Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 28
Þitt bros og blíðlyndi lifir og bjarma á sporin slær, það vermir kvöldgöngu veginn, þú varst okkur stjarna skær. Þitt hús var sem helgur staður, hvar hamingjan vonir ól. Þín ástúð til okkar streymdi sem ylur frá bjartri sól. Þín milda og fagra minning sem morgunbjart sólskin er. Þá kallið til okkar kemur, við komum á eftir þér. (F.A.) Kveðja, ömmu- og langömmubörnin. HINSTA KVEÐJA 28 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ágústa Olsenfæddist í Hafn- arfirði hinn 22. sept- ember 1934. Hún lést á blóðmeina- deild Landspítalans hinn 10. mars síðast- liðinn. Hún var dótt- ir Olgu Laufeyjar Þorbjörnsdóttur húsfreyju, f. í Hafn- arfirði 14.3. 1910, d. 16.5. 1988 og Marinó Olsen, f. í Reykjavík 8.10. 1907, d. 22.2. 1954. Systur Ágústu eru: Ágústa Gunnhildur, f. 1930, d. 1934, Erla, f. 1932, Sonja, f. 1938, Halldóra, f. 1940 og Ólöf, f. 1943. 1957 fluttist Ágústa til Vest- mannaeyja. Þar kynntist hún eig- inmanni sínum Þorsteini Sigurðs- syni, f. í Vestmannaeyjum 28.7. 1940. Hann er sonur hjónanna Sig- urðar Bogasonar skrifstofustjóra, f. í Búðardal 29.11. 1903, d. 20.11. 1969 og Matthildar Ágústsdóttur húsfreyju, f. í Vestmannaeyjum ey Sara, f. 1998 og María Malín, f. 2006. Dætur Ágústu og Þorsteins eru: 3) Hafdís, f. 27.10. 1959, gift Jörundi Kristinssyni, f. 1961. Börn: a) Eva Rut, f. 1980, b) Þorsteinn Daði, f. 1989, c) Kristinn Freyr, f. 1994. 4) Ásthildur, f. 13.12. 1960, gift Sigurði Páli Pálssyni, f. 1960. Börn: a) Guðrún Ágústa, f. 1986, b) Sólrún Dögg, f. 1991, c) Páll Stein- ar, f. 1994 og d) Sigrún Björk, f. 1997. Ágústa og Þorsteinn hófu bú- skap sinn í Vestmannaeyjum. Þau byggðu sér hús að Höfðavegi 6 og bjuggu þar fram að gosi 1973. Þá fluttust þau á æskuslóðir hennar til Hafnarfjarðar þar sem þau bjuggu lengst af á Lækjargötu 14. Ágústa vann ýmis verslunarstörf þar til hún hóf starf hjá Sparisjóði Hafn- arfjarðar. Þar sinnti hún síðast starfi fulltrúa í SPH verðbréfum en áður hafði hún starfað sem þjón- ustufulltrúi í SPH Strandgötu. Hún lét af störfum árið 2004. Árið 2002 greindist Ágústa með sjúkdóm sem hún háði hetjulega baráttu við þar til yfir lauk. Ágústa verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 28.7. 1900, d. 18.6. 1984. Systkini Þor- steins eru: Guðrún Ágústa, f. 1927, Ragn- heiður, f. 1929, Bogi, f. 1932, Haukur, f. 1934, Þórdís, f. 1939, d. 1994, og Sigurður, f. 1943. Ágústa og Þor- steinn gengu í hjóna- band hinn 16. maí 1959. Börn Ágústu fyrir hjónaband eru: 1) Jakob, f. 7.1. 1953, kvæntur Rut Ágústs- dóttur, f. 1962. Börn: a) Guðrún Ágústa, f. 1976, sonur hennar er Jakob Fannar, f. 2004, b) Olga, f. 1988, c) Marta, f. 1990 og d) Pálm- ar, f. 1992. 2) María, f. 7.1. 1955, gift Þorsteini Gíslasyni, f. 1947. Börn: a) Eir, f. 1975, sambýlis- maður Gunnar Ólafsson, f. 1974, börn þeirra eru Elísa Eir, f. 2000 og Bjarki Steinn, f. 2005. b) Hlín, f. 1980, sambýlismaður Michael B. David, f. 1979, börn þeirra eru Sól- Elsku mamma mín, er ég minnist þín mér finnst ég verða lítill um sinn af þrá í örmum þér um stund ég undi mér þá ást og hlýju enn ég finn. Ég hugar kveðju sendi, mamma mín þig man ég alla stund og Guð ég bið um að gæta þín uns geng ég á þinn fund. Hjarta sárt ég kenni saknaðar er hugsa ég til þín af því ég man er lítill var hver kyssti tárin mín (Gylfi Ægisson.) Þín Hafdís. Elsku tengdamamma. Nú þegar leiðir skilja um hríð, langar mig að þakka þér samfylgd- ina þennan spöl. Í örfá skipti á æv- inni kynnist maður fólki sem snertir mann á þann hátt að maður verður betri eftir. Þar er þér rétt lýst. Þeg- ar við hittumst fyrst fann ég hlýju og góðmennsku streyma til mín og ég strax boðinn velkominn. Síðar áttaði ég mig á því að þetta var sama hlýja og ég hafði áður fundið frá móður minni. En svona varstu reyndar við alla sem á vegi þínum urðu. Vel má vera að þín fyrstu ár hafi verið þér þung í skauti, en þú varst aldrei orðmörg um þá hluti. Sjálfs- vorkunn áttir þú enga, sem sást bezt þegar veikindin bönkuðu upp á síð- ustu árin. En hafi morgunn ævi þinnar verið með dimmum skýjum þá birti svo sannarlega til þegar á daginn leið. Sól skein í heiði þegar þú hittir Steina í Stakkó og sunn- anblærinn strauk vanga ykkar og stelpnanna útí í Eyjum. Auðvitað varðst þú ástfangin af Eyjunum líka eins og allir sem þangað koma. Ör- lögin höguðu því þó þannig að þú þurftir að yfirgefa Eyjarnar í skyndi með börn og án mikils bús. En þó við séum tekin úr Eyjunum verða Eyj- arnar ekki teknar úr okkur. En þessi örlög, sem ykkur Steina voruð sköpuð af ægikrafti úr iðrum jarðar, leystu líka úr læðingi þann kraft sem í ykkur bjó. Á undra- skömmum tíma voruð þið komin í sælureitinn við Lækjargötuna og þú aftur á æskuslóðir við Hamarinn. Og nú losnaði einnig um þá elju, sem þú áttir í sjálfri þér, þegar þú hófst störf í Sparisjóðnum. Störfin urðu sífellt vandasamari og ábyrgðar- meiri, þegar yfirmenn urðu varir við kostina í fari þínu. Ánægja sam- starfsmanna og viðskiptavina bera þó helzt vitni um það traust og virð- ingu sem þú nauzt. Áhugi þinn á málefnum líðandi dags var mikill til hinztu stundar og við ræddum oft þjóðfélagsmál. Það var gaman að ræða þau mál við þig og finna hve réttlætið átti ríkan þátt í sál þinni. Við vorum kannski ekki alltaf sammála um dægurþrasið en alltaf sátt og virtum sjónarmið hvort annars. Lækjargatan varð þungamiðja stórfjölskyldunnar. Þetta var hin trausta borg okkar allra, þar sem tekizt var á við gleði og sorg. Þá gazt þú bæði gefið góð ráð, huggað og sýnt samúð. Og ekki síður tekið þátt í gleðinni og verið full áhuga á hversdagsmál- um okkar hinna. Okkur Maju er sú stund dýrmæt þegar við gengum í hjónaband í sólstofunni á Lækjó og ekki slóguð þið Steini slöku við und- irbúninginn. Vonandi hafið þið feng- ið það launað að hluta með þeim góðu stundum sem við áttum saman í sumarbústaðnum. En nú skilja leiðir og við verðum sitt á hvorum fljótsbakkanum nokkra hríð. Sjúkdómsstríðið var bæði langt og stutt í senn. Þú sýndir okkur þá það æðruleysi sem til eft- irbreytni er og misstir aldrei þá reisn sem þig prýddi. Ævikvöldið var, þrátt fyrir allt, stjörnubjart og kyrrt. Eftir sit ég með söknuð og þakk- læti og lofa að hugsa vel um hann Steina okkar. Hvíl þú í friði, Gústa mín, og megi góður Guð geyma þig. Þinn tengdasonur, Þorsteinn. Í dag verður jarðsungin Ágústa Olsen, tengdamóðir mín. Kynni okkar urðu fyrst fyrir nær aldarfjórðungi. Þá bjó Ágústa með Þorsteini Sigurðssyni, manni sínum, á Lækjargötu 14 í Hafnarfirði, ásamt tveimur dætrum sínum þeim Hafdísi og Ásthildi, síðar eiginkonu minni. Húsið sem var gamalt, keypt árið 1975, bar nafnið Geitháls og stóð rétt undir Hamrinum. Á næstu árum komu Ágústa og Þorsteinn sér vel fyrir í þessu húsi og nær end- urbyggðu það. Húsið var í seiðandi umhverfi undir Hamrinum og var beint á móti bæjarlæknum. Það var alltaf gaman og heillandi að koma í heimsókn á ,,Lækjó“. Það þótti bæði mér og barnabörnunum. Sumir sögðu að huldufólk byggi í Hamr- inum. Ágústa og Þorsteinn voru mjög samheldin en þó alls ekkert lík. Ágústa var sú sem stjórnaði og hélt utan um flest skipulag en Þorstein er smiður og góður verkmaður. Ágústu var létt að kynnast þó að persónuleiki hennar væri meira að hlusta á aðra og fræðast. Ágústa fylgdist vel með öllu og átti greini- lega létt með að læra, þó að aldrei fengi hún tækifæri til að ganga menntaveginn. Um það leyti sem ég kynntist henni var hún enn að vinna í kaupfélaginu, en á næstu árum urðu miklar þjóðfélagsbreytingar. Kaupfélögin hurfu og Ágústa hóf störf hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Ágústa átti mjög létt með að laga sig að nýjum kröfum og í starfi sínu hjá Sparisjóðnum tel ég að hún hafi not- ið sín vel og verið metin fyrir dugnað og atorku. Það var alltaf gaman að ræða við Ágústu. Það var greinilegt að hún fylgdist vel með öllu og stundum fannst mér ég langt á eftir í nýjungum og framsækni þegar Ágústa lýsti kostum hluta- og verð- bréfa, sem þá voru að skjóta upp kollinum í íslensku þjóðfélagi. Síðar gerðist það, fyrir 6 árum, að blóðkrabbamein uppgötvaðist hjá Ágústu. Ágústa tók veikindum sín- um með miklu æðruleysi. Þrátt fyrir ólæknandi sjúkdóm og erfiðar með- ferðir heyrði ég Ágústu aldrei kvarta. Hún sagði mér eitt sinn að hún hræddist ekki dauðann og ein- hvern veginn fannst mér hún lítið vilja af honum vita. Hún var alltaf svo ung í anda. Ágústa hafði óbilandi baráttuþrek og hélt áfram að fylgj- ast vel með öllu þar til yfir lauk. Þá sérstaklega börnum og barnabörn- um. Ágústa var að mínu mati mjög sjálfstæð jafnaðarkona sem sagði yf- irleitt hreint út sínar skoðanir á hlutunum. Fyrir það virti ég hana mikils og ekki síður það hversu hrein og bein og vel gefin hún var. Það var alltaf mikil reisn, stöðugleiki og ákveðni sem fylgdi Ágústu en þó einnig þessi hlýja og nærvera sem sérstaklega barnabörnin skynjuðu á heimili þeirra Þorsteins. Að lokum á þessum erfiða degi vil ég þakka Ágústu góð kynni og sendi Þorsteini og allri fjölskyldunni sam- úðarkveðju. Sigurður Páll. Margs er að minnast eftir lang- varandi og ánægjurík kynni. Það eru nú rúm 23 ár síðan ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna Gústu og Steina á Lækjargötunni í Hafnarfirði, eða „Lækjó“ eins og við kölluðum það alltaf. Ég var þarna í fylgd í nýorð- innar unnustu minnar, hennar Haf- dísar. Var ég nokkuð feiminn og í upphafi óöruggur en jákvæður og frjálslegur andinn á heimilinu sá til þess að öll feimni heyrði fljótt sög- unni til. Inn úr dyrunum snaraðist Gústa stuttu síðar, eldhress eftir langan vinnudag. Ég fann að ég var strax velkominn og aufúsugestur. Matur var borinn á borð og þessum ókunna fylgifiski Hafdísar var boðið að borða með fjölskyldunni. Mat- maðurinn í mér var vakinn og ilmur barst að vitum af ljúffengum tarta- lettum. Við gerðum oft grín og gam- an að því síðar að þarna hefði ég fengið matarást á henni Gústu. Við urðum miklir vinir og sú vinátta fölnaði aldrei. Ég leitaði oft til henn- ar, gat rætt um allt við hana. Hún var einstaklega vel gefin, úrræðagóð og réttsýn. Þrátt fyrir 27 ára ald- ursmun fannst mér ég alltaf leita í smiðju jafnaldra. Kynslóðabil var ekki til. Sannaðist þar að sögurnar um erfiðar tengdamæður eiga ekki við, allavega átti hún engan veginn við þar sem við Gústa vorum ann- arsvegar. Hún var draumatengda- móðir hvers tengdasonar. Hún lifði fyrir fjölskylduna og þar leið henni best. Ömmubörnin og langömmu- börnin áttu þar einnig einlægan vin og leituðu mikið til hennar. Þau eiga erfitt með að skilja að amma Gústa sem ætíð var tilbúin að hlusta og allt skildi sé nú ekki lengur hér á meðal vor. Sl. sex ár hefur Gústa barist við illvígan blóðsjúkdóm og gengið í gegnum erfiða lyfja- og geislameð- ferð. Hún sýndi í þessum þrenging- um ótrúlegan dugnað og æðruleysi og hef ég oft dáðst að því og sann- færst enn frekar um hversu mikið gull af manni hún var. Hún naut dyggilegs stuðnings eiginmanns og barna en aldrei heyrðist hún kvarta og missti aldrei móðinn. Með sínu já- kvæða hugarfari og léttu lund náði hún þrátt fyrir allt að njóta lífsins og lifa því lifandi. Að leiðarlokum finn ég fyrir mikl- um tómleika að Gústu genginni. Hún hefur verið sjálfsagður og afar mik- ilvægur hluti tilveru fjölskyldunnar svo lengi og erfitt verður að hugsa sér framhaldið án hennar. Hún mun lifa í hjarta okkar. Ég kveð Ágústu, tengdamóður mína, í einlægri þökk og vissu þess að við hittumst síðar á öðru tilverustigi. Far þú í friði. Þinn einlægur tengdasonur, Jörundur Kristinsson. Raunveruleg auðæfi hvers manns eru það góða sem hann eða hún lætur af sér leiða um sína daga. (Múhameð.) Það var fallegur dagur þegar hún amma Gústa kvaddi þennan heim. Sex ára hetjulegri baráttu er nú lok- ið og eina staðreyndin sem við förum með út í lífið orðin að veruleika – við deyjum jú öll á endanum. Ég veit ekki alveg í hvorn fót ég á að stíga, hún amma var svo mik- ilvægur þáttur í lífi mínu. Það á eftir að taka langan tíma að venjast því að tala ekki við hana á hverjum degi. Geta ekki kíkt í heimsókn bara til þess eins að sitja hljóð og njóta nær- veru hennar, eða þá tala um allt og ekkert. Núna, þegar hún er farin á nýjan áfangastað, finn ég fyrst og fremst fyrir einstöku þakklæti, fyrir alla þá ást, umhyggju, stuðning, skilning, vináttu og stundir sem við áttum saman. Það er ómetanlegt að eiga einhvern að sem er alltaf til staðar, alltaf með ráð, alltaf tilbúin að hlusta, alltaf tilbúin með útbreiddan faðminn. Já, amma var ómetanleg. Það ristir djúpt í hjarta mínu, að hugsa til þess að ófæddir tvíburar mínir fái ekki að kynnast henni. Minning hennar mun lifa í gegnum okkur sem eftir sitjum og þannig fá þau að vita hve yndisleg amma var. Þau fá að vita það að amma Gústa var einstök. Þær eru svo sannarlega góðar minningarnar sem eftir sitja og verða þær varðveittar í hjarta mínu og huga um ókomna tíð. Sá maður hefur öðlast velgengni sem hef- ur lifað vel, hlegið mikið og elskað mikið; sem hefur eignast trúnað og elsku góðs fólks, sem hefur fyllt það rúm sem honum var ætlað og unnið sitt verk; sem hefur gert heiminn örlítið betri … (Bessie A. Stanley.) Elsku amma mín, sjáðu hvað him- inninn er fallegur og stjörnurnar á nóttunni bjartar. Himnaríki eignað- ist nýjan engil og ég sé það svo vel með því að kíkja út um gluggann minn. Ég man samkomulagið okkar, ég veit að þú stendur við þitt og lofa þér að standa við mitt. Takk fyrir allt, knús og kossar. Þín Eva Rut. Elsku amma. Það var erfitt fyrir okkur systk- inin að kveðja þig á föstudaginn. Það var átakanlegt fyrir alla sem elska þig og þekkja. Þrátt fyrir að þú hafir verið veik í mörg ár höfum við aldrei sætt okkur við þá tilhugsun að þú færir frá okkur. Þú hefur verið okk- ur svo mikilvæg. Þegar ég var lítil hélt ég því fram að amma Gústa væri bankastjóri í Sparisjóði Hafnafjarðar. Við systk- inin áttum Króna & Krónu spari- bauka því til sönnunar og Lækjó var fullt af Sparisjóðaspilum. Spilaborg- irnar risu á stofugólfinu. Hjóna- bandssæla var uppfinningin hennar ömmu og Olsen-Olsen leikurinn auð- vitað líka. Hann hét nú einu sinni í höfuðið á þér og það varst þú sem kenndir okkur hann. Það var alltaf svo gaman og gott að koma í heim- sókn til ykkar. Hlýlegur og rólegur andi yfir heimilinu. Eftir að hafa ærslast og leikið með afa var kúrt hjá ömmu og spjallað. Þú varst trún- aðarvinur og við gátum alltaf leitað til þín og létt af sálinni ef okkur lá eitthvað á hjarta. Róleg og góð, traust og vitur. Höfuð fjölskyldunn- ar, lífsreynd og virðingarverð. Það var hún amma. Ástar- og saknaðarkveðjur, Guðrún Ágústa, Sólrún Dögg, Páll Steinar og Sigrún Björk. Ágústa Olsen ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÁSA GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, Eikjuvogi 11, Reykjavík, lést á elliheimilinu Grund föstudaginn 14. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Haraldur Þórðarson, Kristján Þór Haraldsson, Margrét Ó. Björnsdóttir, Sigurbjörg Haraldsdóttir, Jón Hannes Helgason, Þórlaug Haraldsdóttir-Hübl, Michael Hübl og barnabörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.