Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 9
FRÉTTIR
BÆJARSTJÓRN Hveragerð-
isbæjar lýsti á síðasta fundi bæj-
arstjórnar eindregnum áhuga á
því að efla almenningssamgöngur
milli sveitarfélagsins og höf-
uðborgarsvæðisins.
Samþykkt var tillaga um að
fela bæjarstjóra að hefja nú þegar
viðræður við Sveitarfélagið Ár-
borg um möguleikann á því að
sveitarfélögin sæki í sameiningu
um einkaleyfi á almennings-
samgöngum milli Árborgar,
Hveragerðis og Reykjavíkur.
Sömu aðilum verði ennfremur fal-
ið að ræða við Vegagerðina og
væntanlega samningsaðila um
kostnað og fyrirkomulag almenn-
ingssamgangna á umræddri leið
og að leggja fyrir bæjarstjórn/
bæjarráð tillögur að framkvæmd.
Í greinargerð með tillögunni
segir að strætisvagnaferðir milli
Reykjavíkur, Hveragerðis og Sel-
foss hafi verið eitt af baráttu-
málum bæjarstjórnar Hveragerð-
isbæjar til langs tíma. Gildandi
sérleyfi á umræddri leið hafi aft-
ur á móti gert það að verkum að
ekki hefur verið hægt að vinna
málinu brautargengi þar til nú.
Um næstu áramót rennur núver-
andi sérleyfi út og þá gefst sveit-
arfélögunum tækifæri til að stór-
bæta búsetuskilyrði á svæðinu
með því að sækja um einkaleyfi á
umræddri leið. Ef af verður er
hér á ferðinni spennandi verkefni
sem hefur mikla þýðingu fyrir
íbúa sveitarfélaganna, segir í
greinargerðinni.
Hvergerð-
ingar vilja
strætó aust-
ur fyrir fjall
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Sumarkjólar
KRINGLUNNI - Sími: 568 9955
stelpu&stráka
S
PA
R
IB
A
U
K
U
R
www.tk.is
FERMINGAR
GJAFIR
SKARTGRIPATRÉ
TILBOÐSVERÐ
KR. 4.990.-
Rúmföt 20 teg.
TULIP 3 litir Skartgripaskrín
yfir 30 teg.
Opið á morgun Skírdag1-5
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862
Norðurlandaráð veitir í ár náttúru- og umhverfisverðlaun í
fjórtánda sinn. Þau nema 350.000 dönskum krónum og eru
veitt fyrirtæki, stofnun, samtökum eða einstaklingi sem sýnt
hefur sérstakt frumkvæði á sviði náttúru- og umhverfisverndar.
Verðlaunin í ár skulu veitt fyrirtæki, stofnun, samtökum eða
einstaklingi (t.d. hugvits- eða vísindamanni) fyrir norræna
vöru, uppfinningu eða þjónustu, sem hefur átt þátt í að draga
úr orkunotkun almennings. Vöruna, uppfinninguna eða
þjónustuna, skal vera hægt að nota á öllum Norðurlöndum
með umtalsverðum árangri. Um getur verið að ræða
kerfisbundna lausn eða sértækan hlut.
Öllum er heimilt að tilnefna verðlaunahafa á þar til gerðu
eyðublaði. Í fylgiskjali með eyðublaðinu skal tilnefningin
rökstudd, lýst í hverju frumkvæðið felst og hver hafi staðið fyrir
því. Koma skal fram hvernig varan, uppfinningin eða
þjónustan, hefur komið að gagni, hver útbreiðsla hennar er og
hverjir nota hana. Fylgiskjalið skal vera í mesta lagi tvær
blaðsíður í A4-stærð til fjölföldunar fyrir dómnefnd.
Dómnefnd er skipuð fulltrúum Norðurlandanna fimm og
sjálfsstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja.
Tilnefningin skal send á eyðublaði sem þarf að berast
Danmerkurdeild Norðurlandaráðs í síðasta lagi föstudaginn 25.
apríl kl. 12. Eyðublaðið má nálgast á heimasíðu ráðsins,
www.norden.org, eða hjá skrifstofu dönsku landsdeildarinnar:
Nordisk Råd
Den Danske Delegation
Christiansborg
DK-1240 København K
Sími +45 3337 5999
Fax +45 3337 5964
Netfang: nrpost@ft.dk
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Náttúru- og
umhverfisverðlaun
Norðurlandaráðs 2008