Handhafar Vildarkorts VISA og Icelandair safna Vildarpunktum hraðar með því að beina viðskiptum sínum til Vildarfyrirtækja Vildarklúbbsins. Frá 17. mars til 1. apríl fá þeir tvöfaldan afslátt í formi Vildarpunkta þegar þeir greiða með kortinu sínu. Meðal Vildarfyrirtækjanna eru: VERSLUNIN EINAR ÓLAFSSON, Skagabraut 9–11, Akranesi MELABÚÐIN, Þín verslun, Hagamel 39 MIÐBÚÐIN, Þín verslun, Seljabraut 54 KOSTUR, Þín verslun, Holtsgötu 24 KASSINN, Þín verslun, Norðurtanga 1, Keflavík TVÖFALDIR VILDAR- PUNKTAR TIl 1. APRÍL Vildarklúbbur WWW.VILDARKLUBBUR .IS ÍS L E N S K A S IA .IS IC E 41526 03 /08

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.